Morgunblaðið - 16.02.1994, Qupperneq 1
56 SIÐURB/C
38. tbl. 82. árg. MIÐVIKUDAGUR16. FEBRÚAR 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Viðskiptadeila Bandaríkjanna og Japans
Refsiaðgerðimar
verða tilkynntar
innan mánaðar
4 Wa-shington, Tókýó. Reuter.
MICKEY Kantor, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, sagði í gær að
Japanir hefðu ekki staðið við loforð um að heimila innflutning
farsíma til Japans. Hann lýsti ennfremur yfir því að fyrirhugaðar
refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar vegna þessa yrðu tilkynntar inn-
an 30 daga.
Aung San Suu Kýi
Stjórn Búrma
AungSan
ekki látin
laus í ár
Bangkok. Reuter.
AUNG San Suu Kyi, hand-
hafi friðarverðlauna Nóbels
og stjórnarandstöðuleiðtogi í
Búrma, verður áfram í stofu-
fangelsi í Rangoon þar til á
næsta ári að minnsta kosti,
að sögn embættismanns her-
foringjastjórnarinnar í
Búrma í gær.
Orðrómur hefur verið á
kreiki um að Aung San Suu
Kyi verði leyst úr haldi í júlí
þegar fimm ár verða liðin frá
því hún var svipt frelsinu. Sam-
kvæmt lögum í Búrma má ekki
halda fólki í stofufangelsi leng-
ur en í fimm ár.
Kyaw Win, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri leyniþjónustu
hersins í Búrma, sagði hins
vegar að Aung San Suu Kyi
hefði fyrsta árið verið í venju-
legu fangelsi og ekki sett í
stofufangelsi fyrr en árið 1990.
Bandaríski þingmaðurinn
William Richardson heimsótti
Aung San Suu Kyi í gær og í
fyrradag og sagði að hún væri
við góða heilsu. Aður höfðu
aðeins nánustu skyldmenni
hennar mátt heimsækja hana
og Kyaw Win sagði að hér eft-
ir fengju erlendir embættis-
menn að koma til hennar ef
þeir hefðu „jákvæð viðhorf“ til
Búrma.
Japanir réðu Bandaríkjamönnum
frá því að grípa til viðskiptaþvingana
og sögðu það geta stofnað samninga-
viðræðum um viðskiptadeilu ríkjanna
í hættu og jafnvel orðið til þess að
binda enda á þær.
Orðrómur um að Bandaríkjamenn
myndu grípa til 'refsiaðgerða varð til.
þess að Bandaríkjadollar féll talsvert
í verði á gjaldeyrismörkuðum í Asíu
og verðbréf snarlækkuðu í kauphöll-
inni í Tókýó.
Tilraunir til að leysa ágreininginn
fóru út um þúfur í Washington í vik-
unni sem leið, en þar komu Bill Clint-
on Bandaríkjaforseti og Morihiro
Hosokawa, forsætisráðherra Japans,
beint við sögu. Japanir lögðu til í
gær að leiðtogarnir reyndu öðru sinni
að finna málamiðlunarlausn í við-
skiptadeilunni. Hosokawa er sagður
vilja gera sitt til að leysa deiluna.
Fregnir herma að hann hafi við heim-
komuna frá Washington skipað ráðu-
neytum að leggja tafarlaust fram
tillögur um aðgerðir sem hægt yrði
að kynna Bandaríkjamönnum sem
tilboð um að opna markaði í Japan.
Reuter
Ólympíuleikar Serba
SERBAR í Bosníu hafa efnt til sinna eigin Ólympíuleika á Jahorina-
Qalli skammt frá Sarajevo og vilja þannig minnast þess, að tíu ár eru
liðin frá því Vetraróiympíuleikarnir voru haldnir í borginni. Þá lifðu íbú-
amir saman í sátt og samlyndi og þar eru ennþá mikil mannvirki, sem
reist voru vegna leikanna. Raunar væri réttara að tala um mannvirkja-
leifar því að þau eru að mestu í rúst eftir stanslausa sprengjuhríð Serba
í marga mánuði. Myndin var tekin við opnunarhátíð Serbaleikanna.
Verðlauna-
nefnd Nób-
els mútað?
Stokkhólmi. Reuter.
NEFND í Svíþjóð sem veitir Nób-
elsverðlaunin í læknisfræði vís-
aði í gær á bug fréttum ítalskra
dagblaða um að hún hefði þegið
fé fyrir að veita ítölskum vísinda-
manni verðlaunin árið 1986.
Öll dagblöðin á Ítalíu skýrðu frá
því í gær að háttsettur embættis-
maður í ítalska heilbrigðisráðuneyt-
inu, Duilio Poggiolini, hefði haldið
þessu fram við yfirheyrslur sak-
sóknara. Hann hefði sagt að lyfja-
fyrirtækið Fidia hefði mútað nefnd-
inni til að tryggja að ítalski vísinda-
maðurinn Rita Levi Montalcini fengi
verðlaunin. Þetta hefði hann fengið
að vita hjá Francesco Della Valle,
fyrrverandi forstjóra Fidia.
Della Valle, Montalcini og nóbels-
verðlaunanefndin vísa þessu algjör-
lega á bug.
♦ ♦ ♦-----
N-Kórea sam-
þykkir eftirlit
Vín. Reuter.
NORÐUR-Kóreumenn sam-
þykktu í gær að heimila Alþjóða-
kjarnorkumálastofnuninni í Vín
að hafa eftirlit með sjö kjarn-
orkutilraunastöðvum.
Vonast er til að samkomulagið
verði til þess að binda enda á deilu
Norður-Kóreumanna og stofnunar-
innar sem staðið hefur í ár. Eftirlit-
ið á að hefjast á næstu dögum.
Major bjartsýnn á að umsátrinu um Sarajevo verði aflétt án loftárása
Jeltsín ræður Vesturlönd-
um frá því að hunsa Rússa
Moskvu, Wasliington, Palc. Rcutcr, The Daily Telegrapli.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, réð í gær leiðtogum Vesturlanda frá
því að hunsa sjónarmið Rússa í deilunni um Bosníu. John Major, forsæt-
isráðherra Bretlands, sem ræddi við Jeitsin i Moskvu, kvaðst vongóður
um að umsátrinu um Sarajevo, höfuðborg Bosníu, yrði aflétt án þess
að til loftárása á umsáturslið Serba kæmi.
„Sumir eru að reyna að leysa
Bosníu-deiluna án þátttöku Rússa.
Við látum það ekki viðgangast,"
sagði Jeltsín eftir viðræðurnar við
Major. Rússneski forsetinn minntist
þó ekki beint á hótun NATO um að
gera loftárásir á umsáturslið Serba
<fari það ekki að minnsta kosti 20
kílómetra frá Sarajevo fyrir mið-
nætti á sunnudag.
Rússneska stjórnin hefur verið
treg til að fallast á loftárásir á Serba
vegna harðrar andstöðu þjóðernis-
sinna á rússneska þinginu sem eru
vinveittir Serbum. Andrej Kozyrev
utanríkisráðherra hefur sagt að
Rússar geti aðeins sætt sig við loft-
árásir sem neyðarúrræði en Pavel
Gratsjov varnarmálaráðherra hefur
gagnrýnt áform NATO og sagt að
þau séu dæmd til að mistakast.
Major var vongóður um að ekki
þyrfti að grípa til hernaðaraðgerða
í Sai'ajevo. „Við erum nú að sjá raun-
verulega möguleika á friði í
Sarajevo."
Ratko Mladic, yfirmaður hers
Bosníu-Serba, sagði í gær að engin
serbnesk stórskotavopn yrðu flutt frá
hlíðum fjalianna við Sarajevo. Rado-
van Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba,
sagði hins vegar að einhver vopnanna
kynnu að verða flutt þaðan. Hann
kvaðst ekki búast við frekari átökum
við bosnísku höfuðborgina og sagði
að Serbar gætu notað vopnin í varn-
arskyni annars staðar.
Bandaríkjastjórn sagði ekkert
hæft í fréttum um að ágreiningur
hefði komið upp milli embættis-
manna NATO og Sameinuðu þjóð-
anna um túlkun úrslitakostanna sem
Serbum voru settir. Stjórnin sagði
að gerðar yrðu loftárásir á öll serbn-
esk stórskotavopn innan við 20 km
frá bosnísku höfuðborginni ef serb-
nesku hersveitirnar létu þau ekki af
hendi. Áður höfðu embættismenn
Reutcr
Skálað í Kreml
JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, og Borís Jeltsín Rússlands-
forseti skála í Kreml eftir að þeir undirrituðu samkomulag um að
ríkin hættu að beina kjarnaflaugum sinum hvort gegn öðru.
Sameinuðu þjóðanna gefið til kynna
að friðargæsluliðarnir þyrftu ekki að
taka við vopnunum, nægilegt væri
að fylgjast með þeim úr fjai'lægð.
Sjá „Major reynir að sefa
Rússa ...“ á bls. 21.