Morgunblaðið - 16.02.1994, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994
Ólafía Sig-
urðsson ogHarald-
urA. Sigurðsson
Hjónaminning
Guðrún
Guðrún Ólafía
Fædd 8. júní 1909
Dáin 7. febrúar 1994
Haraldur
Fæddur 22. nóvember 1901
Dáinn 19. nóvember 1984
„Hvaðan kem ég?“ „Hvert fer
ég?“ „... og til hvers í ósköpunum
er ég hér?“ Spurningar um tilgang
og takmark tilverunnar hafa fylgt
mannkyni frá örófi alda - öll höfum
við einhvern tíma brotið heilann um
þessar eilífðarspurningar, skipst á
skoðunum, rökrætt og jafnvel rif-
ist. Lífið er og hefur alltaf verið
mönnum hulin ráðgáta, nokkurs
konar frumskógur þar sem leiðar-
vísar eru af æði skomum skammti
og eini áttavitinn er tæra röddin í
brjósti þér - samviska þín. Það er
hún sem hrópar á þig er þú villist
af leið. Það er hún sem vísar þér
veginn ... ef þú bara hlustar ... og
hlýðir.
En það skiptir líka máli á ferð
okkar um frumskóginn hvetjir sam-
ferðamennimir eru - hversu ratvís-
ir þeir em, hvert innræti þeirra er.
Við sem eigum góða íjölskyldu er:
um afar heppin, fordæmi þeirra,
umhyggja og ást leiðir okkur í
gegnum lífið. Þetta er fólkið, sem
huggar þig og hughreystir þegar
heimurinn virðist vera að hrynja og
segir þér til syndanna þegar þú
æðir áfram hugsunarlaust. Þetta
er fólkið sem reynir að grípa þig í
hvert sinn sem þú hrasar - og ef
það ekki tekst - þá sér það í það
minnsta til þess að þú standir á
fætur á ný. Þetta fólk er fjársjóður
þess fmmskógar, sem lífið vissu-
lega er.
Þegar mamma hringdi í mig fyr-
ir rúmri viku og sagði: „Inger mín,
hún amma er sofnuð" - fannst mér
þessi fjársjóður minn fölna á einu
augabragði - andlegu auðæfin mín
falla í verði. Það var ekki fýrr en
nokkrum dögum seinna sem ég gat
í huganum þakkað fyrir að hafa
fengið að njóta hennar í þrjátíu ár
- þakkað fyrir að hafa átt svo
þrautseigan leiðsögumann, sem
stöðugt reyndi að stilla áttavitann
minn - forða mér frá falli.
En það er ekki hægt að dást að
dagsbirtunni án þess að lofsyngja
nóttina líka. Það er ekki hægt að
syngja um sólina án þess að tala
um tunglið. Það er ekki hægt að
kveðja ömmu Ollý án þess að minn-
ast afa Halla. Lengst af voru þau
í mínum huga andstæðir pólar -
stórbrotnir „karakterar", hvort á
sinn hátt - dagur og nótt. Seinna
rann það hinsvegar upp fyrir mér
að saman náðu þau að spanna allt
litróf lífsins - án hins hefði hvorugt
þeirra verið heilt.
Ljúfustu bernskuminningar mín-
ar og bræðra minna tengjast afa
og ömmu óijúfanlegum böndum.
Þær helgar sem við fengum að gista
hjá þeim voru oftar en ekki hrein
ævintýri. Meðan við sátum sem
dáleidd og hlustuðum 'á sögumar
^hans afa eða sungum inn á segul-
bandið hans barst bökunarlyktin
hennar ömmu um allt hús. Eftir
kvöldmat var látið renna í bað og
skömmu síðar mátti heyra ömmu
tipla upp stigann með kvöldkaffið
á bakka. Þegar Óli lokbrá var far-
inn að gerast æði ágengur fór afi
með okkur inn í rúm og saman
báðum við Jesú um að leiða okkar
litlu hendur. Ef augun voru enn
opin eftir „amenið“ - fengum við
gjaman sögu fyrir svefninn. Afi var
mikill dýravinur og sagði okkur
ótal sögur af dýrunum, sem hann
hafði kynnst í gegnum tíðina -
fuglum, köttum, hundum og hest-
um. En uppáhalds sagan okkar var
sagan af apanum, sem hann átti
þegar hann var ungur - Jackó.
Apinn var nefnilega mikill stríðn-
ispúki og afi lék af innlifun öll uppá-
tæki hans og svipbrigði svo við
veltumst um af hlátri. Jackó átti
það nefnilega til að dýfa höndum
sínum og fótum ofan í sultu- eða
sýrópskrukkur og klifra síðan upp
gluggatjöldin ... en þetta gerði hann
aðeins þegar gluggatjöldin voru
nýkomin úr hreinsun. Hann átti það
líka til að binda borðdúkinn við
rófuna á sér og stökkva svo af stað
... en bara þegar halda átti veislu
og búið var að leggja á borð.
Afi Halli var leikari - bæði að
atvinnu og af Guðs náð. Hann
samdi fjöldann allan af revíum og
gamanvísum og þeir sem muna eft-
ir honum á sviði segja að um leið
og hann hafi birst á sviðinu hafi
salurinn velst um af hlátri. Og víst
var hann ofboðslega fyndinn - hann
gat á augabragði fengið mann til
að gleyma því að fyrir hálftíma
hafði heimurinn hrunið til grunna
og skipti þá engu hvort um var að
ræða „ólæknandi ástarsorg" eða
hruflað hné.
En í mínum huga var afi fyrst
og fremst einhver mesta og stærsta
manneskja, sem ég hef á ævi minni
kynnst. Honum þótti vænt um alla
menn - og lagði sig fram um að
leggja þeim lið, sem minna máttu
sín í þessu lífi. Hann hafði ekki
mörg orð um það sjálfur og það var
eiginlega ekki fyrr en eftir hans
dag sem ég gerði mér grein fyrir
hversu mikið gott hann lét af sér
leiða. Það var ekki fyrr en ég fór
að hitta fólk sem sagði mér sögur
af hjartagæsku hans og góð-
mennsku sem ég gerði mér grein
fyrir því hversu mikill mannvinur
hann í raun var.
En óneitanlega var mikið hlegið
á heimili gamanleikarans og senni-
lega hló enginn jafn dillandi og
dátt og hún amma mín. Hún hló
með honum - og hann með henni
... og hlátur hennar var svó smit-
andi að þó svo við börnin botnuðum
ekkert í brandaranum, gátum við
ekki annað en hlegið með. Amma
var líka heilmikill leikari þó svo
áhorfendurnir hafí verið færri. Hún
hafði næmt auga fyrir því spaugi-
Erfidrykkjur
Glæsilej^ kiiíii-
lilaðborð lidlei»ir
salir oi» nijöi*
(Í^HÍ |)jÓlllLSlíL
llpplýsingar
í sínui 2 23 22
FLUGLEIDIR
I0TEL Limilllk
lega í fari fólks og gat hermt eftir
svip þess, rödd og göngulagi. Ég
gleymi því seint hvað þær gátu
hlegið innilega saman amma og
Helga systir hennar þegar þær rifj-
uðu upp sögur af bemskuslóðunum
á Norðfirði eða árunum sem þær
áttu saman úti í Kaupmannahöfn.
Hafi hugsjónir og ástríða verið
aðalsmerki afa míns vora skynsem-
in og nákvæmnin ömmu leiðarljós.
Afi gat ekki leynt ást sinni - en
amma var lítið fyrir að „röfla um
hlutina“ - lét verkin þess í stað
tala - og þannig tjáði hún tilfinn-
ingar sínar. Hún hitaði kakó á
morgnana, straujaði fötin okkar,
kenndi okkur kvæði, las með okkur
landafræði og burstaði skóna á
hveiju kvöldi. Við vissum það
kannske ekki þá - en vitum það
nú - að í hverri stroku var væntum-
þykja - í hverri máltíð var kærleik-
ur hennar aðal kryddið.
Það var helst að amma gæti tjáð
umhyggju sína og þakklæti við
þriðja aðila. Þannig átti hún til að
segja mér hvað henni þætti mikið
til dóttur sinnar, mömmu minnar,
koma. Hún elskaði hana af öllu sínu
hjarta - án þess að hún gæti nokk-
um tímann sagt henni það hreint
út. Þegar mamma var lítil orti afi
til hennar þessa vísu:
Þú vekur mig af værum blund,
minn vanga strýkur lítil mund.
Það var mín gleði og gæfustund
er Guð þig sendi á minn fund.
Mamma var þeirra gleði og gæfa
- allt til enda. Samband hennar við
foreldra sína var einstaklega náið
og ástúðlegt. Hún hafði samband
við þau oft á dag og síðustu árin
snerist líf hennar að miklu leyti um
ömmu. Amma var geysilega þakk-
lát dóttur sinni fyrir alla hennar
hjálp, hlýju og nærgætni - þáð
sagði hún mér enda hefði hún ekki
getað verið heppnari með dóttur.
Amma Ollý var skarpgreind kona
sem fýlgdist með fréttum fram á
síðasta dag. Það var sama hvort
um ættbálkadeilur í Afríku eða ál-
verð á heimsmarkaði var að ræða
- amma var með þetta allt á hreinu.
Oft greip ég Morgunblaðið með mér
þegar ég fór að heimsækja hana
og las það í flýti á leiðinni til henn-
ar - því fátt fór meira í taugamar
á henni en illa upplýst ungt fólk.
Stundum varð ég þó að játa mig
sigraða enda ekki á margra færi
að fylgjast með öllu sem gerist -
allsstaðar. Þegar ég hafði játað á
mig fáviskuna horfði amma
hneyksluð á mig, hristi höfuðið og
spurði: „Hvar hefurðu eiginlega
verið, bam?“ Þetta fannst henni
með öllu óafsakanlegt sinnuleysi.
Við gerðum stundum grín að því
krakkamir að hún hlyti að hlusta
á allar útvarpsstöðvamar samtímis
- því hún virtist geta vitnað í alla
þætti - allra stöðva - allan sólar-
hringinn.
Amma ræddi trúmál lítið - enda
hefur henni vafalaust þótt trúin
vera einkamál hvers og eins, rétt
eins og tilfinningamar. Afi var hins
vegar mikill trúmaður og ég man
það eins og það hafi gerst í gær
þegar við sátum og horfðum á snjó-
tittlingana kroppa í kornið á svölun-
um hans - að afi spurði annars
hugar: „Hvernig geta menn svo
efast um að Guð sé til?“ - Oft hef
ég spurt þess sama þegar ég hef
orðið djúpt snortin af fegurð lífsins
- hvernig geta menn efast um Guð?
Afi lifði líka samkvæmt trú sinni.
Hann hlúði að lífínu, hvar sem það
varð á vegi hans. Hann keypti jörð
uppi í Skorradal fyrir rúmum sextíu
árum, sem þá var bara grasi vaxið
flæmi. Hann byijaði að plantatijám
og bókstaflega gældi við gróðurinn
svo nú er þar myndarlegur og hár
skógur - minnisvarði um þennan
mikla mann - griðastaður fyrir
okkur, afkomendur hans. Hann var
barngóður með eindæmum og alltaf
átti hann súkkulaði í skúffunni sinni
handa börnunum sem komu til að
selja merki eða rukka fyrir Morgun-
blaðið. Hins vegar keypti hann Vísi
af blaðsölubörnum niðri í bæ. Ég
fór oft með honum í bæinn á laugar-
dagsmorgnum og fylgdist með því
þegar börnin flykktust í kringum
hann og buðu honum Vísi.
Eins og við mátti búast gat afi
með engu móti gert upp á milli
barnanna svo við enduðum venju-
lega með því að kaupa tíu eða tólf
eintök og jafnmörg súkkulaðistykki
í litla söluturninum hjá Eymundsr
son. Afi fór þó aldrei með öll þessi
blöð heim - vissi sem var að amma
hefði ekki séð neina skynsemi í
þeirri fjárfestingu. Þess í stað gaf
hann utangarðsmönnum í Austur-
stræti blöðin og ýmist einhveija
aura eða bakkelsi úr bakaríinu.
Þegar við komum heim úr bæjar-
ferðinni stóð amma og raulaði yfir
pottunum í eldhúsinu - búin að
þurrka af og þrífa. Hún var nefni-
lega snyrtimenni fram í fmgurgóma
og á hennar heimili átti hver hlutur
sinn stað.
Þegar ég hugsa til baka til þess-
ara ára er sem ég finni matarilm-
inn, heyri hana raula „Blátt lítið
blóm eitt er“, finni stóra hendurnar
hans afa umlykja mína og ég fyllist
ólýsanlegri tregablandinni öryggis-
kennd/
Afi sagði einhveiju sinni í viðtali
við Gylfa Gröndal: „Ég er ekki ung-
ur lengur. Og heilsan er farin að
bila. En þetta er allt í lagi, vinur
minn. Ég trúi á annað líf. Ég trúi
því að Alfred sé að leika hinum
megin. Emsi er þar líka, Indriði
Waage og Tryggvi Magnússon.
Ég er viss um að þeir bjóða mér
rullu, þegar ég kem til þeirra ...“
Ég er líka viss um að þeir hafa
boðið honum rullu - en um leið og
„leikhúsi Lykla-Péturs“ barst liðs-
auki fyrir tæpum tíu árum misstum
við mikið og þá sér í lagi amma.
Hún missti ekki aðeins lífsföranaut
sinn heldur einnig sinn besta vin. í
einn áratug lifði hún án hans ... en
nú er komið að endurfundunum.
Ég er viss um að hún gengur beint
inn í stóra, hlýja faðminn hans afa
- og ég er viss um að henni líður
betur nú en nokkru sinni fyrr.
Ég get aldrei fullþakkað ömmu
og afa fyrir allt það sem þau gáfu
og vora mér - það er einfaldlega
ekki hægt. En þegar afi missti sinn
besta vin, Alfred Andrésson leikara,
kvaddi hann vin sinn með þessum
orðum, sem ég geri nú að kveðju
minni til þeirra beggja.
„Til era þær stundir í lífi hvers
manns, að hann skortir orð til að
lýsa tilfinningum sínum á viðeig-
andi hátt. Þess vegna verð ég að
láta mér það nægja að votta þér
að lokum mitt innilegasta þakklæti
fyrir hveija stund, sem ég fékk að
njóta návistar þinnar. Það að hafa
átt því láni að fagna að eiga þig
sem vin og mega umgangast þig,
tel ég veralegan hlut af þeirri ham-
ingju sem manni getur hlotnast hér
í þessu lífi.“
Ég bið góðan Guð að styrkja alla
ástvini ömmu minnar; sér í lagi
mömmu mína í hennar sáru sorg,
Helgu systur hennar ömmu, Halla
bróður, sem amma hélt svo mikið
uppá, og Skorra bróður, sem kynnti
sig alltaf sem sólargeislann hans
afa, þegar hann var lítill.
Að lokum óska ég ömmu minni,
Ollý, góðrar heimkomu.
Inger Anna Aikman.
Guðrún Ólafía Sigurðsson lézt í
Skjóli 7. febrúar sl., 84 ára að aldri.
Jarðarförin fór fram í gær í kyrrþey
að hennar ósk. Það er dæmigert
fyrir lífshlaup Ollýjar, en svo var
hún ævinlega nefnd, að hún skyldi
t
Konan mín og móðir okkar,
LINDA BJÖRK SIGURVINSDÓTTIR,
Bárðarási 3,
Hellissandi,
verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju föstudaginn 18. febrúar
kl. 14.00.
Halldór Pétur Andrésson
Sigurvin Jón Halldórsson, Jón Oddur Halldórsson,
Rakel Lilja Halldórsdóttir.
t
Ástkær faðir okkar,
ÞORSTEINN SÆTRAN,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 18. febrúar kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sfvert Bjarni Sætran,
Sigrún Kristín Sætran.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, mágkona,
amma og langamma,
GÍSLLAUG ELÍASDÓTTIR
frá Hellissandi,
Höfðagrund 9,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtudaginn 17 febrúar
kl. 14.00.
Sigurjón lllugason,
Gunnar Sigurjónsson, Kristný Pétursdóttir,
Leópold Sigurðsson,
Sigurlaug R. Sævarsdóttir, Einar ísleifsson,
Eydís Rut Gunnarsdóttir, Hörður Þorsteinn Benónýsson,
Sævar Jón Gunnarsson,
Guðmundur Geir Guðmundsson
og barnabarnabörn.