Morgunblaðið - 24.03.1994, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
45
og hestar voru hans vinir og hann
þekkti eðli þeirra og þarfir. Enginn
vafi er á að hann hefði helst kosið
að búa sínu búi í sveit og una þar
ævina alla í nánu sambandi náttúru
og umhverfis þar sem hæfileikar
hans hefðu notið sín best, en örlög
ráða. Eins og svo margir aðrir fór
Haraldur aftur til Reykjavíkur á
stríðsárunum. Þá var meiri vinnu að
fá og hann vann hér alla mögulega
verkamannavinnu. Hann eignaðist
dóttur, Ragnhildi, sem honum var
afar kær. Aftur fór hann í sveitina
sína og naut þess þar í nokkur ár
að hafa litlu stúlkuna sína hjá sér.
Hún fluttist uppkomin til Bandaríkj-
anna og kemur nú heim um langan
veg til að kveðja föður sinn.
Sem fyrr segir vann Haraldur alla
verkamannavinnu sem til féll hér og
hlífði sér hvergi. Við höfnina vann
hann löngum og síðast hjá Ríkisskip-
um. Hann var traustur og góður fé-
lagsmaður í Dagsbrún, ávallt tilbúinn
að hjálpa til ef átök voru og hollur
og trúr sínu félagi. Hann hafði alla
tíð mikið samband við skrifstofu fé-
lagsins. Hann var góður kunningi
Hannesar Stephensens, fyrrum for-
manns og sama góða samband hafði
hann við núverandi formann Dags-
brúnar, Guðmund J. Guðmundsson.
Til hans gat Haraldur alltaf leitað
með vandamá! sín, sem voru mörg.
Haraldur vann hörðum höndum,
hann vildi veita sambýliskonu sinni
og barninu sínu hvað hann mátti en
sparaði allt og dró við sjálfan sig.
Hann var reglumaður, ljúfur í lund
og hjálpsamur. Margir vinnufélaga
hans og vina áttu hann að þegar
þeir voru að basla við að koma sér
upp húsnæði. Þá mætti Haraldur
gjarnan með verkfærapokann sinn,
hægur og hlýr í fasi en verkdijúgur,
þó ekki væri á honum fyrirgangur-
inn. Sjálfum varð honum ekki fé fast
við hendur þótt slíkur reglumaður
væri og olli því mest örlæti hans við
þá sem hann unni. Einn munað leyfði
hann sér þó. Hann átti hesta. Góða
hesta. Einn þeirra var slíkur gæðing-
ur að til var tekið og vildu margir
eiga en Haraldur lét aldrei falan.
Hann átti líka gott mark: Sýlt hægra
og heilrifað og biti framan vinstra.
Þótt. gott fjármark verði ekki talið
til verðmætis í peningum þá er það
mikils virði góðum kindamanni og
ég vona að markið hans gangi til
góðs hirðis nú að Haraldi gengnum.
Senn fer að vora í Dölum vestur
og vakna gróðurnál. Við kveðjum
félaga okkar með hlýhug og virðingu
og þökkum öllum sem greiddu götu
hans og voru honum vinir og sendum
dóttur hans, ættingjum og aðstand-
endum samúðarkveðjur.
Hjálmfríður Þórðardóttir,
. ritari Dagsbrúnar.
Hillir uppi öldufalda
Austurleiðir vil ég halda
sestu æskuvon til valda
vorsins bláa himni lík.
Ég á öllum gott að gjalda
gleði mín er djúp og rik.
(Stefán frá Hvítadal)
Mér komu þessar ljóðlínur í hug
er ég minnist frænda míns og vinar
okkar Haraldar Stefánssonar er lést
10. mars sl. Hann var öllum þakklát-
ur er gáfu sér tíma til að heimsækja
hann eða spjalla við hann í síma.
Og þeir voru margir, því hann var
vinmargur. Þar var ekkert kynslóða-
bil, Halli átti mjög auðvelt með að
umgangast börn og unglinga. Þau
eru mörg bömin sem eiga góðar
minningar um samveru með honum.
Ætíð átti hann eitthvert góðgæti til
að rétta litlu barni.
Halli var ljóðelskur og kunni
ógrynni af lausavísum, því hann var
stálminnugur og svo var allt til hins
síðasta. Oft minntist hann uppvaxt-
aráranna að Breiðabólsstað í Miðdöl-
um þar sem hann dvaldi ásamt föður
sínum. Það voru bjartar minningar,
hvort sem hann sagði frá hjásetu
þegar hann var barn eða smala-
mennsku og fjárgæslu þegar hann
varð eldri. Það voru, trúi ég, hans
bestu stundir er hann var í fjárstússi
og smalamennsku. Hestar voru hon-
um mikil lífsfylling, ekki síst síðustu
árin er hann dvaldist að mestu í
Reykjavík.
Við hérna á Sauðafelli minnumst
hans við sauðburð og fjallrekstur á
vorin, og svo göngur og réttir á haust-
in. Þá voru tímar ævintýranna. Hann
var afar jákvæður og jafnlyndur mað-
ur, þó að stundum væri þyngra'fyrir
fæti, þá gat enginn merkt það, því
alltaf var Halli eins.
Við þökkum honum fyrir samfylgd-
ina, og ég á enga betri ósk honum
til handa en að hinum megin verði
nóg að sýsla við hross og sauðfé.
Fel þú mig, Svefn, í svörtum, þykkum dúkum
sveipa mig reifum, löngum, breiðum, mjúkum
réttu svo stranpnn þínum þögia bróður
þá ertu góður.
(S.J.)
K.Á.
í dag er til moldar borinn vinur
minn, Haraldur Stefánsson, Aust-
urbergi 36 hér í bæ.
Mig langar að minnast hans með
SIEMENS
STÓRSKEMMTILEG
STÆÐA Á MJÖG
GÓÐll VERÐI!
• Geislaspilari
• Tvöfalt segulbandstæki
• Alvöruútvarp
• Tónjafnari
• 2 x 30 W
• Gæðahátalarar
• Fullkomin fjarstýring
Alltþetta fyrir aðeins kr.:
37.810,-
Bjóðum einnig fleiri gerðir af hágæða
hljómtækjum. Komið og skoðið!
Munið umboðsmenn okkar um land allt.
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
VHjir þú endingu og gæði
velur þú SIEMEIUS
nokkrum fátæklegum orðum.
Það eru ekki nema sex ár síðan
ég kynntist þessum öðlingsmanni,
og er ég þakklát fyrir allan þann
vinskap sem hann sýndi mér og mínu
fólki. Fyrir fjórum árum fór hann
með mér austur í sveitir til að velja
hest handa barnabarni mínu. Þá sá
ég hversu grandvar og vandaður
þessi maður var.
Hann var mjög hjálpsamur og
tryggur og vildi allt fyrir alla gera.
Það er ekki orðum aukið þótt ég
segi að ég hafi ekki kynnst heiðar-
legri og betri manneskju, og heim-
urinn væri öðruvísi í dag ef við ætt-
um fleiri slíka hrekklausa menn.
Hann var mjög ræðinn og
skemmtilegur og vel heima í flestum
málefnum, en hafði sínar sjálfstæðu
skoðanir.
Haraldur var fæddur á Breiðabóls-
stað, Miðdölum í Dalasýslu, 15. sept-
ember 1910 og hefði því orðið 84
ára í haust ef hann hefði lifað.
Hann kom til Reykjavíkur á stríðs-
árunum eins og fleiri í þá daga, vann
í bretavinnu, síðar við höfnina eða
hjá Eimskip meðan starfsaldur ent-
ist. Hann var samviskusamur og trúr
sínum húsbændum.
Hann var í sambúð með Sjöfn
Helgadóttur í mörg ár og áttu þau
eina dóttur, Rögnu, sem búsett er í
Bandaríkjunum og kemur nú heim
til að kveðja þennan góða mann.
Ekki get ég rakið ættir Haraidar
þar sem ég er ekki nógu fróð til
þess, það gera mér fróðari.
Síðast þegar ég sá Harald um
áramótin í vetur, datt mér ekki í hug
að ég væri að kveðja hann í síðasta
sinn. Hann var hress og bar sig vel.
Það var búið að skipta um mjöðm í
honum og kunni hann sér ekki læti
að vera orðinn laus við verki og
óþægindi, gekk óhaltur en mæði
háði honum mikið.
Hann varð bráðkvaddur á heimili
sínu 10. mars sl. svo nú er hann
kominn í Sólskinsgarðinn mikla, sem
við öll endum í.
Við söknum hans öll og hans fal-
legi persónuleiki verður mér ógleym-
anlegur svo og hlýtt viðmót.
Eg og fjölskylda mín sendum inni-
legar samúðarkveðjur til aðstand-
enda. Ég kveð hann með söknuði og
megi algóður guð vernda sálu hans.
Hvíl í friði.
Sigríður Þorvaldsdóttir.
Minning
Vilborg Guðjónsdóttír
Mér er það bæði skylt og ljúft að
minnast nöfnu minnar og móðursyst-
ur, Vilborgar Guðjónsdóttur, sem lést
á Kristneshæli þann 10. mars síðast-
liðinn, eftir nokkuð löng veikindi.
Borga, eins og við vinir hennar
og vandamenn ætíð nefndum hana,
var fædd og uppalin á Eyrarbakka,
ein af níu börnum þeirra Guðjóns
Jónssonar og Guðrúnar Vigfúsdótt-
ur. Það heid ég að hljóti að hafa
verið gott að alast upp sem barn á
Eyrarbakka, ijaran, brimið sem er
þar svo stórkostlegt. Ég sé hana
fyrir mér sem litla snaggaralega
hnátu að leik og staríi.
Borga frænka fluttist ung norður
á Akureyri, kynntist þar manni sín-
um, miklum öðlingsmanni, Kristjáni
Helgasyni. Þau eignuðust fjögur in-
dæl og mannvænleg börn.
Móðir mín fluttist einnig norður í
Eyjafjörð og settist þar að. Ófáar
ferðirnar fengum við systur að fara
inn á Akureyri til Borgu frænku og
var það alltaf tilhlökkunarefni. Hann
Stjáni tók nú ekki síður vel á móti
okkur, þessi hægláti góði maður. Ég
man enn eftir hlýja handtakinu hans,
við vorum alltaf velkomin á þeirra
heimili. Get ég örugglega talað fyrir
hönd okkar allra systkinanna og for-
eldra okkar.
Borga var mikil hannyrðakona og
veit ég að mikið af þeim fallegu
dúkum sem hún heklaði hafa farið
víða um frændgarðinn. Meðal annars
á ég marga fallega dúka bæði smáa
og stóra frá henni, sem mér þykir
afar vænt um. Já, hún Borga var
Diplomat fístölva
alvðru 486
Ippfæranleg 25-66 MIIz
Doddi^StatíiMi
-JþBOÐEIND
Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081
V______________________________________/
Verður
viðhaldinu
sinnt í
sumar
9
■
Hvernig nærðu
lágmarkskostnaði
og besta árangri?
Fundarboð.
Á morgun, föstudaginn 25. mars kl. 16:00 verður
fræðslufundur um þetta efni haldinn í húsakynnum
verkfræðistofunnar að Nethyl 2.
Áfundinum munu starfsmenn Verkvangs fjalla um eftirtalið efni:
Viðgerðir á ytra byrði húsa. Útboð/tilboð. Kostnaðaráætlanir
/ábyrgðir. Verkáætlanir/verksamninga. Eftirlit eða ekki eftirlit
-kosti og galla. Geymslufé/verktryggingar/ábyrgðartryggingar.
Fundurinn er opinn húseigendum og fulltrúum húsfélaga
meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir er enginn.
VERKVANGUR h.f.
VERKFR/EÐI OG VERKÞEKKING
Nethylur 2, 110 Reykjavík
® C91) 677690 • Fax (911677691
Verkfræðistofan Verkvangur hefur nú i 9 ár sérhæft sig á sviði viðhalds, endumýjunar
og viðgerða á húsum. Á þessum tima hefur hún annast u.þ.b. 600 verk af þessu tagi,
sparað húseigendum ótaldar milljónir króna og stuðlað að besta órangri í hveiju tilfelli.
myndarleg til allra verka, hún var
fljót að öllu sem hún gerði en gerði
samt allt svo vel, það var hennar stíll.
Nú hefurðu Jfengið hvíldina, kæra
vina og þykist ég vita að hún hafi
verið þér kærkomin þrátt fyrir allt.
Rögnvaldur þakkar þér fyrir þær
móttökur sem hann fékk á heimili
þínu að Munkaþverárstræti 14, þær
voru góðar Borga mín. Ég veit að
þegar við hittumst næst þá mæti ég
hlýja, fallega brosinu þínu.
Vertu sæl í bili — Guð varðveiti
þig og geymi.
Vilborg Axelsdóttir.
iSjEElilEEli
S í m a k e r f i
Áreiðanleg, sveiöjjanleg,
hagkvasm, auðveld í notkun
og fallegt útlit.
Yfir 900 fyrirtaski og
stofnanir nota símakerfi frá
ístel hf.
Síðumúla 3710& Rvk. Sími 6&7570
..sérfræðingar í símamálum
Bílavörubúöin
UÖDRIN
SKEIFAN 2, SÍMI 812944