Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 15 R-listinn skreytir sig lánsfjöðrum eftirMarkús Órn Antonsson Uppskeran af löngum undirbún- ingi málefnasamnings R-lista vinstri flokkanna í Reykjavík er ótrúlega rýr, ef marka má þá kvnningu, sem fram fór á Hótel Sögu sl. laugardag. Þar ber hæst nokkur tilbrigði við stef sem sjálf- stæðismenn hafa samið. í atvinnu- málum eru ferðamál og þróunarfé- lag borgarinnar orðin aðalatriði í stefnu R-listans. Það er engin nýlunda, að borgaryfirvöld beiti sér fyrir efl- ingu ferðaþjónustunnar eins og ráða mætti af málatilbúnaði R-list- ans. Reykjavíkurborg hefur ein- mitt haft forgöngu um að efla sjálfstæða kynningu á borginni á erlendri grund og skapa hér bætt skilyrði fyrir erlenda ferðamenn. Margs konar markaðsstarfsemi hefur einnig verið komið á í sam- vinnu Reykjavíkurborgar, Ferða- málaráðs, Flugleiða og fleiri aðila. Borgin hefur lagt af mörkum millj- ónatugi til þessara mála á fáum árum. Sem borgarstjóra var mér það m.a. talsvert keppikefli að þessir aðilar tækju höndum saman um markaðsátak í Japan, sem þegar hefur skilað góðum árangri. Einnig gerðist Reykjavíkurborg stofnaðili að Ráðstefnuskrifstofu Islands. Hún vinnur afar mikil- vægt starf við að renna traustari stoðum undir þann þátt ferðamál- anna, sem einna álitlegastur er fyrir Reykjavík, þ.e. ráðstefnuhald með þátttöku erlendra gesta. Það hlýtur að verða forgangs- verkefni á næsta kjörtímabili að reisa hér í höfuðborginni sérstaka ráðstefnumiðstö^ nieð sérbúnum fundasölum og annarri aðstöðu í samræmi við ströngustu kröfur. Því máli til undirbúnings gerðist Reykjavíkurborg þátttakandi í hagkvæmniskönnun vegna ráð- stefnumiðstöðvar í Reykjavík fyrir tveimur árum. Við afgreiðslu til- lögu þar um bar svo við, að núver- andi oddviti R-listans, Sigrún Magnúsdóttir, lagðist gegn þörfu máli. Segir það nokkuð um hver hugur fylgir máli, þegar yfírlýs- ingar um vaxandi áherslu á ferða- málin eru annars vegar. R-listinn skreytir sig annarri lánsfjöður. Þróunarfyrirtæki til stuðnings nýjum atvinnufyrirtækj- um og atvinnueflingu. Það er óþarft. Til er Aflvaki Reykjavíkur hf., sem gegnir þessu hlutverki nú þegar. Félagið var stofnað fyr- ir rúmu ári á vegum Reykjavíkur- borgar og fyrirtækja hennar. Það hefur þegar skilað góðu starfi og vinnur að margvíslegum verkefn- um til stuðnings einstökum fyrir- tækjum sem vinna að nýsköpun og með víðtæka framtíðarstefnu- VSK ~ UPPGJÖR glKERFISÞRÓUN HF. FÁKAFENI 11 - SÍMI 688055 Þú svalar lestrarþöif dagsins ásíctum Moggans' „R-listinn skreytir sig annarri lánsfjöður. Þró- unarfyrirtæki til stuðn- ings nýjum atvinnufyrir- tækjum og atvinnuefl- ingu. Það er óþarft. mótun í atvinnumálum að megin- markmiði. Æskilegast er að vinna þessu félagi brautargengi í góðu samstarfi við atvinnufyrirtæki og stofnanir í borginni. Að því hefur verið unnið frá byijun m.a. með aðild Háskóla íslands. Á þessu ári verður hlutafé Aflvaka aukið um 150 milljónir króna, þar af ábyrg- Markús Örn Antonsson ist Reykjavíkurborg helminginn. Þegar hafa verið lagðar fram í borgarkerfinu tillögur um að hlutafé Aflavaka fari upp í 400 milljónir. Með þessu hefur traustur grunnur verið lagður að þróunar- fyrirtæki, sem miklar vonir eru bundnar við. Þessi tvö mál sýna með öðru, að málefnafátæktin, sem hrjáir R-listann, er algjör. Hún er fram- hald af því pólitíska gjaldþroti, sem aðstandendur listans urðu að þola þegar þeir gugnuðu á að bjóða fram í nafni gömlu vinstri flokk- anna. Við hveiju má búast um endanlegt uppgjör þrotabúsins? Höfundur er frnmbjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar. v>\ V-o^'oiba^ ;\ .« at> t6 uLcwv-\°'. •,^eN / ÍÁ * v m m r- m BILAHÚSIÐ Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími: 67 48 48 Opið laugardag 10-17 sunnudag 14-17 Bílheimar Fosshálsi 1 - Borgarbílasalan Grensásvegi 11 BG bílasalan Keflavík - Betri bílasalan Selfossi - Bílasala Vesturlands Bifreiðaverkstæði Sig. Valdimarssonar Akureyri - Lykill Reyðarfirði - Ernir (safirði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.