Morgunblaðið - 24.03.1994, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
Minning
Stefán Björns-
son forsijóri
Fæddur 1. nóvember 1908
Dáinn 17. mars 1994
Stefán Björnsson tengdafaðir
minn var fæddur í Hnefilsdal á Jök-
uldal 1. nóvember árið 1908. Hann
var sonur heiðurshjónanna Björns
Þorkelssonar bónda og hreppstjóra
og Guðríðar Jónsdóttur sem bjuggu
myndarbúi í Hnefilsdal og eignuð-
ust 11 börn sem öll eru látin nema
Þorkell og Helga.
Jökuldalurinn er ein af harðbýl-
um sveitum landsins. Menn hafa
löngum velt fyrir sér að hve miklu
leyti náttúran mótar skapgerð og
eiginleika manna. Kynni mín af
Hneflungum, þ.e. afkomendum
Björns og Guðríðar, hafa þráfald-
lega leitt hugann að þvi, hvaða fólk
lifði af áður fyrr miskunnarlausa
og harða náttúru þessa landsvæðis.
Hvers konar börn höfðu sálarstyrk
og þrek til að vaka alein yfir kvik-
fénaði á heiðum uppi, jafnvel að
næturlagi, fjarri mannabyggðum
allt frá sex ára aldri?
Til þess að geta slíkt þurfa menn
að hafa styrk, kjark og úthald og
umfram allt má ekki sýna merki
um veikleika eða sjálfsvorkunn.
Þessum eiginleikum var Stefán
ríkulega gæddur. Innra með sér bar
hann heitar og sannar tilfinningar,
en þær sýna Hneflungar fáum.
Um tvítugt gerði Stefán sér grein
fyrir því að hann hefði ekki líkams-
burði til að stunda bústörf og tók
því ákvörðun um að halda til náms
í Flensborgarskóla í Hafnarfirði
þrátt fyrir að ekki var unnt að veita
honum stuðning að heiman. Þaðan
lauk hann prófí og síðan stúdents-
prófí frá Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1935. Samhliða vann hann
fyrir sér, m.a. með heimakennslu,
við uppskipun á kolum og á sumrin
fór hann á síld. Þetta hafa verið
erfiðir tímar eins og hjá mörgu
ungmenninu sem braust til mennta
við bágar aðstæður. Þessu gleymdi
hann aldrei og var alltaf tilbúinn
að styðja við bakið á ungu fólki sem
var að stíga fyrstu skrefin í námi
eða lífsbaráttunni og hafa æði
margir safnast í þann hóp og eiga
honum þakkir að gjalda.
Að loknu stúdentsprófi hélt hann
til náms í Búnaðarháskólanum í
Kaupmannahöfn. Hann lauk prófi
í mjólkurverkfræði og starfaði síðan
alla ævi á því sviði og lagði drjúga
hönd á plóginn við að byggja upp
þann glæsilega mjólkuriðnað sem
nú er stundaður hér á landi. Fyrst
sem ráðunautur og síðar fram-
kvæmdastjóri Mjólkurbús Flóa-
manna og loks forstjóri Mjólkur-
samsölunnar í Reykjavík í tuttugu
og fimm ár. Hann vann öll störf
sín af mannviti, heiðarleika og
vandvirkni.
Stefán kvæntist Ingu Ólafsdóttur
frá Eystra-Geldingaholti í Gnúp-
veijahreppi árið 1946. Þau eignuð-
ust tvö börn og ólu upp systurdótt-
ur Ingu frá sjö ára aldri. Elst er
Hrafnhildur Iögfræðingur, maður
hennar Hjalti Björnsson læknir lést
árið 1988. Þeirra börn eru Inga
Björg og Björn. Næstur er Sigurður
læknir, kvæntur Mörtu Ólafsdóttur
framhaldsskólakennara, sem þetta
ritar, eiga þau einn son, Stefán.
Fósturdóttir þeirra, Hafdís Ólafs-
dóttir, er myndlistarmaður, maki
hennar er Atli Hauksson tækni-
fræðingur og dóttir þeirra Auður.
Hjónaband þeirra Stefáns og
Ingu var farsælt, þótt þau væru
ákaflega ólík, hann þéttur í lund,
hátíðlegur í framkomu og gerði þar
engan mannamun, en hún kvik og
áhugasöm um allt sem liíír og hrær-
ist. Þau áttu margt sameiginlegt,
t.d. ást á góðum bókmenntum og
nautn af því að vinna saman í mold-
inni austur í sumarbústaðarreitnum
sínum við Iækinn í Geldingaholts-
landinu. Hann var ötull vegagerðar-
maður, beitti skóflu, haka og hjól-
börum, en hún ræktaði skóga sem
vaxa svo hratt að undrun sætir.
Eftir að hafa notið skjóls þeirra
Ingu og Stefáns sex fyrstu búskap-
arár mín er ég full þakklætis. Ekki
einasta hafa þau reynst mér vel
heldur allri minni fjölskyldu. Á þess-
um tíma kynntist ég Stefáni vel og
undraðist margt í fari hans. Hann
leysti öll viðfangsefni af nákvæmni
og alúð og gat hreinlega ekki unn-
ið illa. Aldrei sást hann hætta við
hálfnað verk.
Eftir að hann missti heilsuna
árið 1976, þegar hann lamaðist í
þriðja sinn á ævinni, tók hann því
sem áskorun og komst á fætur aft-
ur með dyggri hjálp konu sinnar.
Frá þeim tíma hefur hann átt mörg
góð ár, þótt starfsþrek væri þorrið
og veikindin sífellt ágengari. Hann
lagði áherslu á að halda fullri reisn
og vera sjálfum sér nógur um flest.
Seinni árin stytti hann sér m.a.
stundir við yrkingar og gaf út sumt
af því í litlu kveri handa vinum og
ættingjum.
Lokastríðinu, sem var langt og
erfitt, virtist hann taka eins og við-
fangsefni sem þyrfti að takast á
við og fylgja eftir allt til loka. Senni-
lega hefur það verið erfiðasta verk-
efnið sem hann hefur leyst um
ævina og gerði hann það a'f mikilli
karlmennsku. Hann kvaddi okkur
ástvini sína af yfirvegun og kær-
leika, sáttur við lífið og lagði í sína
löngu nótt.
Gamall maður í skógi
Ég bíð í skóginum
bíð við lækinn
bíð þar sem náttúran
ann mér.
Ég uni við þytinn
uni við niðinn
uni við hugljúfan
sðnginn í tijánum.
Hvers bíð ég í skóginum
bíð ég við lækinn
hvað bindur mig
söngnum í tijánum
að lauffallið heQist
að iækurinn fijósi
að ljúfustu tónar
breytist í þöp.
Ég bíð minnar lönp nætur.
(Stefán Björnsson, 1990)
Marta Ólafsdóttir.
Þeir verða að missa sem eiga.
Það höfum við sannreynt í dag þeg-
ar við kveðjum afa. Afi var ávallt
öruggur punktur í tilveru okkar.
Við leituðum til hans við skrifborð-
ið hans á Sunnuveginum. Hlupum
inn til hans og spjölluðum við hann
fyrir austan þegar hann hafði lagt
sig éftir hádegið og amma löngu
týnd í skóginum. Þá tók afí sig til
og sagði okkur Iangar sögur. Sögur
frá tímum og stöðum sem hann
þekkti svo vel, en voru okkur svo
framandi.
Afí sagði okkur frá því þegar
hann var einn að smala lengst upp
á heiði, lítill strákhnokki. Við kynnt-
umst heimilislífinu í Hnefilsdal,
hversu ólíkt það var því sem við
áttum að venjast. Okkur voru sagð-
ar sögur af fjósamanninum og
vinnukonunum, myrkrinu á veturna
og draugunum. Þetta var harður
heimur miðað við okkar barnaver-
öld. Hann afi hafði lifað tímana
tvenna og við fengum frásagnir af
því frá fyrstu hendi. Hann sagði
okkur af því hvernig honum tókst
að komast til Reykjavíkur í skóla
og loks til Danmerkur í háskóla.
Þetta tókst honum með mikilli fyrir-
höfn, hörku og þrautseigju. Afi
sýndi okkur að allt er mögulegt sé
viljinn fyrir hendi. Ævintýralegar
frásagnir af siglingunni frá Pets-
amo á leið heim frá Danmörku eft-
ir að stríðið hófst og af ferð með
skipalest til Bandaríkjanna á miðj-
um stríðsárunum. Við fræddumst
um það hversu skelfilegt það var
að sjá skip úr lestinni sökkva, en
eftir varð aðeins eyða á því skák-
borði sem skipalestin myndaði.
Hvernig farþegarnir sváfu alklædd-
ir alla ferðina, viðbúnir hinu versta.
Að heyra þessar sögur var alls ólíkt
því að lesa um atburðina í sögubók-
unum í skólanum. Við munum ávallt
minnast þessara góðu stunda með
afa og sögurnar verða okkur farar-
nesti í lífinu. Hann leiddi okkur í
ferðalög um framandi heima og jók
með því skilning okkar á marg-
breytileika mannlífsins. Við þökk-
um honum fyrir þá gjöf.
Afi hafði lengi átt við veikindi
að stríða og síðustu tvö ár voru
honum mjög erfíð. Hann lét um-
hyggju sína enn betur í ljós eftir
að heilsu hans hrakaði og gætti
þess að skilja við okkur öll í þeirri
vissu að við hefðum notið ástar
hans og virðingar. Öll áttum við
margar góðar stundir með honum
á liðnu hausti. Þá vildi hann gjarn-
an vita sem mest um okkar hagi
og að allt væri eins og best yrði á
kosið í lifi okkar.
Við viljum ljúka þessari kveðju
með einu erindi úr ljóði eftir afa.
Þökk fyrir þennan morgun,
þessa upplifun hér.
Ég kveð ykkur kæru vinir.
Kvöldsett er yfir mér.
Inga Björg, Stefán,
Björn og Auður.
Þegar aðalfundur Mjólkursam-
sölunnar í Reykjavík var haldinn
föstudaginn 18. mars sl. var fáni
dreginn í hálfa stöng. Kvöldið áður
lést Stefán Björnsson, fyrrverandi
forstjóri fyrirtækisins, og var hans
minnst með virðingu af aðalfundar-
fulltrúum.
Stefán Björnsson var óumdeilan-
lega brautryðjandi í starfi fyrir ís-
lenskan mjólkuriðnað. Eftir nám
sitt kom hann með nýja þekkingu
og nýjar hugmyndir hingað til
lands, ruddi nýjum sjónarmiðum
braut og tókst í starfi sínu á við
stórvaxin verkefni og fjölmargar
nýjungar sem jafnvel töldust til for-
ystu á heimsmælikvarða.
Stefán lauk stúdentsprófí frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1935 og sigldi þá strax utan til
framhaldsnáms. Meðfram háskóla-
námi sínu í Kaupmannahöfn stund-
aði Stefán vinnu í dönskum mjólk-
urbúum enda þurfti hann að kosta
nám sitt að öllu leyti sjálfur og
gerði reyndar einu sinni stutt hlé á
því sökum fjárskorts. Hann útskrif-
aðist engu að síður strax árið 1940
sem mjólkuriðnaðarverkfræðingur
frá Landbúnaðar- og dýralæknahá-
skólanum í Kaupmannahöfn.
Fyrsta starf Stefáns hér á iandi
var á vegum ríkisins sem ráðunaut-
ur í mjólkuriðnaði, en því starfi
gegndi hann frá 1. janúar 1941 í
um 16 mánuði. Þá tók hann við
framkvæmdastjórastarfi hjá Mjólk-
urbúi Flóamanna á Selfossi í fjögur
ár eða til aprílloka 1946, en þá hóf
hann störf hjá Mjólkursamsölunni
í Reykjavík.
Stefán vann í upphafi sem tækni-
legur ráðunautur hjá fyrirtækinu,
en í ársbyijun 1954 tók hann við
forstjórastarfi og gegndi því í 25
ár eða aldarfjórðung. Á þeim tíma
lagði hann gjörva hönd á plóg í fjöl-
mörgum framfaramálum, jafnt fyr-
ir Mjólkursamsöluna, þar sem hann
starfaði samtals í tæplega 33 ár,
sem íslenskan mjólkuriðnað.
í þeim efnum ber fyrst að nefna
umtalsverðan þátt Stefáns í flutn-
ingi Mjólkursamsölunnar af Snorra-
braut yfir í nýbyggingu sína við
Laugaveg 162 árið 1949. Því máli
tengdist hann raunar fytst í ráðu-
nautarstarfi sínu árið 1941 er hann
sigldi í miðri heimsstyijöldinni með
Dettifossi vestur um haf til þess
að leita að heppilegum vélum í fyrir-
hugaða nýbyggingu. Stefán komst
heilu og höldnu til baka þrátt fyrir
margar árásir á skipalestina og kom
þá bæði með tilboð í nauðsynlegan
vélakost, sem aldrei fékkst þó
keyptur, og grunnteikningu að hús-
næði sem síðan var stuðst við þeg-
ar húsið við Laugaveg var reist.
Eitt af fyrstu verkum Stefáns
eftir að hann hóf starf sem tækni-
legur ráðunautur hjá Mjólkursam-
sölunni var að leggjast aftur í vík-
ing til þess að leita að vélum í hús-
ið sem þá var í smíðum. í þetta
sinn lá leiðin til Norðurlandanna
og samningur gerður við Dani um
kaup á vélbúnaði.
Stefán hafði vart sest í forstjóra-
stólinn er ljóst var orðið að afköst
nýju Mjólkurstöðvarinnar voru orð-
in of lítil. Mjólk var þá seld á flösk-
um, sem kröfðust mikils húsrýmis,
og þrátt fyrir kaup á nýjum véla-
samstæðum kom fljótlega að því
að húsnæðið var of lítið til þess að
geta annað eftirspurn á ört stækk-
andi markaði. Augu manna beind-
ust þá að pappaumbúðum og fyrstu
hyrnuvélarnar komu til landsins
árið 1958. Um leið urðu íslendingar
á meðal þeirra allra fyrstu í heimin-
um til þess að pakka mjólk í umbúð-
ir úr pappa og nokkrum árum síðar
voru glerflöskurnar með öllu úr
sögunni. Þetta var djörf ákvörðun
stjórnenda Mjólkursamsölunnar —
og ekki sú eina sem Stefán lagði
grunn að á starfsferli sínum.
Á sama tíma og þessi bylting á
umbúðasviðinu var ákveðin og und-
irbúin var Stefán einnig önnum
kafinn við undirbúning að stofnun
Osta- og smjörsölunnar en hún tók
formlega til starfa 1. janúar 1959.
Driffjaðrir að stofnun þess fyrir-
tækis og eigendur að jöfnum hluta
voru Mjólkursamsalan og Samband
íslenskra samvinnufélaga. Forstjór-
ar fyrirtækjanna, þeir Stefán og
Erlendur Einarsson, gegndu stjórn-
arformennsku til skiptis um langt
árabil eða allt til ársins 1978 er
eignarhaldi var breytt á þann veg
að öll mjólkursamlög landsins,
sautján að tölu, gerðust meðeigend-
ur að fyrirtækinu.
Stefán var einnig við stjórnvöl
Mjólkursamsölunnar er ákveðið var
að breyta mjólkurumbúðum úr
hymum yfir í fernur. Enn var braut-
in rudd til nýrra tíma af mikilli
framsýni og enn stóð styr um mál-
efni Mjólkursamsölunnar, um
ákvarðanir hennar til hagkvæmari
reksturs og bættrar þjónustu. Þegar
Stefán horfði um öxl fyrir nokkrum
árum sagði hann m.a. í viðtali:
„... í rauninni má segja að allur
starfstími minn hafi verið sífellt
stríð — eins og reyndar saga Mjólk-
ursamsölunnar í heild. En hinu má
ekki gleyma að við áttum velgengni
að fagna í starfí okkar því að fyrir-
tækið óx og dafnaði með ári hverju
— og það var vissulega ástæða til
þess að gleðjast yfir því.“
Menntun Stefáns, framsýni hans
og kjarkur til þess að fara ótroðnar
slóðir tengdi hann mörgum öðrum
framfarasporum íslensks mjólkur-
iðnaðar. Umtalsverðar framleiðslu-
breytingar á skyri og margt fleira
sem hann lagði grunn að verður
ekki tíundað hér í þessum minning-
arorðum en ljóst er að hans verður
minnst í mjólkuriðnaðinum sem öt-
uls leiðtoga.
Stefán lenti oft í kröppum sjó í
starfi sínu og stóð. jafnan fast á
sínu. Engu að síður hentaði honum
best að vinna hljóðlega. í daglegri
umgengni var hann hæglætismaður
og virkaði ávallt nákvæmur, sam-
viskusamur og vandvirkur um leið
og engum duldist afburða greind
háns.
Fyrir hönd Mjólkursamsölunnar
í Reykjavík færi ég Stefáni þakkir
fyrir frábært starf. Eftirlifandi eig-
inkonu hans, Ingu Ólafsdóttur, og
börnum þeirra, Hrafnhildi og Sig-
urði, flyt ég samúðarkveðjur frá
stjórnendum og starfsfólki fyrir-
tækisins.
F.h. Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík,
Guðlaugur Björgvinsson,
forstjóri.
í dag verður til moldar borinn
Stefán Björnsson, fv. forstjóri
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík.
Stefán á langa og merkilega sögu
að baki í íslenskum mjólkuriðnaði,
en hann var einn þeirra er átti
dijúgan þátt í að leggja grunn að
uppbyggingu þess nútíma mjólkur-
iðnaðar sem við íslendingar eigum
í dag.
Stefáni kynntist ég eftir að ég
tók við forstjórastarfi hjá Osta- og
smjörsölunni sf. í ársbyijun 1968.
Stefán var í stjórn Osta- og
smjörsölunnar sf. og einn af frum-
kvöðlum að stofnun hennar 19.
febrúar 1958. Hann var ýmist
stjórnarformaður eða varaformaður
frá stofnun til 1978, er eignarfyrir-
komulagi að fyrirtækinu var breytt.
Með okkur Stefáni tókst fljótlega
hið ágætasta samstarf og minnist
ég sérstaklega þegar við náðum
saman um skipulag sameiginlegrar
deildar á landbúnaðarsýningunni í
Laugardalshöll 1968 og var það í
fyrsta skipti sem allur mjólkuriðn-
aðurinn stóð saman að sýningu
sinna afurða. í framhaldi var síðan
lagður grundvöllur að samstarfi að
kýnningarmálum mjólkurafurða er
enn stendur með miklum blóma.
Margar ánægjulegar stundir átt-
um við Unnur með þeim Stefáni
og Ingu konu hans, bæði á þeirra
fallega heimili við Sunnubraut svo
og á ferðalögum innanlands sem
erlendis. Gestrisni og ljúfleiki var
þeim svo eiginleg. Eftir að Stefán
hætti störfum átti hann við nokkra
vanheilsu að stríða, en hann fylgd-
ist vel með og hafði ákveðnar skoð-
anir á málum.
Mér fannst mjög ánægjulegt þeg-
ar hann gaukaði að mér nýútgef-
inni ljóðabók sinni „í skímu haust-
mánans" með þakklæti fyrir sam-
starfið.
Með Stefáni er genginn vænn
maður er skilaði dagsverki sínu með
miklum sóma.
Við Unnur vottum Ingu, börnum
þeirra og barnabörnum og öðrum
aðstandendum innilega samúð okk-
ar.
Óskar H. Gunnarsson.
Kveðja úr Dölum
Stefán Björnsson, fv. forstjóri
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík,
andaðist sl. fimmtudag 17. mars.
Með honum er góður og mikilhæfur
maður genginn, sem skylt er að
minnast á kveðjustund með þakk-
læti og virðingu.
Sem kunnugt er átti Dalahérað
mjög í vök að veijast á þeim árum,
þegar mæðiveikin heijaði í sveitum
landsins og stór svæði voru sauð-
laus tímunum saman út af niður-
skurði og fjárskiptum.
Á árunum 1956 til 1960 voru
þessi alvarlegu mál rædd mjög í
héraði og talið óhjákvæmilegt að
snúa sér að mjólkurframleiðslu til
að styrkja grunn atvinnulífsins. En
hvernig átti að hrinda málinu í
framkvæmd? Sú saga verður ekki
rakin hér, aðeins tekið fram, að svo
giftusamlega tókst til, að Mjólkur-
samsalan í Reykjavík féllst á að
reisa og reka mjólkurbú þar vestra.
Að þessu unnu margir góðir menn
innanhéraðs og utan, en fram-
kvæmdin og uppbyggingin livíldi
fyrst og fremst á herðum Stefáns
Björnssonar. Honum tókst með at-
orku og einbeitni að leysa málin á
farsælan hátt. Mjólkursamlagið í
Búðardal tók til starfa 18. mars
1964. Sýslunefnd Dalasýslu, sem
alla tíð hafði stutt þetta mikla fram-
faramál, gerði svofellda samþykkt:
„Sýslunefnd Dalasýslu fagnar því,
að mjólkurvinnslustöð hefur tekið
til starfa í héraðinu og færir öllum
aðilum, sem þar hafa lagt hönd á
plóginn, bestu þakkir. — Sérstakar