Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 1
88 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 69. tbl. 82. árg. FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kohl ekki boðið á D-dagshátíð Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, vildi ekki kannast við það í gær, að leiðtogar í ríkjum bandamanna í heimsstyrjöldinni síðari hefðu móðgað hann með því að bjóða honum ekki til hátíðahalda 6. júní nk. í tilefni af því að 50 ár verða þá liðin frá innrásinni í Normandí. John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar boðið Þjóðverjum að taka þátt í athöfn í London á næsta ári þar sem stríðslokanna verður minnst en það hefur vægast sagt fengið misjafnar undirtektir í Bretlandi. „Þýski herinn þrammar yfir Bret- land“ sagði Daily Mirror á forsíðu og ljóst er, að þannig muni margir Bretar líta á málið. „Þetta verður erfitt fyrir hermenn, sem misstu til dæmis félaga sína á vígvellinum," sagði Greg Pope, einn þingmanna Verkamannaflokksins. Teddy Tayl- or, þingmaður fyrir íhaldsflokkinn, sagði, að betra hefði verið, að Þjóð- veijar játuðu ábyrgð sína á stríðinu eins og Japanir hefðu þó gert. Major forsætisráðherra segir hins vegar, að hátíðahöldin 8. maí á næsta ári verði fyrst og fremst til að minnast og þakka fyrir hálfrar aldar frið í Evrópu. Kohl kanslari sagði í gær, að tveimur dögum eftir D-dag, sem er 6. júní, myndu Þjóðveijar og Frakkar efna til æskulýðshátíðar í Heidelberg til -að minnast vináttu þjóðanna eftir stríð og þess á einn- ig að minnast í sumar að þá fara síðustu hermenn bandamanna frá Berlín. Reuter Efasemdir um flugöryggi í Rússlandi RÚSSNESKUR björgunarmaður leitar í braki Airbus A 310 þotu flugfélagsins Aeroflot sem fórst nálægt borginni Novokúznetsk í Síberíu í fyrrinótt, 3.750 km austur af Moskvu. Allir sem um borð voru, 13 manna áhöfn og 63 farþegar, fórust en með öllu var óljóst í gær hvað olli slysinu, getgátur væru uppi um skemmdarverk. Þotan var hálftóm á flugi í 30.000 feta hæð á leið frá Moskvu til Hong Kong er hún hvarf skyndilega af ratsjám. Þrettán mínútum áður höfðu flugmenn sambandi við flugturn til að gefa upp staðarákvörðun og gáfu ekkert til kynna um að eitthvað væri að. Aðeins einu sinni áður hef- ur þota af gerðinni Airbus A310 farist. Slysið þykir líklegt til að vekja að nýju upp efasemdir um flugör- yggi í Rússlandi. Reuter Kannar Whitewater-mál Mikil ólga á svæðum blökkumanna í Suður-Afríku Blóðugt stríð vofir yfii’ í heimalöndum FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í gær að efna til vitna- leiðslna í Whitewater-málinu en með nokkrum fyrirvörum af hálfu demó- krata, sem eru í meirihluta á þingi. Stórblaðið The New York Times gefur í skyn í forystugrein að tilraunir embættismanna Bills Clintons forseta til að eyða málinu og tefja fyrir rannsókn þess hljóti að auka grun um sekt forsetahjónanna. Robert Fiske, sérstakur rannsóknardómari í Whitewater- málinu, sést hér með fréttamönnum en hann hefur varað við því að vitna- leiðslur á þingi gætu spillt fyrir rannsókninni. Sjá „Báðar þingdeildir...“ á bls. 31. Bisho, Jóhannesarborg. Rcutcr. MANNSKÆÐ átök eru talin yfirvofandi í tveimur heimalöndum suður-afrískra blökkumanna, Ciskei og Kwa-Zulu, nú þegar stjórn- völd undirbúa innlimun þeirra í Suður-Afríku eftir kosningarnar í næsta mánuði. Er óttast að Mangosuthu Buthelezi, helsti leiðtogi zulumanna, muni boða styrjöld við andstæðinga sína ef ekki næst fram málamiðlun í deilunum um sjálfræði einstakra héraða sem hann gerir að skilyrði fyrir þátttöku í fyrstu lýðræðislegu kosning- um allra kynþátta í Suður-Afríku í næsta mánuði. Yiðbragðsflýtirinn í Buckingham-höll til umræðu Málverkarán uppgötv- aðist eftir þrjá mánuði Lundúnum. The Daily Telegraph. Reuter. GAGNGER endurskoðun á öryggiskerfi Buckingham-hallar stendur nú fyrir dyrum eftir að upp komst um þjófnað á hol- lensku málverki rúmum þremur mánuðum eftir að hann átti sér stað. Verkið, „Gömul hjón í forsælu" eftir Adrian Van Ostade, sást síðast í gestaherbergi hallarinnar í nóvember og hafði enginn gert sér grein fyrir því að verkið væri horfið fyrr en það stakk upp kollinum á málverkauppboði í Lundúnum í síðustu viku. Talsmaður hallarinnar sagði, málverkasafni konungsfjölskyld- að þrátt fyrir að öryggiskerfi unnar, væri ekkert kerfi fyllilega væri fyrir hendi til eftirlits með öruggt. Sagði hann, að treysta yrði starfsfólki hallarinnar. Ekk- ert bendir til innbrots og hefur fyrrum starfsmaður, 22 ára gamall, verið ákærður um að hafa stolið verkinu í janúar. Verkið er frá átjándu öld, 23 x 19 cm og er metið á 15.000 til 20.000 pund, en gæti selst á allt að 200.000 pund eða rúmar 20 milljónir íslenskra króna á uppboði. Zam Titus, fulltrúi Fram- kvæmdaráðsins, TEC, sem er sam- eiginleg nefnd fulltrúa allra kyn- þátta og deilir völdum með ríkis- stjórninni í Pretoriu næstu fimm árin, sagði í gær að stjórn Oupa Gqozos í heimalandinu Ciskei hefði verið leyst frá störfum. „Gqozo er búinn að vera, ráðherrar hans eru búnir að vera. Ég hef heyrt að hann sé heima hjá sér að pakka niður og búa sig undir brottför". Upp- reisnarmenn í Ciskei kröfðust þess í gær að Gqozo ávarpaði þá á íþróttaleikvangi í höfuðstaðnum Bisho. Svo virtist sem Gqozo ætlaði ekki að verða við kröfu þeirra. Hann sagði af sér á þriðjudag vegna uppreisnar liðsmanna öiyggissveita landsins og óskaði eftir aðstoð S-Afríkustjórnar við að afstýra stjórnleysi og blóðsúthellingum. Ostaðfestar fregnir hermdu að uppreisnarmennirnir héldu 30 hátt- settum embættismönnum í gíslingu á leikvanginum. Skýrt var frá því að tveir embættismenn S-Afríku- stjórnar hefðu fengið það hlutverk að stjórna Ciskei til bráðabirgða. Suður-afrískir hermenn voru í við- bragðsstöðu í gær við landamærin að Ciskei. Innbyrðis stríð zulu-manna? Svipuð uppreisn varð til þess að Lucas Mangope, einræðisherra í öðru heimalandi, Bophuthatswana, neyddist til að segja af sér fyrir tveimur vikum. Fréttaskýrendur telja að hætta sé á blóðugu innbyrð- isstríði zulu-manna, stærstu blökkumannaþjóðar S-Afríku, í heimalandi þeirra, Kwa-Zulu, vegna þeirrar ákvörðunar þarlendra ráðamanna að sniðganga kosning- arnar í næsta mánuði. „Þetta gæti orðið mjög grimmi- legt og blóðugt stríð,“ sagði Jakkie Cilliers, varnarmálasérfræðingur í Jóhannesarborg. Hann bætti þó við að enn væri möguleiki á að finna friðsamlega lausn í viðræðum Afr- íska þjóðarráðsins, ANC, og Ink- atha-frelsisflokksins, flokks But- helezis. Cilliers sagði að Buthelezi kynni að fallast á málamiðlun í við- ræðunum, en ef það gengi ekki 'eftir myndi hann heyja stríð til að halda völdunum í Kwa-Zulu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.