Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 h Ég þakka innilega þá vináttu og hlýhug sem mér var sýnd á áttrœðisafmœlisdegi mínum þann 27. desember sl. Bergþóra Baldvinsdóttir, Grandavegi 47. Að banna fjárlagahalla er ekki ný hugmynd m m mwmnm ELFA-LVI Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. ELFA-OSO Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir 30- 300 lítra, útvegum aðrar stærðir frá 400-10.000 lítra. HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR. Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndurvið íslenskaraðstæður. Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - S 622901 og 622900 eftir Ásgeir Hannes Eiríksson í ágætri forystugrein Morgun- blaðsins sunnudaginn 9. janúar er fjallað um að banna fjárlagahall- ann með lögum sem blaðið kallar „athyglisverða hugmynd Ragnars Arnalds". Leiðarahöfundi finnst „hugmyndin“ koma úr hörðustu átt og frekar mætti vænta ráð- deildar hjá Sjálfstæðisflokki en Alþýðubandalagi. Morgunblaðinu sést þarna yfir fortíðarvanda Sjálf- stæðismanna á borð við Kröflu, Flugstöðina, Ráðhúsið, Perluna og nýjar æfingar á Korpúlfsstöðum. En það er nú önnur Ella. Oft er erfitt að finna upphafið að góðri hugmynd en nær eru menn upphafinu eftir því sem lengra er liðið frá málflutningi þeirra. í desember 1990 lagði ég fram frumvarp á Alþingi um að ekki megi taka til meðferðar laga- frumvörp sem hafa í för með sér kostnað fyrir ríkissjóð nema einnig sé í þeim ákvæði um samsvarandi tekjur handa ríkissjóði. Því miður talaði ég þá fyrir daufum eyrum þingmanna og ráðherra. Líka þeirra sem nú hafa gert þennan málflutning að sínum og hjóta fyrir lof Morgunblaðsins. Hins vegar hlaut frumvarpið góða umfjöllun í fjölmiðlum og ramsbonÉi Tilboö lyrir hópa: 2.000 kr. afsláttur á mann ef í hópnum eru 15 manns eða fleiri. 40.000 kr. spamadur fyrir 20 manna hóp. í’c’h/r u/n 5 til 6 nœíur kr.* á vnnninn í tvíbýli í 3 ruetur og 4 daga á Hotel Sheraton Towson. Brottfarir á miðviku-, fimmtu- og föstudögum. Heimflug á sunnu-, mánu- og miðvikudögum. Veittur er 5% staðgreiðsluaísláttur Í Baltimore bjóðum við gistingu á eftirtöldum garðahótelum: Holiday Inn Inner Harfoor, Sheraton Towson, Hyatt Rogency, Days Inn Inner Harfoor og Tho Latham. *M.v. að greitt sé með minnst 14 daga fyrirvara. Innifalið er flug og gisting og flugvallarskattar. Börn, 2ja - 11 ára, fá 15.500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3.500 kr. Enginn bókunarfyrirvari. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). C3IA1%A5í« d)S Frábært tækifæri til þess að gera hagstæð innkaup; m.a. stærsta verslunarmiðstöð á austurströnd Bandaríkjanna, Towson Town Center. Heillandi miðbær með aragrúa veitingastaða, verslana, leikhúsa og skemmti- staða. Einstök söfn. Örstutt til höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington D.C. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi bæði í Þingfréttum Morgunblaðs- ins og forystugrein DV og í aðs- endu efni lesenda. Á sama tíma lagði ég til að banna með lögum afgreiðslu íjárlaga með halla og síðan hef ég oft viðrað þá hug- mynd í ræðu og riti. Meðal annars í DV 9. mars 1992, í Tímanum 19. mars 1993 og á fundi BSRB með fjármálaráðherra á Hótel Borg síðastliðið haust. Ég leyfí mér því að þakka Morg- unblaðinu góð orð um hugmyndina og tek þau hiklaust til mín. Ekki sakar að geta þess að ég las í bandarísku blaði að sjálfur Iacocca forstjóri er á sama máli. Fyrrum sessunautur minn á Alþingi, Ragn- ar Arnalds, er því ekki í slæmum félagsskap þó Morgunbiaðið sakni að vonum Sjálfstæðismanna í þeim hópi. Lesendum Morgunblaðsins til fróðleiks leyfi ég mér að birta niðurlag blaðagreinar minnar um bann við fjárlagahalla: „Alþingi verður að banna fjár- lagahallann með lögum. Það er engin spurning. Þingmenn verða að þora að standa við útgjöld sín jafnóðum og til þeirra er stofnað en vísa þeim ekki stöðugt til næstu kynslóða. Sama gildir um ríkis- skuldabréf og happdrættislán, það verður að hækka tekjuskattinn hveiju sinni svo að endar nái sam- an á fjárlögum. Ekki svo að skilja að undirrituð- um þyki skattar of lágir hér á landi í dag og vilji bæta við þá. Síður en svo. En þjóðfélagið er á fjár- hagsiegum krossgötum. Þetta er sjálfsvörn tii að forða landinu frá gjaldþroti og börnum þess frá því að erfa óbærilegan skuldabagg- ann. Og viti menn: Staðan breyttist um leið og fjár- lagahallinn er orðin áþreifanleg útgjöld. Fólkið finnur þá fyrir hon- um í pyngju sinni og segir hingað ESSO starfsmönnum þakka ég fyrir sýnda vin- áttu í sambandi við 70 ára afmœli mitt. Guðmundur Bergsson, Sogavegi 178. Hjartans þakkir okkar Svövu til allra, sem áttu með okkur ógleymanlega samverustund á Hótel Selfossi á sjötugsafmœli mínu þann 2. janúar sl. SömuleiÖis þökkum viÖ allar heillaóskir, sem okkur hafa borist af sama tilefni. Einnig þökk- um viÖ góÖar gjafir fyrr og nú, og góÖan stuÖn- ing við bókasöfnin á Ljósafossi og í Sólvalla- skóla. LifiÖ heil! Böðvar Stefánsson. Ásgeir Hannes Eiríksson „Ég leyfi mér því að þakka Morgunblaðinu góð orð um hugmynd- ina og tek þau hiklaust til mín.“ og ekki lengra. Þingheimi verður þannig þröngvað tii að halda út- gjöldum ríkissjóðs í skefjum og þingmenn munu brátt venjast því að spara peninga. Það gæti jafn- vel orðið að kæk hjá þeim. Þá fyrst er hægt að leggja peninga til hliðar og borga smám saman upp barnavíxilinn.“ Höfundur er varnborgurfuíltrúi ogfyrrum þingnuiður Reykvíkinga. Á MORGUN BERST l>ÉR ÓTRÚLEGT TILBOÐ:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.