Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 Ari. ist ég ekki eftir að hafa séð áð- ur, eða kannski hafa þær farið framhjá mér, en njóta sín sérlega vel í þessari upphengingu. Eru það „Systurnar á Stapa“, sem máluð mun vera 1935, en litirnir í henni eru næsta óvenjulegir frá hendi Kjarvals, „Ari“ , sem máluð var á árunum 1957-58 og keypt var til safnsins 1990. Og svo er það hin gullfallega ófreska ævin- týramynd „Fjarðarmynni“ frá 1947 og keypt var 1991. Hvað málverkið Systurnar á Stapa snertir kom hún til safnsins á sl. ári og er einmitt gjöf frá Jóni Þorsteinssyni og Eyrúnu Guð- mundsdóttur. Allar bera þessar myndir ótví- rætt kennimark meistarans og einungis þeirra vegna væri sýn- ingin heimsóknar virði. Upp- hengingin í sjálfu sér býður að öðru leyti ekki upp á neinar óvæntar lifanir, er slétt og felld. Kjarval Myndlist Bragi Ásgeirsson Undanfarnar vikur hafa mál- verk eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval hangið uppi í Kjarvalssal Kjarvalsstaða, sem er árviss við- burður. Fer sýningunni nú senn að ljúka svo ekki er seinna vænna að geta hennar að nokkru. Hin mikla gjöf Kjarvals til Reykjavíkurborgar nam um 5000 myndverkum aðallega unnum á pappír, svo og undirbúningsriss- um, en einnig mörgum olíumynd- um á striga og harðara efni. Við þessa gjöf hafa svo bæst margar verðmætar gjafir t.d. úr safni þeirra Jóns Þorsteinssonar og Eyrúnar Guðmundsdóttúr, og svo hafa ýmis ágæt verk verið keypt til viðbótar allt frá því að mynd- húsið komst í gagnið. Listrýnirinn hefur gert sér nokkrar ferðir á sýninguna og getur staðfest að margt ágætra mynda er þar að finna, og hún er góðrar heimsóknar virði, en ýmislegt við framkvæmdina vek- ur samt furðu hans. Hér er nefnilega ekki um til- takanlega metnaðarfullt framtak að ræða, frekar ber sýningin svip af skyldurækni við listamanninn, því að flestar þessara mynda hafa menn séð margoft á fyrri sýningum. Ekki er það svo, að menn verði leiðir á þessum mynd- um, en of mikið má af öllu gera og í ljósi verkanna 5000, hlýtur sitthvað spennandi að vera þar innan um sem minni gaumur hefur verið gefinn hingað til, en ávinningur væri af að kynnast. Sýningin er þannig engin vett- vangsskýrsla um hvað rannsókn- um á listaverkagjöfinni viðvíkur, heldur ber hún frekar vott um vanavinnubrögð, sem öðru frem- ur eru innt af hendi af skyldu- rækni. Það er bjargföst skoðun mín að hver einasta sýning á verkum Kjarvals, skuli að vera dijúgur viðburður, og miklu eigi að fóma til að vekja áhuga fólks á þessum mikla listamanni. Sýn- ingarnar hafi ákveðin stefnu- mörk og traustan ramma, og þannig beri að fylgja hverri ein- ustu sýningu úr hlaði með kynn- ingu á sérstöku afmörkuðu tíma- bili á ferli hans, eða einstökum listaverkum, og vera svo með yfirlit eða uppstokkun inn á milli. Til þess þyrfti einnig að hanna sérstaka sýningarskrá svo sem ég hef margoft bent á í skrifum mínum. Skráin gæti allt eins verið Iiður í rannsóknum á list Kjarvals, um leið og hún fæli í sér mikilsverð- ar upplýsingar og fróðleik um listamanninn og verkin á hverri sýningu fyrir sig. Mætti ætla, að hér sé af nógu að taka í ljósi verkanna 5000, auk viðamikilla heimilda um líf hans sem vafalít- ið eru í eigu stofnunarinnar. Þá væri fengur að fá sem flesta með yfirsýn yfir list Kjarvals til að láta ljós sitt skína, og fá þá sam- Fjarðarmynni. líiétiSÉ Æú * Systurnar á Stapa. ferðamenn hans sem enn eru á lífi til að lýsa kynnum sínum af meistaranum. Á sýningunni voru það einkum þijár myndir sem sérstaka at- hygli vöktu, og tvær þeirra minn- Vatnslitir - smelti - olía í Listhúsi í Laugardal, að Engjateig 19, sýnir fram til 30. marz Þórunn Eiríksdóttir 49 myndverk, sem greinast í vatns- litamyndir, smelti og olíu á striga. Þórunn er af útskriftarár: gangi myndmenntakennara MHÍ 1970, en hefur auk þess sótt fjölda námskeiða, m.a. í leír- myndagerð, smelti og glerlist. Þá hefur hún ferðast víða til að leita sér fróðleiks um myndlist, að því viðbættu að hún hefur verið^ myndmenntakennari í 22 ár. Áður hefur Þórunn haldið sýningar í Reykjavík, Akureyri og Kópavogi og er þetta sjötta einkasýning hennar. Það skal viðurkennt, að stund- um finnst þeim sem hér ritar sem öll myndlistarkennsla fari fram á stuttum námskeiðum hérlend- is, og þá jafnt í dagdeildum lista- skólanna, sem námskeiðum inn- an þeirra sem utan. Þá eru stefnumörkin þau, að kenna ein- hveija sérstaka aðferð innan myndlistarinnar og látið þar við sitja, og vitleysan kórónuð með að gefa próf upp á það að við- komandi hafi stundað nám í myndlistargeiranum. í raun er þá verið að kenna, hvernig alls ekki eigi að nálgast myndlist, því að fæstum endist allt lífið til tæmandi rannsókna á hveijum geira fyrir sig. Því er nærtækar að upplýsa nemand- ann um hve lítið hann kann að loknu námskeiði og hve sviðið er rúmt, en að telja honum trú um að hann geti staðið á eigin fótum á tæknisviði námsgreinar- innar. Ósjálfrátt datt mér þetta allt í hug við skoðun sýningar Þór- unnar Eiríksdóttir, því að 'óneit- anlega er dijúgur námskeiða- svipur á sýningunni og skyggir hann frekar á upprunalega hæfi- leika en að draga þá fram. Þetta sér maður greinilega á vatnslitamyndunum, sem eru stærsti hluti sýrtingarinnar, því að í þeim fáu myndum sem fijálst hugarflug gerandans fær eðli- lega útrás nýtur hann sín lang- samlegast best að mínu mati, og á ég hér við myndverk eins og Þórunn Eiríksdóttir. t.d. „Njálsbrenna" (9) og „Glæð- ur“ (11). í myndum sem slíkum er tjáningin fersk og upprunaleg. En er svo Þórunn fer að styðjast við þekkingu sína frá námskeið- unum daprast henni flugið og fjarlægist mjög innri lífæðar myndflatarins. Það sem máli skiptir í mynd- list er að virkja hið innra auga, og öll aðfengin þekking sem tek- ur ekki tillit til þess er misvís- andi og röng. Og eins og það heitir, þá skipt- ir öllu að virkja augun og læra að horfa á tilveruna, — fá augu á hausinn. Og hafi maður á ann- að borð lært að skoða og með- taka myndir situr það í viðkom- andi allt lífið. Og það er mikið mál, vel að merkja. Klár og skýr einfaldleiki eins og kemur fram í smeltimyndinni Fiskur (31) er styrkur Þórunnar og einnig skilvirkni í formrænni uppbyggingu eins og t.d. í mál- verkinu „Flug“ (47). Óskast á leigu 400-500 fm atvinnuhúsnæði Höfum verið beðnir að útvega traustum aðila ca 400-500 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð á góðum stað miðsvæðis í Austurborginni. Góð aðkoma og góð bílastæði æskileg. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 19540 og 19191. FESTINGAJÁRN pr ■ ■ OG KAMBSAUMUR Þýsk gæöavara. — traustari festing HVERGI MEIRA ÚRVAL Ármúlu 2V — MM4 Kcvkjuvlk simur .4X640 «»»• 6X6I(M> DAGBÓK FÉLAGSSTARF aldraðra, Hafnarfirði. Spilað verður bingó í dag kl. 14 í íþróttahúsinu v/Strandgötu. FÉLAG eldri borgara í Rvík og nágrenni. Bridskeppni, tví- menningur í Risinu kl. 13 í dag. Bókmenntakynning 5. og 12. apríl nk. kl. 14 í Risinu. Leikfélagið Snúður og Snælda kynna verk Einars Benediktssonar, stjórnandi Gils Guðmundsson, rithöfundur. REIKI-HEILUN. Opið hús í kvöld kl. 20 í Bolholti 4. FLÓAMARKAÐSBÚÐIN, Garðastræti 2, er opin þriðju- daga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 13-18. BRÆÐRAFÉLAG Garðakirkju heldur félagsfund í kvöld kl. 20.30 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Gestur fundarins, Njörður P. Njarðvík, prófessor, ræðir um Sólarljóð. FÉLAGSSTARF aldraðra, Norðurbrún 1. Kvöldvaka á morgun föstudag kl. 20. Kvöld- vökukórinn sér um söng, upplest- ur, grín og dans. Kaffiveitingar. GEÐHJÁLP er með fyrirlestur í kvöld kl. 20.30 á 3. hæð geðdeild- ar Landspítala er nefnist „Hu- græn meðferð" (eognitiv-með- ferð). Öllum opið. KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA: Opið hús fyrir alla aldurshópa í dag kl. 14-17. BÚSTAÐAKIRKJA: Mömmu- morgunn kl. 10. HALLGRÍMSKIRKJA: Kvöld- bænir með lestri Passíusálma kl. 18. HÁTEIGSKIRKJA: Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Kvöldsöng- ur með Taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. LANGHOLTSKIRKJA: Vina- fundur kl. 14-15.30 í safnaðar- heimili. Umfjöllunarefni: Efri árin og breytingar á högum fólks er aldur færist yfir. Leiðbeinandi Sigrún Gísladóttir. Aftansöngur kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Kyrrð- arstund kl. 12. Orgelleikur, altar- isganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimili að stund- inni lokinni. SELTJARNARNESKIRKJA: Nemendatónleikar Tónlistarskóla Seltjarnarness kl. 20.30. BREIÐHOLTSKIRK J A: Mömmumorgunn föstudag kl. 10-12. FELLA- og Hólakirkja: Æsku- lýðsfundur 10-12 ára kl. 17 í dag. KÁRSNESSÓKN: Starf með eldri borgurum í safnaðarheimil- inu Borgum í dag kl. 14-16.30. SELJAKIRKJA: Frímerkjaklúb- bur í dag kl. 17. HJALLAKIRKJA: Opið hús fyrir eldra sóknarfólk í dag kl. 14-17. Umsjón: Anna Sigurkarlsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.