Morgunblaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 í sambandi við Evrópu eftir Ólaf Þ. Stephensen Samningar Norðmanna um aðild að Evrópusambandinu (ESB) hafa hrist upp í umræðum um hugsanlega aðild Islands að sambandinu. Það var vonum seinna, Davíð Oddsson forsætisráðherra hittir naglann á höfuðið þegar hann segir um samn- ingana í samtali við Morgunblaðið fimmtudaginn 17. mars að „ekkert hafi gerzt sem ekki hafi verið séð fyrir fyrir tveimur árum“. Flestir sem til þekktu, til að mynda bæði íslenzkir og erlendir fræðimenn, sem hafa skoðað sjávarútvegsstefnu ESB, höfðu spáð því fyrir tveimur árum að hægt væri að ná samning- um við Evrópusambandið á svipuð- um nótum og Norðmenn hafa nú gert. í því ljósi er sérkennilegt að ríkisstjórn Islands skuli nú allt í einu stökkva til og biðja Háskólann um faglega úttekt á kostum og göllum ESB-aðildar í Ijósi nýrra aðstæðna. Sú beiðni er í raun viðurkenning rík- isstjórnarinnar á því að hún hafi gert mistök árið 1992, þegar hún ákvað, umræðulítið og án þess að nokkur skynsamleg könnun færi fram á öllum hliðum málsins, að hafna einstöku boði Evrópusam- bandsins til EFTA-ríkjanna um að- ildarviðræður. Þar var hafnað tæki- færi til að hafa áhrif á ákvarðanir, sem miklu skipta fyrir íslenzka þjóð- arhagsmuni, bæði í evrópsku sam- starfi og út á við gagnvart ríkjum annarra heimsálfa. Slík tækifæri eru ekki á hverju strái, og óvíst hvenær það næsta fellur okkur í skaut. Hræðsluáróðurinn hrakinn Svo aftur sé vikið að ummælum forsætisráðherra, dregur hann ranga ályktun af niðurstöðunni í samningum Norðmanna, rétt eins og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra gerir í sama tölublaði Morgunblaðsins: að hún hafi enga beina þýðingu fyrir Islendinga. Samningsniðurstaða Norðmanna hefur þvert á móti þá mikilvægu þýingu að nú er staðfest að sá barna- legi hræðsluáróður, sem hefur verið rekinn linnulaust á Islandi, um að ESB-aðild þýði að landhelgin fyllist af útlendum rányrkjutogurum og lífsbjörgin verði tekin af þjóðinni, á ekki við haldgóð rök að styðjast. ESB-aðiId íslands myndi hugsanlega þýða að við yrðum stundum að spyija aðra álits á ákvörðunum, sem við höfum hingað til tekið ein og sjálf, en hún þýðir ekki að við miss- um ákvörðunarrétt um nýtingu auð- linda okkar. I samningum Norðmanna við ESB er gert ráð fyrir að aflakvóti ann- arra ESB-ríkja miðist fyrst og fremst við hefðbundnar veiðar. Þetta er grundvallarregla í sjávarútvegs- stefnu ESB og hefur í för með sér að Norðmenn láta hlutfallslega eng- ar veiðiheimildir af hendi umfram þann kvóta, sem ESB-ríki höfðu þegar yfir að ráða í norskri land- helgi, nema ef vera skyldi lítinn og óvissan makrílkvóta. Norðmönnum verður heimilt að grípa til ráðstafana gegn svokölluðu „kvótahoppi". Þá gera aðildarsamningar Norðmanna ráð fyrir að þeir ráði sjálfir veiðum norðan 62. breiddargráðu fram til ársins 1998 og jafnframt samning- um við Rússa um veiðar í Barents- hafi. Eftir þann tíma munu formleg- ar ákvarðanir um aflamark og til- högun veiða færast til framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. Hins vegar mun framkvæmdastjórnin taka yfir allar reglur Norðmanna um veiðarnar, þannig að sú tilfærsla á ákvörðunarvaldi er fremur í orði en á borði. Aukinheldur er það marg- þekkt staðreynd, að framkvæmda- stjórnin tekur ekki ákvarðanir um veiðar- í landhelgi aðildarríkja án náins samráðs við sérfræðinga og embættismenn hvers ríkis um sig. Það kemur ekki til valdboðs frá Brussel þvert ofan í óskir og kröfur aðildarríkja. Þvert á móti er einn vandi sjávarútvegsstefnu ESB sá, að aðildarríkin hafa oft fengið óskir sínar um kvóta fyrir eigin skip ríku- lega uppfylltar, sem stundum hefur gengið þvert á fiskverndarsjónarm- ið. Þótt ákvarðanir færist með form- legum hætti til framkvæmdastjórnar ESB, hafa aðildarríkin úrslitaáhrif. Framkvæmdastjórnin hefur hneigzt til þess að leita einkum álits þeirra ríkja, sem mestra hagsmuna eiga að gæta og búa yfir mestri sérfræði- þekkingu í sérhveijum málaflokki. Raunar er ekki ólíklegt að í þessu ljósi muni Norðmenn, sem eru meðal helztu keppinauta íslendinga í sölu sjávarafurða, öðlast mikil áhrif á sjávarútvegs- og fiskviðskiptastefnu ESB á næstu árum. Það er ekki víst að það verði fiskútflutningsríkjum utan sambandsins í hag. Við þetta bætist að þótt Evrópu- sambandið þyki oft óbilgjarnt í samningaviðræðum, hefur það yfir- leitt tekið tillit til krafna, sem gerð- ar hafa verið út frá grundvallarhags- munum þeirra ríkja, sem leitað hafa inngöngu í sambandið. Eftirgjöf ESB varðandi sjávarútveg og land- búnað í viðræðunum við Noreg, Sví- þjóð og Finnland ber vitni um þetta. Það er þess vegna líklegt að daí við- ræðu við íslendinga yrði enn ríkara tillit tekið til sjávarútvegshagsmuna en í viðræðunum við Norðmenn. Inn í myndina kemur einnig sú staðreynd að ESB-ríki geta ekki byggt kröfur um veiðiheimildir á íslandsmiðum á hefðbundnum veiðum, vegna þess að útlendingar hafa ekki fengið að veiða í íslenzkri landhelgi í nærri tvo áratugi, með örfáum undantekning- um sem litlu skipta. Þær veiðiheim- ildir, sem íslendingar yrðu að láta af hendi, yrðu mjög sennilega hverf- andi. Útlendingar „kaupa upp“, íslendingar fjárfesta Önnur vinsæl röksemd hræðslu- bandalagsins gegn ESB er sú, að útlendingar muni geta „keypt upp“ íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki. Þarna er víst átt við það, sem almennt er kallað erlend fjárfesting. Þeir, sem reka áróður af þessu tagi, gefa yfir- leitt í skyn að erlendar fjárfestingar muni leiða til þess að íslendingar glati yfirráðum yfir helzta atvinnu- vegi sínum og missi lífsbjörgina úr landi. Erlendar fjárfestingar í öllum atvinnugreinum, öðrum en sjávarút- vegi, hafa verið gefnar fijáisar með EES-samningnum. Hafa útlending- ar notað tækifærið og „keypt upp“ heilu atvinnugreinarnar á íslandi? Eru þeir yfirleitt líklegir til þess? Það er líka önnur hlið á þessu máli, Islendingar hafa nýverið „keypt upp“ næststærsta útgerðar- fyrirtækið í fjölmennasta aðildarríki Evrópusambandsins, Þýzkalandi. Dettur einhveijum í hug að þar með séum við að ræna íbúa Rostock eða Mecklenborgarfylkis lífsbjörginni? Þvert á móti, þar var sótzt eftir er- lendri fjárfestingu. Sama á við í öll- um öðrum löndum, þar sem íslenzk- ir athafnamenn hafa sótt á ný mið og fjárfest í sjávarútvegi. Þess vegna birta íslenzkir fjölmiðlar viðtöl við þýzka, mexíkóska, ómanska, chí- leska og namibíska ráðamenn, sem segjast brosandi vænta mikils af samstarfi við íslendinga. Fjárfest- ingar skila gagnkvæmum hagnaði. Upphrópanir um uppkaup, arðrán og stuld eru meira í anda úreltrar marxískrar hugmyndafræði og þriðjaheimssósíalisma en rökréttrar umræðu um hið raunverulega sam- hengi í alþjóðaviðskiptum, sem byggir á gagnkvæmum réttindum og skyldum ríkja. Þriðjaheimsröksemdir og minnimáttarkennd Málflutningur andstæðinga Evr- ópusambandsins minnir um margt á röksemdafærslu þriðjaheimsríkja um fyrirkomulag efnahagsmála á alþjóðavettvangi. Þriðjaheimsríkin hafa gjarnan krafizt fullra og óskor- aðra umráða yfir þeim auðlindum, sem eru á þeirra eigin yfirráða- svæði, en jafnframt gert kröfur um að geta farið sínu fram þar sem önnur ríki hafa haldið fram fullveld- isréttindum, til dæmis hvað varðar nýtingu auðlinda á hafsbotni. Mál- flutningi þeirra, sem vilja ekki sjá útlenda bátsskel í íslenzkri land- helgi, en telja sjálfsagt að íslending- ar sækist eftir veiðiréttindum um allan heim, jafnvel án samninga eins og í Smugunni og við Svalbarða, svipar til þessa þriðjaheimsmálflutn- ings. Af sama meiði er óttinn við fijáls alþjóðaviðskipti og sú tilhneig- ing að setja alla útlendinga í flokk einhvers konar nýlenduherra, sem sækist eftir að ráða yfir Iitlum þjóð- um og hrifsa til sín auðlindir þeirra. Telja íslendingar það sér til fram- dráttar að taka þátt í þessum mál- flutningi? Minnimáttarkenndin gagnvart umheiminum er vandi, sem Islendingar ættu að geta farið að hrista af sér. íslenzk fyrirtæki hafa allar bjargir til þess að standa jafn- fætis erlendum keppinautum í al- þjóðlegri samkeppni. Aðild að Evr- ópusambandinu myndi aðeins styrkja stöðu íslenzks atvinnulífs. Niðurstaðan í samningum Norð- manna og ESB um sjávarútvegsmál sýnir, eins og _hér hafa verið færð rök fyrir, að íslendingar ættu að geta séð efnahagslegum hagsmun- um sínum vel borgið ef þeir gengju í Evrópusambandið. Hins vegar er ástæða til að láta efnahagsmálin ekki byrgja okkur sýn yfir hið stóra svið í Evrópumálunum. Tvennt hefur einkum orðið til þess að afbaka Evrópuumræðuna á íslandi; annars vegar fyrrnefndur hræðsluáróður, vanþekking og minnimáttarkennd, hins vegar ofuráherzla á efnahags- mál. Það er undarleg þröngsýni að ætla að láta stefnumótun íslendinga gagnvart Evrópusambandinu snúast eingöngu um efnahags- og við- skiptastefnu. Málið snýst um utan- ríkisstefnuna í heild sinni; jafnt póli- tísk sem efnahagsleg viðhorf. Pólitíska hliðin: Samstarf vestrænna lýðræðisríkja Aðild að Evrópusambandinu felur í sér margt fleira en efnahagslegan ávinning. Evrópusambandið er sam- tök vestrænna lýðræðisríkja. Það hefur staðið vörð um mannréttindi og lýðræði, bæði innan sinna eigin vébanda og á alþjóðavettvangi. Það er friðarbandalag, sem hefur sætt forna fjendur í Vestur-Evrópu með einstæðum hætti og gert vopnaskak í samskiptum aðildarríkjanna óhugs- andi. ESB er vaxandi afl í alþjóða- málum. Aðild að Evrópusambandinu er mikilvæg staðfesting á stöðu sér- hvers Evrópuríkis í alþjóðakerfinu og afstöðu þess til alþjóðamála. Þetta er ástæða þess hversu mikla áherzlu hin nýfijálsu ríki Mið- og Austur-Evrópu, til dæmis Pólland, Tékkóslóvakía og Ungveijaland, leggja á að fá aðild að Evrópusam- bandinu. Röksemdir þeirra fyrir mik- ilvægi aðildar eru fyrst og fremst pólitískar - raunar er líklegt að efnahagslíf þessara ríkja hryndi ef þau gengju í ESB án þess að fá lang- Ólafur Þ. Stephensen. „Ætla forystumenn Sjálfstæðisflokksins að halda áfram að horfa framhjá nýjum aðstæð- um og nýjum tækifær- um í alþjóðamálum og glutra frumkvæðinu í utanríkismálum íslend- inga endanlega í hend- urnar á Alþýðuflokkn- um?“ an aðlögunartíma fyrir atvinnuvegi sína, sem ekki gætu staðizt vestræna samkeppni. Reynslan frá Austur- Þýzkalandi sýnir fram á þetta. ESB- aðild er engu að síður efst á for- gangslista þessara ríkja, vegna þess að þau vilja tilheyra hinu mikilvæga bandalagi vestrænna lýðræðisríkja. Flest Evrópuríki átta sig líka á því að þau munu ætíð verða háð ákvörð- unum Evrópusambandsins, bæði efnahagslegum og pólitískum, og keppa þess vegna eftir tækifærum til _að geta haft áhrif á þær. í ljósi þess pólitíska mikilvægis Evrópusambandsins er afar sér- kennilegt að margir íslenzkir stjórn- málamenn skuli leitast við að mála skrattann á vegginn í hvert sinn, sem á það er minnzt. Jafnvel ráðherrar í ríkisstjórninni virðast stundum álíta að fimmaurabrandarar og þjóðsögur um bann á bognar gúrkur og tveggja hæða strætisvagna eigi við í umræð- um um ESB. I ljósi sögunnar er þetta torkennilegur málflutningur. Islendingar eiga að geta tekið alþjóð- lega samvinnu alvarlega. Þeir báru gæfu til þess, í mótun utanríkis- stefnu sinnar eftir seinna stríð, að rótfesta ísland í hópi hinna vestrænu lýðræðisríkja í því mynstri alþjóða- samstarfs, sem þá var að verða til. Síðan um miðja öldina hafa stoðir utanríkisstefnunnar einkum verið tvær; annars vegar aðildin að Atl- antshafsbandalaginu og hins vegar þátttaka í norrænu samstarfi. Þetta tvennt hefur áunnið íslendingum virðingu og áhrif í alþjóðlegu sam- starfi, til dæmis á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Stoðir utanríkisstefnunnar Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir því að annarri stoð- inni, þ.e. Norðurlandasamstarfinu, hefur verið kippt burt. Með inngöngu ailra Norðurlandanna, annarra en íslands, í Evrópusambandið er til- verugrundvöllur Norðurlandasam- starfsins brostinn. Það er ekki nema svipur hjá sjón samanborið við hið kraftmikla Evrópusamstarf, og verð- ur úr þessu aldrei meira en mál- fundafélag og dansgólf fyrir ráð- herra, þingmenn og embættisinenn, hvað sem kurteislegum yfirlýsingum hinna Norðurlandaþjóðanna um mik- ilvægi áframhaldandi samstarfs líð- ur. Ahugi þeirra mun nær eingöngu beinast að Evrópusamstarfinu, enda lýsa norrænir stjórnmálamenn því nú yfir hver um annan þveran að loksins sé raunveruleg eining Norð- urlanda í sjónmáli; á vettvangi Evr- ópusambandsins. Hvað hina stoðina undir utanrík- isstefnu íslendinga varðar; aðildina að Atlantshafsbandalaginu, mun hún halda gildi sínu að einhverju leyti, að minnsta kosti um nánustu StetkogsalaflMr Veldu þér eina af þessum frábæru síeikum; Sirloinsteik með estragonsmjöri Sinnepspiparsteik með piparsósu Hunangsgljáð grísalœrissteik Grísahryggjarsteik með rjómasveppasósu Jurtakrydduð lamhalœrissteik með villijurtasósu Hvítlaukskrydduð lambalœrissteik með steinseljusmjöri Glóðarsteiking yfir opnum eldi! „Charbroiled“ - glóðarsteiking yfir opnum eldi gefur steikinni alveg sérstakt og Ijúffengt bragð - betra en þú átt að venjast. ASKUH Suðurlandsbraut 4a, sími 38550
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.