Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 32
32 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 HASKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN HYGGUR ÞU A NAM I ÞYSKALANDI? Undirbúningsnámskeið í þýsku fyrir inntökupróf í þýska háskóla Námskeiðiö er haldið í samvinnu við Göethe- Institut og er ætlað fólki, sem hyggur á há- skólanám í Þýskalandi. Nemendur verða und- irbúnir fyrir málapróf, sem erlendir náms- menn verða að taka áður en þeir heQa nám í Þýskalandi. Gert er ráð fyrir allgóðri undirstöðukunnáttu í þýsku og munu þátttakendur taka stöðupróf áður en námskeiðið hefst. Leiðbeinandi: Katharina Schubert MA í mál- vísindum, kennari í þýsku fyrir útlendinga við „Volkshochschule Göttingen“ í Þýska- landi. Tími: 25. janúar- 19. maí, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.15—19.45. Verð: 35.000 kr. Upplýsingar og skráning í símum 694923,-24,-25. Dregið um 54 milljón- ir króna í HHÍ í TILEFNI af 60 ára afmæli Happ- drættis Háskóla íslands 10. mars nk. verður dreginn út í þriðja flokki þess hæsti happdrætti- svinningur sem dreginn hefur verið út hérlendis og verður að- eins dregið úr seldum miðum. Alls verða dregnar út 54 milijónir króna við hátíðlega athöfn í Há- skólabíói og geta þær allar fallið í hlut eins heppins miðaeigenda, segir í frétt HHÍ. Dregið verður úr gömlu tromlunni sem ávallt var notuð við útdrátt í Happdrætti Háskóla íslands þar til Hæsta ársávöxtun á iimlánsreikningum Húsnæðis- sparnaðarreikningur RnUhjarl N S Húsnæðissparnaðarreikningur sparisjóðanna bar hæstu vexti allra innlánsreikninga hjá bönkum og sparisjóðuin árið 1993. 10,04% ársávöxtun jafngildir 6,85% raunávöxtun! Bakhjarl Sparisjóðanna bar hæstu vexti almennra innlánsreikninga hjá bönkum og sparisjóðum árið 1993.* 9,83% ársávöxtun jafngildir 6,64% raunávöxtun. Bakhjarl er aðeins bundinn í 24 mánuði. Enn einu sinni hefur reynslan sýnt að þeir sem vilja ávaxta sparifé á innlánsreikningum geta borið mest úr býtum hjá sparisjóðunum. Hafðu þetta í huga þegar þú leggur drög að ánægjulegri framtíð. : Besti kostur Sparisjóðsins í Keflavík her sömu vexti og Bakhjarl. SPARISJÓÐIRNIR fyrir þig og þína tölvutæknin hélt innreið sína. Ein- vörðungu verður dregið úr seldum miðum, þannig að tryggt er að vinn- ingurinn gengur út. Fimm raðir eru í flokkahappdrætti HHÍ, merktar B, E, F, G og H. í B-miða röðinni eru svonefndir trompmiðar og jafn- gildir hver slíkur miði fimm einföld- um miðum, en einfaldir miðar eru merktir bókstöfunum E, F, G og H. Eigi maður alla miðana sem bera sama tölunúmerið, er sá hinn sami eigandi svonefndrar Níu. í afmælisútdrættinum verður þess gætt að vinningur falli á seldan • miða í öllum fimm röðunum. Þegar fyrsta tala hefur verið dregin úr tromlunni er gætt að því hvaða mið- ar með þessu tölunúmeri eru seldir. Komi í ljós að sami aðili eigi alla miða með þessu tölunúmeri þ.e.a.s. sé eigandi Níu fær hann 54 milljónir í sinn hlut og er þessum sérstaka hluta útdráttarins þar með lokið. Komi hinsvegar í ljós t.d. að miði í H-röð sé eini seldi miðinn með út- dregnu tölunúmeri fær eigandi þess miða 6 milljónir króna en það verðáJt ekki fleiri miðar í H-röð sem fá 6 milljónir í þessum útdrætti en 48 milljónir yrðu enn til ráðstöfunar og næsta tölunúmer yrði nú dregið úr tromlunni. Það er þannig alveg klárt að einhver fær a.m.k. 30 milljónir í sinn hlut, sá sem á trompmiða, 54 milljónir fara út, en við vitum ekki fyrr en við útdráttinn hvort fjöldi vinningshafa verður einn, tveir, þrír, fjórir eða fimm. Aukavinningar koma að venju á næstu númer fyrir neðan og ofan útdregið tölunúmer í hverri miðaröð, 50 þúsund krónur í einföldum röð- um, 250 þúsund krónur í B-röðinni, trompmiða-röðinni. Þar sem dregið er í þessum sérstaka útdrætti uns seldir miðar koma upp, kemur auka- vinningur nú á númerin sem eru sitt hvoru megin við vinningsnúmerin. Auk þessa sérstaka útdráttar verður svo í beinu framhaldi dregið á venjulegan hátt um aðra vinninga sem eru í vinningaskrá fyrir þriðja flokk. Að lokum skal hér áréttað, að í desember nk. verður dregið um fjóra 5 m.kr. vinninga á einfalda miða, 25 m.kr. á trompmiða og 45 m.kr. á „Níu“. -------♦ ♦ ♦-------- Styðja starf- semi Iþrótta- sambands fatlaðra FLUGLEIÐIR og íþróttasam- band fatlaðra hafa gert með sér samning um stuðning Flugleiða við fatlaða íþróttamenn næstu tvö árin. Styrkurinn er jafnvirði samtals um einnar og hálfrar milljónar króna. < Ólafur Jensson, formaður íþróttasambands fatlaðra, sem und- irritaði samninginn fyrir hönd íþróttasambandsins segir að þetta sé óneitanlega hjálp fyrir íþrótta- menn sem búa sig undir Norður- landamót fatlaðra, Heimsmeistara- mót og Ólympíumót fatlaðra og geri íþróttasambandi fatlaðra kleift að halda áfram þeim markvissa undirbúningi sem er nauðsynlegur til árangurs í íþróttum. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði eftir undirritun samningsins að árangur fatlaðra íþróttamanna á síðustu árum væri hvatning öllum landsmönnum, því hann sýndi svo ekki yrði um villst hverju sterkur vilji og ástundun fengi áorkað. Flugleiðum væri því sérstök ánægja að styðja við íþróttasamband fatlaðra og hvetja félaga þess til dáða. Samningur Flugleiða og íþrótta- sambands fatlaðra gildir fram yfir Ólympíumót fatlaðra í Atlanta í Bandaríkjunum 1996. v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.