Morgunblaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
Húsleit hjá
Berlusconi
LÖGREGLA réðst í gær inn í
höfuðstöðvar flokks Silvio Ber-
lusconi, ítalska fjölmiðlarisans.
Hann sagði að um væri að
ræða samsæri vinstrimanna
sem freistuðu allra bragða til
þess að koma í veg fyrir sigur
sinn í þingkosningunum á Ítalíu
um næstu helgi. Lögregluheim-
sóknin var sögð liður í rannsókn
á tengslum milli frímúrara,
glæpastarfsemi og stjórnmála
á Ítalíu.
Hvattir til að
yfirgefa Alsír
FRANSKA stjórnin hvatti í gær
franska þegna til að yfirgefa
Alsír vegna vaxandi ofbeldis-
verka múslimskra strangtrúar-
manna. Fordæmdi stjórnin
jafnframt morð á frönskum
feðgum á heimili þeirra í út-
hverfi Algeirsborgar, Burkha-
dem, á þriðjudagskvöld. Með
því hafa múslimar, sem reyna
að koma ríkisstjórninni frá
völdum, myrt 32 útlendinga á
undanförnum tveimur árum,
flesta frá í nóvember sl.
Lifrarbólffu-
veira fundin
JAPÖNSKUM vísindamönnum
hefur tekist að einangra veiru
sem veldur C-lifrarbólgu. Talið
er að uppgötvunin geti leitt til
þess að hægt verði að framleiða
bóluefni við veikinni.
Banna mynd
Spielbergs
STJÓRNVÖLD í múslimaríkinu
Malasíu hafa bannað sýningar
á mynd Stevens Spielbergs,
Lista Schindlers. Segja þau
hana áróðurstæki gyðinga,
myndin lýsi þeim sem afburða
kynstofni með greind og gáfur
umfram annað fólk.
Of seinn í eig-
injarðarför
LAUMUFARÞEGI frá Fiji, sem
hafði verið talinn látinn eftir
að hafa stokkið í sjóinn í Puget
Sound við Seattle í Bandaríkj-
unum ásamt fjórum félögum
sínum, reyndist sprellifandi.
Hafði laumufarþegi villt á sér
heimildir og gefið upp nafn og
heimilisfang annars manns sem
dvaldist meðal vina fjarri
heimabænum. Er hann sneri
heim hafði fjölskyldan haldið
minningarathöfn og táknræna
útför hans.
Missa hvalir
heyrnina?
ÁÆTLUN vísindamanna við
Scripps haffræðistofnunina í
San Diego um að kanna hvort
sjávarhiti fari hækkandi vegna
hlýnandi loftslags á jörðinni
með því að senda öflugar hljóð-
bylgjur fram og aftur um undir-
djúp Kyrrahafsins veldur sjáv-
arlíffræðingum miklum
áhyggjum. Þeir óttast að hvalir
og önnur sjávarspendýr missi
heyrnina vegna hávaðans og
bíði tjón á andlegri heilsu.
Reuter
Kúrdi kveikir í sér
Kúrdar í Þýskalandi efndu í gær, fjórða daginn í röð, til mótmæla til stuðnings kröfunni um stofnun sjálf-
stjórnarsvæðis Kúrda í Tyrklandi. Lokuðu þeir hraðbrautum við Frankfurt og við það tækifæri hellti einn
Kúrdanna yfir sig bensíni og bar eld að. Á myndinni hleypur hann til lögreglumanna sem slökktu strax bálið
og varð manninum ekki meint af. Helmut Kohl kanslari Þýskalands sagði að Kúrdunum sem stóðu fyrir
aðgerðunum yrði refsað, þeir hefðu með ólátunum gerst sekir um óþolandi misnotkun þýskrar velvildar í
sinn garð.
Serbar og
Svartfell-
ingarkæra
NATO
Haag. Reuter.
STJÓRNIN í Belgrad hefur kært
Atlantshafsbandalagið (NATO) til
Alþjóðadómstólsins í Haag í Hol-
landi og sakað aðildaríki þess um
að hafa brotið stofnskrá Samein-
uðu þjóðanna (SÞ) með því að
hóta að beita hervaldi i Bosníu án
þess að hafa fengið samþykki SÞ.
Ákæran var lögð fram í nafni
Júgóslavíu sem nú samanstendur
einungis af Serbíu og Svartfjalla-
landi.
Bosníu-Serbar voru í gær sagðir
hafa síðustu daga fjarlægt fjölda
stórskotavopna sem fundust um síð-
ustu helgi innan griðarsvæðis
NATO umhverfis Sarajevo.
í gær var opnuð brú sem gengur
undir nafninu Bræðralags- og ein-
ingarbrúin og'tengir hverfi múslima
og serba í Sarajevo. Hún hafði ver-
ið lokuð í tvö ár. Mörg hundruð
manns fóru um hana á fyrsta degi
og notuðu tækifærið til að heim-
sækja vini og vandamenn handan
hennar.
Spennan fer enn vaxandi milli ríkianna tveggja á Kóreuskaga
Suður-kóreski herinn
settur í viðbragðsstöðu
Seoul. Rcuter.
RÍKISSTJÓRN Suður-Kóreu skipaði heraflanum að vera við öllu
búinn í gær en þá hafði Norður-Kóreustjórn lýst yfir, að með upp-
setningu bandarískra Patriot-flauga væru Suður-Kóreumenn að blása
til styijaldar. Spennan milli Kóreuríkjanna hefur vaxið mjög síðustu
daga og það mun ekki verða til að draga úr henni að ákveðið hefur
verið, að sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkja-
manna verði haldnar en áður hafði þeim verið frestað. Varnarmála-
ráðherra Suður-Kóreu sagði í gær, að gerðu Norður-Kóreumenn
árás, yrði henni svarað af öllu afli og landið sameinað.
Suður-kóreska herráðið skipaði
hernum að vera í viðbragðsstöðu
vegna yfirlýsinga Norður-Kóreu-
manna og sem varúðarráðstöfun á
meðan forseti landsins, Kim Yo-
ung-sam, er erlendis. í yfirlýsingu,
sem norður-kóreska fréttastofan
flutti í gær, sagði, að uppsetning
Patriot-flauga umhverfis Seoul,
höfuðborg Suður-Kóreu, væri ögr-
un, sem leitt gæti til stríðs. „Fyrir-
skipun Clintons er ógnun við Norð-
ur-Kóreu, sem hæglega getur
hleypt öllu í bál og brand á Kóreu-
skaganum," sagði í yflrlýsingunni
en í Seoul telja þó flestir ólíklegt,
að til átaka komi og ekki hefur
orðið vart við óeðlilega liðsflutn-
inga í Norður-Kóreu.
Heræfingar í næsta mánuði
Hugsanlegt er, að sameiginlegar
heræfingar Suður-Kóreu og
Bandaríkjanna verði í næsta mán-
uði eða í maí en ákveðið hafði ver-
ið að fresta þeim til að auka líkur
á, að Norður-
Kórea leyfði eft-
irlitsmönnum Al-
þjóðakjamorku-
málastofnun-
arinnar að kanna
kjarnorkuver í
landinu og ganga
Chang-jun úr skugga um að
þar væri ekki verið að vinna að
smíði kjarnasprengna.
„Ráðist herafli Norður-Kóreu
suður fyrir landamærin mun sam-
einaður her Suður-Kóreumanna og
Bandaríkjamanna hrinda árásinni
samstundis og við höfum áætlun
um að sameina allt landið að því
búnu,“ sagði Rhee Byoung-tae,
varnarmálaráðherra Suður-Kóreu,
í gær en í suður-kóreska hernum
eru 650.000 hermenn en rúmlega
1,1 milljón í Norður-Kóreu.
Norðanmenn hafa líka miklu fleiri
þungavopn og flugvélar en vopna-
búnaður Suður-Kóreu er miklu full-
komnari.
HERNAÐARMATTUR KOREURIKJANNA TVEGGJA
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA,
samþykkti á mánudag að gefa Norður-Kóreu
síðasta frest til að leyfa alþjóðlegum eftirlits-
mönnum að skoða kjarnorkuver landsins,
ella yrði gripið til aðgerða gegn ríkinu.
| ^ ~ »» I
N0RÐUR- KOREA SUÐUR- KÓREA
Landhs T
Herlið 1,127,000 633,000
«!■> “ Skríðdrekar 3,700 1,800
-dt' Stórskotavopn 9,000 6,000
A Eldflauga- nf vagnar 2,280 140
| Eldflaugar | (landhemaður) 84 12
✓ Eldflaugar < (til loftvama) 10,000 850
Flugtw r
te i Orrustuflugvélar 730 445
Árásarþyrlur 50 133
Sprengiflugvélar 80 None
Floti
li* . Herskip 3 ' 38
Kafbátar 25 4
■ -.r. Eftirlits- og strandgæsluskip 387 120
BANDARÍKIN
HeHlð8ari(tefil<|aiti#nna I SJtðwu
^ Landher 26,000
© Flugher 9,500
> —1 Orrustuflugvélar 84
flo« BandarikiamBnna (í Peari Hartour)
Herskip* 68
te Kafbátar 41
mi Láðs- og lagartækl 28
’ Deilast i tvo hluta. 7. tlotlnn (með aðal-
bækistöð sfna í Yokosuka í Japan) ann-
ast vesturhluta Kyrrahats og Indlandshaf.
REUTER
Líkamsárásin á bandarísku skautadrottninguna Naney Kerrigan
Ekkja Fellinis
látin
GIULETTA
Masina, ein-
hver frægasta
leikkona Italíu
og ekkja leik-
stjórans Fed-
erico Fellini,
lést í gær.
Banamein
hennar var krabbamein. Aðeins
fimm mánuðir liðu milli andláts
þeirra.hjóna..
111
Sakborninffarnir opna símalínu
Porf.Ianri. Ronfpr. ^111 ^
Portland. Reuter.
MENNIRNIR sem ákærðir eru fyrir að ráðast á skautakonuna Nancy
Kerrigan í janúar sl. og berja hana í fótlegginn með járnstöng, hafa
nú opnað símalinu þar sem þeir segja sögu sína fyrir um 360 kr.
mínútuna. Á upptökunni, sem er þriggja og hálfrar mínútu löng,
veita Shane Stant og Derrick Smith nýjar upplýsingar um þátt Tonyu
Harding, en Dawn Eckhart, lífvörður hennar, fékk þá tií að ráðast
á Kerrigan. Mennirnir neita árásinni en viðurkenna að hafa lagt á
ráðin um hana.
Stant og Smith segja lögfræði-
kostnað vegna réttarhaldanna svo
háan, að þeir hafi neyðst til að afla
sér fjár á einhvern hátt og þá hafi
hugmyndin að símalínunni komið
upp. Þá hyggjast þeir einnig hefja
sölu á stutterma-
bolum og húfum
í fjáröflunarskyni
en þeir hafa nú
þegar fengið
greitt fyrir að
koma fram í sjón-
varpsþætti.
Smith sagði
Nancy Kerrigan fréttamönnum að
hann hefði undir höndum upplýs-
ingar um að Harding .hefði haft
vitneskju um málið. Fyrst hefði
verið ætlunin að ráðast á Kerrigan
á herbergi hennar en erfiðlega hafi
gengið að hafa upp á herbergisnúm-
erinu. Þá hafi Jeff Gillooly, fyrrum
eiginmaður Harding, sagt að hún
hefði það undir höndum. í upptök-
unni á símalínunni segir; „Ætti
Tonya Harding að fara í fangelsi?
Það er ykkar að dæma.“ Ekki er
hægt að hringja í símalínu þeirra
Stants og Smiths ,frá íslandi.