Morgunblaðið - 24.03.1994, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
Requiem Mozarts
flutt í Kristskirkju
SÖNGSVEITIN Fílharmónía flytur á, pálmasunnudag 27. mars aðal-
verkefni vetrarins, Requiem eða Sálumessu eftir Wolfgang Amadeus
Mozart, í Kristskirkju í Landakoti. Tónleikarnir hefjast kl. 17.
í kynningu segir: „Fílharmónía
hefur tvisvar áður flutt þetta tónverk,
sem er eitt hið þekktasta og fegursta
sinnar tegundar; í síðara skiptið fyrir
fimm árum, einnig í Kristskirkju."
Einsöngvaramir sem taka þátt í
flutningnum með söngveitinni eru;
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Alina
Dubik alt, Garðar Cortes tenór og
Guðjón Óskarsson bassi, sem kemur
hingað frá Osló í þessu skyni. Hljóm-
sveitina skipa 25 tónlistarmenn, allir
úr Sinfóníuhljómsveit Islands. Stjóm-
andi er eins og undanfarin ár Úlrik
Ólason organisti við Kristskirkju og
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, en kon-
sertmeistari er Szymon Kuran. Radd-
þjalfari söngsveitarinnar er Elísabet
Erlingsdóttir ópemsöngkona og söng-
kennari.
Tónleikamir, sem að þessu sinni
era helgaðir minningu Kristínar Blön-
dal kennara, verða endurteknir mánu-
daginn 28. og þriðjudaginn 29. mars
kl. 21 báða dagana. Aðgöngumiðar
fást hjá söngfélögum, í Bókabúðinni
Kilju við Háaleitisbraut og við inn-
ganginn.
Söngsveitin Fílharmónía.
Verðið á 1. flokks
lambakjöti í
hálfum
skrokkum
lækkar um heil
20%. Fáðu þér
ljúffengt lambakjöt í
næstu verslun á
frábæru verði, aðeins
398 krónur kílóið.
♦Leiðbeinandi smásöluverö
LflíflBflKJOTI
Bestu kaupin í lambakjöti á adeins 398kr./hg.
íncestu verslun
Norskur trúður sljóm-
ar á Sinfóníutónleikum
TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói laug-
ardaginn 26. mars kl. 14.30 og eru þeir tónleikar ætlaðir yngstu hlust-
endunum, en væntanlegur er til landsins norski trúðurinn Melvin Tix.
Hljómsveitarsljóri er Melvin Tix, einleikari er Melvin Tix og kynnir
verður Melvin Tix.
Það væri synd að segja að Sinf-
óníuhljómsveit íslands hafi ekki gefið
æsku landsins gaum þetta árið. í
byrjun starfsárs unnu hljóðfæraleik-
arar að tónsköpun með nemendum
og kennurum Mýrarhúsaskóla og
lauk því verkefni með tónleikum í
íþróttahúsi Seltjarnarness þar sem
Sinfónían lék árstíðir Vivaldis en
nemendur fluttu sínar tónsmíðar um
árstíðirnar. í byijun febrúar voru
haldnir fernir tónleikar fyrir fram-
haldsskóla. Seinni hluta febrúarmán-
aðar tók Sinfóníuhljómsveitin þátt í
hinu stórmerkilega verkefni í tónlist-
aruppeldi sem Jónas Ingimundarson
og hin ýmsu bæjarfélög, að þessu
sinni Akranes, Selfoss og Kópavog-
ur, hafa staðið að. Haldnir voru
tvennir skólatónleikar á hveijum stað
auk almennra tónleika. Vakti það
athygli að á almennu tónleikunum á
Akranesi, sem haldnir voru á sama
tíma og þáttur Hermanns Gunnars-
sonar var í sjónvarpinu, mættu rúm-
lega tvö hundruð manns. Að mati
aðstandenda hljómsveitarinnar sýnir
þetta hvaða sess hljómsveitin er að
ná meðal landsmanna.
í þessari viku ætlar SÍ að snúa
sér að yngstu hlustendunum. Vænt-
anlegur er til landsins norski trúður-
inn Melvin Tix. Laugardaginn 26.
mars kl. 14.30 mun hann stjórna
tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar
í Háskólabíói.
Föstudaginn 25. mars er elstu
bekkjum leikskóla Reykjavíkur, þ.e.
4-5 ára börnum, boðið á morguntón-
leika kl. 10.30 og 11.30. Undanfarin
ár hafa Dagvist barna í Reykjavík
og SÍ átt með sér gott samstarf og
eru þessir tónleikar árangur af þeirri
samvinnu.
Trúðurinn Melvin Tix, sem réttu
Norski tónlistartrúðurinn Melvin
Tix stjórnar sinfóníutónleikun-
um á laugardag fyrir yngstu
hlustendurna.
nafni heitir Petter Vabog, er fæddur
í litlum bæ fyrir utan Ósló. Petter
byijaði sex ára að leika á blokk-
flautu, tveim árum síðar eignaðist
hann alto-horn og fór að leika með
drengjahljómsveitinni í heimabæ sín-
um, Sandefjord. Tónlistaráhuginn óx
og tíu ára áskotnaðist honum alvöru
franskt horn. Þannig hófst tónlistar-
ferill Petters.
Fyrir réttum 10 árum varð fyrsti
tónlistartrúður Noregs til. Þá starf-
aði Petter sem hornleikari í sinfón-
íuhljómsveitinni í Stavanger. Síðan
1988 hefur Petter algjörlega helgað
sig starfi trúðsins og hefur vart und-
an. Melvin Tix hefur verið kallaður
„Victor Borge barnanna" þó fullorðn-
ir hafi ekki síður gaman af kúnstum
hans.
Hátíðartónleikar í
Islensku óperunni
TÓNLEIKARÖÐ í tilefni 30 ára afmælis Tónskóla Sigursveins D. Krist-
inssonar lýkur með hátíðartónleikum í Islcnsku óperunni laugardaginn
26. mars kl. 17. Á efnisskrá er íslensk tónlist og verður m.a. frum-
flutt nýtt verk eftir John Speight.
Verk John Speight heitir Þula frá
Týli og er við ljóð Jóhannesar úr
Kötlum. 100 nemendur Tónskólans
flytja verkið og höfundurinn stjórnar
flutningnum. Einnig verða flutt tvö
verk eftir stofnanda Tónskólans, Sig-
ursvein D. Kristinsson, auk verka
eftir Árna Björnsson, Hafliða Hall-
grímsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón
Guðmundsson, Steingrím Sigfússon,
Þórarinn Jónsson og Jón Leifs.
Tónleikar almennrar deildar Tón-
skólans verða síðan í kvöld, fímmtu-
dagskvöld, kl. 20.30 í íslensku óper-
unni og verða þar m.a. flutt verk
eftir Johann Sebastian Bach, Franz
Schubert, Carl Maria von Weber,
Árna Thorsteinsson, Sigfús Einars-
son, George Gershwin og marga
fleiri.
Aðalhvatamaður að stofnun Tón-
skólans var Sigursveinn D. Kristins-
son tónskáld og var hann skólastjóri
í rúm 20 ár. Markmiðið með stofnun
skólans var að gera tónlistina að al-
menningseign með því að gera flest-
um kleift að leggja stund á tónlist-
arnám. Síðan hefur skólinn verið í
stöðugum vexti og nemendafjöldinn
meira en tífaldast. Starf skólans á
afmælisárinu sýnir að hugsjón stofn-
andans um tónlistarkennslu fyrir alla
er aflgjafi skólans enn í dag.