Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
15
R-listinn skreytir
sig lánsfjöðrum
eftirMarkús Órn
Antonsson
Uppskeran af löngum undirbún-
ingi málefnasamnings R-lista
vinstri flokkanna í Reykjavík er
ótrúlega rýr, ef marka má þá
kvnningu, sem fram fór á Hótel
Sögu sl. laugardag. Þar ber hæst
nokkur tilbrigði við stef sem sjálf-
stæðismenn hafa samið. í atvinnu-
málum eru ferðamál og þróunarfé-
lag borgarinnar orðin aðalatriði í
stefnu R-listans.
Það er engin nýlunda, að
borgaryfirvöld beiti sér fyrir efl-
ingu ferðaþjónustunnar eins og
ráða mætti af málatilbúnaði R-list-
ans. Reykjavíkurborg hefur ein-
mitt haft forgöngu um að efla
sjálfstæða kynningu á borginni á
erlendri grund og skapa hér bætt
skilyrði fyrir erlenda ferðamenn.
Margs konar markaðsstarfsemi
hefur einnig verið komið á í sam-
vinnu Reykjavíkurborgar, Ferða-
málaráðs, Flugleiða og fleiri aðila.
Borgin hefur lagt af mörkum millj-
ónatugi til þessara mála á fáum
árum. Sem borgarstjóra var mér
það m.a. talsvert keppikefli að
þessir aðilar tækju höndum saman
um markaðsátak í Japan, sem
þegar hefur skilað góðum árangri.
Einnig gerðist Reykjavíkurborg
stofnaðili að Ráðstefnuskrifstofu
Islands. Hún vinnur afar mikil-
vægt starf við að renna traustari
stoðum undir þann þátt ferðamál-
anna, sem einna álitlegastur er
fyrir Reykjavík, þ.e. ráðstefnuhald
með þátttöku erlendra gesta.
Það hlýtur að verða forgangs-
verkefni á næsta kjörtímabili að
reisa hér í höfuðborginni sérstaka
ráðstefnumiðstö^ nieð sérbúnum
fundasölum og annarri aðstöðu í
samræmi við ströngustu kröfur.
Því máli til undirbúnings gerðist
Reykjavíkurborg þátttakandi í
hagkvæmniskönnun vegna ráð-
stefnumiðstöðvar í Reykjavík fyrir
tveimur árum. Við afgreiðslu til-
lögu þar um bar svo við, að núver-
andi oddviti R-listans, Sigrún
Magnúsdóttir, lagðist gegn þörfu
máli. Segir það nokkuð um hver
hugur fylgir máli, þegar yfírlýs-
ingar um vaxandi áherslu á ferða-
málin eru annars vegar.
R-listinn skreytir sig annarri
lánsfjöður. Þróunarfyrirtæki til
stuðnings nýjum atvinnufyrirtækj-
um og atvinnueflingu. Það er
óþarft. Til er Aflvaki Reykjavíkur
hf., sem gegnir þessu hlutverki
nú þegar. Félagið var stofnað fyr-
ir rúmu ári á vegum Reykjavíkur-
borgar og fyrirtækja hennar. Það
hefur þegar skilað góðu starfi og
vinnur að margvíslegum verkefn-
um til stuðnings einstökum fyrir-
tækjum sem vinna að nýsköpun
og með víðtæka framtíðarstefnu-
VSK ~ UPPGJÖR
glKERFISÞRÓUN HF.
FÁKAFENI 11 - SÍMI 688055
Þú svalar lestrarþöif dagsins
ásíctum Moggans'
„R-listinn skreytir sig
annarri lánsfjöður. Þró-
unarfyrirtæki til stuðn-
ings nýjum atvinnufyrir-
tækjum og atvinnuefl-
ingu. Það er óþarft.
mótun í atvinnumálum að megin-
markmiði. Æskilegast er að vinna
þessu félagi brautargengi í góðu
samstarfi við atvinnufyrirtæki og
stofnanir í borginni. Að því hefur
verið unnið frá byijun m.a. með
aðild Háskóla íslands. Á þessu ári
verður hlutafé Aflvaka aukið um
150 milljónir króna, þar af ábyrg-
Markús Örn Antonsson
ist Reykjavíkurborg helminginn.
Þegar hafa verið lagðar fram í
borgarkerfinu tillögur um að
hlutafé Aflavaka fari upp í 400
milljónir. Með þessu hefur traustur
grunnur verið lagður að þróunar-
fyrirtæki, sem miklar vonir eru
bundnar við.
Þessi tvö mál sýna með öðru,
að málefnafátæktin, sem hrjáir
R-listann, er algjör. Hún er fram-
hald af því pólitíska gjaldþroti,
sem aðstandendur listans urðu að
þola þegar þeir gugnuðu á að bjóða
fram í nafni gömlu vinstri flokk-
anna. Við hveiju má búast um
endanlegt uppgjör þrotabúsins?
Höfundur er frnmbjóðandi á lista
Sjálfstæðisflokksins fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar.
v>\
V-o^'oiba^
;\ .« at>
t6 uLcwv-\°'. •,^eN
/
ÍÁ
* v
m
m
r-
m
BILAHÚSIÐ
Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2
Sími: 67 48 48 Opið laugardag 10-17 sunnudag 14-17
Bílheimar Fosshálsi 1 - Borgarbílasalan Grensásvegi 11
BG bílasalan Keflavík - Betri bílasalan Selfossi - Bílasala Vesturlands
Bifreiðaverkstæði Sig. Valdimarssonar Akureyri -
Lykill Reyðarfirði - Ernir (safirði