Morgunblaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 fclk í fréttum POPP Strandvörður í poppinu * IVesturheimi og hér á landi er sólbrúna vöðvatröllið Davíd Hasselhoff þekktastur sem stærsti, myndarlegasti og sólbrúnasti strandvörðurinn að því ógleymdu að hann er einnig yfirmaðurinn á ströndinni í sjónvarpsmyndaflokk- inum um strandverðina í Los Angel- es og framleiðandi þáttanna. Færri vita, að hann er einnig virkur popp- söngvari. Hann hefur þó aldrei náð að slá í gegn heima fyrir og undir- strikar það þá fleygu setningu að enginn er spámaður í sínu föður- landi. Öðru máli gegnir um megin- land Evrópu og alveg sérdeilis Þýskaland. Þar er hann þvílík popp- stjarna, dýrkaður og dáður, að það kemur varla út tölublað af „Bravo“ að Hasselhoff sé ekki opnufígúran. Það er uppselt á alla tónleika hans í Þýskalandi og plötur hans renna út eins og heitar lummur. David er nú að vinna að nýrri hljómplötu og gerir sér að sögn vonir um að ná hylli víðar um lönd. Er hann t.d. að undirbúa markaðs- sókn á Bretlandseyjum þar sem hann ætlar m.a. að heimsækja veik börn á sjúkrahúsum og taka lagið fyrir þau. Hann hefur og ákveðið að spila á fleiri strengi en áður, m.a. með því að velja franska barnastjörnu, hina 11 ára gömlu Nadége Trapon frá Strassbourg, til að syngja með sér nokkur lög. 1994 Hð¥EI. IB0KC Lýðveldi Islands 50 ára Það kemur fram í Morgunblaðinu 13. júní 1944 að þann 12. júní hafi verið lagt fram fmmvarp á Alþingi af þeim Ásgeiri Ásgerissyni (síðar forseta), Ólafi Thors, Eysteini Jónssyni og Einari Olgeirssyni, þess efnis að taka Hótel Borg ieigunámi í eitt kvöld, þann 18. júm', til þess að fagna stofnun lýðveidis íslands. Þetta var gert vegna verkfalla og deilna sem hótelið átti í á þeim tíma. Frumvarpið var samþykkt í báðum deiidum samdægurs og afgreitt sem lög frá Alþingi og veislan haldin með pompi og prakt. Á þessu ári 1994 em iiðin 50 ár síðan þetta átti sér stað. Við á Hótel Borg bjóðum í tilefni 50 ára afmælis íslensks lýðveldis upp ásérstakan afmælis- matseðil, þar sem tveggja rétta máltíð kostaraðeins 1944 kr. (forrétturog aðalréttur) og eftirréttur 50 kr. Það er matreiðslumeistarinn okkar, Sæmundur Kristjánsson, sem sér um eldamennskuna af sinni alkunnu snilld. Opið öll kvöld í Gyllta sal og Pálmasal. 1944 LvðveldÍHmalscðill kr. 1.944 Forréttir: H.B. fiskisúpa með fínnt skomu grænmeti Ferskmarineraður lax með kryddjurtasósu og salati Salat með súrsætu graskeri, sveppum og stökkri svartrót Kjúklinga- og ostapasta með parmesan og ratatouille Aðalréttir: Grilluð sinnepskjúklingabringa með hnsgrjónum og hunangssoya Ofnbakaður lax með gljáðu grænmeti og tómatestragonsósu Grillaður nautavöðvi með sveppum, sellerírót og shallottulauk Steikt lambafilé með röstikartöflum og snjóbaunum Kr. 1.944 Eftirréttir: Súkkulaðimousseterrine með ferskri vanillusósu og jarðarberjum Heit heimabökuð eplakaka með vanilluís og karamellusósu Myntuís með berjasósu og ávöxtum Kr. 50 Ath. Eftirréltur ú 50 kr. aðeintt með lilboði Tillmri i>ildir ölI kiöld ökiiiniiir lil jiiní Borðað í Gyllta sal - slappað af í Pálmasal Opið til kl. 01 virka daga og kl. 03 um helgar. Njótið lífsins á Borginni - það er aðeins ein Hótel Borg II ó i I II o rg s í m a r 114 4 0 o g 112 4' David Hasselhoff ásamt Nadége Trapon hinni frönsku.. Vinningshatar í páskasprelli Nóa-Síríus, Vífilfells og Bylgjunnar þann 18. mars: Bjargey Stefánsdóttir, Kleppsvegi 104, Rvík. Pálmar T. Pálmarsson, Suðurvangi 23A, Hafnarf. Arnór F. Rúnarsson, Frostafold 20, Rvík. Rut Þorsteinsdóttir, Guðrúnargötu 1, Rvík. Heiga Ágústsdóttir, Hlaðhömrum 42, Rvík. Olga Rannveig, Suðurhvammi 5, Hafnarf. Magnús Ramíarz, Sæbóli 31, Grundarf. Sigríður Sigmarsdóttir, Stuðlabergi 112, Hafnarf. Margrét Sævarsdóttir, Háaleitisbraut 14, Rvík. Alexandra Herleifsdóttir, Iðufelli 10, Rvík. Edda Steingrímsdóttir, Hrafnagilsstræti 30, Akureyri. Vala H. Jónsdóttir, Stangarholti 4, Rvík. Kristín Kristinssdóttir, Mýrarási 11, Rvík. Margrét Hannesdóttir, Einholti 5, Akureyri. Bergsveinn Norðdahl, Laufvangi 1, Hafnarf. Inga V. Guðmundsdóttir, Torfufelli 50, Rvík. Helga Lillian Guðmundsdóttir Þrastarima 20, Selfössi Baldur Kristmundsson, Flúðaseli 90, Rvik. Eva Þ. Vignisdóttir, Foldahrauni 420, Vestm. Vigdís Sigurðardóttir, Breiðvangi 37, Hafnarf. Páskaeggjana skal vitja hjá Nóa-Síríus, Hesthálsi 2-4, á skrifstofutíma. Vinningshafar utan höfuð- borgarsvæðis frá páskaeggin send. Morgunblaðið/Hallgrímur Gunnarsson Magnús Ö. Guðmarsson i sjónvarpsviðtali hjá Stöð 1 í Vilnius. ^ VEISLA Islenskí fiskurínn rann ljúflega niður Vináttufélag íslands og Lithá- ens gekkst fyrir fískréttar- kynningu í húsakynnum sínum í uppgerðu Fransiskusklaustri í Traku, hjarta Vilníusar, höfuð- borgar Litháens fýrir nokkru. Til- efnið var að þrjú ár voru liðin frá því að íslendingar, fyrstir þjóða, urðu til að viðurkenna sjálfstæði Litháens. Kynningin var í formi móttöku þar sem 60 manns mættu og snæddu valinkunn sýnishom af fískréttum sem Magnús Öm Guð- marsson matreiðslumeistari eldaði með aðstoð harðsnúins liðs lithá- ískra kokka sem lærðu í leiðinni handtökin á íslenskum físki. Meðal hinna 60 gesta, sem gerðu góðan róm að matnum, má nefna aðstoð- armann forseta Litháens, borgar- stjórana í Vilníus og Kaunas, sömuleiðis rektora háskólanna í sömu borgum, félagsmálaráðherra landsins auk aðila úr menningar-, fjölmiðla- og viðskiptalífínu. Eftir ræðuhöld og matarsmakk í móttök- unni fluttist samkundan yfír á Hótel Karolinas, sem er nýjasta og veglegasta hótelið í Vilníus og þar hófst veislan fyrir alvöru með ræðu Björgvins Guðmundssonar, deildarstjóra í utanríkisráðuneyt- inu. Síðan var borið á borð og þar mátti sjá, reyktan lax, laxamús, ferskar rækjur, rækjur í hlaupi, marineraða síld og síld í sinnepi. Aðalrétturinn var síðan pönnu- steiktur ufsi og karfí. Tókst þetta með þvílíkum ágæt- um, að Magnús var í framnhaldi fenginn til þess að elda fyrir 80 manns í veislu á vegum litháíska forsetaembættisins og að auki var hann beðinn að koma fram í þar- lendum sjónvarpsþætti og pönnus- teikja ufsa og karfa. Var það þátt- urinn „Bon Apetite" sem fjallar um erlenda matargerð og er unnin og sýndur af sjónvarpsstöðinni Tele 3, en það er einkarekin sjón- varpsstöð í Litháen og telur 3,5 milljónir áhorfenda. Er það um það bil 90 prósent allra Litháa.“ Björgvin Guðmundsson og Vladislav Domarkas aðstoðarutanrík- isráðherra Litháens ræðast við. SKULDIR Zsa Zsa Gabor í greiðslustöðvun Leikkonan Zsa Zsa Gabor hefur óskað eftir greiðslustöðvun í þijá mánuði vegna erfiðrar greiðslustöðu. „Skuldir hennar nema líklega nokkrum milljónum dala,“ sagði Bennet Spiegel, lög- maður Gabor. „Verðmæti eignanna er óþekkt." Zsa Zsa Gabor fæddist í Ung- veijalandi, er komin af auðugri fjöl- skyldu og hefur aldrei farið dult með ástríðu sína fyrir dýrum mun- aðarvarningi. „Ég hrífst af falleg- um fötum, fallegum feldum og fal- legum skartgripum, af mikilli ástríðu. Ég er hræðilega dýr kona,“ var eitt sinn haft eftir henni. Gabor kveðst vera fædd 7. febr- úar en hefur alltaf neitað að gefa upp fæðingarárið. Blaðamenn í Zsa Zsa Gabor. Fyrir aftan hana stendur Friðrik prins af smásýsl- unni Anhalt í Þýskalandi, en hann er eiginmaður hennar. Hollywood áætla að hún sé 69-71 árs gömul.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.