Morgunblaðið - 16.02.1994, Side 21

Morgunblaðið - 16.02.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994 21 RÚSSNESKA mafían hefur haslað sér völl á Norðurlönd- um. Hún leitaði fyrst fyrir sér í Finnlandi en hefur nú fært úr kvíarnar til Svíþjóðar. Dönum til hrellingar segir sænska lögreglan að það sé ekki spurning hvort, heldur hvenær rússneska mafían hefur starfsemi í Danmörku, segir í frétt danska blaðsins Politiken. HERNAÐARLEG UMSVIF SÞ I SARAJEVO Sameinuðu þjóöirnar settu hundruð gæsluliða tii eftiriits milli herja Serba og múslima í Sarajevo sl. fimmtudag og er þeim ætlað að framfylgja vopnahléinu, sem ákveöið var um leið og NATO setti Serbum úrslitakosti. Liklegl er, aO þung- vopnaöar og tölvu- væddarAC-130 .Sprectre'-lallbyssu- vélar veröi notaöar komi lil lottárása. Pale: Höfuöborg Serba ' Bosníu. Svæði tveggja km frá borgarmiðju er undanskilið ákvæðum úrslita- kostanna. 20 km radfus: Serbum og múslimum var gefinn 10 daga frestur til að flytja burt eða afhenda SÞ öll þungavopn, sem væru i minna en 20 km fjarlægð frá miðborg Sarajevo. Starfssvið mafíunnar er vítt; meðlimir hennar stunda fjárkúgun, vændi, mannrán, smygl, peninga- þvott, allt sem tengist eiturlyfjum, rekstur næturklúbba, rán og morð. Bandaríska alríkislögreglan segir rússnesk glæpasamtök vera um 4.000, þar af starfi 174 þeirra utan Rússlands, flest í Firinlandi og Sví- þjóð. Finnska lögreglan hefur sett nokkra menn í að fylgjast með starfsemi rússnesku mafíunnar og sænskur prófessor í afbrotafræði segir rússnesku mafíuna án nokk- urs vafa vera komna til að vera á Norðurlöndunum. Eitt aðalverksvið mafíunnar er „vernd“ sem t.d. eigendum fyrir- tækja er boðin. Við lá að verslunar- eigandi við eina aðalverslunargöt- una í Helsinki murkaði lífið úr út- sendara rússnesku mafíunnar, sem bauð vernd fyrir fáeinum mánuðum. Eigandanum berst nú fjöldi lífláts- hótana en hann gefur sig ekki. Hann neitar því ekki að hann sé óttasleginn en segir að takist maf- íunni ætlunarverk sitt einu sinni, sé varla nokkur leið að losna úr klóm hennar. Finnskar vændiskonur eru æva- reiðar yfir síharðnandi samkeppni en rússneskar stúlkur streyma yfir landamærin og bjóða þjónustu sína fyrir um 1.100 krónur, alla nóttina fyrir 5.500, sem er helmingi lægri upphæð en finnsku stúlkurnar taka. REUTER | Major reynir að sefa Rússa Moskvu. Reuter. JOHN M^jor, forsætisráðherra Bretlands, reyndi í gær að róa rúss- neska ráðamenn vegna hugsanlegra loftárása á stöðvar Serba í Bosníu og lagði áherslu á það við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, að Atlants- hafsbandalagið, NATO, myndi ekki taka afstöðu með einhverjum stríðs- aðilanum. Major undirritaði í gær samkomulag við Rússa um að ríkin hættu að beina Iqarnaflaugum sínum hvort gegn öðru og um sameigin- legar heræfingar þeirra á næsta ári. Major er fyrsti vestræni léiðtog- inn, sem hittir Jeltsín að máli eftir að NATO setti Bosníu-Serbum úr- slitakosti, og hann lagði sig allan fram við að draga úr áhyggjum hans og annarra rússneskra ráðamanna Mjóslegn- ir stræt- isvagnar Helsinki. Reuter. FINNAR, sem kunna að klæða sig á köldum vetri, óttast nú, að nýj- ar, evrópskar reglur um stærð strætisvagna muni verða til að gera þeim lífið heldur leitt, jafn- vel að þeir komist ekki almenni- lega fyrir í bílunum. Finnar stefna að því að ganga í Evrópusambandið á næsta ári en finnsku strætisvagnarnir eru stærri og þyngri en nýjar Evrópusambands- reglur leyfa. „Samkvæmt þeim mega vagnarnir aðeins vera 2,50 m breiðir eftir 2001 en okkar bílar eru 2,60 m á breidd og það er allt of dýrt að breyta þeim. Auk þess þýddi breytingin, að færri farþegar kæmust fyrir í bílunum," sagði talsmaður félags fólksflutn- ingabílstjóra í Finnlandi. af hugsanlegum loftárásum. Rússar hafa löngum verið bandamenn Serba auk þess sem þjóðernisöfgamenn á borð við Vladímír Zhírinovskij hafa notað þetta mál til að kynda undir óvild í garð vestrænna ríkja og rúss- nesku ríkisstjórninni, sem hún sakar um undirlægjuhátt gagnvart Vestur- veldunum. Jeltsín er því eins og á milli steins og sleggju i þessu máli. Jeltsín blíðkaður Til að blíðka Jeltsín lýsti Major því yfír við komuna til Moskvu, að hann styddi umsókn Jeltsíns um að- iid að „klúbbi ríku mannanna", Sjö ríkja hópnum svokallaða, en Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, tók undir þá hugmynd við Major í síð- ustu viku. Fyrir Major sjálfan er Rússlandsferðin einnig kærkomin hvíld frá gróusögum og hneykslis- málum heima í Bretlandi og embætt- ismenn hans sögðu fréttamönnum, að það væri til einskis fyrir þá að spyija hann um eitthvað, sem lyti að innanlandsmálum. Fresturinn, sem Serbum var gef- inn til að flytja burt stórskotavopnin frá nágrenni Sarajevo, rennur út aðfararnótt næsta mánudags en Sir Michael Rose hershöfðingi og yfir- maður gæsluliðs SÞ í Bosníu segist viss um, að Serbar muni fara eftir úrslitakostunum og flytja burt vopn- in. Það er því von flestra, að ekki komi til loftárása en Rose kvaðst hins vegar ekki tnundu hika við að fyrirskipa árásir reyndist þess þörf. Flat Uno Arctic -fyrir norðlœgar slóðir Bestu bílakaupin! Uno Arctic býðst nú á miklu lægra verði en sambærilegir bílar frá V-Evrópu og Asíulöndum. Verð frá kr. 748.000 á götuna - ryðvarinn og skráður. UNO 45 3D Það borgar sig að gera verðsamanburð við aðra bíla. Við tökum gamla bílinn upp í og lánuin aiit að 75% kaupverðs til 36 mánaða. Komið og reynsiuakið Handhqfar bifreiðastyrks Tryggingastofnunar ríkisins! Við sjáum um pappírsvinnuna fyrir ykkur og gerum úthlutunina fjfMK |M að peningum STRAX. , mMEAMmM ITALSKIR BILAR HF. Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • sími (91)677620 Rússnesk glæpasamtök hasla sér völl utan heimalandsins Mafían komin til að vera á Norðurlöndum Mafían til Svíþjóðar EINN Rússanna þriggja, sem Svíar saka um að hafa lagt á ráðin um að ræna Peter Wallenberg og krefjast lausnargjalds. Hafa þær síðastnefndu neyðst til að slá verulega af verðinu. Mannrán og morð í Svíþjóð standa nú yfír réttar- höld yfir þremur Rússum og einum Svía af pólskum ættum, sem sakað- ir eru um að hafa ætlað að ræna iðnjöfrinum Peter Wallenberg og krefjast fyrir hann um 200 milljóna ísl. króna. Sænska lögreglan telur að leigu- morðingar mafíunnar hafi fra all- nokkur morð í Svíþjóð á síðustu tveimur árum, eftir pöntun. Þá hef- ur hefur eigendum sænskra fyrir- tækja í Moskvu hefur verið hótað öllu illu, greiði þeir ekki fyrir vernd og gekk málið svo langt að sænski sendiherrann kvartaði yfir ágangi mafíunnar við rússneska innanríkis- ráðuneytið. Eiturlyf flæða nú yfir Evrópu frá Rússlandi. Finnska lögreglan gerði fyrir skömmu upptækt eitt tonn af kókaíni í Viborg. Kókaínið kom frá Medellín-eiturlyfjahringnum í Suður-Ameríku, sem á í samstarfi við rússnesku mafíuna. Slíkt sam- starf er þó heldur á undanhaldi, þar sem Rússar rækta og framleiða eit- urlyf í síauknum mæli. Nú eru þau ræktuð á um einni milljón hektara lands og er framleiðslunni stýrt frá Kákasuslýðveldunum. Spilltir og illa launaði rússneskir landamæraverð- ir líta svo framhjá þegar koma þarf sendingunum yfir landamærin. Þá er ýmiskonar málmum og geislavirkum efnum smyglað til Norðurlandanna. í fyrrasumar handtók sænska lögreglan forstjóra fyrirtækis sem gleypt hafði 380 hylki sem innihéldu sesíum 133, banvænt eitur. Hefði eitt hylkjanna gefið sig, hefði forstjórans beðið afar kvalafullur dauðadagi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.