Morgunblaðið - 16.02.1994, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994
39
Einn mesti sálfræðiþriller seinni tíma. Hún er hættuleg -
hún heimtar fjölskylduna afttu- með góðu eða illu.
Jamie Lee Curtis frábær í hlutverki geðveikrar móður.
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11 . Bönnuð innan 14 ára.
I
SÍMI: 19000
Vegna gífurlegs þrýstings færum við PÍANÓ
í A-sal í tvo daga
Tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna
M.a. besta mynd, besti leik-
stjóri, besta aðalleikkona
og besta aukaleikkona.
PÍANÓ
Sigurvegari Cannes-hátíðarinnar 1993
„Píanó, fimm stjörnur af fjórum möguleg-
um.“ ★★★★★ G.Ó. Pressan
Aðalhlutverk: Holly Hunter, (Golden Globe verðlaunin,
besta aðalleikkona), Sam Neill, Harvey Keitel og
Anna Paquin. Leikstjóri: Jane Campion.
Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10.
KRYDDLEGIN HJÖRTU
Aðsóknarmesta erlenda myndin (USA
fré upphafl.
★ ★ ★ ★ Hallur Helgason, Pressan.
★ ★ ★ Júlíus Kemp, Eintak
★ ★ ★ Hilmar Karlsson, D.V.
★ ★ ★ 1/2 Sæbjörn Valdimarsson, Mbl.
★ ★ ★ hallar í fjórar,
Ólafur Torfason, Rás 2.
Aðalhlutverk: Marco Leonardl (Clnema Paradiso)
og Lumi Cavazos.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
MAÐUR ÁN ANDLITS
★ ★ ★ A.I. MBL. Aðalhlutv.: Mel Gibson.
Sýnd kl. 4.50, 6.50,9 og 11.10.
HUTATJAlDiÐ
Stepping Razor
Stórbrotin mynd um reggímeistar-
ann Peter Tosh.
Sýnd kl. 5,7,9og 11.
nn „Hrífandi, spennandi og crófísk.“ . 41%
(Alþýðubl.)
í ★ ★ ★ 1/2„MÖST“, Pressan
rr „Yngstu lcikararnir fara
■ H á kostum.“
(Morgunbl.) ..
a m Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. íslenskt - Já takk!
irnar í heild þótt það geti um leið
leitt til þess að einstök byggðarlög
þurfi að sjá á eftir kvóta sínum.
Spurningar um samstöðu
Halldór Ásgrímsson, þingmaður
Framsóknarflokks, sagðist vera
sammála mörgu af því sem sjávar-
útvegsráðherra sagði í ræðu sinni,
meðal annars því að nauðsynlegt
sé að byggja á þeim grunni sem
| lagður hefur verið við stjórn fisk-
veiða og það sé einnig skoðun
Framsóknarflokksins. Hins vegar
ríkti verulegt óvissuástand um þessi
mál nú, m.a. vegna þess hvernig
ríkisstjórnin hefði staðið að málum.
( Þannig hefði ríkisstjórnin ekki leit-
að til annarra flokka og hagsmuna-
aðila í nægilega ríkum mæli og það
hefði leitt til þess að sjómenn hefðu
að sumu leyti horfið frá frá stuðn-
ingi við málið.
En Halldór sagði, að stjórnarand-
staðan á Alþingi hlyti að spytja
hvort taka eigi frumvarp stjórnar-
innar mjög alvarlega. Erfiðlega
hefði gengið að ná samstöðu milli
stjórnarflokkanna um að leggja
frumvarpið fram og það hefði ekki
tekist fyrr en undir síðustu jól. Þá
hefði verið álitið að stjórnarflokk-
arnir væru báðir bundnir af málinu
en nýleg samþykkt flokkstjórnar
Alþýðuflokksins, þar sem kvóta-
kerfinu er hafnað, og leiðarar í
Alþýðublaðinu um sama mál vektu
spurningar. Halldór sagði mikil-
vægt að Alþýðuflokkurinn eyddi efa
um hvernig hann myndi standa að
málinu á Alþingi.
Rannveig Guðmundsdótti, þing-
flokksformaður Alþýðuflokks, svar-
aði að málamiðlanir í ríkisstjórnum
væru sjaldnast stefna eins flokks
og ekki væri óeðlilegt þótt flokkur-
inn ítrekaði stefnu sína á flokksvett-
vangi. Aðrir þingmenn Alþýðu-
flokksins, sem tóku til máls í gær-
dag, töldu að flokkurinn myndi
standa að frumvarpinu sem væri
grundvöllur málamiðlunar milli
stjómarflokkanna en það yrði að
taka frekari breytingum í sjávarút-
vegsnefnd þingsins.
Efasemdir
Bæði Gunnlaugur Stefánsson og
Gísli V. Einarsson, þingmenn Al-
þýðuflokks, lýstu efasemdum um
frumvarpið, einkum ákvæði um
smábáta sem kveða á um bann-
daga. Þá lýstu þeir einnig efasemd-
um við kvótakerfið. Þeir hvöttu til
þess að skoða möguleika á að auka
þorskkvóta yfirstandandi fiskveiði-
árs og lagði Gísli til, að auka kvóta
um 20 þúsund tonn og úthluta
helmingnum til þeirra byggða sem
hefðu orðið verst úti við skerðingu
á kvótanum og hinn helmingurinn
yrði settur á kvótakaupamarkað til
að styrkja tillögur nefndar þriggja
ráðuneytisstjóra.
Gunnlaugur lýsti miklum efa-
semdum um að kvótakerfið hefði
náð tilgangi við að vernda fiski-
stofnana, auka hagræðingu í sjáv-
arútvegi eða treysta byggð og bú-
setu í landinu. Hann sagði að svör
við þessu yrðu að fást í sjávarút-
vegsnefnd áður en frumvarpið yrði
afgreitt þaðan. Þá sagðist hann
halda, að sjómenn hefðu ekki stuðl-
að að núgildandi fiskveiðistjórnun-
arlögum árið 1990 ef þeir hefðu séð
þá þróun fyrir sem orðið hefur varð-
andi frjálst framsal og þátttöku
þeirra í kvótakaupum. Gunnlaugur
sagði að þróunin í þessum málum
væri ör og lögin þyrftu því stöðugr-
ar endurskoðunar við.
Nýr stjórnarmeirihluti?
Anna Ólafsdóttir Björnsson,
þingmaður Kvennalistans, sagði að
ósamlyndi stjórnarflokkanna hefði
sett svip sinn á umræðuna og það
væri sóun á tíma þings og þjóðar ef
í ljós kæmi að ríkisstjórnin hefði
ekki meirihluta eigin fulltrúa á bak-
við sig í þeim tillögum sem þarna
væru ræddar. Hún sagði að nýr
stjórnarmeirihluti virtist vera að
myndast í þessu máli og það væru
tíðindi sem útheimtu ekkert minna
en nýjar kosningar.
Anna vakti athygli á að sjávarút-
vegsráðherra hefði óskað eftir því
að tillögur ráðuneytisstjóranefndar-
innar um kvótaþing tengdust um-
fjöllun í umíjöllun sjávarútvegs-
nefndar um frumvarpið um stjórn
fiskveiða. Anna sagðist telja að
hugmyndin um kvótaþing tæki ekki
á kvótabraskvandanum og spurði
Vilhjálm Egilsson, þingmann Sjálf-
stæðisflokks og annan formann tví-
höfðanefndarinnar, hvort hann væri
sammála því að kvótaþing sé æski-
leg lausn og bæri að taka inn í frum-
varpið um stjórn fiskveiða.
Vilhjálmur svaraði að hann teldi
kvótaþing ekki til bóta og drægi
úr hagkvæmni í sjávarútvegi. Með
því væri verið að vega að fiskvinnsl-
unni sem yrði að búa við stöðug-
leika í aðdráttum á hráefni. Þá
gæti slíkur kvótamarkaður leitt til
þess að kvótinn færðist á færri
hendur og slíkt yrði dapurleg niður-
staða.
Jóhann Ársælsson, þingmaður
Alþýðubandalags, sagði, að núgild-
andi kerfi byggðist á að koma eign-
arrétti á auðlindirnar í sjónum.
Aðaltillaga ríkisstjórnarinnar nú
væri að festa kvótakerfið í sessi
með öllum þeim göllum sem á þvi
væru. Frumvarpið nú væri um smá-
vægilegar lagfæringar og Alþýðu-
bandalagið gæti skrifað upp á sum-
ar þeirra en ekki allar. Hann var
til dæmis andvígur því að setja
veiðitakmarkanir á smábáta undir
6 lestum og sagðist telja eðlilegra
að framlengja það kerfi sem í gildi
væri um þennan hluta flotans. Við
það myndi draga úr sókn þessara
báta, því því eigendur þeirra hefðu
átt von á að fá úthlutað kvóta mið-
að við veiðireynslu síðustu ára og
því sótt mun meira en ella. Þá taldi . r
Jóhann ekki koma til mála að út-
hluta aflaheimildum til fiskvinnslu-
stöðva.
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
maður Alþýðubandalags, sagði að
skipulag fiskveiðistjórnunar yrði
alltaf málamiðlun og spurningin
væri um að ná sanngjarnri niður-
stöðu sem sátt geti náðst um. Frum-
varp ríkisstjórnarinnar væri
skammgóð lausn og þar væri engin
tilraun gerð til að leysa úr vanda-
málum sem tilfærsla veiðiheimild-
anna hefði skapað. Það væri furðu-
legt í ljósi þeirra deilna sem af þeim 1
hlutum hefur sprottið á undanföm-
um mánuðum. Spurningin væri þá
sú hvort Alþingi og sjávarútvegs-
nefnd bæri gæfu til þess að taka
þessi mál til sjálfstæðrar skoðunar,
óháð ríkisstjórn eða deilum fortíðar-
innar.