Morgunblaðið - 16.02.1994, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994
Utanríkisviðskipti
Gerð samningsins
gæti tekið 2-3 ár
- segir utanríkisráðherra um fríverslunarsamning við Bandaríkin
verður væntanlega í haust. Það er
ekki mikill viðskiptalegur hvati fyrir
bandarísk stjórnvöld að gera slíkan
samning við ísland. Það er ekki eft-
ir miklu að slægjast á þessum
dvergsmáa markaði. Hins vegar má
ætla að í kjölfar nýlegrar endumýj-
unar á löngu og farsælu varnarsam-
starfi þessara þjóða sé engu að síð-
ur jákvæður pólitískur vilji til þess,“
sagði Jón Baldvin.
við ákvörðun löggjafa
- segir skattstjóri um meint misræmi í skattalögum
Skattar
Framkvæmd miðast
STARFSHÓPUR sem ríkisstjórnin skipaði árið 1992 til að kanna
kosti við gerð fríverslunarsamnings við Bandaríkin mun væntanlega
skila niðurstöðum sínum í þessum mánuði. Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi á mánudag að
þegar Bandaríkjaþing hefði afgreitt lagasetningu vegna fríversl-
unarsamnings Norður Ameríkurílqa (NAFTA) í haust, muni á það
reyna hvort af fríverslunarsamningi milli íslands og Bandaríkjanna
getur orðið. Hann sagði jafnframt að undirbúningur og gerð slíks
samnings gæti tekið 2 til 3 ár miðað við reynsluna af gerð EES-samn-
ingsins
í svari_ utanríkisráðherra við fyr-
irspum Áma R. Árnasonar Sjálf-
stæðisflokki kom fram að árið 1992
skipaði ríkisstjórnin starfshóp til að
gera forkönnun á gerð fríverslunar-
samnings við Bandaríkin. í bráða-
þirgðaskýrslu hópsins á seinasta ári
var slíkur samningur talinn vænleg-
ur kostur fyrir ísland og að aðild
að NAFTA kæmi einnig til álita,
en NAFTA-samningurinn er opinn
öðmm ríkjum.
Jákvæður pólitískur vilji
„Er ráðgert að starfshópurinn
skili endanlegum niðurstöðum sín-
um í þessum mánuði. í kjölfarið
reikna ég með að ríkisstjórnin taki
afstöðu til málsins. Eftir er að láta
reyna á hvort Bandaríkin em reiðu-
búin til viðræðna um gerð fríversl-
unarsamnings. Ég reikna ekki með
að það geti orðið fyrr eftir að Banda-
ríkjaþing hefur afgreitt nauðsynleg-
ar lagabreytingar vegna GATT, sem
Sjávarútvegur
ENDURNYJUN — Endurnýjun stendur nú yfir á sjónvarps-
tækjum á öllum herbergjum Hótels Sögu og fékk hótelið nýlega af-
hent 220 tæki af gerðinni SABA frá Radiobúðinni. Á meðfylgjandi
mynd sjást þeir Úlfar Marinósson og Konráð Guðmundsson, frá Hót-
el Sögu taka við gámi með tækjunum frá Óla Laxdal hjá Radiobúð-
inni hf.
Hafnarfell kaupir
húsHvaleyrar
HAFNARFELL hf. fyrirtæki í eigu Jóns Guðmundssonar, forsljóra
Sjólaskipa hf. í Hafnarfirði, hefur nú fest kaup á húsi Hvaleyrar
hf. við Hafnarfjarðarhöfn af íslandsbanka. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins mun kaupverð og kostnaður við lagfæringar á
húsinu verða nálægt 100 milljónum króna, en það er alls 5.000
fermetrar að stærð.
Jón Guðmundsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að ekki væri
ætlunin að heija fiskvinnslu í húsinu
á ný, hvað sem verða kynni. „Hér
er hins vegar skortur á frysti-
geymslum og því verður byijað á
því að gangsetja frystiklefa húss-
ins. Hluti af húsinu er þegar í leigu,
en auk þess verður einhver starf-
semi hafín þama á ný. Þannig ættu
að skapast mörg, þegar starfsemi
verður hafín í húsinu, enda ætti að
vera hægt að reka starfsemi tengda
sjávarútvegi í húsi á hafnarbakkan-
um,“ segir Jón Guðmundsson.
Egyptaland Rlabeinsströndin Ghana Kamerún Marokkó Siena Leone Túnis Zimbabwe Ástraiia Puerto Rico Perú
msmnk
Hin alþjóðlega
STARFAMIÐLUN
AIESEC
(Alþjóðleg samtök viðskipta- og hagfræðinema)
Aðgangur að
með
£
dS
★ ódýru vinnuafli
★ vel menntuðum og
metnaðargjörnum einstaklingum
★ aþjóðlegan viðskiptahugsunargang
★ fjölþjóða tungumálakunnáttu
fyrir
&
>
cz
tz
1
«5"
55'
f
3-
3-
3
★ skammtíma verkefni,
★ ýmis sérverkefni og
alþjóðlega aðstoð
Þitt fyrirtæki setur upp allar þær kröfur, sem starfskrafturinn þarf að
uppfylla og gefur upp það tímabil sem hentar best (6-78 vikur).
AIESEC sér um að útvega húsnæði og tilskilin leyfi.
Nánari upplýsingar á skrifstofu AIESEC, Bjarkargötu 6, simi 29932, tax 627173.
1
Filippseyjar Hong Kong Indland Indónesía Japan Nýja Sjáland Malasía Papua New Guinea Bretland Perú
GESTUR Steinþórsson, skatt-
sljóri í Reykjavík, segir að sú túlk-
un og framkvæmd skattalaga. að
ekki gildi sömu heimildir um
móttekna dagpeninga fyrir aðila
í einkarekstri og launþega í fyrir-
tæki, eins og greint var frá í
Morgunblaðinu, hafi tíðkast frá
því að lögin voru sett á Alþingi
árið 1981, auk þess að vera stað-
fest af yfirskattanefnd og ríkis-
skattanefnd. Lögfræðingur Versl-
unarráðs íslands telur lögin dæmi
um ójafnræði í skattalögum sem
mismuni einstaklingum. „Fram-
kvæmd skattayfirvalda byggist á
ákvörðun löggjafa. Aðili í einka-
rekstri verður að bóka kostnað
sinn af t.d. ferðalögum sem er
nauðsynlegur til öflunar tekna í
samræmi við lögin, ekki sem dag-
peninga heldur sem útlagðan
kostnað vegna rekstrar og þá
getur vel verið að það komi fram
sem frádráttur frá rekstrartekj-
um eins og alls konar annar
reksttarkostnaður sem til þessa
fellur,“ segir Gestur.
„Ég get ekki séð að þetta þurfi
að valda ójafnfræði með mönnum,
ef viðkomandi aðiii er með sannan-
legan kostnað sem tengist þessum
rekstri hans. Þetta getur komið ná-
kvæmlega eins út ef kostnaðurinn
sem hann hefur af sínu ferðalagi er
jafnhár eða á svipuðu róli og dagpen-
ingagreiðsia hefði verið,“ segir Gest-
ur.
Aðspurður um þá gagnrýni sem
fram hefur komið að skattayfirvöld
hafi á seinustu tveimur árum þrengt
verulega heimildir fyrirtækja og ein-
staklinga til að draga frá liði sem
hafa lengst af þótt eðlilegir, kveðst
hann ekki telja að túlkanir á skatta-
lögum hafi breyst. Hins vegar sé það
alveg .rétt að verulegar breytingar
hafi orðið á heimildum launþega til
þess að draga frá tekjum sínum og
hafi þær orðið við upptöku stað-
greiðslu. „Þá var gerð lagabreyting,
beinlínis til þess að einfalda fram-
kvæmd starfsins og voru heimildir
markvisst teknar úr lögunum í því
skyni,“ segir Gestur.
SAMSTARFSSAMNINGUR — Fyrirtækin Ellingsen
hf. í Reylq'avík og Netagerðin Ingólfur í Vestmannaeyjum hafa gert
með sér samstarfssamning. Hann felur í sér að Netagerðin Ingólfur
tekur að sér umboðssölu fyrir Scanrope togvíra og snurpuvíra, Fram-
stálkeðjur og mun að auki bjóða vörur frá Ellingsen í verzlun sinni í
Vestmannaeyjum. í framhaldi af því mun netagerðin Ingólfur stækka
verzlun sína og auka vöruúrval. Ellingsen hf. tekur að sér sölu á Swan
Net flottrollum og veiðarfærum, Perfect-toghlerum og allri framleiðslu
inlegum innkaupum erlendis og innan lands geta fyrirtækin boðið vörur
sínar á hagstæðu verði. Það voru Birkir Agnarsson og Óttar Ellingss-
en, sem undirrituðu samstarfsamninginn fyrir hönd fyrirtækjanna.
HÁSKÓLI ISLANDS
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Stefnumótun fyrirtækja
Efni: Fjallað um hvernig skipuleg mótun á framtíð-
arstefnu í rekstri kemur fyrirtækjum að notum.
Rýnt í aðferðir og vinnuferli við stefnumótun.
Einnig fjallað um markmiðasetningu og hvernig
hægt er að skoða innri rekstur og rekstrarum-
hverfi fyrirtækis á kerfisbundinn hátt, m.a. með
það að markmiði að tryggja að árangursmarkmið
náist.
Leiðbeinandi: Jóhann Magnússon,
rekstrarráðgjafi hjá Stuðli hf.
Tími:21. febrúarkl. 10.00-16.00.
Yerð: 6.800 kr.
Skráning í síma 694940. Fax 694080.
Upplýsingasímar 694923, -24 og -25.