Morgunblaðið - 16.02.1994, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994
3
Asókn í byggingalóðir í Reykjavík
Lóðum úthlutað
undir 137 íbúðir
GENGIÐ var frá úthlutun á lóðum undir 137 íbúðir á fundi borgar-
ráðs í gær. Þar af voru 115 íbúðir í síðasta áfanga í Engjahverfi
en lóðirnar voru auglýstar í dagblöðum á laugardag. Að sögn Ág-
ústs Jónssonar skrifstofustjóra borgarverkfræðings, var biðröð þeg-
ar skrifstofan opnaði á mánudag. „Það er ríkir engin svartsýni mið-
að við þessa ásókn,“ sagði hann.
Vaktstjóri Læknavaktar segir blóraböggla ekki leitað
Tiltekið mál verður
skoðað ofan í kjölinn
VAKTSTJORI Læknavaktarinnar, Magnús R. Jónasson, segir áð
farið verði ofan í saumana á máli því sem Guðrún Guðlaugsdóttir
blaðamaður skýrði frá í Morgunblaðinu í gær. Þar kom fram að
Guðrún hefði sjálf þurft að fara með son sinn á Slysadeild um
miðja nótt þrátt fyrir að hafa ítrekað leitað á náðir hjúkrunarfræð-
ings og læknis Læknavaktarinnar að kvöldi 10. febrúar sl. Magnús
segir að ekki verði reynt að finna blóraböggul en kannað verði
hvort eitthvað reynist athugavert við starfsreglur Læknavaktarinn-
ar. Aðspurður hvort til greina kæmi að ekki væri alltaf hlustað á
fólk sem hringdi að leita aðstoðar sagði Magnús að það yrði kannað.
„Það voru mjög góð viðbrögð við
þessum lóðum,“ sagði Ágúst. „í síð-
asta áfanga Engjahverfis eru 125
íbúðir og þar af fara 115 á fyrsta
degi.“ Af þessum 125 íbúðum eru
86 í fjölbýlishúsum, 10 í einbýlishús-
um og 19 í raðhúsum. Auk þess var
úthiutað íbúðum í hverfum sem þeg-
ar er búið að úthluta úr og þar var
ein fjölbýlishúsalóð með 10 íbúðum
og 12 íbúðir í raðhúsum.
Ásókn í ný hverfi
Ágúst sagði að ásókn í lóðir væri
oft mikil þegar fyrstu lóðum er út-
hlutað í nýjum hverfum, sérstaklega
þegar fjölbýlishúsalóðir eiga í hlut.
Lágmarks gatnagerðargjald fyrir
600 rúmmetra einbýlishús er
1.663.000 krónur. Fyrir raðhúsi er
miðað við 500 rúmmetra íbúð og er
lámarksgjald um 891.000 krónur
fyrir hveija íbúð og í fjölbýlishúsi
er miðað við 300 rúmmetra íbúð og
er lágmarksgjald 237.500 krónur.
Greiðsluskilmálar
Innan mánaðar frá úthlutun ber
að greiða 10% af gatnagerðargjaldi,
30% eftir 6 mánuði, önnur 30% eftir
Sex millj.
til lýðveld-
isafmælis
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær
tillögu Ólafs G. Einarssonar
menntamálaráðherra um 6 milij-
óna króna aukafjárveitingu vegna
menningarkynninga erlendis í til-
efni lýðveldisafmælis íslendinga.
Ólafur segir að sendiráðum Is-
lands erlendis hafí borist fjölmargar
umsóknir frá íslendingafélögum og
ýmsum öðrum félögum sem vilji
halda tengsium við Island. Þau vilji
gjarnan minnast 50 ára afmælis lýð-
veldisins íslands erlendis með því að
fá listamenn héðan að heiman til
þess að flytja sína list.
Ólafur segir menntamálaráðu-
neytið styrkja slíka starfsemi á
hveiju ári en í ár hafi orðið vart við
verulega aukningu vegna lýðveldis-
afmælisins. Því hafi hann lagt fram
tillögu um aukafjárveitingu, 5 millj-
ónir, til viðbótar þeim 6 sem mennta-
málaráðuneytið hafði ætlað að veija
til þessa málaflokks á árinu. Alls
verði því um 11 milljónum varið til
viðfangsefnisins á árinu.
Ólafur segir að fjármununum verði
dreift í samvinnu við sendiráðin og
umsóknir hafi flestar borist frá Norð-
urlöndunum, Þýskalandi, Bretlandi
og Vesturheimi.
------» ♦ ♦------
Skipaður •
setudómari
Dómsmálaráðherra hefur skip-
að Sigurmar K. Albertsson hæsta-
réttarlögmann til að vera setu-
dómari í máli því sem Geir Waage
formaður Prestafélags Islands
hefur höfðað gegn ríkisvaldinu til
þess að hnekkja bráðabirgðalög-
um ríkisstjórnarinnar á úrskurð
kjaradóms frá því sumarið 1992.
Búast má við að Sigurmar tilnefni
með sér meðdómendur til þess að
fjalla um málið. Þeir meðdómendur
mega ekki koma úr röðumdómenda
í landinu en sem kunnugt er hafa
allir héraðsdómarar í Reykjavík úr-
skurðað sig vanhæfa frá málinu.
12 mánuði og loks 30% eftir 18
mánuði. Sagði Ágúst að þessir
breyttu greiðsluskilmálar hefðu haft
mikil áhrif á úthlutun lóða í borginni
en þeir voru teknir upp 18. ágúst
1992. „Á síðasta ári var úthlutað
lóðum undir 350 íbúðir og árið í ár
bytjar vel,“ sagði Ágúst.
Úthlutun á árinu
Langt er komið með skipulagnignu
í Borgarhverfi, að sögn Ágústs, og
mun hverfið koma til úthlutunar að
hluta til í vor. Þá er verið að vinna
að skipulagi í Víkurhverfi, þar sem
gert er ráð fyrir á annað hundrað
Lóðir renna út
LÓÐUM undir 115 íbúðir hefur
verið úthlutað í síðasta áfanga í
Engjahverfi.
íbúðum. Hafa samtök bygginga-
meistar Qg byggingafyritækja fengið
fyrirheit um lóðirnar og munu þær
koma til úthlutunar á þessu ári. Áuk
þess er gert ráð fyrir byggingu um
50 íbúða á lóð Eimskipafélagsins við
Borgartún á árinu.
„Við munum að sjálfsögðu skoða
þetta mál ofan í kjölinn. Ég er
búinn að kanna hveijir voru á vakt
þetta kvöld. Við sem stöndum að
Læknavaktinni munum að sjálf-
sögðu ræða bæði við hjúkrunar-
fræðinginn sem var á vakt og vakt-
lækninn, sem síðan hringdi í augn-
lækni. Ætlunin er ekki að kanna
þetta til þess að finna sökudóiga
heldur fyrst og fremst til þess að
skoða hvort við þurfum að breyta
okkar vinnureglum. Ég vil að fram
komi að á Læknavaktinni eigum
við um 20 þúsund samskipti á ári,
það er komur til okkar og vitjanir.
Það fer aldrei hjá því að þegar svo
mikið er umleikis fer ekki alltaf
allt sem skyldi. Við erum öll mann-
leg og ekki hægt að ætlast til þess
að allir séu fullkomnir. Við fáum
athugasemdir á hveiju ári og okk-
ur finnst þær ekki margar miðað
við fjölda tilfella sem til okkar
koma,“ sagði Magnús.
rfri'yiYrwfaTO
% Iiiilii'JiiiJíiftifc A er hefðbundinn fjáröflunardagur Rauða kross deildanna. A hverju ári
síðan 1925 hafa börn og unglingar aðstoðað Rauða krossinn við landssöfnun þennan dag.
I ár bjóða sölubörnin áletraða penna til sölu sem kosta 200 krónur og stendur salan
fram að næstu helgi.
Fénu sem safnast er varið til mannúðar- og þjóðþrifamála á vegum
Rauða kross deildanna sem eru 50 talsins.
Við hvetjum alla landsmenn til að taka vel á rnóti sölubörnunum og styrkja þannig
innanlandsstarf Rauða kross Islands á sjötugasta afmælisári hans.
+
Rauði kross Islands
Rauöarárstíg 18,105 Reykjavík, sími 91-626722
Sölubörti athugið: Afhending penna fer fram í öllum félagsmiðstöðum í Reykjavík,
hjá URKI R Þingholtsstræti 3, félagsmiðstöðinni Vitanum Hafnarfirði og Bólinu í Mosfellsbæ.
c/m