Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 43 Ég kynntist Hans Jetzek fyrir átta árum eða svo er við Helga dóttir hans, eiginkona mín, bytjuð- um að vera saman. Ekki man ég nú nákvæmlega hvernig þau kynni hófust, en man þó eftir all bein- skeyttum spurningum eða athuga- semdum varðandi myndlistarstarf mitt og fór við það í hálfgerða varn- arstöðu. En ekki tók það samt lang- an tíma að sjá að bak við hin bein- skeyttu og óvæntu orð bjó ekkert annað en velvilji og gæska. Hans var gæddur ýmsum afger- andi kostum. Tilfínninganæmi hans var t.d. mikil og ekki óvenjulegt að sjá hann vökna um augun er hann hlustaði 'á fagra tónlist eða fagra orðræðu svo nærstaddir urðu stundum hálf klumsa og vissu ekki hvernig þeir áttu að vera, enda hijáir slík tilfinninganæmi landann víst sjaldnast, kaldur og klakafullur sem hann er gjarnan á ytra borði — sérstaklega fullorðnir karlmenn. En tilfinningarnar voru ekki fljót- andi rótlausar á yfirborðinu, heldur byggðar á sterkum grunni, ríkri réttlætiskennd. Vinnu- og sam- viskusemi hafði hann í ríkum mæli (eitthvað sem landinn kann betur að eiga við) og er ég viss um að vinnuveitandinn, ÍSAL, hefur kunn- að að meta vinnuframlag hans, samviskusemin og áhuginn voru slík. Umhyggjan um hag aðstand- enda var líka mikil. Hann var barngóður svo af bar og unun að horfa á í fjölskylduboð- um er hann lék á als oddi með börn- unum og rúllaði jafnvel um gólfin þeim til skemmtunar. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig það hafí verið fyrir hann að vera „útlendingur" á Is- landi, því þótt hann hafi komið ungur til Islands frá Þýskalandi, kvænst hér og eignast fimm börn og verið almennt vel tekið, þá er sá sem ekki er fæddur eða alinn upp á Fróni aldrei fyllilega tekinn í hópinn. Best gæti ég trúað að það hafi stundum verið dálítið einmana- legt. Þótt Hans hafi að vissu leyti náð góðu valdi á íslenskunni gat hann stundum ruglast skemmtilega í ríminu í hita umræðnanna svo oft fæddust ný orð eða orðasamsetn- ingar, oft mjög falleg og ljóðræn „nýyrði“ og setningabútar. Hans var áhugamaður um margt og brá fyrir hæfileikum á mörgum sviðum, hlutir sem gaman hefði verið að sjá hann dunda við hefði honum enst aldur til. Ég man t.d. eftir styttu sem hann gerði fyrir mörgum árum af Theodóri syni sín- um, þá nýlega látnum af slysförum — óvenjulega vel gert verk af manni sem lítið eða ekkert hafði fengist við slíkt áður — beinlínis falleg lítil stytta og hefði verið gaman að sjá hann gera meira af slíku. Mér þykir miður að hafa ekki átt þess kost að kynnast honum fyrr, en er kynnin hófust var heilsa hans alvarlega farin að hraka. Sér- staklega var það bakið sem hijáði hann og oft sárt að sjá hvað hann þjáðist mikið. Síðan fór heilsan hraðversnandi og fylgdi mikil and- leg vanlíðan í kjölfarið. Núna ímynda ég mér hann á ótilgreindum stað, dágóðri laut í grösugri aflíðandi brekku við fjallsrætur. Þó þetta líkist helst ís- lenskri náttúru er eins og þarna sé ekkert, veður, hvorki heitt né kalt. Kyrrðin er mikil, aðeins rofin af léttum lækjarnið, stöku fuglshljóði og skríkjum og hlátrum barnahóps- ins sem ólmast í kringum Hans, sem stendur á haus í lautinni miðri; samt eru hjóðin dálítið líkt og dempuð. Það má vera að aðrir fullorðnir séu í grenndinni, hafi bara skroppið í stutta gönguferð, en ég sé þá ekki. Kannski er umhverfið í raun þýsk- ara, kannski lítið snyrtileg þorp eða bær umvafinn engjum — en þetta er nú samt það sem ég sé. Kristinn Guðbrandur Harðarson. „Vinnan er salt lífsins, undirstaða alls lífs og framfara. Þá er þó ekki í vegi að bæta af og til nokkrum MEÐ HALOGENLJÓSUM OG SPEGLI Poulsen Suðurlandsbraut 10, sími 686499 Minning Hjördís Jónsdóttir Fædd 18. nóvember 1912 Dáin 15. mars 1994 sykurmolum út í það. En það er einmitt hlutverk STÍS að gera það og er það verðugt verkefni. Gerum það, góðir vinir, allir saman og ef vel tekst til, þá er framtíð STÍS björt.“ Orð þessi ritaði Hans Jetzek í afmælisrit félagsins árið 1988. Þetta var hans sýn og eftir henni lifði hann. Orðin lýsa vel skilningi hans á nauðsyn og samheldni og samstarfs vinnufélaga. Hans Jetzek var allt frá upphafi virkur áhugamaður og félagi um starfsemi STÍS. Hann var endalaust tilbúinn til að gefa félagsstörfunum tíma sinn. Og þau ár sém hann sat í stjórn STÍS styrkti hann og byggði upp núverandi sumaraðstöðu starfs- manna. Þeir eru líka ófáir sem muna Hans umkringdan barnaskara á jólaböllum félagsins. _ Hans sat í stjórn STÍS árin 1979 til 1983, og sem formaður 1981 og 1982. Við látum þetta ljóðabrot fylgja hinstu kveðju til handa Hans Jetzek. Gleðjurast því og ljúfír leitum lífsins hærra máls. Athugunar afl vort þreytum, andi vor er fijáls. Þótt af skilning skorður settar skyggi ei margt um stund, seinna liggja leiðir réttar ljóssins beint á fund. Enn vér skiljum ei hið háa afl né tíma og rúm. Hér oss villir veika og smáa vanþekkingar húm. Mikli göfgi gramur sóla gefðu oss ljós með þér! Settu oss i æðri skóla eftir líf vort hér! Við vottum eftirlifándi konu og börnum dýpstu samúð. Kveðja frá STÍS. Valdimar Gestsson. Fleiri greinar um Hans Otto Jetzek bíða birtingar og munu birtast næstu daga. Hún amma er ekki lengur á meðal okkar. Það er einkennilegt hve erfitt er að standa andspænis þeirri staðreynd, jafnvel þótt æviárin hafi verið orðin áttatíu og tvö að tölu. Við vitum öll að þessi staðreynd, að sjá á eftir sínum, verður að raunveruleika, en við virðumst aldrei vera reiðubúin að kveðja þá eða þann sem var okkur kær. Hún amma mín var mér og systkinum mínum afar kær. Hún var ein af þessum góðu traustu ömmum sem tók okkur í fang og las fyrir okkur sögur sem við enn munum eftir þó nokkur séu árin liðin síðan hún las þær fyrir okkur. Amma, Hjördís Jónsdóttir, var fædd á Súðavík árið 1912, dóttir hjónanna Margrétar Þórðardóttur og Jóns Gíslasonar sem bjuggu þar á stað. Hún var ein fimm systkina sem öll eru látin. Hún hlaut upp- eldi sitt þar, en missti móður sína ung að árum. Slík reynsla hefur ávallt mikil áhrif, og ekki síst á þeim tímum þegar hún var að al- ast upp. Hún var rúmlega tvítug þegar hún kynntist eiginmanni sínum, Sigurði Guðnasyni sjómanni. Þau fengu þó ekki notið margra ára saman, því Sigurður drukknaði í maímánuði árið 1937 á bátnum Högna frá Súðavík. Fórust allir bátsveijar. Þegar þessi atburður átti sér stað var móðir mín, Sigríð- ur, rétt ófædd. Það var því hlut- skipti ömmu að ala móður mína upp, en þar reyndist heimilisfólkið á heimili er nefndist Súðavík, henni mjög vel. Amma bjó síðan lengst af á heimili foreldra minna, Sigríðar og Eyjólfs. Hún var ávallt jákvæð, vildi gera gott úr öllum hlutum. Ég minnist þess að enginn mátti gera að sárum okkur systkinanna ef við urðum fyrir meiðslum í leikj- um okkar barnanna. Ef flís stakkst í putta, var það aðeins amma, sem mátti fjarlægja hana. Þegar ég riíja upp samfylgdina með henni, kemur upp í hugann atburður er segir mikið um það hve amma var mér og systkinum mínum kær. Ég var aðeins sex ára gömul. Pjölskyldan ætlaði til út- landa og ég átti að vera alein heima með ömmu. Það var í mínum huga miklu stærra og mikilvægara en að fara til útlanda því þá fengi ég að hafa ömmu eina út af fyrir mig. Slík áhrif hafði hún á okkur öll. Ég veit einnig að mamma bar slíkan hug til hennar og vildi það eitt að hún væri hjá sér og sinnti sér á uppvaxtarárum sínum. Og það gerði hún svo sannarlega gagnvart okkur öllum í fjölskyld- unni. Síðustu misserin dvaldi hún við gott atlæti á Dvalarheimilinu Blesastöðum. Fyrir hlýjuna og umhyggjuna sem henni var sýnd þar viljum við þakka af innileik. Hún átti einnig heima á heimili foreldra minna í Grafarvogi en þaðan verður hún einmitt jarð- sungin í fyrstu útförinni sem er gerð frá Grafarvogskirkju. Við biðjum góðan guð að blessa fögru minningarnar um ömmu, Hjördísi Jónsdóttur, um leið og við felum honum hana í hendur. Anna Eyjólfsdóttir. SUZLKI SWIFT sá sparneytnasti Suzuki Swift býður upp á lægri rekstrarkostnað því hann er sparneytnasti bíllinn á markaðnum. Bensíneyðslan er frá 4,0 1 á 100 km. Hann er einnig léttur, sem þýðir lægri þungaskatt. Síðast en ekki síst er endursöluverðið sérstaklega hátt. Verð kr. 896.000." Hagstœd lánakjiir til allt að 36 mánaða. $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SÍMI 68 51 00 SUZUKI SWIFT - ódýr, sparneytinn og aldrei betri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.