Morgunblaðið - 16.01.1994, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994
B 31
í anddyri Þjóðleikhússins skömmu áður en viðhafnarsýningin hófst. Frá vinstri: Vilhjálmur Þ. Gislason,
formaður þjóðleikhúsráðs, Ingiriður drottning, Friðrik konungur, forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir, for-
seti Islands Asgeir Asgeirsson og Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri.
Bílalestin kemur eftir Tjarnargötunni. Við lá að
lögreglan fengi ekki við mannfjöldann ráðið.
Friðrik konungur níundi, klæddur í flotaforingja-
búning danska sjóhersins, veifar af tröppum Þjóð-
leikhússins. Við hlið hans er Ingiríður drottning.
SÍMTALID
ER VIÐ ÞÓR BRAGASON VERSL TJNARMANN
Dansað með
sveiflu
32655
Halló.
- Góðan dag, þetta er á Morg-
unblaðinu, Kristín Marja Baldurs-
dóttir, gæti ég fengið að tala við
Þór Bragason?
Það er hann.
- Jú, komdu sæll, ert þú ekki
einn af þeim sem eru með nám-
skeiðin Komið og dansið?
Það er rétt.
- Hvernig eru þessi námskeið,
hvað er kennt?
Þetta eru námskeið í sving, við
kennum fólki að leika sér eftir þess-
ari sveiflumúsik þannig að gleðin
haldi sér í dansinum. Námskeiðin
standa yfír í tvo daga, tvo og hálf-
an tíma í senn, og kennsluaðferðina
fengum við að láni frá Norðmönn-
um. Þegar ég byijaði bjóst ég ekki
við miklu því ég er sjálfur búinn
að stunda dans frá sjö ára aldri,
en ég er búinn að sjá að það er
hægt að nota þennan dans okkar
við 70 til 80% af þeirri músik sem
spiluð er á almennum dansstöðum.
Og ég get sagt þér það að ég var
á balli þar sem hljómsveitin spilaði
sömbu, þeir eiga það nú til að vera
með of hraðan takt
í henni, en þá var
hægt að skipta yfir
og dansa sving.
Þannig að þessi
dans er ekki bund-
inn við ákveðna
músik.
- Hvað eruð þið
margir kennararn-
ir?
Við erum einir
sjö sem höfum
réttindi, en svo eru
margir aðstoð-
armenn í kringum
okkur. Námskeið-
in eru þannig hjá
okkur að við neitum engum, fólk
þarf ekki að koma parað. Ef konu
langar að læra þetta getur hún
komið, við getum útvegað karl-
mann á móti.
- Nú segir þú konu, er algeng-
ara að þær komi?
Já.
- Er það ekki undarlegt, nú velt-
ur dansinn á ykkur því að þið
stjórnið?
Mikið rétt, en það hefur alltaf
verið erfiðara að koma karlmönn-
um út á gólfið.
- Enda erum við alltaf á nálum
þegar þið bjóðið okkur upp, við
vitum ekki hvort þið getið dansað.
Þá get ég sagt þér annað, þetta
er eini dansinn þar sem karlmaður
getur dansað við tvær í einu.
- Nú, er það já?
Með smáæfíngu!
- Heyrðu, er þetta tjútt?
Eg vil nú ekki segja að þetta sé
tjútt, vegna þess að íslenska tjúttið
er sérafbrigði. En það koma þarna
spor inn í sem eru svipuð. Aðalat-
riði hjá okkur er að kenna handa-
beitingar. Þú kannast nú við ís-
lenska tjúttið, menn áttu það til
að toga þær úr axlarliðum, en það
kemur ekki fyrir
hjá okkur. Hver
hreyfíng er hárná-
kvæm. Nú svo eru
margir sem halda
áfram eftir að þeir
hafa verið hjá
okkur og fara í
danskóla eða í
íjóðdansafélagið.
- Og hvert á
fólk að snúa sér
ef það vill koma
til ykkar?
Hringja til okk-
ar í síma 620700
eða 20010.
FRÉTTA
LJÓSÚR
FORTÍD
Saltvik’71
sjálfsljórn unga fólksins lítil“
ÞEGAR unglingum nútímans er legið á hálsi fyrir drykkjuskap
og svall ættu þeir að spyija foreldra sína hvort þeir hafi sótt
Saltvíkurhátíðina árið 1971. Samkvæmt fyrirsögn í Morgunblað-
inu 2. júní 1971 var þar mikil ölvun og sjálfstjórn unga fólksins lítil.
Hátíðina sóttu um tíu þúsund
manns á aldrinum 15-20 ára.
„Var þetta fyrsta tilraun, sem
gerð hefur veríð, til að leysa hvíta-
sunnuvandamálið svonefnda, en
það voru drykkjuferðir ungs fólks
um hvítasunnuhelgina, sem oft
enduðu illa. Var það mat þeirra,;-
sem áttu mestan þátt í undirbún-
ingi og framkvæmd hátíðarinnar,
að þessi tilraun hafi fyllilega átt
rétt á sér, en hins vegar hafi
ýmislegt farið verr en vonast hafi
verið til,“ segir Morgunblaðið.
Hljómsveitirnar sem léku voru
Trúbrot og Mánar, Arkímedes,
Dýpt, Tiktúra, Ævintýri, Tilvera,
Jeremías, Akropolis, Júmbó, Tor-
rek, Trix, Náttúra, Ríó Tríó, Þijú
á pallj, Kristín og Helgi, Lítið eitt,
Tilvera, Roof Tops, Haukur,
Plantan, Bill og Gerry auk Árna
Johnsens og Ingva Steins.
í frásögninni segir að ölvun á
laugardeginum hafi verið mun
meiri en föstudaginn og hafi hún
verið mjög almenn um kvöldið.
„Allt fór þó friðsamlega fram
lengi vel, en um kvöldið tók leikur-
inn þó heldur að æsast. Kom þá
mikið af eldra fólki, frá tvítugu
og þaðan af eldra, og var áfengis-
neysla þessa fólks og ölvun mun
meiri en yngra fólksins. Sköpuð-
ust nokkur vandræði af þessu
eldra fólki, enda kom margt að
því einungis til að drekka og koma
af stað ólátum. Eftir að skemmti-
stöðum í Reykjavík var lokað
klukkan hálf tólf um kvöldið var
einnig straumur fólks úr borginni
í Saltvík í leigubílum. Var því hlið-
um öllum lokað kl. eitt um nóttina
og gafst sú ráðstöfun vel, enda
þótt ónæðissamt hafi verið hjá
hliðvörðum um nóttina."
Það kemur fram aó nokkur
fjöldi bandarískra hermanna af
Keflavíkurflugvelli hafi sótt hátíð-
ina. Framkoma þeirra hafi verið
með ágætum en hins vegar hafi
verið áberandi ölvun franskra sjól-
iða sem þarna voru allnokkrir.
í lokin er þess getið að sú til-
gáta að ofneysla unglinga á
áfengi stafi af því að þeir hafi
ekkert við að vera eigi ekki við
mikil rök að styðjast. Ölvunin
hafi engu minni verið meðan
hljómlistaflutningurinn stóð yfir.