Morgunblaðið - 24.03.1994, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
u
Brot reið yfir Hólmanesið á Papagrunni
Heilláhúfi
EGILL Guðnason, fyrsti stýrimaður, í sæti sínu í brúnni á Hólmanesinu þar sem hann var þegar
brotsjór reið yfir skipið í fyrrinótt.
Skæðadrífa glers flaug
allt í kringum okkur
segir Egill Guðnason stýrimaður sem var við annan mann í brúnni
BROT reið yfir Hólmanesið SU um klukkan eitt í fyrrinótt þar
sem það hélt sjó utarlega á Papagrunni miðjum. Milli 10 og 11
vindstig voru á þessum slóðum og ölduhæð talsverð. Tveir menn
voru í brúnni þegar brotið skall á skipinu, 1. stýrimaður sem sat
og netamaður, sem stóð bak við hann. „Þessi straumhnútur skrúf-
aði sig upp og lamdi brúna fyrirvaralaust og glugginn bakborðs-
megin sprakk inn," segir Egill Guðnason stýrimaður. „í glugganum
er öryggisgler sem kurlaðist við höggið og skæðadrífan flaug allt
í kringum okkur en fyrir einhveija guðs lukku sluppum við
ómeiddir. Stóllinn sem ég sat í er hins vegar alþakinn örsmáum
glerbrotum, innréttingarnar og veggirnir. Við urðum hundvotir á
augabragði og öll tækin í kringum okkur. Þetta kom snöggt og
síðan var allt búið.“
Sjórinn streymdi inn um
gluggann, lenti á veggnum and-
spænis honum og kastaðist síðan
á mennina, en þá var mesta afl
úr brotinu, að sögn Egils. Hann
segir að ekki hafi unnist tími til
hræðslu, en þó hafi þeir jafnvel
búist við öðru broti. „Við sluppum
ótrúlega vel, en hefði einhver stað-
ið hinum megin í brúnni þar sem
glugginn fór, held ég að ekki hefði
þurft að spyija um hann frekar,
hvort sem glerið hefði grandað
honum eða sjórinn þrumað honum
í vegginn," segir Egill.
Brotnaði utan af
björgunarbáti
Sjór náði mönnum í hné í brúnni,
að sögn Sigurðar Magnússonar
skipstjóra, en rann síðan niður í
káetur skipveija og borðsal. Björg-
unarbátur þeyttist úr festingum
sínum við brotið og brotnaði utan
af honum, teppi í káetum eyðilögð-
ust og innréttingar eru illa famar.
Rafmagn fór af skipinu við brotið
og duttu öll stjómtæki út. Nokkra
stund tók að byrgja gluggann og
gangsetja nauðsynlegan tækjabún-
að, en talstöðvarsamband náðist
fljótlega við land. Að sögn Sigurð-
ar er ekki óhætt að kveikja á
tækjunum meðan þau eru gegnsósa
í seltu og vatni, og þarf að taka
þau I land og hreinsa.
Hólmanesið er rúm 450 tonn að
stærð og hefur 15 manna áhöfn.
Um hálfur annar tími leið áður en
skipið hélt til heimahafnar og fylgdi
Hólmatindur því þorra leiðarinnar.
Matsmenn tryggingafélags skips-
ins komu til Eskifjarðar um miðjan
dag í gær, en of snemmt er að
segja til um umfang tjónsins. Sig-
urður kveðst þó áætla að það nemi
hundruðum þúsunda króna, og
hafi stjórntækin skemmst skipti
tjónið milljónum.
Hólmanesið fékk á sig brotsjó
að aftanverðu i janúar í fyrra, og
urðu þá nokkrar skemmdir á síðu
þess.
Smábátaveiðar
I
bitna á öðrum
- segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að við úthlutun fisk-
veiðiheimilda fyrir næsta fiskveiðiár verði heimildir annarra en smábát-
asjómanna minni sem nemur smábátaveiðunum. Ekki er hægt að segja
hver heildaraflinn verður fyrr en eftir að Hafrannsóknastofnun hefur
sagt fyrir um hvað ráðlegt sé að veiða í lok maí.
„Það sem smábátaveiðin fer um- Þorsteinn sagði að vissulega væru
fram það sem ráðgert var, hlýtur að margir aðrir hlutir jákvæðir og þrátt
I
i
I
koma niður á veiðiheimildum annarra
sjómanna. Við reiknuðum með að
samkomulag næðist um að takmarka
smábátaveiðarnar við 13-14 þúsund
lestir og að veiðar annarra sjómanna
skertust á núverandi fiskveiðiári í
samræmi við það. Nú er ekki sam-
komulag í þinginu um slíka takmörk-
un sem þýðir að á næsta fiskveiðiári
verða veiðiheimildir annarra sjó-
manna sem því nemur minni,“ sagði
Þorsteinn.
Hann sagðist ekki geta sagt á
, þessu stigi hver heildaraflinn yrði.
„Það getum við ekki fyrr en eftir að
við höfum fengið ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar í lok maí.“
fyrir þessa takmörkun á afla væru
horfur á að tekjuafgangur yrði af
rekstri sjávarútvegsins í heild á þessu
ári. Það hefði tekist með almennum
ráðstöfunum í efnahagsmálum, þeim
ráðstöfunum sem fyrirtækin hefðu
gripið til og í þriðja lagi vegna þess
að við hefðum fengið búhnykk í öðr-
um veiðum eins og loðnunni. „Þetta
er auðvitað umtalsverður árangur
þrátt fyrir þessa minnkun þorskveiða
og lækkun afurðaverðs. Við vitum
að það eru alltaf sveiflur í þessari
atvinnugrein en ef forsendur haldast
óbreyttar þá á að vera hægt að halda
þessu áfram," sagði Þorsteinn.
!:
1
Dómsins beðið
Morgunblaðið/John MacKinnon
ERLAND Olsen, skipstjóri togarans Rex, til vinstri, bíður dómsniður-
stöðu ásamt einum skipverja sinna fyrir utan umdæmisdómstólinn
í Stornoway í Skotlandi.
Skipstjórinn greiði
1,3 máljómr í sekt
I
Stornoway, Skotlandi. Frá Iain Maciver,
fréttaritara Morgunblaðsins.
UMDÆMISDÓMARI í Stornoway
í Skotlandi dæmdi skipstjóra tog-
arans Rex í gær til að greiða
12.500 punda sekt, um 1.350 þús-
und krónur, fyrir ólöglegar veið-
ar um 170 mílur vestur af Roc-
í dag
í steininn eftir þrekraun
Sjómaður sem bjargaðist á ótrú-
legan bátt úr sjávarháska var
látinn gista fangageymslur 22
Ihuga þotukaup
J'orráðamenn Flugfélags Norð-
urlands íhuga að kaupa aðra
Metro-skrúfuþotu 24
Thorvaldsen
150 ár eru nú liðin frá dauða
myndhöggvarans Bertels Thor-
valdsen 33
Leiðari
Hvers vegna þessi mismunur? 32
JHorgunblnbib
VIÐSKIPn AIVINNUIÍF
► íhuga stofnun verksmiðju í
nágrannalöndunum - Bankarn-
ir grafa undan eigin hagsmun-
um - Skyndibitamarkaðurinn
stækkar
Jfiorjjunbíaíiib
► Leikari Iætur gott af sér
Ieiða - Stuttmyndin Seppi fær
góðar viðtökur - Líkams-
klukkurnar stjórna lífi okkar
- Myndbönd
Veitíng dýralæknastöðu
kærð til Jafnréttisráðs
GUÐBJÖRG Þorvarðardóttir, héraðsdýralæknir í vesturumdæmi
Þingeyjarsýslu, hefur ákveðið að kæra til Jafnréttisráðs veitingu
landbúnaðarráðherra á héraðsdýralæknisembætti í Borgarfjarðar-
héraði. Á mánudag veitti landbúnaðarráðherra Gunnari Gauta Gunn-
arssyni, dýralækni á Hvanneyri, embættið, en Guðbjörg, sem hafði
flesta punkta 11 umsækjenda, samkvæmt svokölluðu punktakerfí sem
embættisveitingar til dýralækna hafa jafnan tekið mið af síðari ár,
telur að með skipuninni hafi verið brotinn á sér réttur samkvæmt
jafnréttislögum.
Ráðherra hafði áður veitt emb-
ættið, en sá sem hlaut það þá sagði
því lausu vegna andstöðu og undir-
skriftasöfnunar bænda í héraðinu,
sem vildu að Gunnar Gauti fengi
embættið. Það var auglýst aftur,
og var Guðbjörg þá meðal 11 um-
sækjenda.
Samkvæmt fyrrgreindu punkta-
kerfí var Guðbjörg að eigin sögn
ein hæst umsækjenda eftir að ann-
ar jafnhár dró umsókn sínatil baka,
en sá sem hlaut stöðuna var eftir
það í 3.-4. sæti.
„Síðustu ár hefur í öllum tilvikum
verið farið eftir punktakerfinu við
veitingu dýralæknisembætta, þótt
það sé ekki skylt í lögum,“ sagði
Guðbjörg við Morgunblaðið í gær.
„Ég mun senda málið til meðferðar
í Kærunefnd jafnréttismála," sagði
hún og kvaðst, auk þess að vera
hæst samkvæmt punktakerfinu,
sem miðast við starfsaldur, fyrri
embættisstörf og ábyrgð, og tekur
mið af þjónustu í afskekktum hér-
uðum, hafa það umfram þann sem
embættið hlaut að hún hafí lokið
framhaldsnámi í dýralækningum.
kall um síðustu helgi. Dómarinn
sagði hins vegar að upp hefði
komið mjög óvenjuleg staða, þar
sem sáttmáli Sameinuðu þjóð-
anna, sem tæki gildi f nóvember,
stangaðist á við bresk lög og sam-
kvæmt honum væri ekki um refsi-
vert athæfi að ræða. Þar vísar
dómarinn til Hafréttarsáttmála
SÞ, en íslendingar hafa löngum
haldið því fram að samkvæmt
í
I
Tíu þúsund titlar
BÓKAMARKAÐUR Félags íslenskra bókaútgefenda hefst í dag og
eru um 10 þúsund titlar í boði að sögn Benedikts Kristjánssonar.
Verð er svipað og í fyrra og meira framboð er á gömlum bókum.
Hann segir helstu breytinguna Líkt og í fyrra eru nýjustu bæk-
frá í fyrra vera að hlutfall gamalla umar frá 1991. Sama verð er á
bóka hafi aukist, en aðsókn í fyrra(. , bókunum og í fyrra, þrátt fyrir að
hafi sýnt að verulegur áhugi sé á virðisaukaskattur hafi veríð lagður
þeim. Meðal þeirra sé að finna- á þær í júlí á síðasta ári; segir
handinnbundnar og sjaldgæfar Benedikt. Markaðurinn er til húsa
bækur, en elsta bókin á markaðin- á annarri hæð í Þönglabakka 1 í
um var gefín út árið 1877. Mjóddinni.
Guðbjörg sagðist sjá þá skýringu
helsta á málinu að gengið væri fram
hjá sér vegna kynferðis. „Ráðherra
var áður búinn að veita stöðuna á
grundvelli punktakerfísins öðrum
en þeim sem bændur studdu en
bregður frá því núna eftir að staðan
hefur verið auglýst aftur. Það getur
verið að hann hafí talið auðveldara
að ganga fram hjá konu,“ sagði
Guðbjörg og sagði að sama dag og
Borgarfjarðarembættið var veitt
hefði punktakefið ráðið því að karl-
manni var veitt embætti í Eyjafirði.
Hún sagðist gera ráð fyrir að um
málið yrði fjallað innan félags dýra-
lækna, sem í eru um 60 dýralækn-
ar, enda hefði félagið lagt mikla
áherslu á að stöður yrðu veittar
samkvæmt punktakerfinu.
honum eigi Bretar ekki rétt til
veiða á þessu hafsvæði.
Breska strandgæslan vísaði togar-
anum, sem er í eigu dótturfyrirtækis
Skagstrendings á Kýpur, til hafnar
í Skotlandi um helgina. Skipstjórinn,
Færeyingurinn Erland Olsen, lýstí
því yfir fyrir réttinum í gær, að hann
væri sekur um brot gegn breskum
lögum um fiskveiðitakmarkanir.
Debbie Wilson sýslumaður, sem
sótti málið, sagði að leiðarbók skips-
ins sýndi að því hefði verið siglt frá
Killybegs á írlandi á veiðisvæðið
Hatton-banka, vestur af Rockall. „Á
þessu svæði mega aðeins þau skip
veiða sem fengið hafa til þess heim-
ild og slíka heimild hafa skip skráð
í Kýpur ekki,“ sagði hún.
Lögmaður skipstjórans, John
Morris, sagði að brotið hefði ekki
komið í ljós nema vegna þess hve
leiðarbók Rex væri nákvæm og
ákvæði um upptöku veiðarfæra og
afla ættu ekki við í þessu tilfelli.
Þegar umdæmisdómarinn, Ian
Cameron, kvað upp dóminn sagði
hann að staðan væri mjög óvenjuleg.
„Mál af þessu tagi gætu verið ógilt
ef á þau bresku lög, sem hér eiga
við, verður látið reyna fyrir Alþjóða-
dómstólnum í Haag.“ Dómarinn til-
kynnti jafnframt að sektina yrði að
greiða að fullu áður en skipið yfir-
gæfi Stornoway.