Morgunblaðið - 24.03.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 24.03.1994, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 Veldur afnám einokunar fleiri húsbrunum í höfuðborginni? eftir Sigmar Ármannsson í Morgunblaðinu föstudaginn 18. mars sl. birtist grein eftir Rún- ar Bjarnason, fyrrverandi slökkvi- liðsstjóra, undir fyrirsögninni: „Húsatryggingar Reykjavíkur — Einokun eða íbúahagsmunir". í grein sinni lofsyngur Rúnar 40 ára einokun Reykjavíkurborgar á brunatryggingum húseigna í höf- uðborginni. Lætur hann í ljós þá skoðun, að það sé ekki borgurun- um í hag að afnema þessa einok- un, en vátryggingarfélögin hyggist nýta sér EES-samninginn til að hnekkja henni. Ekki verður hjá því komist að drepa á fáein atriði um málefni þetta vegna þessara skrifa Rúnars. EES-samningur og bruna- tryggingar húseigna Hér á landi hefur í lögum allt of lengi verið að finna ýmis óeðli- leg ákvæði, sem mæltu fyrir um „Mér er ekki kunnugt um að einokunarstarf- semi á borð við Húsa- tryggingar Reykjavík- ur eigi að líðast nokk- urs staðar innan EES.“ einkarétt tiltekinna aðila, til þess að hafa með höndum vátryggingar á ákveðnum sviðum. A hinn bóginn hefur verið litið svo á, að með samningi um EES mundi einokun- arstaða af þessu tagi líða undir lok, og vátryggingarmarkaðurinn opnaður bæði innlendum og er- lendum vátryggingarfélögum, neytendum til hagsbóta. Þannig ætti t.d. einkaréttur Húsatrygg- inga Reykjavíkurborgar að falla niður. í samningnum um EES var einkaréttur Húsatrygginga Reykjavíkurborgar með sérstakri undanþágu látinn líðast enn um sinn. Hins vegar átti sú undanþága að falla niður þegar svonefnd 3. skaðatryggingartilskipun kæmi til framkvæmda, en efni hennar og gildistökudagur lá ekki endanlega fyrir við gerð EES-samningsins sjálfs. Þriðja skaðatryggingartil- skipunin var svo samþykkt af hálfu Evrópusambandsins sumarið 1992, og á hún að vera komin til fram- kvæmda 1. júlí 1994. í þessu sam- bandi er ástæða til að minna á, að íslensk stjómvöld rökstuddu undanþáguna fyrir Húsatrygging- ar Reykjavíkurborgar á sínum tíma með því, að í einhverjum sam- bandsríkjum Þýskalands væri að finna einokunarfélög á sviði bruna- trygginga húsa, sem starfrækt væru samkvæmt sérstökum und- anþágum frá reglum Evrópusam- bandsins. Þjóðveijar vinna nú að því að afnema þetta einokunarfyr- irkomulag í samræmi við þessar nýju reglur. Afnám einokunar á vátryggingarsviði innan EES er auðvitað fyrst og fremst gert með hagsmuni neytenda í huga. Hér á Sigmar Ármannsson landi hefur hins vegar gengið treg- lega að fá fijálslegri lagaregiur um brunatryggingar húseigna. Vekur það óhjákvæmilega spurn- ingar um heilindi stjórnvalda í sambandi við gerð EES-samnings- ins. Afnám brunatrygg- ingareinokunar Vátryggingariðgjöld verður að ákvarða þannig, að þau standi undir bótagreiðslum og rekstrar- kostnaði vátryggjandans. Af þess- um tveimur meginþáttum vega bótagreiðslurnar miklu þyngra. Með öðrum orðum þá er það tjóna- tíðni og tjónakostnaðurinn sem fyrst og fremst ræður íjárhæð ið- gjalds. Rúnar Bjarnason segir ið- gjöld Húsatrygginga Reykjavíkur- borgar vera lág. Hafi iðgjöld stofn- unarinnar verið rétt ákvörðuð, og á þann veg, að þau standi undir brunatjónum og umsýslukostnaði, þá hækka iðgjöldin ekki vegna þess eins, að einokuninni verði af- létt, og almenn vátryggingarfélög hasli sér völl á þessu sviði. Þetta má þó túlka af skrifum Rúnars. Enn tekur Rúnar sem dæmi, að í Ósló séu iðgjöld vegna brunatrygg- inga húseigna miklu hærri en í Reykjavíkurborg, en í Ósló séu brunatryggingar húseigna fijálsar. Dæmi af þessu tagi eru augljóslega tekin til þess að slá ryki í augu almennings, því það er sem áður segir kostnaðurinn vegna bruna- tjónanna, sem ræður iðgjaldi í Osló eins og annars staðar. Rúnar veit mætavel, að Norðmenn hafa iðulega nálgast heimsmet í tíðni húsbruna og íjárhæð tjóna miðað við fjölda húseigna. Er það að sjálf- sögðu skýringin á háum iðgjöldum þar í landi. Fjölmargt fleira telur Rúnar Húsatryggingum Reykjavíkur- borgar til ágætis, þ.á m. eftirfar- andi skáletruð atriði: - Húsatryggingar eru reknar sem borgarstofnun í þágu skatt- borgaranna. Spyija má, hvort kostnaði við starfræksluna sé hald- ið til haga og aðskildum frá öðrum umsvifum bogarinnar. Sem dæmi má nefna eru iðgjöldin innheimt með fasteignagjöldum til borgar- innar. - Húsatryggingarnar bæta öll tjón á fasteignum sem verða við eldsvoða. Ég segi nú bara nema hvað! - Viðskiptavinir fá brunabóta- mat og endurmat eftir þörfum. Þó nú væri, en Rúnar gleymir auðvit- að að geta þess að húseigendur greiða sjálfir þessi möt, en þau eru unnin af sérstökum matsmönnum. - Húsatryggingar greiða fjár- festingar slökkviliðsins, verulegan hluta rekstrarkostnaðar slökkviliðs og eldvarnareftirlits, mönnun sjúkrabíla og innkaup vatns- veitunnar á brunahönum. Ég vek sérstaka athygli á því, að önnur sveitarfélög í landinu verða að standa undir kostnaði af þessu tagi með öðrum lögboðnum tekju- stofnum sínum, m.ö.o. Reykjavík- urborg nýtir einokunarstöðu sína á sviði brunatrygginga til að skatt- leggja íbúana sérstaklega. - Húsatryggingar greiða skatt til Brunamálastofnunar ríkisins. Hér á Rúnar sjálfsagt við svonefnt brunavarnagjald, sem vátrygging- arfélögum er skylt að innheimta með iðgjöldum sínum. Það þarf ekki að taka fram, að sá skattur sem almennu vátryggingarfélögin greiða með þessum hætti til Bruna- málastofnunar, er miklu hærri heldur en hlutdeild Húsatrygginga Reykjavíkur. - Almennu vátryggingarfélögin taka stimpilgjöld af brunatrygg- ingum vegna innbús. Satt er það og rétt hjá Rúnari, að vátrygging- arfélögin verða að innheimta stimpilgjald af slíkum tryggingum, þegar þær eru fyrst teknar. Stimp- ilgjaldið rennur þó ekki til félag- anna, eins og hann virðist þó gefa í skyn, heldur er þetta skattur í ríkissjóð, sem félögin verða að standa skil á. Bruantryggingar húseigna eru undanþegnar stimpil- gjaldi, og yrðu það væntanlega áfram, þótt almenn félög tækju að sér brunatryggingar húsa í borginni. - Þingmenn og borgarfulltrúar eiga að standa vörð um starfsemi Húsatrygginga Reykjavíkur, enda muni sveitarfélög víða á EES- svæðinu njóta undanþágu í slíkum málum. Mér er ekki kunnugt um að einokunarstarfsemi á borð við Húsatryggingar Reykjavíkur eigi að Iíðast nokkurs staðar innan EES. Væri fróðlegt að fá nánari upplýsingar um það mál frá Rún- ari. Það væri í hæsta máta hallær- islegt, ef islensk stjórnvöld tækju áskorun Rúnars og stæðu vörð um löngu úrelt einkaréttarfyrirkomu- lag varðandi brunatryggingar húsa í höfuðborginni. Það yrði brot á alþjóðlegum samningum og rang- lát takmörkun á frelsi borgaranna til að velja sér viðsemjendur. Þá hefði það í för með sér stórfellda mismunun milli íbúa borgarinnar annars vegar og annarra lands- manna hins vegar, því að einokun borgarinnar næði að sjálfsögðu ekki yfir borgarmörkin. Lokaorð Málsvarar einokunarstöðu í við- skiptum hafa í áranna rás ætíð beitt sömu aðferðum til að veija forréttindin. Lýsir hún sér í órök- studdum fullyrðingum um að einokunin sé neytandanum í hag, bæði hvað varðar verð og gæði, og í hræðsluáróðri þess efnis, að allt fari í kalda kol, verði slakað á klónni og almennum atvinnurekstri leyft að spreyta sig. Á því herrans ári 1994 dæmir slíkur málflutning- ur sig sjálfur. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga. YKTGOÐVERÐ! BRYDE VERZLUM Aladdin barnagallabuxur kr. 1.790 Bugs Bunny boxer kr. 350 Leggings og rúllukragapeysa, sett kr. 1.850 Peysur frá kr. 1.290 DlTSVEMOí Slæður kr. 790 Slæður kr. 590 Slæður kr. 290 Hjólabuxur kr. 300 Stuttermabolir kr. 300 FJALAKÖTTURIl Rúllukragabolir kr. 990 Vandaðar peysur kr. 1.800 Leðurjakkar kr. 9.900 Köríúboltaspjöld + bolti kr. 2.500 NORAMAGAZIN Stuttermablússur kr. 2.390 Toppar í 5 litum kr. 1.690 Hvítar karlmannaskyrtur kr. 2.490 Þunnar, classik-ullarpeysur kr. 3-990 NÝVERZLUN! VERZLHJVIIV (íRUIVD Allar vörur á verðbilinu kr. 100 - 900 GEKSB1IÐ Kvenskór stærðir: 35-41 áðurkr. 1.990 nú kr. 990 Sportsokkar, 3 pör í pakka áður kr. 299 nú kr. 175 GIMLI Silkináttföt áður kr. 3.750 nú kr. 2.990 VERZL. GEYSIR „Flipp“ kertastjakar til fermingargjafa Öðruvísi fermingar- og páskakort 20% afsláttur af fallegum kristasvörum THOMSENMAGAZIN Körfuboltajogginggallar áður kr. 3.900 nú kr. 2.900 Vandaðar barnaskyrtur áður kr. 1990 nú kr. 990 Buxur, vesti, skyrta og slaufa í setti áður kr. 1990 nú kr. 990 Vandaðir barnagallar áður kr. 2.790 nú kr. 1790 Ungbama Nike íþróttaskór áður kr. 1990 nú kr. 990 LifáHÖÍ tÓHÍÍft föiubcuj 0<j iMujtob&ý lk> ÞORPII) Borgarkringlunni Komið til að vera! L: . Opið mánudaga -föstudaga kl. 12-18.30, laugardaga kl. 10-16. hjáAIUDRÉSI Vönduð fermingarföt í úrvali Jakkaföt, einhneppt og tvíhneppt, vérð f rá kr. 9.900-14.900. Tilboðsverð Jakkaföt á kr. 5.500 og 6.900. Stakirjakkarákr. 3.900. Andrés, Skólavörðustíg 22A - sími 18250 - póstkröf uþjónusta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.