Morgunblaðið - 16.02.1994, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994
2 milljónum
heitið fyrir
Op Munchs
ósló. Reuter. Frá Jan Gunnar Furuly,
fréttaritara Morgunblaðsins
NORSK yfirvöld buðu í gær
200.000 kr. verðlaun, eða um 2
milljónir ísl. hverjum þeim sem
getur gefið upplýsingar sem
verða til þess að Ríkislistasafnið
í Ósló endurheimtir Óp Edvards
Munchs, sem stolið var á laugar-
dag.
Kvaðst forstöðumaður Ríkislista-
safnsins vonast til að peningámir
freistuðu þjófanna en berist fjöldi
réttra ábendinga, mun lögreglan
skera úr um hver fær verðlaunin.
Öryggisráðstafanir á Ríkislista-
safninu hafa verið hertar mjög eft-
ir þjófnaðinn, traustara gler sett í
glugga og vörður allan sólarhring-
inn við verk Munchs. Mörgum Norð-
mönnum þykir þó sú ákvörðun for-
stöðumanns safnsins, að flytja verk-
ið niður á fyrstu hæð, þar sem ör-
yggisráðstafanir voru litlar, með
eindæmum og hafa heyrst raddir
þess efnis að hann eigi að láta af
störfum.
jrt'J- 1**11 * i i ^ Reuter
Batafolk ottast orlog sm
VÍETNAMSKT bátafólk í búðum í Hong Kong er í hungurverkfalli til að mótmæla þeirri ákvörðun alþjóða-
ráðstefnu í Genf að vegna betri stjórnarhátta beri að senda bátamenn aftur til heimalandsins. Bátamenn
eru því andvígir eins og fram kemur í áletrun á peysum þeirra.
Samtök í norskum sjávarútvegi vilja að Frakkar bæti þeim tjón
Leiðtogar franskra sjómanna
vilja hætta verkfallsaðgerðum
París, Ósló. Reuter, frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
LEIÐTOGAR franskra sjómanna hvöttu í gær til þess að verkfallsað-
gerðum undanfarinna tveggja vikna verði hætt. Dominique Lapart,
formaður neyðarnefndar sjómanna, sagði á fundi með sjómönnum
að það væri öllum fyrir bestu að þeir myndu hverfa aftur til vinnu
á miðvikudag. Annars væri hætta á að franskur sjávarútvegur í
heild sinni myndi bíða gífurlegt Ijón.
Hundruð sjómanna voru á fund-
inum með Lapart, sem haldinn var
í hafnarbænum Le Guilvenec á
Bretagne-skaga, og voru margir
þeirra mjög ósáttir við niðurstöðu
nefndarinnar og sögðu hana jafn-
gilda uppgjöf. Fóru margir þeirra
af fundinum í fússi og kom ekki til
atkvæðagreiðslu um hvort hætta
bæri verkfallsaðgerðum. Lapart
sagði ekki neina uppgjöf felast í
þessu heldur sýndi ákvörðunin þvert
á móti að sjómenn væru ábyrgir.
Það eru aðallega hásetar á litlum
!
I
Ný ryksuga frá Miele
Margfaldir verðlaunagripir
fyrir hönnun og gæði.
EIRVIK# Vesturgötu 25,101 Rvk. Sími 91-2 82 10.
togurum, sem telja að stjórnvöld
hafi ekki komið nægilega til móts
við kröfur þeirra.
Sjómenn lokuðu fjórum höfnum
við Miðjarðarhafsströnd Frakkiands
í gær annan daginn í röð og meðal
annars lokuðu um 60 togarar hafn-
armynninu við borgina Marseille.
Norðmenn vilja skaðabætur
Nokkur samtök norska sjávarút-
vegsins hafa gert kröfu um að
frönsk stjórnvöld bæti það tjón sem
þau hafi orðið fyrir vegna aðgerða
franskra sjómanna. Ráðist hefur
verið á norskar flutningabifreiðar í
Frakklandi undanfarna viku og
töluvert af fiski eyðilagt. Meðal
þeirra samtaka, sem krefjast þess
að norsk stjórnvöld grípi til að-
gerða, er Fiskerinæringens Lands-
forening og samtök norskra laxút-
flytjenda.
Þegar hafa verið settar fram
kröfur um að Frakkar fái ekki veiði-
heimildir í norskri efnahagslögsögu,
líkt og EES-samningurinn gerir ráð
fyrir, á meðan aðgerðir franskra
sjómanna standa yfir.
11.000 ára mannvist-
arleifar í Noregi
FUNDUR mannabústaða í Finn-
mörku, sem talið er að séu um
11.000 ára gamlir, renna sterkum
stoðum undir þá kenningu að
fyrstu Norðmennirnir hafi verið
veiðimenn frá Kólaskaga og
hreindýraveiðimenn frá Norður-
sjávarlandinu í suðri, sem nú er
undir sjó.
í frétt Aftenposten segir að merki
um mannabústaði hafí fundist á
Magerey í Finnmörku og Rennesey
á Rogalandi. Strendur Finnmerkur
og Rogalands eru tvær af fjórum
hlutum strandlengju Noregs, þar
sem ísa leysti um 2-3.000 árum áður
en á öðrum hlutum strandarinnar.
Samkvæmt aldursgreiningu eru
mannvistarleifamar í Magerey
10.280 ára gamlar en um 10.700
ára í Rennesey. Vitað er að byggð
var í Karmsund, suður af Stafangri
fyrir um 9.500 til 10.000 ámm.
Segja norskir vísindamenn að ýmis-
legt hafí bent til þess að byggð
hefði hafíst í Noregi seint á ísöld,
fyrir um 10.000-12.000 áram en
sannanir þess hafi skort. Nú vonast
vísindamenn jafnvel til þess að finna
ummerki um enn eldri byggðir.
Norðursjávarlandið
Fyrstu veiðimennirnir sem settust
að við Jæren fyrir sunnan Rennes-
ey, vora frá Norðursjávarlandinu,
sem nú liggur 100 metra undir
vatni. Það tengdi Danmörku, Þýska-
land og Holland við Bretland og um
100 kílómetra breiður fjörður skildi
Norðursjávarland og Rogaland í
Noregi að.
Fundist hafa greinileg merki um
samskonar vopn og verkfæri í Jæren
og í Norður-Þýskalandi. Talið er að
veiðimenn í Þýskalandi hafi tekið
sig upp fyrir um 10.000-11.000
árum síðan, í humátt á eftir hópum
hreindýra sem fóru að íslausri
vesturströndinni, þar sem nú er
Stafangur. Telja vísindamennirnir
að á veturnar hafi fjörðinn milli
Norðursjávarlands og Rogalands og
hreindýr og veiðimenn komist yfir
þurrum fótum.
Fær nauðg-
ari 1023
ára dóm?
SAKSÓKNARI í Barcelona á
Spáni krafðist þess í gær að
35 ára maður verði dæmdur í
samtals 1.023 ára fangavist
fyrir rúmlega 50 nauðganir.
Maðurinn neitar sekt sinni og
ber við minnisleysi. Hann lét
til skarar skríða gegn fyrsta
fórnarlambinu aðeins níu dög-
um eftir að hann var látinn
laus eftir að hafa setið af sér
sjö ára dóm fyrir nauðgun.
Koma vodka
til bjargar
RÚSSNESKA stjórnin ákvað í
gær að reyna koma vodkafram-
leiðslunni til bjargar með því
að lækka skatta á rússnesku
vodka. Sömuleiðis verða gjöld
á innfluttu vodka hækkuð úr
100% í 300%.
Fjöldamorð-
ingi líflátinn
ANDREJ Tsjíkatílo, sem fund-
inn var sekur um 52 morð í
þremur sovétlýðveldum á árun-
um 1978-90, var leiddur fyrir
aftökusveit í gær. Hann gekk
undir nafninu kviðristirinn í
Rostov og var tekinn af lífi í
samnefndu héraði, Rostov-on-
Don.
Voru Frakkar
mannætur?
RANNSÓKNIR á steinaldar-
hellum skammt frá Angouléme
í vesturhluta Frakklands benda
til að þar hafi búið fólk er lagði
sér mannakjöt til munns. Að
sögn José Gomez de Soto, sem
hefur yfíramsjón með uppgr-
eftrinum, hafa fundist bein er
benda til þessa. Hann' segist
ekki vera í nokkram vafa um
að þarna hafí búið mannætur
á steinöld og svipaðir uppgreft-
ir í austurhluta landsins benda
til hins sama.
Pólskir hafna
Polonez
PÓLSKA bifreiðaeftirlitið,
BOR, hefur komist að þeirri
niðurstöðu að pólska bifreiðin
Polonez standist ekki þær ör-
yggiskröfur, sem gera verður
til þeirra bifreiða, er æðstu
menn ríkisins aka um í, jafnvel
þó þeir séu sérhannaðir. Mælir
BOR með að ráðherrar og aðr-
ir fyrirmenn aki frekar um í
Volvo, Mercedes eða Lancia-
bifreiðum. Embættisbifreið for-
sætisráðherrans, Waldemars
Pawlaks, og flestra ráðherra í
ríkisstjórninni er af gerðinni
Polonez. Iðnaðarráðherrann
Marek Pol segist gera sér grein
fyrir göllum bifreiðarinnar en
stöðu sinnar vegna verði hann
að sýna tiltrú á pólska fram-
leiðslu.
Sjá aumur á
lávarði
FULLTRÚAR í lávarðadeild
breska þingsins ætla að hefja
fjársöfnun til stuðnings lávarð-
inum af Katanesi. Hann sagði
af sér ráðherraembætti í kjölfar
þess að eiginkona hans svipti
sig lífi í síðasta mánuði og hef-
ur orðið að sækja um atvinnu-
leysisbætur. Lávarður úr röðum
íhaldsmanna sagði að fæstir
hefðu gert sér grein fyrir erf-
iðri fjárhagsstöðu ráðherrans
fyrrverandi, sem stendur uppi
auralaus.