Morgunblaðið - 16.02.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994
19
Umræður á Alþingi um kaup á björgunarþyrlu
Vinnubrögð ríkissljórnar-
innar harðlega gagnrýnd
RÍKISSTJÓRNIN var gagnrýnd mjög harðlega í fyrirspurnar-
tíma á Alþingi á mánudag fyrir að hafa ekki gengið til samn-
inga um kaup á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. í
svari við fyrirspurn frá Inga Birni Albertssyni Sjálfstæðis-
flokki sagðist Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra vænta
þess að innan skamms verði hægt að ganga til samninga um
kaup á björgunarþyrlu.
lngi Björn riljaði upp ummæli
forsætis- og dómsmálaráðherra frá
síðasta ári um að fljótlega yrði
gengið til samninga um kaup á
þyrlu en staðhæfði að ríkisstjórnin
hefði eingöngu ætlað að draga
málið á langinn. „Ríkisstjórnin hef-
ur aldrei viljað kaupa þyrlu. Það
er málið. Vilji þingsins er skýr og
vilji þjóðarinnar er skýr. Ég segi
eins og aðrir þetta er hneyksli og
ég skammast mín fyrir svona ríkis-
stjórn," sagði Ingi Björn við umræð-
urnar.
Þorsteinn rifjaði upp að í ágúst-
mánuði sl. hafi legið fyrir drög að
samningi um kaup á notaðri þyrlu.
Sagði hann að viðræður við fulltrúa
Bandaríkjastjórnar um málefni
björgunarsveitar varnarliðsins
hefðu haft þau áhrif að dregist
hefði að taka afstöðu til samnings-
uppkastsins og nú hefði sú þyrla
verið seld. Að undanförnu hefði því
verið leitað eftir kaupum á annarri
sambærilegri þyrlu. Þorsteinn sagði
Háskólafyr-
irlestur um
skoðanir
hlustenda
á málfari
FIL. DR. Áke Jonsson, lektor í
sænsku við háskólann í Umeá,
flytur opinberan fyrirlestur í
boði heimspekideildar Háskóla
íslands fimmtudaginn 17. febr-
úar kl. 17.15 í stofu 101 í Odda.
Fyrirlesturinn nefnist: „Men
snalla Sveriges radiol“ og fjallar
um skoðanir hlustenda á málfari
sænska ríkisútvarpsins.
Áke Jonsson varði doktorsritgerð
1978 og bar hún heitið „Den om-
sorgsfulle málaren. Studier i Sven
Jerrings radiosprák". Á árunum
1981-1991 var hann aðalmálfars-
ráðunautur sænska ríkisútvarpsins.
Nú stundar hann rannsóknir á
kvörtunum almennings um málfar
í ljósvakafjölmiðlunum.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
sænsku og er öllum opinn.
litinn...
DU PONT bílalakk notað af
fagmönnum um land allt.
Er bíllinn þinn
grjótbarinn eða
rispaður ?
DU PONT lakk
á úðabrúsa er
meðfærilegt og
endingargott.
Faxafeni 12. Sími 38 000
að hugsanlegt samstarf við björg-
unarsveit varnarliðsins gæti haft
áhrif á val björgunarþyrlu en ekk-
ert yrði þó dregið úr kröfum um
hæfni og búnað hennar.
„Móðgun við þing og þjóð“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
sem til máls tóku beindu harðri
gagnrýni að ríkisstjóriþnni. Ólafur
Þ. Þórðarson sagði vinnubrögð rík-
isstjórnarinnar móðgun við þing og
þjóð og Steingrímur J. Sigfússon
og Guðrún Helgadóttir sögðu að
meðferð málsins væri hneyksli og
vanvirðing við skýran vilja meiri-
hluta Alþingis.
• •
Oskudagsball í Gerðubergi
EINS og undanfarin ár verður haldinn grímudansleikur fyrir börn í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á öskudaginn, miðvikudaginn 16.
febrúar. Dansleikurinn hefst kl. 14 stundvíslega. Hljómsveitin Fjörkarl-
ar leika fyrir dansi. Aðgangseyrir er 300 kr. en fullorðnir fá frítt ef
þeir eru í fylgd með grímubúnum börnum.
Fólk er alltaf
að vinna
í Gullnámunni:
315 milljomr
Frá því að Gullnáman
tók til starfa um miðjan
desember 1993 hafa
þúsundir íslendinga unnið
rúmlega 315 milljónir
samtals
í happdrættisvélum
út um allt land.
Þetta eru bæði veglegir
Silfurpottar
og fjöldinn allur
af öðrum vinningum*
Silfurpottar frá byrjun:
Staða Gullpottsins
kL 13*22,14* febrúar var
5*614*122 krónur*
Dags. Staður: Upphæð í kr.:
16. des. Hótel Saga 443.946
17. des. Mónakó 114.952
20. des. Hofsbót, Akureyri 274.753
23. des. Mónakó 254.898
27. des. Rauða Ijónið 132.351
27. des. Háspenna, Laugavegi 80.540
28. des. Háspenna, Hafnarstræti 106.691
1. jan. Ölver 272.941
4. jan. Mamma Rósa, Kópavogi 157.943
5. jan. Hótel Saga 192.876
6. jan. Pizza 67, Hafnarfirði 73.871
9. jan. Rauða Ijónið 216.332
9. jan. Ölver 79.658
11. jan. Háspenna, Laugavegi 106.513
12. jan. Ölver 143.780
14. jan. Háspenna, Laugavegi 178.578
15. jan. Mónakó 66.821
16. jan. Hótel Búðareyri 119.243
18. jan. Háspenna, Laugavegi 153.815
18. jan. Kringlukráin 54.191
21. jan. Mónakó 209.080
22. jan. Hótel Saga 79.685
22. jan. Kaffi Milano 73.149
25. jan. Háspenna, Laugavegi 143.409
26. jan. Hótel Saga 85.298
26. jan. Pizza 67, Hafnarfirði 62.575
30. jan. Flughótelið, Keflavík 262.103
4. feb. Rauða Ijónið 342.772
4. feb. Háspenna, Laugavegi 76.067
4. feb. Ölver 91.279
6. feb. Hótel Búðareyri 137.266
7. feb. Háspenna, Laugavegi 89.814
8. feb. Háspenna, Laugavegi 95.441
8. feb. Háspenna, Laugavegi 73.367
9. feb. Háspenna, Laugavegi 76.833
12. feb. Mamma Rósa, Kópavogi... 232.475
12. feb. Ölver 58.862
Silfurpottarnir byrja alltaf I 50.000 kr. og Gullpottarnir byrja alltaf í 2.000.000 kr. og hækka sföan jafnt og þétt þar til þeir detta.