Morgunblaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 Lífeyrissjóðimir og Hvalfj arðargöng eftir Þorgeir Eyjólfsson Á undanförnum mánuðum hefur undirrituðum virst að nokkurs mis- skilnings gæti um aðkomu og þá áhættu sem lífeyrissjóðirnir taka sem kaupendur að víkjandi skuldabréfum Spalar hf. en það hlutafélag hyggst standa að byggingu og rekstri ganga undir Hvalíjörð. Þessari grein er ætlað að varpa ljósi á þátttöku lífeyr- issjóðanna sem lánveitenda í málinu. Greininni er alls ekki ætlað að vera innlegg í skoðanaskipti um hvort valinn hafi verið besti kostur um vegtengingu yfir fjörðinn. Hinn 5. maí 1990 samþykkti Al- þingi lög um vegtengingu um utan- verðan Hvalfjörð. Meginefni laganna fólst í því að ríkisstjórninni væri heimilt að fela hlutafélagi, sem stofn- að yrði í því skyni, að annast að nokkru eða öilu leyti undirbúning, fjármögnun og framkvæmdir við vegtengingu um utanverðan Hval- fjörð, svo og rekstur um tiltekinn tíma. Hlutafélagið Spölur hf. var síð- an stofnað í þessu skyni hinn 25. janúar 1991. Þann sama dag var undirritaður samningur milli sam- gönguráðuneytisins og Spalar hf. um að hinn síðamefndi stæði fyrir hag- kvæmniathugunum vegna vegteng- ingarinnar. Spölur hf. hefur samkvæmt samn- ingi við samgönguráðuneytið einka- rétt á að leggja og reka göng undir Hvalfjörð og standa straum af kostn- aði við gerð og rekstur ganganna með innheimtu gjalds af þeim bílum sem um göngin aka. Gerð jarðganganna verður boðin út með þeim skilmálum að verktak- inn skili þeim fullgerðum og fái greitt í einu lagi þegar verkinu er lokið. Þannig er ljóst að væntanlegur verk- taki mun kosta framkvæmdir á byggingartíma en að honum loknum er áætlað að fjámiagna verkið með eftirgreindum hætti: BankaláníUSDogDEM 2.260 m.kr. Víkjandi skuldabréf í ÍSK 1.240 m.kr. Hlutabréf 130 m.kr. Samtals á verðlagi okt.’93 3.630 m.kr. Það er á grundvelli ofangreindra staðreynda sem lífeyrissjóðimir hafa „Engar greiðslur verða inntar af hendi af hálfu lífeyrissjóða fyrr en göngin undir Hvalfjörð verða fullgerð, þau hafi verið í rekstri um þriggja mánaða skeið, undir eftirliti Vega- gerðar ríkisins, og á þeim tíma hafi ekkert komið fram sem bendi til að rekstur mann- virkisins verði ekki með eðlilegum hætti í næstu framtíð.“ skrifað undir yfirlýsingu um vilja til að gera samning um kaup á skulda- bréfum. Viljayfirlýsingin, sem samin er á grundvelli viðræðna milli lífeyr- issjóðasambandanna og hlutafélags- ins, er undirrituð af einstökum lífeyr- issjóðum með fyrirvörum um að ekki verði skrifað undir samning um kaup skuldabréfa fyrr en ljóst er: 1. að viðkomandi lífeyrissjóður hefur aflað sér heimilda til kaupa skuldabréfanna samkvæmt lög- um, samþykktum eða reglugerð sem um hann gilda. 2. að íjármögnun verkefnisins muni takast og verði sem næst í þeim hlutföllum sem að ofan greinir. 3. fyrr en endanlegar niðurstöður jarðfræðirannsókna liggja fyrir Þorgeir Eyjólfsson og þær gefi ekki tilefni til að ætla að tæknilegar hindranir ættu að koma í veg fyrir gerð gang- anna. 4. að niðurstöður umferðarspár sem gerð verður áður en samningur verður undirritaður sýni jafn mikla eða meiri umferð en núver- andi spá. 5. að gengið hafi verið frá landa- kaupum. 6. að samningar Spalar hf. við verk- taka verði undirritaðir samtímis samningi við lífeyrissjóði. 7. að ekki hafi verið tekið hærra til- boði frá verktaka í gerð ganganna en kostnaðaráætlun Spalar hf. gerir ráð fyrir eða 3.300 milljón- um kr. á verðlagi í október 1993 og gengi USD kr. 62,50. 8. að gengið hafi verið frá trygg- ingaskilmálum. 9. að framkvæmdir við gerð gang- anna verði hafnar í síðasta lagi á árinu 1994 og þeim lokið og rekstur hafinn eigi síðar en þrem- ur árum og níu mánuðum eftir undirritun samnings. Viðkomandi lánveitandi mun því verða óbund- inn samningi ef fyrrgreindum tímamörkum verður ekki fylgt. Engar greiðslur verða inntar af hendi af hálfu lífeyrissjóða fyrr en göngin undir Hvalíjörð verða full- gerð, þau hafi verið í rekstri um þriggja mánaða skeið, undir eftirliti Vegagerðar ríkisins, og á þeim tíma hafi ekkert komið fram sem bendi til þess að rekstur mannvirkisins verði ekki með eðlilegum hætti í næstu framtíð. Svo sem sjá má af ofanrituðu taka lánveitendur enga áhættu vegna lagningar jarðganganna, þar sem formleg kaup skuldabréfanna munu ekki eiga sér stað fyrr en þremur mánuðum eftir að göngunum hefur verið fulllokið. Verði göngin ekki tekin í notkun af einhveijum orsök- um, verður ekki af lánveitingu lífeyr- issjpðanna vegna verksins. Áhætta lánveitendanna verður vegna umferðarinnar um göngin. Göngin munu stytta vegalengdina milli Akraness og Reykjavíkur um 61 km ogvegalengd milli höfuðborg- arsvæðis og Vestur- eða Norðurlands um 46 km. Tekjur af göngunum, og þar með endurgreiðslutími þeirra, munu ráðast nánast alfarið af um- ferðarþunganum. Reiknað er með að gangatollur verði 625 kr. á verðlagi í júlí 1993 en í þeirri tölu er innifalinn afsláttur til bíla sem fara oft um göngin svo og 14% virðisaukaskattur. Reiknað er með að gangatollur þungaflutnings- bifreiða verði 2.700 kr. á sama verð- lagi. Ferðatími milli Reykjavíkur og Akraness mun styttast úr 1 klst. og 15 mín. niður í 30 mín. Umferðarspá sem byggð var á umferð árið 1990 og tók til bíla sem óku fyrir Hval- ljörð, bíla sem fluttir voru með Akra- borginni og fjölda farþega Akraborg- ar sem ekki höfðu bíla meðferðis sýndi umferð sem samsvarar 1.530 bíla umferð á sólarhring á leiðinni, eða sem svarar 560.000 bílum á ári. I samningi Spalar hf. og ráðuneytis- ins er kveðið á um að ríkisstyrkur til reksturs bíla- og farþegaferju milli Reykjavíkur og Akraness skuli ----FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ----- Málþing um samkeppnisútboð og val ráðgjafa Fjármálaráðuneytið og Framkvæmdasýslan, í samstarfi við Félag ráðgjafarverkfræðinga og Arkitektafélag íslands, gangast fyrir málþingi um Samkeppnisútboð og val ráðgjafa í Borgartúni 6, föstudaginn 25. mars 1994 kl. 14.00- 16.30. Dagskrá þingsins verður sem hér segir: 1. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra setur málþingið. 2. Útboðsstefna ríkisins og kaup á þjónustu. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. 3. Ríkið byggir - sjónarmió arkitekta. Ormar Þór Guðmundsson, formaður Arkitektafélags íslands. 4. Stefna FRV í útboðsmálum. Runólfur Maack, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga. 5. Kostir samkeppnisútboða við val ráðgjafa. Steindór Guðmundsson forstöðumaður Framkvæmdasýslu ríkisins. 6. Samantekt. Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Árni Björn Jónasson, verkfræðingur og Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt. Ráðstefnustjóri verður Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Allir sem áhuga hafa á þessum málum eru velkomnir. þátttöku skal tilkynna til Framkvæmdasýslunnar í síma (91) 62 36 66 fyrir 24. mars n.k. 2X30 W. geislaspilari m/bitstream, tvöfalt segulband, EXTRA BASSI og SURROUND 'X70 W, geislaspilari m/bitstream,tvöfalt segulb. nti/High speed Dubbing og autoreverse, DBB Dynamic Bass Boost, SURROUND Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 OO mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.