Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1994 5 Húsnæðisnefnd Reykjavíkur Samið við verk- taka um 57 íbúðir Tillögur til úrbóta fyrir hjól- reiðamenn Heildarkaupverð íbúðanna 340 millj. HUSNÆÐISNEFND Reykjavíkur undirritaði í gær samning við fjóra verk- taka um kaup á 57 íbúðum í Grafarvogi sem úthlutað verður á félagslegum grunni. Verktakarnir sem samið var við eru Mótás hf., Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf., Trésmiðga Snorra Hjaltasonar hf. og Húsvirki hf., en heildar- kaupverð íbúðanna er 340 milljónir króna. Kaupin á íbúðunum voru boðin út síðastliðið haust og bárust tilboð í 323 íbúðir. Á blaðamannafundi sem boðað var til vegna undirritunar samn- ingsins kom m.a. fram að Hús- næðisnefnd Reykjavíkur hefur í seinni tíð breytt nokkuð stefnunni í sambandi við framkvæmdir íbúð- arbygginga, en þegar þrengir að á vinnumarkaði vill hún með út- boðum um kaup á fullbúnum íbúð- um skapa fleiri atvinnutækifæri í byggingariðnaðinum, samhliða því sem samkeppni verktaka getur lækkað íbúðarverð. Á undanförn- um árum hefur Húsnæðisnefnd aukið starfsemi sína verulega, m.a. með stórauknum kaupum á íbúðum af byggingaiverktökum og þannig hafa að undangengnum útboðum verið keyptar 192 íbúðir að verðmæti um 1.300 milljónir króna á síðastliðnum þrem árum. Á þessu ári hefur verið keypt 251 félagsleg íbúð og þar af eru 77 íbúðir keyptar vegna skipta innan kerfisins, en 174 íbúðir eru kéyptar af öðrum orsökum. Nú eru innan félagslega íbúðakerfisins, sem Húsnæðisnefnd Reykjavíkur sér um, um 3.250 félagslegar eign- aríbúðir, en rösklega 100 slíkar íbúðir eru í byggingu, 20 félags- legar kaupleiguíbúðir og 38 í smíð- um og 40 almennar kaupleiguíbúð- ir. Árlega eru keyptar og endur- seldar 150-180 félagslegar íbúðir hjá Húsnæðisnefnd, en áður en íbúðirnar eru endurseldar eru þær Vilja reka rafstræt- isvagna FYRIRTÆKIÐ Pólar hf. hefur í hyggju að stofna til reksturs fyrirtækis, sem myndi eiga og reka raf- strætisvagna til notkunar í iniðborg Reykjavíkur. Borgarráð hefur vísað er- indinu til Stjórnarnefndar um almenningssamgöngur. í bréfi Gríms Valdimarsson- ar, framkvæmdastjóra Póla hf., segir að fyrirtæki um rekstur rafstrætisvagna verði stofnað í þeim tilgangi að minnka mengun og spara er- lenda orku. „Án efa muni slík- ur rekstur verða skemmtilega myndrænn og bæta ímynd Reykjavíkur í umhverfismál- um. Einnig er vert íhugunar að aka nýjar eða öðruvísi leið- ir, t.d. að bílageymsluhúsum í þeim tilgangi að auka nýt- ingu þeirra,“ segir í erindinu. yfirfarnar og lagfærðar eða endur- nýjaðar áður en nýr kaupandi tek- ur við þeim. í október á síðastliðnu ári var auglýst eftir umnsóknum um 229 íbúðir og bárust 860 um- sóknir. Húsnæðisnefnd hefur þeg- ar úthlutað 40 íbúðum sem voru lausar, m.a. vegna þess að fólk hefur fallið frá úthlutun. Að öðru leyti er 'gert ráð fyrir að úthlutun ljúki í mars á þessu ári. Undirritun Morgunblaðið/Kristinn HÚSNÆÐISNEFND Reykjavíkur undirritaði í gær samning við fjóra verktaka um kaup á 57 íbúðum í Grafarvogi. Ibúðunum verður út- hlutað á félagslegum grunni BORGARRÁÐ hefur samþykkt að skipa nefnd er geri tillögu til úr- bóta fyrir hjólreiðamenn í Reykja- vík. Á fundi borgarráðs 4. janúar síð- astliðinn var samþykkt að tilnefna Katrínu Fjeldsted, Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson og Þór Jakobsson í nefnd- ina. Er henni ætlað að hafa samráð við samtök hjólreiðamanna auk þess sem fulltrúi frá borgarskipulagi mun starfa með nefndinni. Gert er ráð fyrir að tillögurnar verði lagðar fyrir borgarráð eigi síðar en 1. apríl. r ———————■■■—■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■— Skandia m VAKNAÐU! Þriðjungur íslenskra heiniila er ótryggður. * Býr Jjölskylda þín við slíkt óöryggi ? Óhöpp gera ekki boð á undan sér og erfitt er að varast þau. Litil óhöpp sem stór geta hæglega sett varanlegt strik í íjárhag heimilisins. Á tímum samdráttiir og erfiðrar fjárhagsstöðu heimilanna koma slík átöll verr við eldhúsbuddumar en nokkru sinni. Skandia býður heimilis- og húseigendatryggingar á verði og kjömm sem flest heimili ættu að ráða við. Heimilistryggingin veitir ijölskyldum heilsteypta vemd. Hún er þríþætt og skiptist í innbústryggingu, ábyrgðartryggingu gegn skaðabótaábyrgð og slysatryggingu í irítíma. Húseigendatryggingin vemdttr eigendur iýnr skakkaiollum vegna tjóna á húseignum. TILBOD Öryggisráðgjafar Skandia heimsækja flesta þá sem panta húseigendatryggingu og leiðbeina um öryggismál á staðnum, eigend- unum að kostnaðarlausu. Ef þú kaupir bæði heimilis- og húseigendatryggingarfyrir 1. mars n.k. færðu vandaðan reykskynjara í bónus. Pantaðu strax - þín og [jölskyUíu þinnar vegna! Skandia Vátryggingarfélagið Skandia hf. Laugavegi 170, sími 61 97 00 • Akureyri, sími 1 22 22 l kn * Samkvœnit iqyplýsingum Scavbands íslenskra tryggingarfélaga eru 33% íslenskm lieimila án heimilistryggingarog 48% án húseigendatryggingar. Váíryggingarfélagið Skandia hf er alfarið í eigu Skandia-samsteypunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.