Morgunblaðið - 16.02.1994, Page 4

Morgunblaðið - 16.02.1994, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994 Síldarverksmiðjur ríkisins á Seyðisfirði 6000 tonna við- bótarþróarrými SÍLDARVERKSMIÐJUR ríkisins á Seyðisfirði hafa tekið á leigu hráefnisgeymslur Hafsíldar, sem nú eru í eigu Byggða- stofnunar, alls um 6.000 tonna rými. Geymslurnar verða notað- ar fyrir rotvarða loðnu sem unnin verður í lok loðnuvertíðar. Á Siglufirði er eingöngu bræðsla því höfnin liggur svo langt frá mið- _ unum að loðnan geymist ekki nógu lengi til að hægt sé að frysta hana þegar komið er til hafnar. Verk- smiðjan á Seyðisfirði tekur á móti loðnu fyrir frystihúsin á staðnum og fer hún í gegnum flokkunarvélar sem SR og frystihúsin eiga í samein- ingu. Þar er hrygnan flokkuð frá og fer hún til frystingar. Þetta spar- ar frystihúsunum mikla vinnu, þau geta tekið við hrygnunni og sett hana beint í öskjur til frystingar. Að sögn Gunnars Sverrissonar, verksmiðjustjóra SR á Seyðisfirði, hefur þetta fyrirkomulag gefist vel og er til mikils hagræðis fyrir frysti- húsin. Að sögn Gunnars lengir við- bótarrýmið vinnslutímann og mögu- legt verður að taka örar inn loðnu fyrir frystihúsin. Þórður Jónsson, rekstrarstjóri hjá SR, sagði að sum skipanna sem færu norður með síld til Raufarhafn- ar og Siglufjarðar kæmu við í höfn- um á Austfjörðum og iosuðu þetta eitt til tvöhundruð tonn af loðnu og færu með restina í bræðslu. Mun hærra verð fæst fyrir ioðnu sem fer í fiystingu en sem fer í bræðslu. Þórður sagði að loðnan hefði jákvæð áhrif á atvinnuástandið, fólk hefði m.a. komið ofan áf Héraði tii að vinna í loðnuvinnslu á fjörðunum. Þórður Andersen, verksmiðju- stjóri á Siglufirði, sagði loðnuvinnsl- una gera heilmikið fyrir bæinn, hann íifnaði allur við og hefði t.d. fækkað um 20 á atvinnuleysisskrá vegna þeir-ra sem fóru til starfa í verksmiðj- unni. Þórður sagði menn ánægða yfír þessu og þeir vonuðust til að vinnsla héldist sem lengst, helst út marsmánuð. Vfi VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti vsður Akureyri +1 akýjað Reykjavík 1 snjókoma Bergen 1 léttskýjað Helsinki +2 skýjað Keupmannahöfn +1 léttskýjað Narssarssuaq +26 heiðskírt Nuuk +14 skýjað Osló +10 léttskýjað Stokkhólmur léttskýjað Þórshöfn 4 skýjað Algarve • 10 þrumuveður Amsterdam 1 skýjað Barceiona 15 léttskýjað Berlín +2' heiðskírt Chicago +1 heiðskírt Feneyjar 1 léttskýjað Frankfurt 0 skýjað Glasgow 2 snjókoma Hamborg +12 heiðskirt London 2 alskýjað LosAngeles 9 skýjað Lúxemborg +2 skýjað Madríd 7 skýjað Malaga vantar Mallorca 15 léttskýjað Montreal +18 léttskýjað New York +8 léttskýjað Orlando 11 léttskýjað París 7 skýjað Madeira 14 skúr Róm 8 þokumóða Vfn +4 helðskírt Washlngton +2 þokumóða Winnipeg +17 léttskýjað Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson Loðnufrysting SKIPVERJAR á Brettingi vinna við loðnufrystingu um borð. Frystitogarar sækja í loðnufrystingiina TVEIR frystitogarar, Brettingur og Andey, liggja nú bundnir við bryggju á Höfn og frysta loðnu. Ágúst Sigurðsson, framleiðslustjóri hjá Borgey hf. á Höfn, segir að allt að tíu skip hafi sóst eftir hráefni til frystingar á Höfn. Ágúst sagði að Andey og Brett- ingur hefðu keypt flokkaða loðnu af Borgey, Brettingur um 60 tonn og Andey um 40 tonn. Togararnir voru þó verkefnalausir sl. mánudag þar sem bræla var á loðnumiðunum, en úr hefur ræst á ný. Ágúst sagði að það færi alveg eftir veiðinni hvort togararnir fengju meira hráefni. Borgey hefur fryst 600 tonn frá því loðnufrysting hófst og í samræmi við allar áætlan- ir. Fyrirtækið stefnir að því að frysta a.m.k. 800 tonn á vertíðinni. Helgi Jónsson, háseti á Brett- ingi, sagði að með því að grípa inn í loðnufrystinguna treini frystitog- ararnir sér kvótann eitthvað lengur fram eftir ári en góður markaður er fyrir frysta loðnu í Japan. Þessa stundina hefðu menn lítið fyrir stafni en til stæði að hefja undir- búning að frystingu smáloðnu á meðan framboð af hráefni væri svo lítið. Húnaröst kom á mánudag til Hafnar með um 300 tonn af loðnu en búist var við að mest af aflanum færi til fiskvinnsluhúsanna. Með metafla að landi og beint í frystingu Akranesi. FRYSTITOGARINN Höfrungur III kom til heimahafnar á sunnudag- inn eftir mánaðarveiðiferð og var aflaverðmæti skipsins tæpar sextíu milljónir króna. Nokkrum stundum síðar var hafin loðnufrysting í skipinu við hafnarbakkann og unnu skipverjar á vöktum og í fyrstu lotunni sem stóð til hádegis á mánudag náðu þeir að frysta um 20 tonn. Það er óhætt að segja að mikið líf sé í fiskiðnaðinum þessa dagana á Akranesi og lætur nærri að sjó- mennirnir hafi á síðustu dögum fært að landi afla að verðmæti um eitt hundrað milljónir króna. Hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi hefur verið unnið jöfnum höndum við frystingu hefðbundinna tegunda auk loðnunnar og er hafin starfræksla í frystihúsi Hafarnarins hf. sem þeir fyrrnefndu hafa nú á leigu. Þar starfa nú um 30 manns og lælur nærri að skapist ný störf fyrir 60 manns í bænum með tilkomu loðnu- frystingar og kemur það sér vel, enda mikið atvinnuleysi háð fólki á Akranesi að undanförnu. í tilraunaskyni Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri HB hf., segir að fyrir- tækið sé vel búið til að taka upp loðnufrystingu til jafns við frystingu annarra tegunda og frysting loðnu í frystitogaranum Höfrungi III sé gerð í tilraunaskyni. „Siglingatími á loðnumiðin er enn það langur að ekki er kominn neinn kraftur í frystingu hennar hjá okk- ur,“ sagði Haraldur og aðspurður sagði hann það ekki enn ákveðið hvort um frekari loðnufrystingu yrði að ræða um borð í togaranum. - J.G. Símabilun skýtur upp kollinum á ný Samband rofnaði við 22 þúsund símanúmer TUTTUGU og tvö þúsund símanúmer í Reykjavík voru sambands- laus í um 15 mínútur í gærdag, vegna spennutruflunar í stafrænu símstöðinni í Landsímahúsinu. Þorvarður Jónsson, framkvæmda- stjóri fjarskiptasviðs Pósts og sima, segir að stöðin hafi verið til friðs í tvo mánuði, eftir að skipt var um jarðnet hússins, en nú hefðu sömu vandræði skotið upp kollinum og í nóvember og desember á síðasta ári. „Þegar bilanir voru sem tíðastar í fyrra, í nóvember og byrjun des- ember, mældum við spennutruflanir frá jarðtengingu hússins," segir Þorvarður. „Við endurbættum allt jarðnetið og stöðin var til friðs í tvo mánuði, eða þar til á mánudag, þegar þessi númer voru sambands- laus í 12-15 mínútur og það endur- tók sig í 15 mínútur í gær. Við verðum því að byrja upp á nýtt og vona að okkur takist að einangra þessa bilun og lagfæra hana. Við munum hafa samstarf við Raf- magnsveitu Reykjavíkur og endur- bæta rafkerfi Landsímahússins.“ Neyðarnúmer í lagi Þau 22 þúsund númer, sem sam- band rofnaði við í gær og fyrradag, byrja á 61 og 62 og örfá á 69. „Símanúmer lögreglu og slökkviliðs er tengt við þessa stöð, en neyðar- númerið 0112 vinnur óháð henni og var í fullkomnu lagi,“ segir Þor- varður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.