Morgunblaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994
AKUREYRI
Könnun á
hög’um at-
vinnulausra
MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit
verður með opið hús í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju í dag,
miðvikudag, frá kl. 15 til 18.
Þuríður Sigurðardóttir félags-
ráðgjafi kynnir niðurstöðu könn-
unar sem nýlega var gerð að til-
hlutan félagsmálaráðs og atvinnu-
málanefndar á högum atvinnu-
lauss fólks á Akureyri.
Þá verður tónlistaratriði og
Friðrik Vagn Guðjónsson heilsu-
gæslulæknir mun sjá til þess að
viðstaddir komi blóðinu á hreyf-
ingu. Veitingar verða á boðstólum
og ýmsar upplýsingar og dagblöð
liggja frammi.
■ MESSA verður í Kaþólsku
kirkjunni við Eyrarlandsveg 26
á Akureyri í dag, miðvikudaginn
16. febrúar, kl. 18. Messa verður
í kirkjunni á sama tíma fimmtu-
dag, föstudag og laugardag.
### _ 9 Morgunblaðið/Rúnar Þór
Saltkjot og baumr
MARGIR notuðu tækifærið í gær, á sprengidaginn, og gæddu sér á saltkjöti og baunum. Félagamir Guðmund-
ur Jónasson og Jónas Pálsson iögðu leið sína á Súlnaberg í þessu skyni og hafa eflaust orðið sprengsaddir.
Bæjarstjórn samþykkir frumvarp að nauðasamningum Odda
Landsbanki Islands mun
eignast allt fyrirtækið
40-50 starfsmenn ekki endurráðnir og bærinn tapar um 70 milljónum króna
AKUREYRARBÆR tapar rúmlega 70 milljónum í kjölfar þeirra að-
gerða sem gripið verður til við endurreisn fjárhags Slippstöðvarinnar-
Odda hf. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í gær tillögu um að frum-
varp að nauðasamningum sem fyrirtækið ætlar að gera við lánar-
drottna sína verði samþykkt, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
greidd verði 30% af hærri kröfum en 50 þúsund krónum. Landsbanki
Islands eignast Slippstöðina-Odda að loknum aðgerðum, en bankinn
mun ieggja 10 milljónir króha í fyrirtækið. Um 40-50 starfsmenn fyrir-
tækisins verða ekki endurráðnir, en þeir eru alls um 160 talsins nú.
Á fundi bæjarstjómar Akureyrar
í gær lagði Haildór Jónsson bæjar-
stjóri fram tillögur þess efnis að
frumvarp að nauðasamningum sem
Slippstöðin-Oddi hefur nú sent lán-
ardrottnum sínum, alls um 300 aðil-
um verði samþykkt, að því tilskyldu
að þær kröfur sem fyrirtækið hefur
stofnað til á greiðslustöðvunartím-
anum falli utan nauðasamninganna.
í frumvarpinu býðst fyrirtækið til
að greiða að fullu kröfur undir 50
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn á Akureyri skorar hér með á gjaldend-
ur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum, sem voru
álögð 1993, og féllu í gjalddaga til og með 15. jan-
úar 1994 og eru til innheimtu hjá ofangreindum inn-
heimtumanni ríkissjóðs, að greiða þau nú þegar og
ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorun-
ar þessarar.
Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur og tekjuskattshækk-
un, virðisaukaskattur fyrir nóvember og desember
ásamt virðisaukaskattshækkunum vegna fyrri tíma-
bila, staðgreiðsla og tryggingagjald fyrir desember
og janúar.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van-
goldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dög-
um frá birtingu áskorunar þessarar.
Athygli er vakin á því, að auk óþæginda hefur fjár-
námsaðgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að kr. 10.000
fyrir hverja gerð. Þinglýsingargjald er kr. 1.000 og
stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs
kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að
gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og
kostnað. Jafnframt mega þeir, sem skulda virðis-
aukaskatt, staðgreiðslu og tryggingagjald, búast við
að starfsstöð verði innsigluð nú þegar.
Akureyri, 15. febrúar 1994.
Sýslumaðurinn á Akureyri.
þúsund krónum, en þeir sem eiga
hærri kröfur en 50 þúsund fái 30%
þeirra greidd, 10% fjárhæðarinnar
verða greidd strax en afgangurinn
á 5 árum. Jafnframt er gert ráð
fyrir að núverandi hluthafar færi
hlutafé sitt niður um 99%. Viðbrögð
lánardrottna við nauðasamningaum-
leitunum Slippstöðvarinnar-Odda
hafa verið jákvæð, að sögn Knúts
Karlssonar stjómarformanns.
680 þúsund eftir
í máli Halldórs kom fram að
skuldir og ábyrgðir Akureyrarbæjar
vegna Slippstöðvarinnar-Odda nemi
liðlega 11 milljónum króna, skuld
fyrirtækisins við Hafnarsjóð er ypp
á tæpar 3 milljónir, ógreiddur eldri
arður er upp á 1,8 milljónir, skuld
við rafveituna er um 1,1 milljón og
við hitaveitu um hálf milljón og þá
er bærinn í ábyrgð fyrir láni upp á
um 4 milljónir. Hlutafé Fram-
kvæmdasjóðs Akureyrar er um 63
milljónir, en að loknum þeim aðgerð-
um sem fyrirhugaðar eru standa
eftir um 680 þúsund krónur af þeirri
upphæð.
Landsbanki íslands mun breyta
hluta af lánum í hlutafé eða 10 millj-
ónum króna og eftirstöðvum verður
breytt í víkjandi lán sem mögulegt
verður að breyta í hlutafé síðar
meir, en í kjölfarið eignast bankinn
fyrirtækið. Þá munu Iðnlánasjóður
og Iðnþróunarsjóður leysa til sín
skrifstofubyggingu fyrirtækisins og
léttir það mjög á rekstri þess, að
sögn Knúts Karlssonar stjórnar-
formanns þess.
Hörmulegt
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir (B)
sagði á bæjarstjórnarfundinum að
fyrirtækið yrði ekki hið sama og það
var áður eftir fyrirhugaðar aðgerðir,
það yrði mun minna í kjölfar þess
að 40-50 manns myndu missa vinn-
una. Jakob Björnsson (B) sagði að
staðan væri hörmulegri en tárum
tæki, bærinn hefði nú tapað öllu því
fé sem sett hefði verið í fyrirtækið
við fjárhagslega endurskipulagninu
þess í fyrra. Heimir Ingimarsson (G)
Sellóleikur
í Deiglunni
SIGURÐUR Halldórsson sellóleik-
ari heldur einleikstónleika í
Deiglunni, Grófargili, anriað
kvöld, fimmtudagskvöldið 17.
febrúar kl. 20.30.
Á efnisskránni eru sjö verk, öll
samin á síðustu 30 árum, Elegia,
eftir Aulis Sallinen, Solitaire eftir
Hafliða Hallgrímsson, Just for one,
eftir Josep Straesser, Passacaglia
eftir William Walton, Út um mel og
móa eftir Hilmar Þórðarson, Cello
pieces eftir Andries van Rossem og
Figura eftir Maarten Altana.
Stuðningur í
sorg og gleði
ELSA Friðfínnsdóttir, hjúkrun-
arfræðingur og lektor við Háskólann
á Akureyri flytur fyrirlestur á vegum
samtaka um sorg og sorgarviðbrögð
í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
annað kvöld, fimmtudagskvöldið 17.
febrúar kl. 20.30. í fyrirlestri sínum
fjallar hún um stuðning í sorg og
gleði og eru allir velkomnir á hann.
(Fréttatilkynning.)
formaður atvinnumálanefndar sagði
það ekki í valdi bæjarins að ráða
mannahaldi fyrirtækisins eftir að
nýir eigendur tækju við því og raun-
ar alls óvíst að bærinn ætti mann í
stjórn þess eftir aðgerðirnar. Hér
eftir væri það fyrst og fremst hlut-
verk bæjarins að bjóða upp á góða
hafnaraðstöðu til að gera fyrirtækið
samkeppnisfærara og að því máli
væri nú unnið með athugun á .því
að koma upp flotkví við stöðina, en
niðurstaða þeirrar könnunar mun
liggja fyrir síðar í vikunni.
Föstuguðs-
þjónusta
FÖSTUGUÐSJÓNUSTA
verður í Akureyrarkirkju í
kvöld, miðvikudagskvöldið
16. febrúar, og hefst hún kl.
20.30.
Um árabil hafa sérstakar
kvöldguðsþjónustur verið í Ak-
ureyrarkirkju á föstunni þar
sem lesnir eru og hugleiddir
kaflar úr píslarsögunni og sung-
ið úr Passíusálmum Hallgríms
Péturssonar. Slíkar kvöldstundir
verða í kirkjunni næstu 6 vikur
eða fram að dimbilviku og verð-
ur farið yfir píslarsöguna alla á
þessu tímabili.
Er þess vænst að safnaðar-
fólk notið tækifærið til að hug-
leiða og leggja rækt við boðskap
kirkjunnar á föstunni.
(Úr fréttatilkynningfu.)
Límmiðar
NÝIR eigendur Vörúmiða hf., Ari og Gísli Karlssynir, við fjögurra
lita prentvél fyrirtækisins.
Nýir eigendur taka
við Vörumiðum
BRÆÐURNIR Ari og Gísli Karls-
synir hafa keypt húseignir og vél-
ar fyrirtækisins HS Vörumiða og
breytt heiti þess í Vörumiða hf.
Fyrirtækið er rekið á Hamarstíg
25 eins og var fyrir gjaldþrot HS
Vörumiða og er lögð áhersla á fagleg
vinnubrögð við prentun límmiða.
Vörumiðar hafa yfir að ráða fjögurra
lita prentvél með innbyggðri fólíó-
gyllingu sem er aukalitur og plast-
húðun. Þá er einnig þrílita prentvél
fyrir minni verkefni. Hægt verður
að velja milli ýmissa tegunda af lím-
pappír með mismunandi áferð.
Vörumiðar hafa umboð fyrir heild-
verslunina og innflutningsfyrirtækið
Möndul sem flytur inn límbönd, um-
búðaöskjur fyrir fiskafurðir og fleira.