Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.01.1994, Qupperneq 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANUAR 1994 eftir Guðmund Guðjónsson EINN ER sá klúbbur hér á landi sem er ef til vill erfiðara að kom- ast inn í heidur en aðra. Þó er hann engum lokaður. Menn verða einungis að vinna ákveðið afrek i ákveðinni íþrótt og þá er sætið í kiúbbnum tryggt um aldur og ævi. Þetta er klúbburinn Einheijar og inngöngu í þann klúbb fá þeir sem farið hafa holu í höggi í golfi. Það er raunar ekki alfarið nóg að fara holu í höggi, heldur þarf slíkt að eiga sér stað í votta viðurvist. Þá hafa einstakir aðilar sótt um inngöngu út á „afbrigði", en reglurnar eru skýrar og yfirleitt er dyrunum skellt á þá. Dæmi um „afbrigði" verða nefnd hér í fyllingu pláss- ins. En í Kappleikjabók kylfinga frá árinu 1973 stendur eftirfar- andi: Draumur hvers kylfings er að fara einhvern tímann holu á golfvellinum í einu höggi og þá að sjálfsögðu að hafa að því vitni og annað sem með þarf. Þótt ótrúlegt sé, hafa nær fimmtíu kylfingar, þar af tvær konur, farið „holu í höggi“ hér á landi. Sumir þeirra hafa jafnvel farið oftar en einu sinni, og einn þeirra, Ólafur Skúlason, fór tvisvar „holu í höggi“ í sama 18 holu hringnum á Grafarholtsvell- inum. „Nú, tuttugu árum síðar, hafa um 500 íslendingar farið „holu í höggi“,“ segir Kjartan L. Pálsson formaður Einherja til margra síðustu ára. Sjálfur hefur Kjartan sex sinnum á ferlinum leikið holu í höggi og hefur eng- inn hérlendur leikið það eftir honum jafn oft, hvað þá oftar. Okki skal rýrð kastað á afrek Kjartans, það hlýtur að sönnu að vera mikið afrek að leika holu í höggi sex sinnum. Kjartan hefur engu að síður staðið frammi fyrir því að banda frá sér minni- máttarkennd, andspænis írskum golfsnillingi. Kjartan, eða KLP eins og hann er oft kallaður, var að slá á frábærum velli á eyjunni grænu fyrir nokkrum árum. Skammt und- an var fínn og fágaður heimamaður einnig að slá og augljóst að þar var mikill kunnáttumaður á ferð. Fatað- ist KLP lítillega, en tók gleði sína á ný er íranum varð starsýnt á Einherjahúfu hans, en þar stóð m.a. „The Hole in One Club of Ice- land“. Gaf írinn sig þá á tal við KLP, „Jæja, svo þú hefur leikið holu í höggi?“ Bros færðist yfir andlit KLP sem svaraði, „Já, heldur betur, sex sinnum!" írinn hlustaði kurteislega, en svaraði svo, „Er það satt? Ég hef einnig leikið holu í höggi oftar en einu sinni. Mér tókst það sex sinnum í fyrra! KLP sagði þessa sögu sjálfur, en var einnig margorður um að í Ijós hafi komið að hér hafí verið á ferðinni golf- kennari sem léki marga hringi á hverjum degi á auðveldum völlum með mörgum „par-3“-holum. Meðal kylfinga ríkir mikil spenna og stemmning er hola í höggi er annars vegar. Svo mjög að Kjartan líkir fyrirbærinu við laxveiði. Að leika holu í höggi sé ámóta og þeg- ar laxveiðimaður nær að íjúfa 20 punda múrinn. Og báðir hlutaðeig- andi, þ.e.a.s. kylfíngurinn og lax- veiðimaðurinn, noti mikið fíngramál- ið. Kylfingurinn sé með stutt á milli vísifíngrana er hann útlistir hversu litlu hafi munað, en laxveiðimaður- inn hafi gjarnan eins langt á milli vísifíngra og komist verður er hann lýsir þeim stóra sem hann missti í flæðarmálinu eftir dramatíska viðureign. Rétt eins og með 20 punda laxinn, virðast líkumar á því að leika holu í höggi einu sinni eða oftar vera harla litlar. Engu að síður koma hvað eftir annað upp skemmtilegar tilviljanir. Áður er t.d. getið Ólafs Skúlasonar sem lék tvisvar holu í höggi á sama l’8 holu hringnum. Frá síð- asta sumri má einnig nefna hjón- in Þuríði Sölvadóttur og Berg- svein Alfonsson sem bæði léku holu í höggi á síðasta ári. Stönyin inn og fleiri furður Eins og Kjartan Pálsson Ljósmynd Bjami Eiríksson getur og aðrir kylfíngar taka undir, er langsamlega algengast að menn leiki holu í höggi á tiltölulega léttum par-3 holum, þótt ekki sé það ein- hlítt. Má til dæmis geta holu einnar suður með sjó sem gengur undir nafninu Bergvíkin. Hún er ekki löng, en menn þurfa að kýla tuðr- una yfir sjávarvog og margri kúl- unni hefur þar verið sökkt í grænan sæ. Kylfingur einn bjóst til að slá yfir Bergvíkina og leist lítt á blik- una. Mikill hliðarvindur geisaði og í víkinni brimaði hressilega. Höggið virtist mislukkað og kúlan lenti í brimlöðrinu í þann mund að voldug alda brotnaði. En hvað var nú þetta? Skyndilega þeyttist kúlan upp úr öldurótinu, inn á flötina og rakleið- is ofan í holuna. Þótti sýnt, að kúl- an hefði smollið í klöpp og e.t.v. fengið púst frá Nirði gamla að auki. Það þótti að minnsta kosti senni- legra heldur en að hún hafi fleytt kerlingar með þessum hætti. Það þarf stundum ekki auðvelda holu til. Að leika holu í höggi er trúlega oftast einhvers konar sam- suða af kunnáttu og heppni. Kunn- áttu til að slá fast og hnitmiðað, heppni að ná svo öruggri stefnu að það skeiki ekki millemetra. En eng- in regla er án undantekninga. Skussar og byijendur geta leikið holu í höggi, til vitnis um það er skor fýrstu sex hola sem nýliði einn lék á Akureyrarvelli fyrir nokkrum árum. Skorið var þetta: 9-9-8-9-1- 12! Svo er annað að fyrir kemur að um yfirgengilega hundaheppni er að ræða. Þannig var það á Islands- móti einu í lemjandi slagveðri á sjötta áratugnum. Keppandi einn stillti upp á teig og þurfti að beija gegn veðurhamnum. Hann lagði allt í höggið og náði feikna- skoti. Kúlan lenti á flötinni, en höggið var of fast og kúlan þeyttist fram hjá holunni. Én þá greip Kári til sinna ráða, þeytti frá sér gífurlegri hviðu sem stöðvaði framrás kúlunnar, snéri henni við og feykti til baka. Beint ofan í holuna ... Já, ótrúlegt en satt. Annars konar furður hafa átt sér stað við holu í höggi. Til dæmis mun það hafa oft gerst við slík tækifæri að teig- skotin hafa verið of föst, en fyr- ir einskæra heppni (eða tækni!) hafa þau smollið í flaggstöng- unum og kúlan fallið beint holuna. Stöngin-inn. Brítinn Sú var tíðin að hollenskt áfengisfírma verðlaunaði hérlenda kylfinga sem fóru holu í höggi. Auk skraut- ritaðs heiðursskjals kom vegleg. sending að utan. Sérskreyttur brúsi full- ur af áfengistegund þeirri sem framleidd var hjá hinum hol- lensku golfáhuga- mönnum. En menn urðu að hafa vitni eins og gengur og þurfti að skila vott- festu skjali til um- boðsmanns fyrirtæk- isins hér á landi. Eitt sinn voru ijórir félagar að slá sam- an. Þeir skiptust á teigskotum og héldu síðan út á braut, hver til sinnar kúlu. Einn í hópnum fann ekki kúlu sína og enginn hafði getað fylgt henni eftir. Um síðir hugkvæmdist einum úr hópnum að kíkja í holuna og þá var kúlan auðvitað þar og hvergi annars staðar. Þetta þótti mönnum ekki einleikið, en viðkom- andi kylfingur hugsaði gott til glóð- arinnar og gekk frá sinni vottfestu skýrslu. En hvernig sem á þv? stóð, þá barst enginn brúsi að utan. Ýtti kylfingurinn við umboðsmanninum af og til, en fátt var um svör. Var kylfingnum strítt með þeim orðum að þeir hollensku hlytu að þekkja til hans og vita því að afrekið væri gabb og vitleysa. Ekki var það nú og vildi okkar maður fá sinn brúsa. Þótti mönnum þolinmæði hans með endemum. Loks var stundin runnin upp, fylgibréf frá Hollandi, brúsinn var kominn. Sjö árum eftir að kúlan lenti í holunni. Tillinningamálið Það er haft fyrir satt að margir af snjöllustu kylfingum landsins hafa aldrei slegið holu í höggi og sumir þeirra taka það nærri sér. Ekki síst vegna þess að Einheijar sumir hveijir láta seint af stríðni og segjast fá meiri upphefð heldur en íslandsmeistari sem byggir afrek sitt á 72 holu 4 daga bardaga við fjölda jafningja. Og enn kemur lík- ingin við laxveiðina. Sumir eru allt- af í stórlaxi á meðan aðrir setja vart í stærri lax en 5 til 6 punda. Konur fara holu í höggi, Ólöf Geirdóttir úr Nesklúbbi hefur fjór- um sinnum leikið holu í höggi og börn niður í 11 ára hafa unnið af- rekið. En dæmin sýna að þeir bestu fara ekki síður holu í höggi og jafn- vel í þeirra tilvikum er kannski um óvænta slysni að ræða. Þannig var með íslandsmeistarann Þorstein Hallgrímsson síðasta ár. Hann var sárkvalinn af völdum bijóskloss í baki, en var samt við kennslu, en nemendurnir voru nokkrar ungar konur. Þau voru stödd á kvennateig og meistarinn stillti upp. Vegna meiðslanna þurfti hann einhvem veginn að hrökklast á eftir sveifl- unni til þess að geta sýnt hana skammlaust. Svo kom höggið. Stíllinn óaðfinnanlegur, en til að lina höggið á meiðslunum, hrökkl- aðist Þorsteinn á eftir sveiflunni. Árangurinn: Hola í höggi. Hinir aparnir Fyrir hefur komið, að menn hafa sótt um nokkurs konar aukaaðild að Einheijum þar sem þeir hafa talið sig hafa leikið „afbrigði“ af holu í höggi. Þá hefur það líka hent að umræður hafa orðið um hvort kúla hafí endað í holunni með rétt- rnætum hætti. Skal nú sitthvað rifj- að upp: Dag einn var kylfingur einn að slá á Nesvellinum. Á annari braut fór eitthvað úrskeiðis, kúlan þeytt- ist upp á þak golfskálans sem þarna stendur eigi langt undan. Hrökk kúlan niður um strompinn og end- aði í eldstæðinu. Þessi maður var á því að í vissum skilingi hafí hér verið um holu í höggi að ræða og sótti því um aukaaðild að Einheij- um. Ékki voru menn á þeim bæ á því að viðurkenna afrekið. Svo var önnur brosleg uppákoma á móti einu á Hvaleyrarvelli. Frá því er greint í gömlu fréttablaði GSÍ. Þar segir þannig frá atvikinu: Eiríkur Smith var að slá á 7. braut og kom boltinn á flötina svo allir sáu. Þá bar að mann, sem var að koma frá því að skoða „hina apana“ í Sædýrasafninu. Sá vissi ekkert um golf og tók upp boltann og labb- aði af stað með hann í átt til mann- anna, en þetta var í keppni. Þegar hann heyrði í þeim öskrin, varð hann hræddur og kastaði boltanum aftur fyrir sig yfír öxlina. Hann valt og valt ... og beint í holuna. Málið var þegar tekið fyrir og Eirík- ur tapaði því ... þ.e.a.s. hann fékk ekki holuna í höggi í þetta sinn.“ Það heitir fleira furðuskot í golfi heldur en hola í höggi. Ófáar kríur hafa fallið í valinn, rottur og mink- ar hafa fengið sinn skammt of fyr- ir vestan sló kylfingur út í á og rotaði væna sjóbleikju sem var að athuga hrygningarmölina. Þessi greinarstúfur hófst á tilvitnun í for- mann Einheija, Kjartan L. Pálsson. Við skulum enda hann á reynslu hans af furðuskotum. Kjartan var að stilla upp á teig þegar menn urðu þess varir að hann hneig skyndilega niður hljóðandi. Kúlu hafði verið skotið af hörkuafli í neðanvert bak hans. Hann var nokkuð þjáður og var studdur til skála. Honum þótti best að sitja og var því þannig uppstoppaður í sófa við vegg andspænis útsýnisglugga- num. Á meðan menn veltu fyrir sér hvað best myndi til bragðs að taka, kvað við glymjandi brothljóð, rúðan mikla hrundi í milljón brotum og kúla small af feiknarafli í vegginn örfáa sentimetra frá höfði Kjartans. Mátti litlu muna að þar yrði gerð hola með höggi. En Kjartan slapp og vitanlega voru þetta hrein slysa- skot.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.