Morgunblaðið - 16.02.1994, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.02.1994, Qupperneq 44
MOHGVNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010 / AKUREVRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Islending- urgripinní 'Danmörku með 100 kg af hassi ÍSLENDINGUR á fertugsaldri var handtekinn í gær þegar hann reyndi að smygla um það bil 100 kíló af hassi til Danmerkur með ferju frá Þýskalandi. Maðurinn hefur verið búsettur erlendis um árabil og komið við sögu fíkni- efnamála bæði hérlendis og er- lendis m.a. á Spáni og í Bretlandi. — > Maðurinn var handtekinn í danska bænum Ábenrá skömmu eftir komu frá Þýskalandi en grunur leikur á að efnin sem hann var með hafi verið flutt frá Suður-Evrópu en maðurinn hefur um skeið m.a. verið búsettur á Spáni. Lögregluyfirvöldum hér á landi hafði þó eftir handtökuna í gær bor- ist fyrirspurn að utan um manninn og feril hans. ----» ♦ ♦-- -'Umboðsmað- urinn spáir Björk fleiri • • Morgunblaðið/Keli Oskudagur undirbúinn KRAKKAR í Isaksskóla voru í óða önn í gær að búa til grímubúninga og öskupoka fyrir öskudaginn sem er í dag. Frí er í skólum og mega vegfarendur búast við að fá poka hengda aftan á sig ef þeir hafa ekki varan á. verðlaunum UMBOÐSMAÐUR Bjarkar Guð- mundsdóttur, Derek Birkett, spáir henni fleiri verðlaunum eftir Brit-hátíðina í fyrrakvöld. Hann spáir því að hún eigi eftir að fá að minnsta kosti fern MPI- verðlaun i næstu viku, að auki segir Birkett að hún fái Grammy- -*»verðlaun fyrir besta myndbandið í næsta mánuði, en Grammy- verðlaun eru með mestu viður- kenningum tónlistarheimsins. Auk þess að taka við verðlaunun- um í fyrrakvöld söng Björk með bresku söngkonunni PJ Harvey. David Bowie óskaði eftir því við Björk að hún syngi með sér á hátíð- inni, en hún neitaði. Sá „Velti ekki...“ á bls. 14. Und irmálsþ orskur 8% af afla togskipa Hlutfallið tvöfalt hærra sé miðað við fjölda físka, ekki þyngd UNDIRMÁLSÞORSKUR í afla togara og togbáta, sem landað var til vinnslu hérlendis í fyrra reyndist tæplega 5.300 tonn. Það var 8,1% af þeim þorskafla þessara skipa, sem landað var hér heima. Hlutfallið er svo tvöfalt hærra sé miðað við fjölda fiska en ekki þyngd. Ekki liggur fyrir hve mikið af undirmálsþorski var í þeim afla, sem seldur var óunninn á erlenda markaði, í gámum eða siglingum. Líklega er hlutfallið þar enn hærra, því sumar útgerð- ir senda allan smáfisk utan, enda fæst þar gott verð fyrir hann. Skattyfirvöld þurfa á næstunni að fjölga starfsliði sínu Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu lönduðu togarar og tog- bátar rúmum 65.000 tonnum af þorski til vinnslu hér á landi í fyrra og voru 5.278 tonn af því undir- málsþorskur, eða 8,1%. Mjög mis- munandi er hvert hlutfalls undir- málsins er hjá togurum og bátum og kemur þar margt tii. í nokkrum tilfellum er ekkert undirmál gefið upp og er skýringin þá sú, að það fer utan í gámum, en stærri fiskin- -Fleiri fyrirtæki þurfa að leggja fram gögn um er landað til vinnslu hér heima. í öðrum tilfellum er hlutfallið mjög lágt og er þar um sömu skýringar að ræða. Þá má lesa út úr upplýsingum Fiskistofu, að hlutfallið er mismun- andi eftir þvi frá hvað landsvæðum viðkomandi skip eru gerð út. Greini- legt er að togarar frá Norðurlandi eru mest að veiðum þar sem undir- málsfiskurinn er á ferðinni. Undan- SKATTSTJÓRINN í Reykjavík segir að skattyfirvöld muni á næst- unni fjölga starfsfólki í um 20 í eftirlitsdeildum og reiknar hann með að fjölgunin leiði til þess að fleiri fyrirtæki þurfi að leggja fram gögn um rekstur sinn en verið hefur til þessa. Þannig fjölgi um sjö starfsmenn hjá skattstjóra í Reykjavík. Lögfræðingur Verslun- “írráðs íslands gagnrýndi upplýsingaöflun skattyfirvalda harðlega í samtali við Morgunblaðið sl. föstudag og dró þar í efa að heimildir skattyfirvalda til að krefjast upplýsinga frá fyrirtækjum sem leiði til að fyrirækin þurfi að bera mikinn tilkostnað og fyrirhöfn nái jafn langt og yfirvöld virðist ætla. Gestur Steinþórsson, skattstjóri, kveðst ekki sammála þeirri gagn- rýni sem meðal annars hefur komið frá lögfræðingi Verslunarráðs ís- lands, að skattyfirvöld fari út fyrir heimildir sínar vegna þeirrar kröfu að fyrirtæki afli skattyfirvöldum víðtækra gagna um rekstur sinn. Fyrirtækjum sé skylt að sanna að sá kostnaður sem þau telji sig hafa lagt út sé raunveruiegur og hafi skattyfirvöld heimildir til þess að fara fram á slíka sönnun. „Fyrir- tæki hafa hins vegar e.t.v. orðið vör við að fleiri fyrirtæki eru krafin um að gera grein fyrir þessum kostnaði en áður og auðvitað kostar það fyrirtækin bæði fé og fyrirhöfn að þurfa að standa okkur skil á því hvaða kostnað þau hafa borið, til að sýna fram á að hann sé réttur. Það er eðlilegt og allir verða að gera slíkt ef farið er fram á sönn- un,“ segir Gestur. tekningarlítið eru þeir fyrir ofan meðaltal. Vestfirðingarnir eru yfir- leitt yfir meðaltalinu líka, þó ekki eins mikið og Norðlendingar, enda setja margir þeirra mikið í gáma. Hlutfall undirmáls í afla Austfirð- inga er mjög mismunandi, allt frá engu og upp í 13,62%. Loks eru það skip frá Suðurlandi og vestur á Snæfellsnes. Þar er sömu söguna að segja og af Austljjörðum, ýmist er ekkert undirmál gefið upp við löndun til vinnslu hér heima eða afar lítið, en yfirleitt eru skip af þessu svæði undir meðaltalinu. Sjá í Úr verinu bls. B2 Morgunblaðið/Frosti Eiður Smári Guðjohnsen Barcelona bauð Eiði Smára til sín EIÐUR Smári Guðjohnsen, 15 ára unglingalandsíiðsmaður í knattspyrnu, kom heim frá Barcelona um helgina eftir að hafa æft ytra í níu daga í boði Spánarmeistaranna. Fé- Iagið sýndi honum áhuga, en sömu sögu er að segja af fleiri þekktum félögum eins og Fey- enoord í Hollandi og And- erlecht í Belgíu. Eiður Smári er sonur Arnórs Guðjohnsens, landsliðsmanns hjá Örebro í Svíþjóð, og Ólafar Einarsdóttur en Ólöf var með honum hjá Barcelona, sem er eitt frægasta knattspyrnulið Evrópu. Eiður æfði með 18 ára liði félagsins og kynntist nýrri hlið atvinnumennskunnar. „Þetta var miklu meiri harka en ég hafði kynnst,“ sagði hann við Morgunblaðið. Sjá: „Eiður Srnári..." bls. 43.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.