Morgunblaðið - 24.03.1994, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Hvers vegna þessi
mismunur?
ær upplýsingar, sem
Þjóðhagsstofnun hefur
sent frá sér um afkomu sjáv-
arútvegsfyrirtækja í einstök-
um landshlutum, eru ákaf-
lega athyglisverðar, jafnvel
þótt stofnunin hafi alla fyrir-
vara á þeim tölum, sem
byggjast á lauslegum áætl-
unum. í stórum dráttum er
það niðurstaða Þjóðhags-
stofnunar að afkoma sjávar-
útvegsfyrirtækja hafí verið
jákvæð sl. tvö ár, þegar á
heildina er litið og jafnframt
er gert ráð fyrir því, að á
þessu ári verði einnig smá-
vægilegur hagnaður. Hins
vegar vekur verulega at-
hygli hvað afkoma fyrirtækj-
anna er mismunandi eftir
landshlutum.
í þessum áætlunum Þjóð-
hagsstofnunar kemur fram,
að í öllum landshlutum voru
sjávarútvegsfyrirtæki rekin
með hagnaði á árinu 1992,
þegar á heildina er litið, en
á þessu varð hins vegar
breyting á síðasta ári og
gert er ráð fyrir því, að það
sama gerist á þessu ári. Á
síðasta ári voru sjávarút-
vegsfyrirtæki á Reykjavik-
ur-Reykjanessvæðinu rekin
með halla svo og fyrirtæki
á Vesturlandi og Vestíjörð-
um og á Suðurlandi. Á þessu
ári er enn gert ráð fyrir
hallarekstri í þessum sömu
landshlutum nema á Suður-
landi, þar sem búizt er við
gjörbreytingu í afkomu sjáv-
arútvegsfyrirtækja í ár.
Með sama hætti og veru-
legt tap er í fyrrgreindum
landshlutum er ljóst, að af-
koma fyrirtækjanna á Norð-
urlandi, bæði vestra og
eystra svo og á Austurlandi,
hefur verið jákvæð bæði árin
1992 og 1993 og gert ráð
fyrir hagnaði á þessu ári.
Hvað veldur þessum mismun
á milli landshluta?
Þetta eru afar forvitnileg-
ar tölur og full ástæða til
kanna hvað veldur þessari
mismunandi afkomu fyrir-
tækjanna eftir landshlutum.
í upplýsingum Þjóðhags-
stofnunar kemur fram, að
heildaraflamagn hafi dregizt
mest saman frá árinu 1992
á Vestfjörðum, þar sem hrá-
efni hefur minnkað um 9,5%,
en jafnframt kemur í ljós,
að samdráttur í aflamagni
er næstmestur á Austur-
landi, eða 5,36%. Afkoma
fyrirtækjanna á Austurlandi
er hins vegar þokkaleg en
afleit á Vestfjörðum. Þá
kemur einnig fram í þessum
upplýsingum, að aflamagn
hefur aukizt á Vesturlandi
um tæp 8% frá árinu 1992
en þar er afkoma fyrirtækj-
anna enn verri en á Vest-
fjörðum.
Til þess að hægt sé að
halda uppi skynsamlegum
umræðum um vanda sjávar-
útvegsins og finna hag-
kvæmar leiðir til úrbóta er
nauðsynlegt að skilgreina
vanda þessara fyrirtækja
eins rækilega og unnt er.
Vestfirðingar hafa bent á,
að þeir hafi farið verr út úr
þorskveiðiskerðingu en
nokkur annar landshluti.
Forráðamenn sjávarútvegs-
fyrirtækja á Vesturlandi
hafa ekki látið mikið í sér
heyra, þótt staða þeirra virð-
ist verri en Vestfirðinganna.
Væntanlega sýna tölur um
Reykj avíkur-Reykj anes-
svæðið fyrst og fremst bág-
an hag fyrirtækjanna á Suð-
urnesjum. Líklegt má telja,
að gjörbreyting á áætlaðri
afkomu fyrirtækja í Suður-
landskjördæmi á þessu ári
miðað við síðasta ár endur-
spegli áhrif loðnuveiðanna á
stöðu fyrirtækjanna.
Morgunblaðið hefur oft
gagnrýnt þá meðaltalsút-
reikninga, sem ráða ríkjum
í sjávarútveginum. Auðvitað
er hér einnig um meðaltöl
að ræða. En það er þó við-
leitni til þess að nálgast
málið enn frekar með því að
greina á milli fyrirtækja eft-
ir landshlutum og stórfróð-
legt að sjá, hvað mismunur-
inn er mikill. Það er a.m.k.
forsenda þess að hægt sé
að takast á við vandann að
menn átti sig á því í hveiju
hann er fólginn. Hitt er svo
annað mál, að erfitt er að
sjá, hvernig ríkisstjórnin
getur staðið gegn áþekkum
aðgerðum á Vesturlandi og
hugsanlega Suðurnesjum og
boðaðar hafa verið á Vest-
fjörðum, eftir að þessar tölur
liggja fyrir.
Óheft sókn í fiskstofna
íslenski þorskstofninn 1955-1992.
a. Fjöldi 3 ára nýliða þorsks í milljónum. b og c. Stærð veiðistofns (4 ára þorskur og eldri) og hrygningar-
stofns (7 ára fiskur) í þúsundum tonna. d. Afli í þúsundum tonna.
Hámarksgildi eru skyggð. Hámark í nýliðun skilar sér nokkrum árum síðar í veiði- og hrygningarstofni og
að lokum i afla. Stöðugt minnkandi veiði- og hrygningarstofn er augljós. Góð nýliðun 3 ára fisks 1986 og
1987 (árgangar 1983 og 1984) skilaði sér strax í litlu aflahámarki 1987 en ekki í hrygningarstofni síðar,
heldur í litlum hrygningarstofni. Mikill hluti þessarra árganga náði því ekki hrygningaraldri.
eftir Svend-Aage
Malmberg
Inngangur
Fiskifræðingar á Hafrannsókna-
stofnuninni annars vegar og á Veiði-
málastofnuninni hins vegar takast á
um hvað valdi sveiflum í fiskstofnum
og ekki síður minnkandi þorskstofni
yfírleitt. Báðir aðilar gera sér grein
fvrir áhrifum umhverfís á fískstofna,
en þá greinir á um hlut árganga í
stofni og hlut sóknar.
Þessarri grein er ætlað að skýra
málavöxtu hvað varðar þorsk í al-
mennu máli og dæmum án þess að
gripið sé til tölfræði eða annarra flók-
inna þátta til útskýringa. Skal svo séð
hvernig til tekst.
Úr skýrslu starfsmanna
Veiðimálastofnunarinnar
Svo vitnað sé til skýrslu starfs-
manna á Veiðimálastofnuninni -
Tengsl Barentshafs og íslandsmiða
eftir Þórólf Antonsson, Guðna Guð-
bergsson og Sigurð Guðjónsson
(VMST-R/94004) - þá stendur þar
orðrétt: „Það að margir fiskstofnar
sýna sömu tilhneigingu á stórum haf-
svæðum í takt við umhverfíshætti,
bendir sterklega til þess að stærð
hrygningarstofna, afrán og fískveiðar
eða stjórnun þeirra hafi haft minna
að segja um stofnsveiflur heldur en
hin miklu áhrif umhverfísins, sem all-
ir stofnarnir þurfa að undirgangast“.
Sem sagt og skrifað, árgangaskipan
og veiðar eða sókn mega sín lítils í
samanburði við umhverfisáhrif.
Úr ritgerð frá dönsku Haf- og
fiskirannsóknunum
Skal nú vitnað beint í grein í riti
dönsku Haf- og fískirannsóknastofn-
unarinnar eftir Eskild Kirkegaard
fiskifræðing um ástand þorskstofns í
Eystrasalti (Fisk og Hav, 44, 1993).
„Þorskur í austanverðu Eystrasalti
er á mörkum þess svæðis þar sem
þorsk gefur. Þess vegna valda jafnvel
litlar breytingar á ástandi sjávar miklu
um stofnstærð og útbreiðslu físks. Lág
selta og súrefnisskortur á hrygningar-
slóðum við Gotland og austar hafa á
undanförnum árum valdið erfiðleikum
fyrir afkomu þorsks, þ.e.a.s. fyrir
árangur hrygningar og kiaks. Að-
stæður vestar eða við Borgundarhólm
eru nokkuð betri. Skilyrði fyrir bættri
nýliðun yfirleitt eru batnandi skilyrði
á hiygningarslóðum, sem aftur eru
háð innstreymi á söltum og súrefnis-
ríkum sjó frá Norðursjó. Slíkt inn-
streymi gerist óreglulega á nokkurra
eða margra ára fresti við sérstök veð-
urskilyrði, þegar sjór frá Norðursjó
þrýstist um Skagerak og Kattegat og
Dönsku Sundin inn í Eystrasalt. Sjór
úr Norðursjó er saltari en sjór í Eystra-
salti, og því þyngri og streymir við
botn inn á hrygningarslóðir þorsks.
Þungi salti sjórinn ýtir létta og súr-
efnissnauða sjónum burt. Mælingar
hafa sýnt að mikið innstreymi átti sér
stað á árunum 1992-1993 eftir langt
tímabil án innstreymis, og hafa að-
stæður við Borgundarhólm þegar
batnað til muna. Samt munu líða
a.m.k. 3 ár þangað til að batnandi
skilyrði skili sér í aukinni nýliðun og
vaxandi hrygningarstofni." (í Eystra-
salti miðast nýliðun við 2 ára físk og
kynþroski þorsks við 3-4 ára fisk, höf.)
Svo mörg eru þau orð um áhrif
umhverfis á þorskstofna í Eystrasalti,
en snúum okkur nú að áhrifum veiða
í sömu skrifum dönsku Haf- og físki-
rannsóknanna:
„Þrátt fyrir að batnandi skilyrði í
Eystrasalti hafi væntanlega góð áhrif
á afkomu þorsks á næstunni, þ.e.a.s.
á árangur hrygningar og klaks, þá
þarf eigi að síður að draga úr sókn
til að leyfa fískinum að dafna og
tryggja afla til frambúðar. Minnkandi
sókn skilar sér að sjálfsögðu strax í
minnkandi afla en þegar innan fárra
ára mun aflinn aftur aukast. Með
áþreifanlegri minnkun sóknar verður
til lengri tíma litið unnt að auka afla
og tryggja að hrygningarstofninn
haldi sig ofan hættumarka, þ.e.a.s.
mörkin sem skilja á milli hvort hrygn-
ingarstofn getur eða getur ekki valdið
viðgangi stofns til frambúðar. Auk
þess mun afli einstakra skipa aukast
verulega, þ.e.a.s. afli á sóknareiningu.
Það stafar af því að minnkandi
heildarsókn gefur fískinum færi á að
vaxa og dafna og jafnvel að hrygna
áður en veiddur er. Meðalþyngd fisks
í afla eykst einnig verulega og fisk-
veiðarnar njóta vaxtarbroddsins í
hveijum einstökum físki. Breytt sókn-
armynstur þannig að að minna sé
veitt af smáfiski mun einnig hafa í
för með sér jákvæð áhrif á bæði stofn
og afla. Þessu má ná bæði með stórum
möskva og með því að forðast veiðar
á miðum með smáfiski.“
Umhverfi eða sókn
í „danska" textanum hér á undan
var fjallað um áhrif umhverfis og veiða
eða sókn á fískstofna. Skyldum við á
íslandi ekki kannast við málflutning-
inn, svo mjög sem deilt er um hvort
megi sín meira umhverfi eða sókn
þegar gengur á fískstofna? Enginn
vafí leikur á því að í danska ritinu
eru bæði atriðin talin hafa áhrif, en
sóknin talin valda endanlegum úrslit-
um. Þetta sjónarmið er einnig ríkjandi
hjá fiskifræðingum á Hafrannsókna-
stofnuninni.
Hverfum hér aftur til danska text-
ans.
„Ástæðu breytinga í stofnstærð
skal leita í samverkandi áhrifum um-
hverfis (hitastig, selta, súrefni) og
sóknar. Umhverfisbreytingar hafa al-
mennt ekki áhrif á stofna fullorðins
fisks (nema vaxtar, höf.) en aftur á
lífsmöguleika eggja (hrogna) og seiða.
Þá fyrst þegar nýju árgangamir koma
fram í 2-3 ára nýliðun, veiðistofni og
hrygningarstofni, verður vart áhrifa
umhverfis á stofnana. Aukin sókn
gefur strax aukinn afla en minnkandi
stofn, og aldursdreifíng fisksins breyt-
ist. Meðalaldur fisks Iækkar og hlutur
stórra og kynþroska fiska þá einnig.
Árangur nýliðunar getur eftir sem
áður haldist svo lengi sem hrygningar-
stofn er nógu stór. Þá fyrst þegar
sóknin verður þvílík að fáir fiskar ná
hrygningaraldri og hrygningarstofn
nær lágmarksstærð þá er hætta á
viðkomubresti. Lágmarksstærð mið-
ast við stofnstærð þegar hrygningar-
stofn er orðinn það lítill að hann veld-
ur ekki viðgangi stofns til frambúðar
eða viðkomubresti."
Stór og lítill hrygningarstofn
Enn skal vikið að ritgerð um líf-
fræðilega stjórnun fiskveiða í danska
ritinu, nú eftir fískifræðinginn Poui
Degnbol, þar sem segir eftirfarandi:
„Fiskstofn getur rýrnað það mikið
að viðkoma hans minnkar. Nýliðun
ræðst af stærð hrygningarstofns og
umhverfísaðstæðum. Þegar hrygning-
arstofn er stór veldur umhverfið eins
og m.a. fæðuframboð mestu um fram-
vinduna. Góð umhverfisskilyrði fyrir
árangur hiygningar og klaks frá hluta
hrygningarstofns eru takmörkuð í
tíma og rúmi, og heildarnýliðun er
ekki háð stórum hluta hrygningar-
stofns sem hrygnir utan þessara tak-
markana í tíma og rúmi. Ef hrygning-
arstofn er aftur á móti lítill lækka
hættumörkin og hætta er á að hrygn-
ing misfarist. Lítill hrygningarstofn
hefur þá í för með sér litla nýliðun
og lítil nýliðun leiðir síðan til lítils
hrygningarstofns. Stofninn lendir í
öngstræti og getur ekki náð sér á
strik af því að lítill hrygningarstofn
gefur aftur af sér litla nýliðun."
I stuttu máli sagt: stór hrygning-
arstofn gefur af sér nýliðun í takt við
umhverfisáhrif, „góð“ eða „vond“, lít-
ill eða lágmarks hrygningarstofn verð-
ur fyrir sömu áhrifum umhverfís en
með lægri hættumörkum hvort sem
umhverfísáhrifin eru „góð“ ' eða
„vond“.
„Seltufrávikið mikla“
Hér að framan var einkum vísað
til þorsks í Eystrasalti sem er á mörk-
um útbreiðslu svæðis þorsks í norðan-
verðu Norður-Atlantshafi. Sömu við-
horf gilda örugglega um þorskstofna
vestast í Norður-Atlantshafí eins og
við Nýfundnaland og Vestur-Græn-
land. Einnig þar skiptir saltur og hlýr
Atlantsjór máli annars vegar en ekki
súrefni heldur kaldur og seltulítill
pólsjór hins vegar. Á þessum slóðum
féllu þorskstofnar í óheftri sókn sam-
fara umhverfisbreytingum ti! hins
verra á áttunda áratugnum þ.e.a.s.
hlýr Atlantsjór (Irminger straumur)
vék fyrir köldum og seltulitlum pólsjó.
Tengsl þessarra miklu umhverfís-
breytinga í hafínu vestur þar má m.a.
rekja til u.þ.b. 14 ára straumhringrás-
ar um norðanvert Norður-Atlantshaf
og Norðurhaf, sem gengur undir nafn-
inu „seltufrávikið mikla“. Upphaf þess
er rakið til ástands sjávar í Norðurhöf-
um (hafísárin svonefndu við ísland
1965-1971). Fyrstu vísbendingar um
ferlið sunnan og vestan úr hafí,
þ.e.a.s. lág selta í hlýsjónum, komu
fram í íslenskum og skoskum sjórann-
sóknagögnum 1976, vísbendingum
sem síðan urðu skýrari og skýrari á
árunum þar á eftir. Þannig hafði ferill-
Svend-Aage Malmberg
„A Hafrannsóknastofn-
uninni eru tengsl hafeðl-
isfræðinga eða sjófræð-
inga við fiskifræðinga
mikil og þróast þau stöð-
ugt í löngum starfsferli
bæði til sjós og lands.“
inn áfram áhrif á seltuna í sjónum
við Norður-Noreg 1979 og aftur á
miðunum fyrir Norðurlandi 1981-
1983. Eðli aðstæðna eru ekki að fullu
þekktar og víst er að áhrifin voru í
eðli sínu mismunandi frá einu haf-
svæðinu til annars. Skýrt var frá nið-
urstöðum m.a. í ritum Alþjóðaha-
frannsóknaráðsins 1982-1984, og í
Riti Fiskideildar, sem Hafrannsókna-
stofnunin gefur út (Sv.A.M. 1985).
Ýtarleg ritgerð um viðfangsefnið birt-
ist svo 1988 (Dickson og fél.) og önn-
ur síðan um tengsl umræddra um-
hverfísbreytinga og ástands fisk-
stofna á norðanverðu Norður-Atlants-
hafí 1992 (Jakob Jakobsson) í safnriti
frá ráðstefnu Alþjóðahafrannsóknar-
áðsins um breytileika sjávar og lífrík-
is í Norður-Atlantshafi, sem haldin
var á Álandseyjum 1991.
íslandsmið og Barentshaf
Andstætt aðstæðum í Eystrasalti
og við t.d. Vestur-Grænland má e.t.v.
telja að á íslandsmiðum og Noreg-
smiðum mætist „örugg“ útbreiðslu-
svæði þorsks (hrygning í heitum sjó
á Selvogsbanka og við Lófót) og „óör-
ugg“ svæði (uppvaxtarslóðir á Norð-
urmiðum og í Barentshafi). Þessar
aðstæður við Ísland og Noreg gera
málin á ýmsan hátt flóknari en í Eyst-
rasalti og t.d. við Vestur-Grænland.
Á það sérstaklega við um íslandsmið
vegna legu landsins á neðansjávar-
hryggjum sem ákvarða að miklu leyti
straumamótin í hafinu við landið. En
á íslands- og Noregsmiðum getur
einnig orðið vá fyrir dyrum ef hrygn-
ingarstofn verður lítill eða fer undir
hættumörk. Of mikil sókn getur leitt
til ófarnaðar og ekkert fær bjargað
því nema verndun eða sóknarminnk-
un, sama hvað lýtur umhverfísbreyt-
ingum.
Að þegar sé svo komið á íslands-
miðum kemur e.t.v. fram á 1. mynd.
Myndin sýnir nýliðun á 3 ára físki (a;
100 millj.), stærð veiðistofns (c), stærð
hrygningarstofns (b) og afla (d) á
íslandsmiðum (allt mælt í þús. tonna)
árin 1955-1991/94. Samhengið milli
nýliðunar (3 ára), veiðistofns (4 ára
og eldri), hrygningarstofns (7 ára) og
afla virðist augljóst.
Væntanlega vekja fyrst athygli
sveiflur með hámarks og lágmarks
gildi allra þátta með vissu millibili en
þó með stöðugum síganda niðurávið.
Einnig gefur myndin vísbendingu um
betra ástand íslenska þorskstofnsins
í góðærinu fyrir hafísárin svonefndu
1965-1971 en eftir. Síðan þá hafa
skipst á heit og köld ár á norðurmið-
um, þ.e.a.s. ár með ríkjandi hlýsjó
(Atlantssjór) að sunnan eða kaldsjó
(pólsjór, svalsjór) að norðan. í þessu
sambandi skal áréttað, að kaldur sjór
á norðurmiðum stafar af straumum
að norðan, en heitur sjór stafar af
innstreymi hlýsjávar sunnan úr hafí.
Hlýindi eða svonefnd „uppsveifla" í
hafinu á norðurmiðum eru í mesta
lagi tengd því að lát verður á áhrifum
strauma að norðan, en að öðru leyti
tengjast þau ekki ástandi sjávar í
Barentshafi heldur hlýja sjónum sunn-
an úr Atlantshafí.
Ongstrætið lítill
hrygningarstofn, lítil nýliðun
og aftur lítill hrygningarstofn
Snúum okkur nú aftur að 1. mynd.
Við nánari skoðun á myndinni vek-
ur athygli stöðugt lítil 3 ára nýliðun
síðan 1987 og minnkandi veiði- og
hrygningarstofn nokkrum árum síðar.
Sérstaka athygli vekur að góð 3 ára
nýliðun 1986 og 1987 skilaði sér strax
í litlu aflahámarki 1987 en ekki í
hrygningarstofni síðar - heldur í litlum
hrygningarstofni og aftur í lítilli nýlið-
un og það þrátt fyrir góðæri í sjónum
á norðurmiðum 1991-1994. Von er
að óttast sé að komið sé í öngstrætið
lítill hrygningarstofn - lítil nýliðun -
og aftur lítill stofn sem leiðir enn til
lítillar nýliðunnar o.s.frv. á íslandsm-
iðum. Vonir um „uppsveiflu" hafa þó
verið bundnar við góðærið á norðurm-
iðum eftir 1990 og friðunar hrygn-
ingarstöðva í apríl hin síðustu ár.
Fari svo að þetta skili sér í góðum
1993 árgangi, þá er eigi að síður nauð-
synlegt að gæta hófs í sókn og leyfa
fiskinum að dafna og vaxa í nokkur
ár enn. .
Að lokum, hvað sem líður ágrein-
ingi um ástæður fyrir sveiflum í físk-
stofnum, umhverfi eða veiðar, þá
verða menn að gera sér* grein fyrir
því að íslenski þorskskifninn er í sögu-
legu lágmarki, lágmark sem alls ekki
verður rengt eða véfengt með tilvitnun
í einhver ónákvæm vísindi. Það eru
beinar mælingar á hlut árganga í afla
ár eftir ár sem standa að baki þessum
niðurstöðum, mælingar sem vart
verða véfengdar, og eru ekki einhver
véfrétt ófullkominna vísinda eins og
stundum er gefið í skyn. Fjölmenn
alþjóðleg ráðstefna um þorsk og veð-
urfar, sem haldin var á vegum Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins í Reykjavík
sl. sumar (1993) komst einnig að svip-
uðum niðurstöðum og haldið er fram
af hálfu íslenskra haf- og fískifræð-
inga á Hafrannsóknastofnuninni,
þ.e.a.s. að sókn í fískistofna á Norður-
Atlantshafi hefur verið og er langtum
of mikil. Ofveiðin felst í of mikilli sókn
miðað við bæði ástand sjávar og físk-
stofna, eða með öðrum orðum of mik- ‘
illi sókn í sveiflugjömu ástandi sjávar.
Lokaorð
Enginn skal efast um samhengi
veðurfars og ástands sjávar í stórum
dráttum á Norður-Atlantshafi allt frá
Barentshafi um íslandsmið til Ný-
fundnalandsmiða. Mikið hefur verið
fjallað um það efni fyrr og síðar.
Áhrifin á lífríkið á hveijum stað, líf-
ríki sem þó er ekki samhangandi eins
og sjór og loft, hefur einnig verið
mikið til athugunar. Viðbrögð lífríkis
á mismunandi slóð á einhveiju skeiði
geta einnig verið áþekk þótt fleira
komi til. Höfundur þessarar greinar
hefur lagt sitt að mörkum í því efni
í árafjöld í starfí sínu á Hafrannsókna-
stofnuninni. Þeir ágætu félagar á
Veiðimálastofnuninni hafa einnig
komið í smiðju á Hafrannsóknastofn-
unina og fengið bæði gögn, skýringar
og ritgérðir eins og vera ber. Á Haf-
rannsóknastofnuninni eru tengsl haf-
eðlisfræðinga eða sjófræðinga við
fiskifræðinga mikil og þróast þau
stöðugt í löngum starfsferli bæði til
sjós og lands. Greinarhöfundur fagnar
því að sjálfsögðu að aðrir aðilar eins
og ágætir félagar á Veiðimálastofnun
og jafnvel á Veðurstofu íslands leggi
sitt að mörkum á sviði haf- og físki-
rannsókna, að þeir leggi orð í belg,
brýni kutana og leiti að hinum ýmsu
tengslum umhverfís og lífríkis. Það
er bara hollt til umhugsunar. Þá ber
þeim þó að varast vítin og álykta
ekki of djarft um málefni sem þeim
eru ekki nægilega kunn. Þannig eru
það mjög vafasöm „fræði“ sem álykta
að umhverfishættir einir skipti megin
máli varðandi minnkandi veiðistofna,
og að jafnvel öll núverandi fískveið-
iráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar
sé alröng. Það er stórt upp í sig tekið
og fylgir því einnig mikil ábyrgð. Um
það stendur deilan milli fískifræðinga
á Hafrannsóknastofnuninni og Veiði-
málastofnuninni. Skyldu þeir hinir
sömu aðilar t.d. á Veiðimálastofnun-
inni telja, að óheft sókn í laxastofna,
þá einnig á hafi úti, skipti litlu eða
engu fyrir laxagöngur í ámar? Hvað
er þá fengið með kaupum á laxveiði-
kvótum fyrrum úthafslaxveiðiþjóða í
austri og vestri? Sitja þessir fyrrum
laxveiðimenn nú auðum höndum
heima í stofu og brosa í kampinn yfir
heimsku mannana sem kaupa? Að lok-
um, er ekki vænlegra til árangurs að
leita fanga á víðum velli og nota þekk-
ingu á viðfangsefninu sem fyrir ligg-
ur, fremur en stjörnublik (veiðivon)
sem verður að stjörnuhrapi (bresti)
þegar á reynir? Forðumst fals eða vill-
ur í nafni vísinda.
Allt er þetta skrifað til að reyna
að efla almenna þekkingu á lífríki
sjávar við landið og fjöreggi lands og
íslenskrar þjóðar, sem er þorskur eða
fískur.
Guðlaun fyrir lífið i landinu.
Höfundur er hnffræðingur.
Thorvaldsen - mynd-
höggvarinn mikli
Hundrað og fimmtíu ár liðin frá dauða Bertels Thorvaldsens
Á horni Skothússvegar og Fríkirkjuvegar stendur stytta af gróður-
guðinum Adónis, tákni jarðargróðursins sem lifnar á vorin en deyr
á haustin. Ungur og nakinn hallast hann fram á spjót sitt og horfir
eilítið þunglyndislega yfir uinferð Reykjavíkurborgar meðan köld
slyddutár renna niður vanga hans. Hundrað og fimmtíu ár eru í
dag liðin siðan Bertel Thorvaldsen, skapari þessarar fögru styttu,
var borinn andvana út úr Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn.
Bertel Thorvaldsen var fæddur
19. dag nóvembermánaðar árið
1770 og var því 74 ára þegar hann
lést. Faðir hans, prestssonurinn
Gottskálk Þorvaldsson, var fæddur
á Reynisstað í Skagafírði árið 1741
en fluttist sextán ára gamall til
Kaupmannahafnar og átti þar
heimili til dauðadags. Hann kvænt-
ist jóskri stúlku sem Karen hét og
eignuðust þau saman einn son, hinn
fræga myndhöggvara Bertel Thor-
valdsen. I ævisögu Thorvaldsens,
sem séra Helgi Konráðsson skráði,
segir að Bertel Thorvaldsen hafi
alist upp í fátækrahverfum Kaup-
mannahafnarborgar og byijað
snemma að teikna myndir, á hús-
veggi ef ekki vildi betur. Vinur for-
eldra hans sá myndir eftir hann og
hvátti þau til að setja hann til náms
í listaháskóla. Ellefu ára gamall hóf
hann nám í teikniskólunum, þar
sem kennt var ókeypis. Faðir hans
vann við útskurð og fór Bertel fyrr
en varði að hjálpa honum við það
starf, jafnframt því sem hann hélt
áfram teiknináminu á kvöldin. í
ársbyijun 1785 fór hann inn í þá
deild listaháskólans, sem kölluð var
gipsskólinn. Eftir fermingu hætti
Thorvaldsen í listaháskólanum og
fór að vinna með föður sínum. Ári
síðar hóf hann nám á ný og hinn
30. maí 1789 vann hann stóru silf-
Adónis. Reykjavík lét gera af-
steypu af frummyndinni og setja
upp í tilefni af 1100 ára afmæli
Islandsbyggðar 1974.
Sjálfsmynd Thorvaldsens í Hljóm-
skálagarðinum. Frummyndin er
gerð árið 1839 og gefin íslandi
af Kaupmannahöfn 1874.
urmedalíu skólans fyrir lágmynd
sem heitir Amor hvílist. Á næstu
árum hlaut hann bæði minni og
stærri gullmedalíur listaháskólans
og einnig utanfararstyrk.
Thorvaldsen kom til Rómar vorið
1797 og byijaði þá að höggva
myndir í marmara. í bréfi til listahá-
skólans í Kaupmannahöfn 1798,
sem styrkti hann til náms á Ítalíu,
segist hann hafa valiðforn listaverk
til að æfa sig eftir. Árið 1805 var
Thorvaldsen skipaður prófessor við
Listaháskólann í Kaupmannahöfn
og forstöðumaður hans árið 1833.
Árið 1808 var hann skipaður pró-
fessor við San Luca-listháskólann í
Róm. Þá hafði hann komið sér upp
stóru verkstæði. Þar gerði hann
m.a. styttuna af Adónis auk fy'ölda
lágmynda og fleiri verka, t.d. skírn-
arfont í kirkjuna á Brahetrollenborg
á Fjóni, en annan mjög líkan honum
gaf hann seinna í Dómkirkjuna í
Reykjavík.
Thorvaldsen bjó og starfaði að
mestu í Róm í hálfan fimmta áratug
og skapaði þar mikil listaverk. I
júlímánuði 1838 kom freigátan
Róta til Ítalíu til þess að sækja
Bertel Thorvaldsen og listaverk
hans. Hann var þá viðurkenndur
sem einn fremsti myndhöggvari
nýklassíska stílsins og hafði verið
sæmdur hinum margvíslegustu orð-
um og heiðursmerkjum fyrir list
sína. Þrátt fyrir ýmis ástasambönd
kvæntist Thorvaldsen ekki en eign-
aðist eina dóttur barna. Hann þótti
mikið glæsimenni og gleðimaður
meðan hann var yngi'i en einrænn
og fáskiptinn á efri árum. Árið
1830 arfleiddi Thorvaldsen Kaup-
mannahafnarborg að listaverkum
sínum. Þá var hafin bygging safna-
liúss yfir verk Thorvaldsens í Kaup-
mannahöfn.
Thorvaldsen var undir miklum
áhrifum frá list Fórn-Grikkja og er
tíguleiki og rósemd talið eitt helsta
einkenni flestra verka hans. Hann
sótti myndefni gjarnan í gríska og
rómverska goðafræði. Af helstu
stórverkum Thorvaldsens má nefna
Kristslíkneski og polstulana tólf í
Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn
og minnisvarða um Píus 7. páfa í
Péturskirkjunni í Róm. Thorvaldsen
eyddi ævikvöldi sínu á herragarði í
Nyso í Danmörku. Þar var opnað
minjasafn helgað honum árið 1926.
í auglýsingu sem Thorvaldsen
birti í blöðum þegar hann fór frá
Róm segir m.a.: „Það er von mín
og ætlun að snúa aftur til heima-
lands míns að ári, þegar þess er
að vænta að safnabyggingin verði
nær fullger, og flytja þá verk mín,
sem enn eru ókornin á varanlegan
stað í faðmi fósturlandsins, þar sem
ég sjálfur mun leita hinsta hælis."
í Thorvaldsenssafni í Höfn eru
frummyndir og afsteypur af öllum
helstu verkum Thorvaldsens, teikn-
ingar hans og skissur. Þar í garði
umluktum veggjum safnsins hvíla
bein þessa fræga myndhöggvara
sem sagður var sækja kraft og at-
gervi til síns íslenska föður en næmi
og ríkt fegurðarskyn til danskrar
móður. Hvað hæft er í þeirri um-
sögn skal ósagt látið en víst er að
sjaldan hafa Islendingar og Danir
blandað blóði á svo áhrifamikinn
hátt sem í Bertel Thorvaldssyni og
enn í dag gleðja verk hans augu
manna í báðum ættlöndum hans.
Texti Guðrúnu Guðlaugsdóttur.