Morgunblaðið - 23.01.1994, Side 14

Morgunblaðið - 23.01.1994, Side 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 Lungnadeildir Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur og Vífilsstaða sameinast í ein- stæðri rannsðkn á fyrir- GETUM VK> FYRIRBYGGT KATTA- OG RYKMAURAOFNÆMI? katta- og rykmauraofnæmi sem sjálfboðaliðar óskast í. Kattahár alþakið ofnæmisvaka sem losnar úr húðkirtlum kattar- ins. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Um miðjan febrúar hefst merkileg rannsókn hér á landi. Þá stendur lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í samvinnu við lungnadeild Vífilsstaða fyrir rann- sókn á katta- og rykmauraofnæmi. Unnur Steina Björnsdóttir ofnæmis- og ónæmislæknir hefur umsjón með þessari rann- sókn í samvinnu við Sigríði Jakobínudóttur hjúkrunarfræðing sem jafnframt hefur meistaragráðu í atferlisvísindum. Vitað er að um sjö prósent íslendinga hafa greinst með kattaof- næmi en rannsókn þessi miðar að því að sannreyna hvort fyrirbyggjandi aðgerðir séu jafn árangursríkar og hefðbundin lyfjameðferð. Hin fyrirhugaða rannsókn byggist á annarri sem gerð var í Bandaríkjunum á einum ketti í háskóiasjúkrahúsi. Kvaðst Unnur Steina Björnsdóttir hafa verið í sambandi við þá sem hana framkvæmdu. í þeirri rannsókn var sýnt fram á að hægt er að minnka ofnæmisvaka frá köttum mjög mikið með ákveðnum aðgerðum en þessari rannsókn er ætlað að leiða í Ijós hvort þær aðgerðir minnka ofnæmiseinkenni, svo sem nefstíflur og astma, hjá fólki með kattaofnæmi. Til þess þarf 60 manna hóp sjálfboðaliða sem eiga ketti og teija sig hafa ofnæmi fyrir þeim. essar fyrirbyggjandi aðgerðir eru í stórum dráttum fólgnar í að þvo eða fremur „spreyja" ketti með hreinsuðu vatni, setja sérstök ver utan um dýnur í rúmum fólks, sem kemur þá líka að gagni í barátt- unni við rykmaura. Oskað er eftir sjálfboðaliðum í þessa einstæðu rannsókn. Til þess að fylgjast með árangri ofannefndra aðgerða þurfa þátttak- endur í rannsókninni, sem stendur í heilt ár, að ryksuga aðra hveija viku og nota þá sérstakan stút á ryksug- una sem þeir skila svo sýnum úr jafnóðum. Ofnæmisvakar verða svo mældir úr sýnunum. Rykmauramir í þessum sýnum verða einnig mæld- ir. Einnig þurfa þátttakendur að mæla nef og lungnastarfsemi sína daglega. Hér á landi er fólk með mikið af gæludýrum, eins og raunar í ná- grannalöndum okkar. í rannsóknum erlendis hefur komið í ijós að allt að helmingur heimila eru með eitthvert gæludýr. Hér á landi eru kettir mjög algeng gæludýr, en þeir virðast vera sýnu verri ofnæmisvakar en t.d. hundar," segir Unnur Steina. Rykmaurar búa í teppum og bólstruðum húsgögnum Hvað skyldi það vera við köttinn sem veldur slíkum ofnæmisviðbrögð- um hjá fólki? „Aðalefnið er kallað Fel d I og er eggjahvítusamband sem er í kirtlum undir húð kattarins og losnar úr læðingi t.d. þegar kötturinn sleikir sig. Þetta eru mjög smáar agnir sem festast bókstaflega við allt þegar kötturinn gengur um heimilið. Af því agnirnar eru svo smáar og lengi í loftinu þá fær fólk með kattaofnæmi fremur einkenni frá augum og nefi en t.d. þeir sem eru með ofnæmi fyrir rykmaurum. Rykmauramir búa í teppum, bólstruðum húsgögnum og dýnum, hversu þrifalega sem fólk gengur um hýbýli sín. Ryksugan hefur harla lítið að segja í barátt- unni við rykmaur, öðru máli gegnir hins vegar um ofnæmisvaka frá kött- um. Margir sem hafa kattaofnæmi hafa einnig ofnæmi fyrir rykmaur- um. Rykmaurar lifa á húðflögum af fólki og dýrum. Fæða rykmauranna eykst mikið þegar kettir eru að valsa um íbúðir auk fólksins sem þar býr. Dýnuverin sem áður voru nefnd eru úr sérstöku efni sem hindrar ryk- maurana í að komast upp úr dýnum fólks og minnka þannig ofnæmis- vaka. Slík ver eru dýr en þátttakend- ur í umræddri rannsókn fá þau ókeypis. • Þeir sem ekki eiga ketti en hafa ofnæmi fyrir þeim finna um leið og þeir stíga inn í hús, að þar er kött- ur, en fólk sem hefur átt ketti í ein- hvem tíma en hefur ofnæmi fyrir þeim gerir sér oft ekki grein fyrir áhrifum þess. Það er oft með viðvar- andi kvefeinkenni, stundum haldið slappleika, sefur mikið og er ekki vel upplagt til vinnu, Seinni hópurinn fær ekki eins svæsin einkenni og sá fyrri af því ofnæmisvakinn er stöugt í umhverfinu. Einnig er í fyrrnefndum kirtlum katta efnið albumin, sem veldur um fimmtán prósentum af tilvikum kattaofnæmis meðal fólks. Það efni er mun sjaldnar mælt en hitt, en í okkar rannsókn munum við mæla bæði þessi efni í öllum þeim sem gefa sig fram sem þátttakendur í þessari rannsókn. Skilyrði fyrir inn- göngu í þessa rannsókn er að fólk eigi kött og að það telji sig hafa ofnæmi fyrir köttum, hafí í langan tíma haft viðvarandi kvefeinkenni, jafnvel augnpirring, mikið rennsli aftur í kok, hnerraköst og kláða í kringum nef og augu. Með kattaþvotti má minnka ofnæmisvaka Við vonumst til að með aðgerðum eins og að þvo köttum uppúr eimuðu vatni með einu prósenti af sápu í sé hægt að minnka það mikið ofnæmis- vakana frá þeim að fólk með kattaof- næmi geti haldið áfram að hafa sinn kött og geti jafnvel verið alveg lyfja- laust. Það hefur sýnt sig að þótt fólk viti mæta vel að það hafí of- næmi fyrir köttum þá losar það sig ekkert endilega við köttinn. Sumir láta sig jafnvel hafa það að láta ketti sofa inn í svefnherberginu hjá sér þótt það valdi eigandanum hósta og hnerraköstum hveija nótt. Erlendar rannsóknir sýna að þótt fólk sé greint með alvarlegan astma vegna kattaof- F.h. Unnur Steina Björnsdóttir og Sigríður Jakobínudóttir. Ljósmyndari Kristinn/Morgunbiaðið Rykmaurinn í hægðum sínum, ofnæmið stafar einmitt af úrgangi ryk- mauranna. Magn Fel d I í loftsýnum eftir aö köttur er þveginn Dugir Á Ifnuritinu sést hvernig kattaofnæmisvakinn snarminnkar eftir þvott. næmis þá er einungis um þriðjungur af ofnæmissjúkum kattaeigendum sem losa sig við þá. Ef tækist að sýna fram á að fólk gæti með fyrr- nefndum aðgerðum minnkað svo mikið ofnæmisvaka frá kettinum að það gæti átt hann áfram án þess að vera með einkenni eða lyf, þá væri það bæði mikil heilsufarsbót og myndi jafnframt spara heilbrigð- iskerfinu og þar með þjóðfélaginu öllu stórfé," segir Unnur Steina. Unnur lagði áherslu á að miklu skipti að fólk hefði samband við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, lungna- og berkladeild, í síma 22400 sem allra fyrst, þar sem rannsóknin á katta- og rykmauraofnæminu hefst þann 15 febrúar nk. „Það er mikil- vægt að hefja rannsóknina sem allra fyrst, þar sem margir þeirra sem eru með kattaofnæmi eru líka með gras- ofnæmi og einkenni frá því fara að sýna sig snemma í vor. Þeim má ekki rugla saman við einkennin frá katta- og rykmauraofnæminu," sagði Unnur Steina ennfremur. Ekki fyrirhafnarsöm þátttaka Unnur lagði einnig áherslu á að það væri ekki nein óskapleg fyrir- höfn sem fylgdi þátttöku í þessari ársrannsókn. „Við afhendum fóiki úðabrúsa til þess að úða úr yfir kött- inn, hann sleikir svo eimaða vatnið af sér sjálfur. Það er ekki mikið verk að setja ver yfir dýnur og fólk ryk- sugar hvort sem er. Vatnið munu þáttttakendur fá hjá okkur og einnig fá þeir, sem lenda í samanburðar- hópi sem fær lyf, þau sér að kostnað- arlausu í rúmt ár. Þeir þátttakendur sem ekki lenda í lyfjahópnum þurfa einnig að mæla lungna- og nefstarf- semi sína daglega, en það er hvorki sárt né fyrirhafnarsamt. Við von- umst til að fólk bregðist skjótt og vel við Til mikils er að vinna eins og fyrr sagði í heilsufarlegu og efna- hagslegu tilliti. Einnig er ástæða til að hafa í huga að þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar í heimin- um svo niðurstöður hennar munu þykja merkar fregnir fyrir þá fjöl- mörgu sem þjást af astma og of- næmi. Komi í ljós að umræddar að- gerðir skili þeim árangri sem vonast er til opnast leið fyrir fólk að varð- veita bæði sjálft sig og aðra með fyrirbyggjandi aðgerðum gegn of- næmisvökum frá köttum og ryk- maurum," sagði Unnur Steina að lokum. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.