Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 47 VELVAKANDI ÞAKKIR TIL NESKIRKJU Á AÐFANGADAG kl. 16 sóttum við fjölskyldan jólastund barna- fjölskyldunnar í Neskirkju, sem var m.a. í umsjá sr. Franks M. Halldórssonar. Höfum við oft óskað þess að geta sótt kirkju á aðfangadag fyrr en kl. 18. Áttum við þarna indæla og góða stund, þar sem börnin fylgdust með og frásaga og sálmar tóku mið af þeim. Fermingarbörn sýndu helgileik um leið og jólaguðspjall- ið var lesið. Við gátum því hafið okkar hátíðahöld fyrr en ef við hefðum mætt kl. 18. Slíkt er afar hagstætt ef ung börn eru í fjölskyldunni. Vera má að einhveijum finnist jólunum þjófstartað með þessu, en jólin eru til okkar vegna en ekki við vegna jólanna. Víða eru helgistundir og samverur á sjúkrahúsum og elliheimilum fyrr um daginn. Gott að nú er börnun- um einnig sinnt. Mættu fleiri sóknarnefndir, prestar og starfs- menn safnaðanna taka sér þessa nýbreytni til fyrirmyndar um næstu jól. Án efa mætti virkja fleiri úr söfnuðunum svo prestur- inn eða prestarnir þurfi ekki að vera einir um að bæta þessu ofan á annir jólanna. • Ragnar Gunnarsson, Kaplaskjólsvegi 91, Reykjavík. TIL KONUNNAR SEM LENTIÍ VANDRÆÐUM í HAGKAUPUM STARFSMAÐUR í Hagkaupum hringdi til Velvakanda og vildi fá aðstoð hans við að koma á fram- færi þeim skilaboðum til konunn- ar sem taldi sig hafa borgað með 5.000 króna seðli þegar hún keypti þar sl. miðvikudag, að hún hafði rétt fyrir sér. Nafn og síma- númer hennar hefur því miður glatast hjá starfsfólki Hagkaups og því var gripið til þessa ráðs við að koma þessum skilaboðum áleiðis. OFBELDIí INDIANA JONES MÓÐIR hringdi og vildi beina því til þeirra sem sjá um þættina um Indiana Jones að vara fólk við þeim þáttum sem eru jafn troð- fullir af ofbeldi og hryllingi og þátturinn sem sýndur var sl. laug- ardagskvöld. Það er fyrir neðan allar hellur að bjóða fólki upp á þetta vitandi að ung börn bíða eftir þessum þætti, þar sem flestir álíta að þetta sé barna- og fjölskylduefni. Það eru ekki allir foreldrar sem fylgjast svo grannt með því hvað leynist í þessum þáttum en gera ráð fyrir að svona lagað sé ekki borið á borð fyrir börn. Móðirin sagði að bömin hennar hefðu velt sér andvaka í rúminu til kl. 3 um nóttina af hræðslu eftir þáttinn. Er virkilega enginn sem fylgist með þessu? Þetta hefði líklega verið bannað bömum innan sext- án ára hefði þetta verið bíómynd! TAPAÐ/FUNDIÐ Húfa fannst DÖKK loðhúfa fannst á bílastæði fyrir utan Næfurás 10-14. Upp- lýsingar í síma 671882. Penni fannst PELICAN-penni, sjálfblekungur nr. 250, fannst í miðbænum að- faranótt sl. sunnudags. Sakni ein- hver slíks penna fær viðkomandi pennann afhentan gegn greinar- gróðri lýsingu. Upplýsingar gefur í Sveinn í síma 660557. Úr fannst CASIO karlmannsúr fannst á göngustíg sem tengir saman Arn- arbakka og Lambastekk í Breið- holti sl. föstudag. Eigandi má hafa samband í síma 74255. Finkur fyrir páfagauka FINKUEIGANDA langar til að skipta á páfagaukapari fyrir finkupar. Upplýsingar gefur Ingi- björg í síma 71237. Hanskar töpuðust SVARTIR leðurhanskar með hvítu fóðri töpuðust í Bíóhöllinni (Aladdín kl. 17) sl. sunnudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 53978. GÆLUDÝR Kettir ÞRJÁ ketti vantar gott heimili. Upplýsingar í síma 811901. Tík í óskilum SMÁVAXIN tík, svört og brún með hvíta bringu, fannst 2. jan- úar sl. á Sogavegi. Hún er trúlega nokkurra ára. Þeir sem telja sig kannast við þessa tík eru vinsam- lega beðnir að hafa samband við Dýraspítalann í síma 674020. Þakkir til velunnara Frá Sigfúsi B. Valdimarssyni: Samhjdlp kvenna £ LEIKFIMI Yort líf það er sigling á æðandi öldum Á aldimmri nótt gegnum boða og sker. En áfram þó leiðinni hiklaust vér höldum. Vor hjartkæri Frelsari skipstjórinn er. Þessar ljóðlínur koma mér í hug er ég horfí til liðinna ára og sé hvem- ig Drottinn hefir leitt og stjórnað Salem Sjómannastarfinu. Frá upp- hafi þess hefir það verið aðalmarkm- ið þess að útbreiða Guðs orð á með- al fólks, því „Helst mun það blessun valda“. Það er í sannleika sagt björg- unarstarf. Það er dásamlegt, og fyr- ir það þökkum við GUði, hve mörgum mannslífum hefur verið bjargað frá skipbroti og allskonar háska, en það er ekki síður nauðsynlegt að bjarga fólki frá „andlegum dauða og eilífri neyð“. Þegar maður frelsast fyrir trúna á Jesúm Krist og hans heilaga orð, þá eignast maður nýtt líf. Eg heyri aldrei fjölmiðla minnast á það hve margir bjargast þannig úr alls- konar neyð og verða nýtir þjóðfélags- þegnar. Orði Guðs hefir verið sáð og jiað ber ávöxt. Jes 55:11. Á síðasta ári voru gefnar 65 Bibl- íur, 100 Ntm og 25 Passíusálmar auk þess mikið af smærri Biblíuhlut- um, snældum og blöðum og ritum, sem vitna um Jesú og fagnaðarerindi hans, að hann kom til að frelsa synd- uga menn. Þetta náði til fólks af 40 þjóðernum, af því má sjá að það berst víða, enda berast líka kveðjur og þakkir víðsvegar að. Einnig voru gefnir 200 jólapakkar til sjómanna á hafi úti og auk þess 50 jólakveðj- ur. Ég þakka öllum sem hafa stutt starfið á einn eða annan hátt. Ég get ekki annað en minnst á Hákarl- inn, sem ein skipshöfn gaf okkur. Það gerði um 8.000. Guð launi öllum þessum vinum nær og fjær. Ríkið hefir þó ekki látið af að taka virðis- aukaskatt af gjöfum þeim sem vinir erlendis hafa sent svo sem Biblíum og öðru slíku. Farið var í um 800 heimsóknir um borð í skip og báta þessara erinda. Yar þá líka oft greitt fyrir með póst o.fl. Ég óska öllum landsmönnum árs og friðar. Megi almáttugur Guð gefa heilaga vakn- ingu með þjóð vorri, svo þar verði „Gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskist á Guðríkis braut." SIGFÚS B. VALDIMARSSON, Pólgötu 6, ísafirði. Andstyggi- leg hrollvekja Frá Ragnhildi Hjaltadóttur: NÚ ER svo kornið að ég get ekki orða bundist. Á laugardagskvöldið 8. janúar sl. settist ég með fjölskyldu minni fyrir framan sjónvarpið í von um svolitla skemmtun og ánægju. Við horfðum á Ævintýri Indiana Jo- nes sem við álitum saklausa skemmt- un með ágætan „húmor“. Við vissum sannarlega ekki að okkar biði hroll- vekja með limlestum líkum, blóð- flóði, andsetningu o.fl. hryllingi. Það sem er mjög alvarlegt er það að engin aðvörun fylgdi myndinni og sýningin var á þeim tíma þegar flest börn eru ennþá vakandi. í umræðu um ofbeldi í sjónvarpi hefur mér virst kom fram að íslenska þjóðin hefur ekki smekk fyrir slíkt hrottalegt ofbeldi sem borið hefur verið á borð fyrir landsmenn. Þess vegna beini ég orðum mínum til þeirra einstaklinga sem bera ábyrgð á efnisvali sjónvarpsins. Hver einstaklingur er mikilvægur og þið eruð í þeirri aðstöðu að hafa áhrif á sálarlíf og líðan þjóðar ykk- ar. Allt sem fyrir augu okkar ber festist á myndbandi undirmeðvitund- arinnar og hefur áhrif á okkur. Hugið að börnunum, stuðlið ekki að taugaveiklun, ótta og martröðum! Aðgát skal höfð í nærveru sálar! RAGNHILDUR HJALTADÓTTIR, pósthólf 4060, 124 Reykjavík. Nýtt leikfiminámskeið, fyrir konur sem gengist hafa undir brjóstaaðgerð, hefst miðvikudaginn 12. janúar. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 17.15, á Hrafnistu i Hafnarfirði. Æfingar fara fram ýmist í sundlaug eða íþróttasal. Að loknum æfingum er hægt að fara í sund og nuddpott. Enn geta nokkrar konur komist að. V. Nánari uppiýsingar í sírnurn 72875 og 657813 HWe make the world's best mattress Við búum til heimsins bestu dýnur Við búum til heimsins bestu dýnur er hið viðurkennda vörumerki og auglýsingaslagorð Serta verksmiðjanna í Ameríku. Serta verksmiðjurnar eru þekktar fyrir gæði og dýnumar sem við kaupum frá þeim hafa gormakerfi og fjaðrabindingu sem er svo einstök og vönduð í framleiðslu að Serta er tvímælalaust hreint úrvalsvara eins og þeir auglýsa. Serta er t.d. eina breiða rúmdýnan á markaðnum sem er bundin í báðar áttir sem þýðir að hjón sem sofa saman á dýnunni verða lítið vör hvort við annað þegar annar aðilinn byltir sér. í Serta dýnunni sameinast góður stuðningur við líkamann og frábær þægindi. Allar dýnumar em með þéttofnum damask dúk og öll uppbygging dýnunnar á að tryggja sem lengsta endingu. Þegar þú ákveður að kaupa þér amerískt rúm skaltu koma til okkar og prófa hvort þér líkar millistíf, hörð eða mjúk dýna. Starfsfólk okkar er sérþjálfað til að veita þér þær upplýsingar sem þú vilt vita um Serta dýnuna og til að aðstoða þig við val á réttu dýnunni. Við eigum Serta dýnumar alltaf til á lager í ýmsum gerðum og stærðum og getum afgreitt samdægurs og þeim fylgir allt að 20 ára ábyrgð. HÚ8gagnahollin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.