Morgunblaðið - 16.02.1994, Side 17

Morgunblaðið - 16.02.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1994 17 Atvinnuleysi í nóv. 1993 ti janúar 1994 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli. Á höfuðborgarsvæðinu standa 4.249 atvinnulausir á bak við töluna 5,5% í janúar og fjölg- aði um 201 frá því í desember. Alls voru 9.515 atvinnu- lausir á landinu öllu í janúar og hefur fjölgað um 1.469 frá því í desember. N D j N D J N D J Fjölmiðlun Viacom hlutskarpast í Paramount-stríðinu Grófa beyglan er tilbúin! Grófu beyglurnar eru komnar á markaöinn, svo aö nú geturöu valiö um þrjár geröir af beyglum frá Samsölubakaríi: Fínar, grófar og beyglur meö kanil og rúsínum. Taktu grófa beyglu úr frystinum, kipptu henni í sundur, ristaöu hana, skreyttu meö áleggi og hún er tilbúin og alveg ómótstœöileg! Ný, ennþá fullkomnari skuröarvél tryggir aö beyglurnar eru jafnt skornar og því er nú léttara ab losa frosnar beyglur í sundur. New York (Reuter) BARATTUNNI um kaupin á fjölmiðlarisanum Paramount Communic- ations í New York lauk í gær þegar kapalsjónvarps- og útvarpsfyrir- tækið Viacom tryggði sér yfirráðin með tilboði í 75% hlutafjár Para- mount. Tilkynning Viacom markar endalok mestu baráttu um kaup á fyrirtækjum í Bandaríkjunum á þessum áratug. Að sögn Viacom höfðu hluthafar Paramount samþykkt tilboð í 91,7 milljónir hlutabréfa eða 74,6 af hundraði þegar frestur til þess að skila tilboðum rann út á miðnætti á mánudag að staðartíma. Aðeins 50,1% hlutafjár nægði til sigurs í baráttunni um Paramount, sem á kvikmyndafélagið Paramount Pict- ures, forlagið Simon & Schuster, hafnaboltaliðið New York Knicks og ísknattleiksliðið New York Rangers. Slagurinn um Paramount hófst fyrir fimm mánuðum og þar leiddu saman hesta sína stjórnarformaður Paramount, Martin Davis, og Barry Diller, forstöðumaður innkauparás- arinnar QVC Network í West Chest- er í Pennsylvaníu, sem lét af störf- um hjá Paramount eftir harðar deil- ur fyrir áratug og bauð einnig í fyrirtækið. „Við erum sannfærðir um að sam- steypa Viacom, Paramount og Blockbuster verði óviðjafnanlegur fjölmiðlaaflvaki á heimsmælikvarða í skemmtanaiðnaðinum," sagði Sumner Redstone, stjórnarformað- ur Viacom, þegar sigurinn var í höfn. Viacom hefur einnig samþykkt að sameinast myndbandasölu-fyrir- tækinu Blockbuster Entertainment í Fort Lauderdale á Florida, sem er þekkt fyrir myndbandaleigur víðs vegar í Bandaríkjunum. Að sögn Viacom verður QVC Network að draga tilboð sitt til baka þegar skýqþ verður opinber- lega frá sigri Viacoms. QVC til- kynnti á sunnudaginn að tilboð þess yrði ekki hækkað. Þá var talið að Diller stjórnarformaður væri að íhuga nýtt tilboð, ef hvorugt fyrir- tækið fengi nógu mörg hlutabréf til þess að tryggja sér sigur daginn eftir. Sérfræðingar höfðu spáð því að Viacom mundi tryggja sér nógu mörg hlutabréf í Paramount til þess að sigra í baráttunni. Viacom bauð peninga og hlutafé sem sérfræðingar mátu á að minnsta kosti 9,5 milljarða dollara. Sams konar lokaboð QVC var met- ið á 8,9 milljarða dollara. Kauphallaviðskiptamenn áttu 30-50% hlutafjár Paramount og kváðust styðja tilboð Viacom því að þar væri gert ráð- fyrir meiri peningum og lofað að verðgildi Viacom-hlutafjár í samningnum yrði tryggt. Fresturinn til að skila útboðunum rann út eftir viðburðaríka viku, sem virtist sýna að QVC væri að reyna að leita leiða til þess að hækka til- boð sitt í Paramount og komast hjá ósigri. Tilkynning QVC á sunnudag reyndist veikleikamerki og upphafið að endalokunum. - bakar brauðið þitt!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.