Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 55 FullTime 4WD Rokksveit með þessu undarlega nafni skipa Hlynur Aðils Vilmarssonj Halldór Geirsson hljómborðsleik- ari, Gunnar Örn Ármannsson og Elmar gítarleikarar og Viðar Egill bassaleikari. Sveitarmenn koma úr Kópavogi og meðalaldur þeirra er slétt átján ár, en tónlistina segja þeir ótilgreinda. Zarah Zarah er norðansveit, liðsmenn hennar eru Akur- eyrskir og leikur norðlenskt þungarokk. Sveitina skipa Ágúst Sigvaldason og Jakob Jónsson gítarleik- arar, Karl Hákon Hákonarson bassaleikari og söngv- ari og Guðmundur Rúnar Brynjarsson trommuleik- ari. Meðalaldur þeirra félaga er um sextán ár. Því viðeigandi nafni Torture heitir húsvísk dauða- rokksveit skipuð þeim Arngrími Arnarsyni og Snæ- birni Ragnarssyni gítarleikurum, Brynjólfi Sigurðs- syni bassaleikara og söngvara og Hlyn Þór Birgis- syni trommuleikara. Meðalaldur sveitarmanna er rétt rúm sextán ár. FYRIR réttum tveimur vikum hófst í félagsmiðstöð- inni Tónabæ árleg hljómsveitakeppni sem kallast Músíktilraunir. Sú keppni er opin bílskúrshljómsveit- um hvaðanæva af landiuu, sem koma saman til að keppa um hljóðverstíma. í kvöld er svo þriðja og síðasta undanúrslitakvöldið og úrslitin annað kvöld. Bílskúrshljómsveitir hvaðanæva af landinu koma sam- an til að keppa í Músíktilraunum ár hvert, þetta ár þó áberandi flestar af Suðvesturlandi, sem vonlegt er. Sem fyrr er fátt um stúlkur í keppninni, þó einu stúlknasveit- irnar sem þátt hafa tekið hafi komist vel áfram og næg- ir þar að vísa til Kolrössu krókríðandi sem kom sá og sigraði í Músíktilraunum 1992. Nokkur breyting hefur reyndar orðið á tilraununum síðustu ár og til að mynda hefur framsækin tónlist sótt verulega í sig veðrið, en svok'allað sumarpopp, sem bar sigur úr býtum 1986, 1988 og 1989, hefur farið halloka og það þóttu tíðindi að dauðarokksveit vann sigur 1991. Músíktilraunir Tónabæjar eru nú haldnar í tólfta sinn, en nú keppa þrjátíu hljómsveitir um hljóðverstímana eftir- sóttu, en Skífan gefur 25 tíma í Sýrlandi í fyrstu verð- laun, Spor 25 tíma í Gijótnámunni í önnur verðlaun og Hljóðriti gefur 20 tíma í þriðju verðlaun. Þessu til viðbót- ar gefur Stúdíó Stef athyglisverðustu hljómsveitinni 20 tíma. Hljóðfæraverslun Steina veitir besta gítarleikara Mósaík Mósaík heitir hljómsveit úr Reykjavík skipuð þremur stúlkum og tveimur piltum og með eftirtektarverða hljóðfæraskipan. Sveitina skipa Guðrún D. Salómons- dóttir hljómborðsleikari, Benedikt H. Hermannsson gítarleikari, Svanhildur Snæbjörnsdóttir söngkona, Halldór H. Jónsson trommuleikari og Hanna Rut Ólafsdóttir sellóleikari. Meðalaldur sveitarinnar er sá lægsti í þessum músíktilraunum, aðeins tæp fjór- tán ár. úrslitakvöldsins gítar, besti söngvarinn fær Shure hljóð- nema frá Tónabúðinni á Akureyri, besti bassaleikarinn úttekt frá Skífunni og besti trommarinn úttekt frá Sam- spili. Aðrir sem gefa verðlaun eru Rín, Paul Bernburg, Pizzahúsið og Japís. Styrktaraðilar Músíktilrauna eru Hard Rock Café, Jón Bakan og Vífilfell/Coca Cola. Einn- ig á Tónabær samstarf við Ríkisútvarpið um kynningu á tilraununum í Rás 2 og verður úrslitakvöldinu meðal annars útvarpað beint og Sjónvarpið myndar það til síð- ari sýninga aukinheldur sem fylgja á sigursveitinni eftir. Undanúrslitakvöldin greiða áheyrendur atkvæði um hljómsveitirnar og tvær þær atkvæðahæstu komast áfram. Dómnefnd getur einnig lagt sitt af mörkum og valið þriðju hljómsveitina í úrslit, ef henni finnst einhver hljómsveit eiga erindi þangað. Úrslitakvöldið gilda at- kvæði dómnefndar svo 70% á móti atkvæðum áheyr- enda, en þá verða einnig kallaðir til sérfróðir til að velja besta gítarleikara, bassaleikara, trommuleikara og söng- vara úrslitanna, en athyglisverðustu hljómsveitina velur dómnefnd ein. Sigurhljómsveit síðasta árs, Yukatan, leikur í kvöld til upphitunar fyrir keppnina sjálfa, en dansrokksveitin Bubbleflies leikur á meðan atkvæði eru talin. Annað kvöld, úrslitakvöldið, leikur svo KK Band fyrir keppnina og á meðan atkvæði eru talin. Árni Matthíasson tók saman Tennessee-Trans Tennessee-Trans kemur úr Reykjavík og leikur gítar- kryddaða danstónlist. Sveitina skipa Sigurður Jóns- son söngvari, Sigtryggur Ari Jóhannsson hljómborðs- leikari, Arnar Omarsson trommuleikari, Einar Töns- berg bassaleikari, Sigurður Örn Jónsson liljómborðs- leikari, Haraldur Gunnlaugsson gítarleikari og Jón Fjölnir Thoroddsen söngvari. Meðalaldur sveitar- manna er um tuttugu og tvö ár. Morgunblaðið/Kristinn Léttlynda rós Léttlynda rós er hljómsveit frá Ólafsfirði sem feng- ist hefur við ballspilamennsku. Sveitarmenn eru Ólaf- ur Þór Jósepsson gítarleikari og söngvari, Gunnlaug- ur Helgason gítarleikari, Arnþór Benediktsson bassa- leikari, Andrés Benediktsson trommuleikari og Andr- és Bertelsen söng-vari. Meðalaldur sveitarmanna, sem segjast leika popprokk, þó erfitt sé að skilgreina það svo vel sé, er um tuttugu ár. Winnie the Pooh Því lýsandi nafni Winnie the Pooh, eða bara Bangsím- on upp á íslensku, heitir rokksveit úr Vestmannaeyj- um. Sveitina skipa Árni Hafsteinsson söngvari, Magn- ús Elvar Viktorsson og Helgi Thorshamar gítarleik- arar, Jóliann Ágúst Thorshamar bassaleikari, Sigur- geir Viktorsson trommuleikari og Ingólfur Arnason hljómborðsleikari. Meðalaldur sveitarmanna er rúm tuttugu ár, en þeir segjast leika venjulegt melódískt rokk, sinn eigin stíl. Ath.: BREYTTUR OPNUNARTÍMI Opið frá kl. 9-21 virka daga HAGKAUP Skeifunni — sími 635000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.