Morgunblaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 ff Gatnagerð og lagnir í Borgarholti II Lægsta til- boð 46 millj. BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að taka 45.956.736 króna tilboði lægstbjóðanda Vaiar hf, í gatnagerð og lagn- ir í Borgarholti II. Tilboðið er 79,33% af kostnaðaráætlun, sem er 57.934.541 krónur. Átta tilboð bárust í verkið. Um er að ræða tvískipt útboð og átti Víkurverk hf. lægsta boð í hitaveitulagnimar en Völur átti lægsta boð samtals í bæði verk- in. Annað lægsta boð í bæði verk- in samtals áttu Jarðvélar sf. eða 80,56% af kostnaðaráætlun, þá kom Dalverk sf., sem bauð 84,10% af kostnaðaráætlun, Klæðning hf. bauð 89,14% af kostnaðaráætlun, Loftorka hf. bauð 98,30% af kostnaðaráætl- un, Glefsir hf. bauð 101,6% af kostnaðaráætlun, J.V.J. hf. bauð 104,11% af kostnaðaráætlun auk frávikstilboðs sem var 121,10% af kostnaðaráætlun og loks bauð Víkurverk hf. samtals 129,56% af kostnaðaráætlun. Nýtt olíudreifingarkerfi útgerðarinnar myndi spara fé Olíureikningurinn gæti lækkað um 650 millj. á ári OLÍUREIKNINGUR útgerðarinnar gæti lækkað um 650 milljónir á ári ef byggt yrði upp nýtt olíudreifingarkerfi og flutt inn ein tegund af olíu í stórum förmum til fiskiskipaflotans. Þetta er niðurstaða úttektar sem verkfræðistofan VSÓ-Iðntækni gerði fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna. Kristján Ragnarsson formaður LIU segir að útgerðin hafi í sjálfu sér ekki áhuga á að byggja upp fjórða olíudreifingarkerf- ið því þótt það sé áhættulítil og arðsöm fjárfesting sé hún í raun óþörf. Hins vegar vijji LÍÚ sýna fram á hvernig núverandi kerfi sé uppbyggt og hvað megi spara. „Og verði engin breyting á kerfinu nú í meðförum Alþingis hljótum við að hugsa okkur um,“ segir Kristján og vísar þar með til fyrirætlana ríkisstjórnarinnar um að afnema flutningsjöfnunar- sjóð olíuvara. í úttekt VSÓ-Iðntækni er miðað við fob-verð á gasoil 0,2 í Rotterdam á tímabilinu október 1993 til janúar 1994 og gengi Bandaríkjadollars á sama tímabili. Miðað er við að heilda- rolíunotkun flotans sé um 220 millj- ónir lítra. í niðurstöðum verkfræði- stofunnar kemur fram að markaðs- verð á þessari olíu í Rotterdam væri rúmir 2 milljarðar króna, og' kostnað- arverð hér á landi væri rúmir 2,7 milljarðar króna. Það þýðir að lítra- verð yrði 12,46 krónur. Verð á svonefndri skipaolíu frá einu olíufélaganna var á sama tíma 15,03 krónur og verð á hefðbundinni olíu 16,27 krónur. M§ðalverð á olíu til fisjdskipaflotans var um 15,40 krónur á lítra en 70% af olíusölu til skipa er skipaolía og 30% hefðbundin VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 24. MARZ YFIRLIT: Skammt norðaustur af landinu er 962 mb víðáttumikil laegð, sem þokast austur og grynnist. SPA: Norðvestlæg átt, víðast gola eða kaldl. Él verða norðanlands en víða léttskýj- að syðra. Hiti verður rétt fyrir ofan frostmark að deginum, en annars vægt frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Dáiítil norðanátt með éljum norðaustanlands í fyrstu en annars hæg breytileg átt og léttir til. Frost á bilinu 0 tll 4 stig og hætt við tals- verðu næturfro8ti í innsveitum. HORFUR A LAUGARDAG: Haegviðri og sfðan hæg austanátt á landinu. Vfða létt- skýjað. Heldur hlýnandi. HORFUR A SUNNUDAG: Austankaidi eða stinningskaldi og fer að þykkna uppsunn- anlands en áfram hægur víndur og bjartviðri f öðrum landshlutum. Hlti á bilinu 2 tll 6 stig, hlýjast suðvestanlands. Nýlr veðurfregnatfmar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 16.30, 22.30. Svar- sími Veðurstofu fslands — Veðurfregnlr: 990600. Heiðskirt & Léttskýjað r r r r r r r r Rigning * r * * r r * / Slydda & & Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V ý Skúrir Slydduél * * * * * * * * Snjókoma V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyik, heil fjööur er 2 vindstig._ 10° Hitastig Súld Þoka V stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30ígær) Vegir í nágrenni Reykjavíkur eru greiöfærir, þó er Mosfellsheiði ófær. Fært er umSuðurland og með suðurströndinni til Hafnar og þaðan til Austfjarða. Fært er um Snæfellsnes og um Heydal i Dali og til Reykhóla, en Brattabrekka er ófær. Færter milli Brjánslækjar, Patreksfjarðar og Bfldudals. Á norðanverðum Vestfjörðum er ófært um Brelðadalsheiði og Botnsheiði. Fært er um Holtavörðuhelði, en þarer skafrenningur og snjókoma, þá er fært til Hólmavíkur og þaðan til Isafjarðar. Fært er um Norðurland, en hálka er á Vatnsskarði og skafrenningur á Öxnadalsheiði. Fært er um Norðausturland, um Mývatns og Möörudalsöræfi og Vopnafjarðar- heiði. Aðalvegir á Austfjörðum eru færir. Víða er hálka á vegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftlrliti f sfma 91-631500 og f grænni línu 99-6316. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 1 alskýjað Reykjavlk 3 úrkomaígrennd Bergen 4 rigning Helslnki 0 slydda Kaupmannahöfn 7 rigningogsúld Narssarssuaq 46 alskýjaö Nuuk 47 alskýjað Osló 4 lémkýjað Stokkhólmur 4 alskýjað Þórshöfn 2 haglél Algarve 19 heiðsklrt Amslerdam 11 alskýjað Barcelona vantar Berlfn 11 rigning Chicago 20 skýjað Feneyjar 12 þokumóða Frankfurt 12 alskýjað Glasgow 5 skúr Hamborg 12 rigning London 13 rigning Los Angeles 16 léttskýjað Lúxemborg 10 súld Madrfd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal B léttskýjað New York 19 heiðskírt Orlando 26 skýjað Parfs 13 alskýjað Madelra 16 skýjað Róm 16 hálfskýjað Vín 11 skýjað Washington 23 skýjað Winnipeg 46 skýjað olía. Heildarútgjöld flotans vegna kaupa á 219,4 milljónir lítra á olíu yrðu 3.379 milljónir króna hjá því olíufélagi sem miðað er við, en 2.733 milljónir ef nýtt olíudreifíngarkerfí yrði tekið upp eða 20% lægri. Sparn- aður útgerðarinnar gæti því verið 650 milljónir króna. . Olíuverð hefur farið lækkahdi á mörkuðum ytra síðustu mánuðina og hefur raunar lækkað enn síðan út- tekt verkfræðistofunnar var gerð. Hér á landi lækkaði olíuverð um ára- mótin um 40-50% aura án virð- isaukaskatts og hefur verðmunurinn því enn aukist. 10% arður Við uppþyggingu nýs fyrirtækis miðar VSÓ-Iðntækni við að mið- punktur olíudreifíngarinnar yrði í Helguvík en að auki yrðu dreifing- arstöðvar í Vestmannaeyjum, Nes- kaupstað, á Siglufírði og ísafirði. Gert er ráð fyrir að stofnkostnaður í birgða- og afgreiðslustöðvum yrði tæpar 500 milljónir króna. Inni í kostnaðarútreikningum er 10% ávöxtunarkrafa á eigin fé, lánakostn- aður, birgðakostnaður, skattar, úti- standandi viðskiptakröfur, tapaðar viðskiptakröfur og ófyrirséður kostn- aður. Er þá miðað við að dreifikerfíð verði byggt upp frá grunni. Verk- fræðistofan áætlar að slík uppbygg- ing myndi taka eitt til eitt og hálft ár. Ekki samkeppniskerfi Kristján Ragnarsson sagði á fréttamannafundi þar sem þessar niðurstöður voru kynntar, að LÍÚ hefði í sjálfu sér ekki áhuga á að byggja upp fjórða dreifingarkerfíð fyrir olíu en útgerðinni fyndist núver- andi fyrirkomulag mjög ósanngjarnt. Lögbundið væri að hvert olíufélag skuli selja hveijum sinna viðskipta- vina olíu á sama verði hvort sem um stór eða lítil viðskipti er að ræða. Að auki væri lögbundin flutnings- jöfnun gegnum flutningsjöfnunar- sjóð þar sem jafnað væri flutnings- kostnaði til viðskiptavinanna hvar sem þeir væru. „Við erum að sýna fram á að núverandi dreifingarkerfí þriggja ol- íufélaga er ekkert samkeppniskerfí heldur lokað kerfí þar sem ekki er eingöngu við olíufélögin að sakast heldur löggjafann sem fyrirbyggir alla samkeppni. Við höfum bjarg- fasta trú á því að ef þetta kerfí verð- ur afnumið þá muni okkur bjóðast aðrir kostir hjá olíufélögunum. Þá eigum við kost á því sem stórkaup- endur að fá olíuna á lægra verði. Nú hefur viðskiptaráðherra lagt fyrir ríkisstjórnina að afnema flutn- ingsjöfnunarsjóðinn og afnema lagaákvæðið um að allir eigi að fá olíu á sama verði. Við viljum nú bíða átekta og sjá hvað stjórnvöid vilja gera til að skapa fijálsræði og sam- keppni um olíu. Við höfum orðið varir við að viðbrögð sumra alþingis- manna eru neikvæð við þessu, og þeir telja sig vera að vemda ein- hveija hagsmuni heimafyrir. En það er samstaða um það innan LÍÚ að beita sér fyrir því að þetta kerfi verði afnumið. Það er reiknað með því að útgerðarmenn úti á landi muni fá olíu á sambærilegu verði sem útgerð- armenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu myndu fá vegna þessara miklu við- skipta sem þessir aðilar búa til handa olíufélögunum," sagði Kristján Ragnarsson. FRÁ afhendingunni í gær. Talið frá vinstri Hólmfríður Sigurðardótt- ir, formaður samtakanna Náttúrubörn, Ingibjörg Elín Viðarsdóttir ásamt móður sinni Fríðu Einarsdóttur, ljósmóður, Guðrún Magnús- dóttir og Árni Sigfússon, borgarsljóri. Fæðingarheimilið eflt og rekið til frambúðar Samtökin Náttúrubörn eru lands- samtök þeirra sem láta sig varða rétt kvenna og barna við barnsburð og hefur eitt helsta baráttumál þeirra verið að tryggja konum val á fæðing- arstað. Fulltrúar samtakanna og aðr- ir velunnarar færðu borgarstjóra blóm en einnig var kveikt á kerti. Fríða Einarsdóttir ljósmóðir sagði í samtali við Morgunblaðið að kveikt hefði verið á kertinu til þess að minna á baráttuna fyrir því að fá Fæðingar- heimilið opnað að nýju. Hafa mót- mæli samtakanna Náttúrubama meðal annars falist í því að láta loga á kertum fyrir utan Fæðingarheimil- ið til að minna á örlög þess en um leið hafí logandi kertin átt að tákna þá von að betri tímar væru í vændum fyrir heimilið. Kom fram í máli Hólm- SAMTÖKIN Náttúrubörn, ásamt öðrum velunnurum Fæðingarheimilis Reykjavíkur, áttu fund með Arna Sigfússyni borgarstjóra í gærdag. Tilefnið var undirritun samnings Reykjavíkurborgar og Ríkisspítala um að hefja rekstur Fæðingarheimilis Reykjavíkur í byrjun apríl en samtökin leggja áherslu á að rekstur þess verði efldur og tryggður til frambúðar. \í I < * !i i i | i i i i fríðar Sigurðardóttur formanns sam- takanna að vonandi væri þetta í síð- asta sinn sem kveikt yrði á kerti af því tilefni. „Árni Sigfússon borgar- stjóri hjó á þann hnút sem máiið var í,“ segir Fríða Einarsdóttir ljósmóðir, „við áttum fund með Árna 17. jan- úar síðastliðinn og þar sýndum við fram á að í ársskýrslu Ríkisspítala fyrir 1992 kæmi skýrt fram sem við höfðum haldið fram. Því það sýndi sig að eftir lokun Fæðingarheimilis- ins fjölgaði fæðingum með keisara- skurði um 25% og einnig fjölgaði endurkomum á fæðingardeild um 18%. Einnig segja hjálparmæður að miklu fleiri konur hafi leitað til þeirra vegna ýmissa vandamála eftir barns- burð en áður, þótt það sé ekki skráð,“ segir Fríða loks. I I I I «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.