Morgunblaðið - 16.01.1994, Side 15

Morgunblaðið - 16.01.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 B 15 tekið á móti ljósinu verðum við sjálf að breytast. Þeir sem rækta sjálfa sig eru betur búnir undir breytta tíma.“ Guðrún segir að þess miskilnings hafí gætt meðal kirkjunnar manna að .álykta sem svo að obbinn af hugmyndum nýaldarsinna eigi ræt- ur sínar að rekja til Austurlanda. Hugmyndin um endurholdgun sé þannig kjami kenninga nýaldar- sinna og að þeir trúi ekki Guð. Hún segir þetta ekki rétt. Margir í Ný- aldarsamtökunum eru í Þjóðkirkj- unni en fínna þar ekki það sem þeir leita að. „Við erum ekki að slást um Guð og almennt lítum við svo á að hann sé tíl. Fóik býr Guði hins vegar mismunandi búning.“ Gagnrýni á hugmyndir nýaldar hefur orðið vart frá fólki sem hallt er undir vísindahyggju. Guðrún seg- ist ekki vera nægilega mikið inn í raunvísindum til að geta svarað gagnrýni úr þeirri átt. Hún segir þó að orkusvið mannslíkamans sé staðreynd og að við höfum áru með mismunandi litum. Við búum í mis- munandi orkuumhverfí. „Það er til mismunandi orka en við getum ekki séð hana. Það er tiltölulega stutt síðan maðurinn vissi ekki að raf- magnið er til. Við sjáum til dæmis ekki rafmagn né útvarpsbylgjur en samt eru þær til. Sjónsvið okkar er takmarkað. „Það er svo margt sem ekki er hægt að færa sönnur á vísindalega. Ef einhver vill gagn- rýna skoðanir okkar þá er það þeirra mál,“ segir Guðrún að lokum. íslendingar eru tvíhyggjufólk „Forfeður okkar íslendinga voru raunsæir því þeir urðu að vera það. Sjómennimir stóðu í sjó upp að hnjám með salt í skegginu, meðan að konurnar söltuðu físk mestan hluta sólarhringsins. Þetta fólk varð að trúa á mátt sinn og megin og stóla á eigin rökhyggju í baráttunni við náttúruöflin. Þess vegna eru nútíma íslendingar einnig skynsam- ir og leita til Iækna þegar eitthvað bjátar á,“ segir Ólafur Ólafsson landlæknir. Hann hefur lýst skoðun sinni á óhefðbundnum lækningum eða „þeim aðferðum sem beitt er þegar fólk leitar til annarra en lækna", eins og Ólafur kýs að nefna það. Islendingar em að mati Ólafs mikið tvíhyggjufólk sem hefur gam- an af alls kyns dulúð og „gutli“. „Dulúðin er skemmtileg en hins vegar dugar hún skammt. Kannan- ir, m.a. Gallup könnun sem gerð var fyrir skemmstu, sýna að aðeins örlítil prósenta þeirra sem þurfa að leita sér lækninga fara til annarra en lækna. Þótt undarlegt kunni að virðast þá er hér aðallega um fólk að ræða sem er ánægt með læknis- þjónustu. Það er niðurstaða tveggja Hagvangskannanna. Trúlega er fólkið að leita sér álits annarra. Mest gagnrýni virðist koma frá ungu fólki með mikla menntun að baki sem lítið hefur þurft á læknis- hjálp að halda. Þar af leiðandi er gagnrýni þessa fólks á Iækna og lof á annnars konar aðferðir meira áberandi en ella.“ „Svokallaðir huglæknar eru í sumum tilfellum góðir sálfræðing- ar,“ segir Ólafur. „Eg þekkti einu sinni einn slíkan sem náði að tala fólk til og því batnaði. Fólk slakaði á og létti á hjarta sínu. Það getur bætt mikið en ekki allt. Hið sama má segja um hugleiðslu, hún getur dregið úr háum blóðþrýsting, streitu og fleira en hún bætir ekki allt. Dæmin sanna að óhefðbundnar lækningar eru alla jafna ekki hættulegar, allavega ekki hér á landi. Nú má vera að það breytist við tæknivæðingu kuklaranna." Ólafur segir að það séu gerðar gífurlegar kröfur til læknavísinda sem og til annarra vísindagreina. „Þróun læknisfræðinnar eftir seinni heimstyijöldina hefur verið á þanr. veg að allar viðmiðanir verða að standast nákvæmar hávísindalegar kröfur. Þess vegna hlýt ég að and- mæla einhveiju sem heitir heilun eða handayfírlækning sem ekki stenst á nokkurn hátt vísindalegar kröfur. Því er hinsvegar ekki að neita að sumir eru betri sálfræðing- ar en aðrir. Mín vegna má kalla það hugorku sem þeir beita. Við getum tekið sem dæmi læknastöð þar sem starfa fímm læknar. Ein- hverra hluta vegna sækja sjúkling- arnir mest til eins læknisins. Kannski býr hann yfír einhverri hugarorku en það er ekki hægt að sanna það.“ Ólafur segist ekki vilja tjá sig um annað én það sem heilbrigðis- geiranum viðkemur. „Fólk getur velt fyrir sér álfum og öðrum verum mín vegna ef það hefur gaman af því. Það kemur mér ekkert við.“ Kuklið getur verið hættulegt - „Það er mikið um andlegt hungur í heiminum og við fínnum mikið fyrir því hér á íslandi. Þjóðkirkjan hefur ekki verið starfí sínu vaxin að seðja þetta hungur og því hefur fólk leitað í auknum mæli annað, m.a. til Nýaldarsamtakanna. En það finnur ekki svörin þar og því hefur fólk leitað í æ ríkara mæli til trúfélaganna," segir Gunnar Þorsteinsson forstöðumaður Kross- ins. „Það hefur myndast tómarúm hjá fólki, það fær ekki svör við þeim spumingum sem það leitar að. Þá er gripið í þann skósóla sem er næstur. Fólk verður sjúkt þegar það innbyrðir ómeti og því getur þetta kukl verið hættulegt". Gunnar segir að Nýaldarsamtök- in starfí undir því yfírskini að vera andleg samtök. „Raunin er sú að allt sem heyrir undir kukl og fjöl- kyngi er sett undir hatt nýaldarinn- ar og selt sem leiðir til andlegs þroska. Nýöldin er óvinur sannleik- ans þrátt fyrir að myndbirting ný- aldarinnar sé oft lík því sem gerist innan kristinnar trúar. Nýöldin á hinsvegar ekkert sameiginlegt með lifandi trú. Nýöldin býður upp á margar leiðir til sannleikans, maður skoðar bara úrvalið og velur það sem hentar best.“ En Gunnar segir myrkraöflin hér að verki. „Það er aðeins einn sannleikur sem er Jesús Kristur. Það er aðeins ein leið að honum og aðrar leiðir eru vegleysa. Nýaldarfólk trúir ekki á Jesú Krist heldur trúir það því að hann hafí verið til, sem spámaður eða kenni- maður. Það trúir hinsvegar ekki á alveldi hans eða guðdómi. Jesús Kristur er vegurinn, sannleikurinn og lífíð. Fólk verður að kunna að gera skil milli feigs og ófeigs.“ „Nýöldin er kolkrabbi með marga anga sem dreifa sér út um allt. Kolkrabbi þessi hefur eitt höfuð sem er Lúsifer. Fólk hefur verið að föndra við andaglas, stjörnuspeki og fleira sem tehgist myrkraöflun- um. Komið hefur fyrir að það fari mjög illa út úr þessu föndri og kem- ur því til okkar í ieit að hjálp. Að þessu leyti geta nýaldarhugmyndir verið hættulegar. Það er kannski of djúpt í árina tekið að segja þetta beinlínis andfélagslegt. Fólk, sér- staklega unglingar, fær sér orku- steina eða fylgist með komu geim- vera af skilningsleysi og vanþekk- ingu. Yfírleitt er fólk samt fljótt að afleggja þessu föndri." Gunnar telur allan vind vera að fara úr Nýaldarsamtökunum og segist hann merkja það á tali manna og mætingu á samkomu hjá þeim fyrir stuttu í Fríkirkjunni. „Nýöldin hefur beðið skipbrot vegna þess að fólk er að átta sig,“ segir hann ennfremur. „Islendingar eru skyn- samt fólk og átta sig á falsspá- mönnum," segir Gunnar að lokum. Hugmyndir um lífið, tilveruna og það sem tekur við eru með ýmsu móti. Fólk er oft ósammála því hvernig náunginn lítur á eilífð- armálin og svarar þeim spumingum sem ekki verður flett upp í alfræði- orðabók. Ef til vill er hver og einn of fljótur að fordæma án þess að kanna til hlítar viðhorf annarra. Umburðarlyndi er sá lykill sem hentar best í hvetju samfélagi og kannski sá lykill sem erfíðast er að verða sér út um. Nauðsynlegt er að kynna sér afstöðu annarra og dæma eftir á. Það er einfaldlega svo margt í boði að synd væri skoða ekki úrvalið. Höfundur er nemi í hagnýtri fjölmiðlun. Hatiðakvöldverður með þjóðlegu ívafí. Létt skemmtidagskrá með dansi, söng og gamanmálum. O&vikin hátíðardagskrá með íslenskum stjörnufans. Þjóðhátíðardansleikur fram á rauða nótt. Z'/stt/ ð/sssifds. /f/fss) fs./%sse Af‘/>/f/ /f '.j/ffsf tfffs/ ffýf. -f/sf'sf/sff/fi/'f'ff^)ffs'/d/f'dffS'ffts/ffS' f'fs'd/ssfff) fst y/ffS' .ifSff /ff^f $tff)Sttff/j ff fff) /■fff/ff /f'ffSf/ ff Aff/fdts/st/ Sftf’f) Ás’/sszff/rZ//fs/s/ ■i&rsissi/ftt/s'/t)/ ryt ýrtrss/frstssttr/, ysyst /ffsýrff o^ff/f/f, fs'ss.- Edda "Edda" Björgvinsdóttir fjallkona, ráðskona og kvenréttindakona Sigurður “Sig&i" Sigurjónsson aerobikkennari, garðyrkju- og tamningamaður Þjórhallur "Laddi" Sigurðsson glímu-, brennu- og fjallkóngur og sláturhússtjóri með meiru. Dagskrárstjórn er í höndum þjóðhátíðamefndar Sögufélagsins Mímis en formaður hennar er Haraldur "Halli" Sigurðsson hreppstjóri, djákni og hundahreinsunarmaður héraðsins. ötjórnin er í höndum Björns G. Björnssonar. Auk þeirra koma fram hljómsveitin &3Q3 KlaðS og söngvararnir Berglind Björk Jónasdóttir, Reynir Guðmundsson og tugir annarra þekktra persóna úr þjóðlffi og fjölmiðlum. ntcdsi * 9 HUMAR.FYLLT LAXAVEFjA HREPPSTJÓRANS éða KAMPAVÍNSBÆTT ÞJÓÐHÁTÍÐARSÚPA MEÐ KJÚKLINGU ©RILLSTEIKTUR LAMBAHRYGGUR FRAMREIDDUR MEÐ SMfÖRRISTUÐÚM JURTUM FJALLKÓNGSINS eða HUNANGSGLJÁÐUR GRÍSAHRYGGUR FJALLKONUNNAR eða ÖRÆNMETISRÉTTUR SÖGUFLI.AGS 1NS HINÖBERJATERTA KVENRÉTTINDAKONUNNAR, MEÐ VANILLUSÓSU eða ÍSRÉTTUR DJÁKNANS, Á SÚKKULAÐIGRUNNl Verð: 4.700 kr. Pantanir í söludeild í síma 91-29900 öértiiboð á gistingu lofar góðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.