Morgunblaðið - 24.03.1994, Side 23

Morgunblaðið - 24.03.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 23 Opinber heimsókn umhverfisráðherra til Bretlandseyja ÖSSUR Skarphéðinsson fór í gær í opinbera heimsókn til Bretlands í boði bresku ríkisstjórnarinnar. Umhverfisráðherra mun eiga fund með umhverfisráðherra Breta og breskum þingmönnum, auk þess sem hann mun hitta embættismenn breska umhverfisráðuneytisins og landbúnaðarráðuneytisins. í gær átti Össur Skarphéðinsson fund með umhverfisráðherra Breta, John Selvin Gummer. í dag og á föstudag mun ráðherra heimsækja og ræða við starfsmenn breska umhverfisráðuneytisins og land- búnaðarráðuneytisins um sameigin- leg alþjóðleg viðfangsefni á sviði umhverfismála. Auk þess mun Öss- ur Skarphéðinsson umhverfisráð- herra eiga fund með umhverfís- nefnd breska þingsins og fleiri full- trúum yfírvalda sem fara með mál- efni fiskveiða, eyðingu hættulegra efna og umhverfisrannsókna. Á mánudag og þriðjudag í næstu viku mun umhverfísráðherra heimsækja rannsóknastofnanir í Lowestoft, Norfolk, sem m.a. annast rannsókn- ir á geislavirkni í hafínu og fylgjast með breytingum á ósonlaginu. Að lokinni heimsókninni til Bret- lands nk. þriðjudag, mun umhverf- isráðherra fara í tveggja daga heim- sókn til Skotlands í boði skosku náttúruverndarsamtakanna. Þar mun ráðherra m.a. eiga fund með Magnúsi Magnússyni, formanni samtakanna. Einnig mun hann hitta yfirvöld friðaðra svæða, landbúnað- ar og skógræktar í Skotlandi til þess að ræða náttúruverndarmál. Með umhverfísráðherra í för er Birgir Hermannsson, aðstoðarmað- ur ráðherra. Píslargrátur Jóns Arasonar lesinn í Kristskirkju PÍSLARGRÁTUR Jóns Arasonar verður lesinn í Kristskirkju, Landa- koti, föstudaginn langa, 25. mars, Eyjólfsson og Baldvin Halldórsson list eftir Atla Heimi Sveinsson. Á undan lestrinum flytur Hamra- hlíðarkórinn Harmljóð Jeremía (Lamentationes) eftir Palestrina, en í ár er 400 ára ártíð hans. Stjórn- andi er Þorgerður Ingólfsdóttir. Giovanni Pierluigi da Palestrina er af mörgum álitinn mesta tón- skáld trúartónlistar sem uppi hefur verið. Ekki ber heimildum saman um hvenær hann fæddist og eru einkum þrú ártöl nefnd 1514, 1515 eða 1526. Hins vegar lést hann í Rómaborg 2. febrúar 1594. Jóhann- es Páll II páfí minntist Palestrina á dánardegi hans og sagði að margt mætti enn læra af tónskáldinu á sviði trúartónlistar og trúariðkunar við upphaf þriðja árþúsundsins. kl. 20.30. Lesarar verða Gunnar og verður flutt við lesturinn tón- Sagðist páfi sannfærður um að 400 ára ártíð Palestrina myndi færa okkur tímabært framlag í þeirri viðleitni að endurvekja gagnrýna viðmiðun í allri helgri listsköpun. Palestrina tók við embætti kór- stjórnanda við Jóhannesarkirkju í Laterna, sem er dómkirkja páfa, biskups Rómaborgar, árið 1555 og var í því embætti til ársins 1561. Á því tímabili samdi tónskáldið þrjú af frægustu verkum sínum, La- mentationes (Harmljóðin) við ang- urljóð spámannsins Jeremía um fall Jerúsalem árið 587 f. Kr. og hörm- ungar lýðsins og herleiðingu íbú- anna til Babýlonar, Magnificat (Lofsöngur Maríu) og Improperia. Aðalfundur BHMR stendur í dag og á morgun Fjallað um þekk- ingu o g menntun AÐALFUNDUR BHMR 1994 verður haldinn dagana 24. og 25. mars 1994 í Þingsal A á Hótel Sögu. Fundurinn hefst í dag, fimmtudaginn 24. mars, kl. 13 með setningarávarpi formanns BHMR, Páls Halldórs- sonar. Yfirskrift aðalfundarins er: Þekking og menntun er þjóðarhag- ur. Á fundinum verður m.a. fjallað um atvinnustöðu háskólamanna, réttarstöðu þeirra í atvinnuleysis- tryggingakerfinu og samningsrétt. Fyrir fundinum liggur skýrsla nefndar um starfshætti og framtíð- armarkmið samtakanna. Fjármálaráðherra, Friðrik Soph- usson, og formaður Evrópusamtaka fagstéttafélaga, dr. Vittorio d’A- gostino, munu ávarpa fundinn að lokinni setningarræðu formanns. Rektor Háskóla íslands mun flytja erindi 25. mars um spurninguna: Hvernig eigum við að nýta unga fólkið? HEILBRIGT HÁR MEÐ NÁTTÚRULEGUM HÆTTI RAKARASTOFAN KLAPPARSTIG SÍMI 12725 Stofnuð 1918 kr kr kr lauKana Taukarfa úr basti hvít eða ólökkuð. Hentug undir þvott, fatnað o.fi. Hæð 50, breidd 40 4 oqa ogr dýpt 27 sm 1 ** Hæð 58, breidd44 4 aqa og dýpt 34 sm ■ w Hæð 64, breidd 47 ^ 00Q Reykjarvíkurvegi 72 Hatnarfiröi Aðeins: 1490® Tennis 10 por Þurrkgpinð 12905 flöeins:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.