Morgunblaðið - 16.02.1994, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994
27
Fjáröflun fyrir iimanlandsstarf
eftir Sigrúnu
Arnadóttur
Rauðakrosshreyfíngin, stærsta
mannúðarhreyfing i heimi, sækir
styrk sinn í landsfélögin sem eru
161 að tölu og verða ef að líkum
lætur 180 áður en langt um líður.
Hreyfingin starfar með öðrum orð:
um í nær öllum löndum heims. í
hugsjón stofnandans, Henry Dun-
ants, fyrir 130 árum, fólst að stofna
bæri um alian heim „á tímum friðar
og spektar hjálparfélög í þeim til-
gangi að áhugasamir, dyggir og vel
þjálfaðir sjálfboðaliðar annist þá
sem særast ef ófriður brýst út“.
Þessi hugsjón er enn í fullu gildi
og vex fiskur um hrygg, sem best
sést á því að landsfélögum fjölgar
ár frá ári. Án þeirrar undirstöðu
sem landsfélögin eru myndi hreyf-
ing Rauða krossins og Rauða hálf-
mánans, rétt eins og nærri allar
aðrar mannúðastofnanir, ekki vera
fulltrúar annars en þeirrar hugsjón-
ar, að þeir sem betur mega sín hjálpi
bágstöddum. Þess vegna vill þessi
stóra hreyfing að öll landsfélögin
standi fyrir öflugu starfí heima fyr-
ir. Það tryggir hugsjóninni sterkar
rætur í menningu allra þjóða og
skilning á þörfum skjólstæðinga
hreyfingarinnar í hveiju landi, ef
til neyðarástands kemur.
í dag er öskudagur, sem í 69.
skipti er fjáröflunardagur Rauða
kross íslands. Á hverju ári síðan
1925 hafa börn og unglingar um
land allt lagt hönd á plóginn með
því að selja merki fyrir deildir
Rauða kross íslands á viðkomandi
stað. Fénu sem safnast er varið til
mannúðar- og þjóðþrifamála á veg-
um deilda RKI heima í héraði, en
þær eru nú 50 talsins. í fyrra var
brotið blað í sögu þessarar fjáröfl-
unar, en þá voru í fyrsta skipti seld-
ir pennar í stað merkja. Pennasalan
gekk vel og því var ákveðið að end-
urtaka leikinn. Ég vil hvetja fólk
til að taka sölubömum vel, kaupa
penna og styðja þannig við bakið á
innanlandsstarfi Rauða krossins,
sem er blómlegt en hefur staðið
eilítið í skugga alþjóðastarfsins
undanfarin ár umbrota á alþjóða-
vettvangi.
Slysavarðstofa á hjólum
Starf deilda Rauða kross Islands
er fjölþætt og því verða ekki gerð
skil í stuttri blaðagrein. Hér verður
því aðeins stiklað á stóru. Saga RKÍ
og sjúkraflutninga er samtvinnuð
frá upphafi. Með auknu starfí deilda
um land allt hafa sjúkraflutningar
orðið æ veigameiri þáttur í starfí
þeirra. Deildirnar eiga 67 sjúkrabíla
og langflestir þeirra eru nýir eða
nýlegir. Þeir eru svo vel tækjum
búnir að þeim hefur verið líkt við
„slysavarðstofur á hjólum". Víða á
landsbyggðinni er rekstur og um-
sjón bílanna í höndum sjálfboðaliða
á vegum deilda, þó að sjúkrahús
eða heilsugæslustöð annist rekstur-
inn á stærri stöðum og í Reykjavík
sé hann í höndum slökkviliðsins.
Rauði kross íslands annast líka
menntun sjúkraflutningamanna í
samvinnu við Borgarspítalann í
Reykjavík.
Deildir RKÍ hafa hlutverki að
gegna í heildarskipulagi almanna-
varna í landinu. Komi til náttúru-
hamfara er RKÍ meðal annars gert
að annast skipulagningu á því sem
nefnt er fjöldahjálp og félagslegt
hjálparstarf, en í því felst meðal
annars að útvega heimilislausum
húsaskjól, útvega nauðstöddum
fæði og klæði, að halda skrá yfír
dvalarstaði fólks og hjálpa til við
að sameina fjölskyldur sem sundr-
ast og ástvini sem missa sjónar
hver af öðrum. í Vestmannaeyja-
gosinu hafði Rauði kross íslands
þetta hlutverk með höndum og hélt
raunar áfram að aðstoða Eyjamenn
á margvíslegan hátt í meira en 4
ár eftir að gosi lauk, að mestu fyr:
ir framlög frá systurfélögum RKÍ
í nágrannalöndunum.
Þúsundir læra skyndihjálp
„Rauði kross íslands hefur for-
ystu um kennslu í skyndihjálp, end-
urnýjar námsefni og þjálfar kenn-
aralið í hinum ýmsu landshlutum,"
segir í samningi Almannavarna rík-
isins og RKI. I samræmi við þennan
samning er skyndihjálp eitt af
skylduverkefnum deilda RKÍ og
margar hafa þær fengið miklu áork-
að á því sviði undanfarin ár bæði
innan skólakerfísins og meðal al-
mennings. í fyrra gaf RKÍ út 3.650
skyndihjálparskírteini, en til að fá
skírteini þarf að sækja minnst 16
tíma námskeið. Þeir sem sóttu
styttri námskeið skiptu þúsundum.
Margar deildir standa fyrir
öflugu starfí í þágu aldraðra. Sjálf-
boðaliðar á þeirra vegum stunda
heimsóknarþjónustu, standa fyrir
orlofsferðum, opnu húsi og alls
kyns tómstunda- og íþróttastarfi. Á
sjúkrahúsum höfuðborgarinnar
rekur kvennadeildin í Reykjavík
bókasöfn og sér um dreifingu bóka
til sjúklinga. Hún gefur lækninga-
tæki sem keypt eru fyrir það fé sem
inn kemur í sölubúðunum á sjúkra-
húsunum, sem allar eru reknar í
sjálfboðavinnu. í Reykjavík er Hús-
ið, neyðarathvarf fyrir böm og
unglinga, sem RKI hefur rekið í
V^terkurog
k-J hagkvæmur
auglýsingamiðill!
„Ég- vil hvetja fólk til
að taka sölubörnum vel,
kaupa penna og styðja
þannig við bakið á inn-
anlandsstarfi Rauða
krossins.“
átta ár og í fyrra var opnað at-
hvarf fyrir geðsjúka sem hlaut
nafnið Vin, en rekstur Vinjar hefur
farið mjög vel af stað.
Það er sjálfgefið að árangur af
starfi landsfélags eins og RKÍ er
að mörgu leyti undir deildum kom-
ið. Félagið hefur lifað og dafnað í
70 ár — þökk sé óeigingirni og fast-
heldni sjálfboðaliða á grundvallar-
reglur mannúðarstarfs sem eiga
rætur í þeirri hugsjón sem einna
útbreiddust er í heiminum og bygg-
ist á hvötinni til að hjálpa þeim sem
veikir eru og varnarlausir.
Með því að kaupa penna í dag
leggur þú þeirri hugsjón lið.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Rauða kross Islands.
Sigrún Árnadóttir
BIODROGA
Lífrænar jurtasnyrtivörur
Hreinsimjólk 400 ml.1.195 kr.
Andlitsvatn 400 ml.1.195 kr.
BIODRO
REiNIGUNGSMIU
MILKY CLEANSER
- EXIRA MILD -
DEMAQUILLANT
DOUCEUR
jC 400ml 13.6 FLQZ-
BADEN-BADEN - PARIS
• . ■ Jt .
Útsölustaðir: Stella Bankastræti, Kaupf. Eyfirðinga Akureyri, Ingólfsapótek Kringlunni,
Snyrtistofan Gresika Suðurgötu 7, Lilja snyrtistofa Akranesi, Vestmannaeyjaapótek.
R ým i n
hf.