Morgunblaðið - 16.02.1994, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994
Guðmundur Þórð-
arson — Minning
Guðmundur Þórðarson var fæddur
13. desember 1918 í Ólafsvík og lést
6. febrúar síðastliðinn í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Svanfríður Aðal-
björg Guðmundsdóttir, fædd 30. októ-
ber 1885, dáin 27. ágúst 1964 og
Þórður Matthíasson, fæddur 12. maí
1873, dáinn 17. október 1923. Guð-
mundur var næstelstur fimm alsystk-
ina. Þau voru: Sveinbjöm, fæddur 23.
desember 1916, dáinn 25. september
1991, móðir okkar Kristín, fædd 8.
maí 1921, dáin 13. október 1972,
tvíburabróðir hennar Sigurður, sem
býr í Grindavík og Þóra Marta, fædd
27. mars 1924 og býr á Seltjamar-
nesi. Þórður átti áður sex böm sem
öll eru látin, og Svanfríður eignaðist
Harald Sigurðsson, f. 9. október 1926,
sem búsettur er í Kópavogi. Skömmu
eftir að Þórður lést leystist heimilið
upp. Guðmundur var sendur í fóstur
til afa síns og nafna Magnússonar
og seinni konu hans, Guðrúnar
Bjamadóttur. Þau reyndust Guð-
mundi vel og þótti honum mikið til
fóstru sinnar koma.
Á unga aldri veiktist Guðmundur
illa af bijósthimnubólgu og var rúm-
liggjandi á þriðja ár. Þessi veikindi
urðu til þess, að hann var lungnaveik-
ur alla tíð.
Guðmundur fór snemma að vinna
í smiðju Guðjóns, sonar Guðrúnar.
Þótti hann mjög handlaginn á vélar
og búnað. Það varð til þess að hann
fluttist til Reykjavíkur þar sem hann
hóf störf hjá Agli Vilhjálmssyni með
þeim ásetningi að læra bifvélavirkjun.
Heilsa hans kom í veg fyrir að draum-
ur hans rættist. Hann þoldi ekki verk-
stæðisvinnuna og varð'að hætta þar.
Hann hafði áður tekið meirapróf bif-
reiðastjóra og sneri sér að akstri lang-
ferðabifreiða hjá Helga Péturssyni
næstu árin.
Hann kom aftur til Ólafsvíkur
1949. Bjó hann fyrstu árin að Útskál-
um með móður sinni, en þar bjó hún
með Sveinbimi og bróður sínum, Jó-
hanni Lúther. Þau fluttust síðan í
Skúlahús 1953 og síðar að Gmndar-
braut 24 sem þeir bræður byggðu.
Guðmundur bjó á Grundarbrautinni
síðan þar til hann fluttist alkominn
suður.
Á árunum 1949 til 1953 starfaði
Guðmundur sem bílsjóri hjá Kaupfé-
lagi Ólafsvíkur. Þá sneri hann sér
næst aftur að bílaviðgerðum, nú á
Klifí, því bflar áttu hug hans allan.
1954 réðst hann til starfa sem bfl-
stjóri að Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur og
vann þar til ársins 1963. Eftir það
gerðist hann afgreiðslumaður Sölu-
skálans í Ólafsvík í eigu Marísar Gils-
ijorð, sem reyndist honum vel. Auk
afgreiðslustarfa þar sinnt hann olíu-
flutningum í Ólafsvík og til Grundar-
fjarðar. Ökukennararéttindi fékk
hann 1969 og hafði hann ökukennslu
að aukastarfí í allmörg ár.
Árið 1975 og næsta rúman áratug
á eftir starfaði hann við fískverkun
hjá Hróa hf. Þar vann hann undir
stjórn Péturs Jóhannssonar. Pétur og
Guðrún kona hans urðu nánir vinir
Guðmundar. Hann naut gestrisni
þeirra í ríkum mæli bæði á meðan
hann bjó í Ólafsvík og síðar á ferðum
sínum þangað að sunnan. Síðustu
árin hjá Hróa hf. Varð Guðmundur
að draga mikið úr vinnu vegna versn-
andi heilsu. Þess vegna varð hann
að flytjast til Reykjavíkur á hjúkran-
arheimilið Skjói. Eftir tæpt ár þar
flutti hann sig um set til Hrafnistu
við Skjólvang í Hafnarfirði þar sem
honum leið vel síðustu æviárin. Hann
átti góðar stundir með félögum sínum
á Hrafnistu, ekki síst vinkonum sínum
sem hann hafði gaman af að skrafa
við. Við færam starfsfólki á Hrafnistu
okkar bestu þakkir fyrir mikinn hlý-
hug sem það sýndi í garð Guðmundar
frænda okkar.
Kiwanishreyfíngin var honum mjög
hugleikin og var hann einn af stofn-
endum Kiwanisklúbbsins Korra í Ól-
afsvík. Hann tók virkan þátf í starfí
klúbbsins og var mjög stoltur af því
að hafa verið gerður að heiðursfélaga
hans. Eftir að hann fluttist suður var
hann iðulega gestur á fundum og
skemmtunum Kiwanisklúbbanna í
Hafnarfirði og víða á suðvesturhom-
inu.
í heimsóknum sínum til Ólafsvíkur
síðastliðin ár hafði hann ávallt sam-
band við sína gömlu félaga í Korra
og sótti fundi og skemmtanir klúbbs-
ins ef færi gafst. Við færum Kiwanis-
félögum þakkir fyrir að hafa haft
samband við Guðmund og fært hon-
um fréttir af starfinu, því það þótti
houm vænt um.
í dag kveðjum við Gumma frænda
okkar, eins og við systkinin kölluðum
hann alltaf. Þegar litla brúna taskan
hans stóð frammi í gangi í Glaðheim-
um vissum við að Gummi frændi var
kominn í heimsókn. Gladdi það okkur
mikið því Gummi var einstaklega
bamgóður. Tók hann mann í fangið
og spurði ávallt sömu spumingarinn-
ar: „Hver er uppáhalds frændi þinn?“
Hann vissi auðvitað hvert svarið var.
Eftir að það var fengið skellihló hann
og tók í nefíð.
Gummi frændi var mikill gleðimað-
ur og naut þess fram í fíngurgóma
að skemmta sér meðgluðu fólki á
góðri stund en hann var þó ekki allra.
Gummi frændi ferðaðist mikið erlend-
is allt frá Færeyjum til Flórída. Hann
ferðaðist oft til Mið-Evrópu og enn
oftar til sólarlanda við Miðjarðarhaf.
Úr þessum ferðum sínum kom hann
með mikið af minjagripum sem við
krakkarnir höfðum gaman af að
skoða og alltaf færði Gummi frændi
okkur einhveijar gjafir.
Gummi frændi talaði ávallt hlýlega
um ömmu og þegar hún dó varð það
honum mikill missir. Við voram oft
vitni að því þegar Gummi frændi sýndi
mömmu okkar hvað hann ætlaði að
færa ömmu þegar hann kæmi vestur.
Ófáar ferðimar fór hún mamma oftan
í bæ til að kaupa fyrir Gumma frænda
hluti sem honum fannst ömmu vanta.
Eftir að við urðum fullorðin og
eignuðumst börn var hann jafn góður
við þau og hann var við okkur þegar
við vorum böm.
Elsku Gummi frændi okkar. Nú
er kvðjustundin komin fyrr en við
áttum von á. Við þökkum þér hjart-
anlega fyrir stundimar sem við áttum
saman og alla þá ást og umhyggju
sem þú hefur sýnt okkur og ijölskyld-
um okkar. Við söknum þín meira en
orð fá lýst.
Guð blessi minningu þína, hvíl þú
í friði.
Þú guðs míns iífe, ég loka augum mínum
í líknarmildum fóðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
(MJoch.)
Erlingur, Hrafnhildur, Guðmund-
ur og Hólmfríður Aðalbjörg.
ATVIN WWAUGL ÝSINGAR
Hárgreiðslustofa
íHafnarfirði
Sveinn eða meistari óskast sem verktaki á
stofu. Einnig er óskað eftir snyrtifræðingi í
hálfsdagsvinnu.
Stúdíó hárog húð,
Reykjavíkurvegi 16, sími654166.
Vélvirki/bifvélavirki
Verktakafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
óskar að ráða mann á verkstæði. Aðeins
vanur maður með réttindi kemur til greina.
Áhugasamir leggi inn tilboð á auglýsingadeild
Mbl., merkt: „L - 10242“, fyrir 21. febrúar.
Hlutastarf óskast
Ég leita að hlutastarfi (50-70%). Ensku-
kunnátta. Vön tölvum og sölumennsku.
Upplýsingar í síma 629421.
Amal Rún Qase.
RADAbGl YSINGAR
LANDSSAMBAND
ALDRAÐRA
Tilkynning
Að gefnu tilefni vill Landssamband aldraðra
taka fram, að söfnun á auglýsingum og
styrktarlínum í svonefndar Silfursíður er
félögum eldri borgara og landssambandinu
með öllu óviðkomandi.
Fyrir hönd Landssambands aidraðra,
Ólafur Jónsson, formaður.
Frá menntamálaráðuneytinu
Styrkir úr íþróttasjóði
Samkvæmt lögum um breytingu á verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga nr. 78/1989
veitir Alþingi árlega fé í íþróttasjóð.
Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sér-
stakra verkefna á vegum íþróttafélaga eða
íþróttasamtaka í því skyni að bæta aðstöðu
til íþróttaiðkana sbr. Reglugerð um íþrótta-
sjóð nr. 609/1989.
Tekið skal fram að ekkert liggur fyrir um fjár-
veitingar til sjóðsins 1995, en þær eru
ákveðnar í fjárlögum hverju sinni til eins árs
í senn. Felur árleg fjárveiting þannig ekki í
sér skuldbindingar um frekari styrkveitingar.
Umsókn um stuðning úr íþróttasjóði vegna
styrkveitinga ársins 1995 þurfa að berast
fyrir 1. maf nk. íþróttanefnd ríkisins, mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum
ásamt greinargerð um fyrirhuguð verkefni.
Leirböðin við Laugardalslaugina
Sérstakt kynningarverð dagana 14. -
28. febrúar.
Komið og kynnið ykkur málin,
Lppiýsingar og pantanir í síma 88102$
„Tómstundir ungs fólks“
Menntamálaráðuneytið, íþrótta- og tóm-
stundaráð Reykjavíkur (ÍTR) og Æskulýðsráð
ríkisins (ÆRR) gangast fyrir kynningar-
fundi í Borgartúni 6, Reykjavík, fimmtudaginn
17. febrúar nk. kl. 16.00 um niðurstöður úr
könnuninni „Ungt fólk“. Sérstaklega verður
fjallað um tómstundir og félagsstörf ungs
fólks, auk þess sem komið verður inn á
íþróttaiðkun og hassneyslu.
Fulltrúar frá Rannsóknastofnun uppeldis- og
menntamála sem önnuðust rannsóknina
munu koma á fundinn og segja frá rannsókn-
inni og kynna helstu niðurstöður og svara
fyrirspurnum.
Laxá í Kjós
Veiðileyfasala í síma 91-678526 virka daga
frá kl. 9.00-17.00.
Atvinnuhúsnæði óskast
Óska eftir að kaupa ca 100 fm húsnæði á
góðum stað á höfuðborgarsvæðinu fyrir
snyrtistofu.
Vinsamlegast sendið svartil auglýsingadeild-
ar Mbl. fyrir 21. febrúar, merkt: „X -13088“.
SmO auglýsingor
I.O.O.F. 9 = 1752168V2 =
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma I kvöld
kl. 20.00.
□ HELGAFELL 5994021619
VI 2 Frl.
□ GLITNIR 5994021619 II - 4
SAMBAND ÍSLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma í kvöld kl. 20.30 í
Kristniboðssalnum. Ástríður
Haraldsdóttir er ræðumaður.
Þú ert verlkomin(n).
Hjálpræöis-
herinn
Kirkjustræti 2
Konukvöld í kvöld kl. 20.30.
Sýnikennsla í gerbakstri.
Veitingar og happdrætti.
Fimmtudag kl. 20.30: Kvöld-
vaka. Major Liv Gundersen talar.
I.O.O.F. 7 = 1752168'A = FL
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Skrefið kl. 18.00 fyrir 10 til 12
ára krakka. Almenn samkoma
kl. 20.30. Feðginin Thor Johnny
og Caroline tala og synnia
Allir hjartanlega velkorr.
Hedd
stórsvigs-
mót Víkings
Stórsvigsmót Víkings verður
haldið 26. febrúar f Sleggju-
beinsskarði. Keppt verður f
flokkum 11-12 ára og 9-10 ára.
Þátttökutilkynningar berist fyrir
kl. 18 föstudaginn 18. febrúar á
myndsendi 689456.
Mótsstjórn.