Morgunblaðið - 24.03.1994, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
49
þakkir flytur nefndin stjórn og
framkvæmdastjóra Mjólkursamsöl-
unnar í Reykjavík og væntir þess,
að áfram megi ríkja góð samvinna
milli þeirra og Dalamanna til vax-
andi uppbyggingar í þágu sýslunn-
ar.“ — Eins og vænta mátti hefur
Mjólkursamlagið í Búðardal orðið
hin mesta lyftistöng í byggðum
Breiðafjarðar.
Frá þessum árum er margs að
minnast. Ýmsir töldu, að Stefán
væri fyrst og fremst harðduglegur
framkvæmdamaður, vel lærður í
sínum fræðum. Og það var hann
vissulega, en jafnframt við nánari
kynni góður og skemmtilegur félagi
og traustur vinur. Stefán og kona
hans Inga voru aufúsugestir í
Breiðaljarðardölum. Nú er komið
að kveðjustund og leiðarlokum. Ég
veit, að ég mæli fyrir munn margra,
þegar ég þakka hinum látna fyrir
eitt og allt frá liðnum árum og fljd.
eiginkonu hans, fjölskyldu og ást-
vinum, innilegar samúðarkveðjur.
Friðjón Þórðarson.
Manninum má líkja við marg-
þættan streng. Innst liggur kjarn-
inn, burðarásinn, sem er upplag
einstaklingsins og erfðir. Næst
kjarnanum eru fínofnir og við-
kvæmir þræðir æskuáranna er jafn-
framt þurfa sterkustu hlífina. Þá
taka við gildnandi þræðir unglings-
og manndómsáranna. Allir þessir
þættir þurfa að falla hnökralaust
hver að öðrum því holrúmið veikir
en þéttleikinn styrkir. Enginn mað-
ur verður gegnheill nema að þroska
hans komi vefarar þar sem hver
þeirra leggur sinn þráð af natni og
vandvirkni. Enginn verður góður
vefari nema vera sjálfur gerður af
heilsteyptum streng þar sem hver
þráður, hver taug, liggur á réttum
stað.
Hjá Mjólkursamsölunni hafa
unnið margir menn, fæddir á fyrstu
áratugum aldarinnar, er reyndust
hinir hæfustu vefarar þegar bæta
þurfti þáttum í þroska þeirra sem
yngri voru. Sumir þessara meistara
eru gengnir en aðrir sitja á friðar-
stóli að loknum farsælum vinnu-
ferli.
Stefán Björnsson var einn þess-
ara mætu starfsmanna Mjólkur-
samsölunnar er lögðu ungum sam-
starfsmönnum sínum til efni í at-
gervi þeirra og þroska. Það sem frá
höndum Stefáns kom átti sér rætur
í hans eigin manngerð er einkennd-
ist af heiðarleik, sanngirni og virð-
ingu. Það var svo þeirra yngri að
vinna úr þeim leiðbeiningum sem
þeim voru gefnar.
Mörg ár voru á milli okkar Stef-
áns en aldrei varð til bil í samskipt-
um okkar. Þá varð heldur ekki að
ósætti milli okkar þó að stundum
stæðum við hvor í sínu lagi fyrir
hagsmunum er fóru ekki alltaf sam-
an. Eins og það sneri að mér þá
var Stefán maður lausna. Ég stend
í sérstakri þakkarskuld við Stefán
Björnsson þar eð hann gerði mér
kleift fjárhagslega með hjálpsemi
sinni og skilningi að stunda iðnnám
og standa jafnframt undir skyldum
mínum sem heimilisfaðir. Þar lagði
hann sannarlega til þræði er hafa
skipt mig miklu máli á ýmsum vett-
vangi.
Stefán Björnsson var af þeirri
kynslóð er bæði sá og tók þátt í
að breyta aldagömlu samfélagi til
þeirrar gerðar sem blasir við í dag.
Það hafa verið mikil umbrot í ævi
þessarar kynslóðar. Gömlu lífshætt-
irnir voru kvaddir í skyndingu og
nýja veröldin tók við með hraði. Það
hlýtur að hafa þurft mikið jafnaðar-
geð og rósemi að taka þátt í þessum
ótrúlega hröðu breytingum á þjóð-
félagsháttum án þess að tapa áttum
og yfirsýn. En þessi kynslóð, sem
í æsku vandist að bera allt á sjálfum
sér og seinna stjórna þróun tækni
og sjálfvirkni í atvinnuveginum, var
vanda sínum vaxin. Svo fer jafnan
þegar gegnheilir menn koma að
verki. Burðarásinn er þá úr góðu
efni og vefnaðurinn utan um hann
svo þéttur að hvergi leynist holrúm.
Þannig var það með Stefán. Þess
vegna þykir mér mikilsvert að hafa
verið honum samferða um tíma.
Hann var einn þessara mikilhæfu
vefara sem óf þræði sína af alúð
og samviskusemi og mótaði þannig
bæði menn og umhverfi. Ingu og
fjölskyldu hennar sendi ég samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning Stef-
áns Björnssonar.
Snorri S. Konráðsson.
Mér er í barnsminni að haustið
1929 stóð ég eitt sinn við stafn-
gluggann okkar í Framkaupstað.
Þaðan sá inn dalinn allt til Eski-
fjarðarheiðar, og hátt í hlíð mátti
greina drifhvítan fjárhóp sem silað-
ist út og niður brekkurnar. Þar
voru fáeinir Jökuldælir á ferð al-
faraleiðina sem Héraðsbúar höfðu
um aldir farið í kaupstað. Tilsýndar
greindi litprýðin Jökuldalsfé frá öll-
um öðrum rekstrum, en þegar nær'
kom sást að það bar einnig af að
vænleik og tignarlegu yfirbragði.
Kynslóð mín er hin síðasta sem
fékk að gleðja augu sín við þessa
heillandi sjón haust eftir haust, því
ríflega hálf öld er liðin síðan bænd-
ur ráku fé yfir heiðina og hóuðu
svo undir tók í fjöllum.
Eftir að ég kynntist Stefáni
Björnssyni frá Hnefilsdal áratugum
síðar var ég stundum að hugsa að
kannski hefði hann átt einhverja
dilka í þessum hóp. Það var raunar
ekki líklegt, því fáir létu reka fé
sitt svo langa leið í rauðasta kaup-
tún Austurlands nema þeir hefðu
þvílíka andúð á framsóknarbolsum
að þeir kysu það fremur en láta
slátra því hjá Kaupfélagi Hér-
aðsbúa. En ástæðan til hugdettu
minnar var sú að einmitt hið sama
haust bjóst Stefán að heiman með
léttan mal en mikla löngun til að
afla sér mennta. Þá var svo högum
háttað í landi að tilgangslaust var
fyrir smábændasyni að láta sig
dreyma um langskólagöngu fyrr en
þeir höfðu unnið fyrir kostnaði
fyrsta spölinn áð minnsta kosti. Það
gat tekið sinn tíma. Þess vegna
voru sumir þeirra að leggja á bratt-
ann þegar jafnaldrar betur settir í
heiminum höfðu lokið menntaskóla-
námi. Svo var um Stefán: hann var
tuttugu og eins árs.
Aðstæðum í Hnefilsdal um þetta
leyti hefur hann sjálfur lýst í stuttri
grein sem heitir: „Maður fer að
heiman“. Á sunnudagsmorgni
snemma sumars 1929 sagði hann
föður sínum að hann ætlaði að fara
að heiman í haust á einhvern skóla
— „og hann benti mér á það að
ekki yrði hægt að aðstoða mig við
námskostnaðinn. Það yrði að koma
í ljós, hvort ég gæti klárað mig sjálf-
ur. Þetta vissi ég mætavel. Bústofn-
inn hans hafði verið að hrynja niður
úr ormaveiki síðustu árin. Sem
dæmi nefni ég að eitt haustið sett-
um við 119 gimbrar á vetur. Aðeins
23 voru lifandi um vorið. Minnis-
stætt er að á laugardag fyrir páska
voru flegnir 27 gemsar, sem drepist
höfðu nóttina áður. Gærurnar voru
það eina, sem nýtilegt var... Þegar
ég var 10 ára gaf Jón afi mér gimb-
ur, sem ég fékk að eiga einn og
sjálfur og afurðirnar af henni. Brátt
eignaðist ég eigin reikning í versl-
uninni og þegar ég komst á ung-
lingsár fjölgaði ég kindunum dálítið
og líklega voru þær nærri 30, þeg-
ar þær voru flestar. En þær dráp-
ust eins og aðrar kindur þarna og
voru fáar, þegar ég fór að heim-
an...“
Af misjöfnu þrífast börnin best,
heyrðist oft sagt á þeirri tíð. Hvort
sem eitthvað er hæft í því eða ekki
er svo mikið víst að nægur töggur
var í þessum tvítuga Austfirðingi
til að bijótast af eigin ramleik til
stúdentsprófs úr MR og síðar loka-
prófs frá Landbúnaðarháskólanum
í Kaupmannahöfn sem fyrsti mjólk-
íslanilskostur
l-írficirykkjur
Verð frá 750 kr. á mann
614849
uriðnaðarverkfræðingur íslands.
Ævistarf sitt vann hann í þágu
mjólkurframleiðslu landsmanna. Ég
efa ekki að vel hefur hann rækt
ábyrgðarmikil störf sem honum
voru falin á þeim vettvangi. En
þann feril þekkja aðrir betur en ég,
því fundum okkar Stefáns bar ekki
saman fyrr en hann var kominn á
sjötugsaldur og tekið að styttast í
verkalok.
Fyrir tveimur árum átti ég smá-
erindi við Stefán og konu hans.
Þegar ég var að fara stakk hann
að mér litlu ljóðakveri: í skimu
haustmánans eftir Stefán Björns-
son. Ég las það mér til mikillar
ánægju þegar heim kom og hef síð-
an geymt það hjá ljóðabókum ungu
skáldanna. Þetta eru um 30 ljóð,
flestöll ort á árunum 1988 og 1990,
sum í hefðbundnum stíl, önnur með
nútímalegu yfirbragði. Eitt þeirra
heitir:
Hringrásin
Kofinn okkar
er! skóginum
nálægt læknum,
sem raular fyrir mig
ljóð sitt
um hringrásina.
Hringrás vatnsins
frá skýinu til hafsins
frá hafinu til skýsins.
Ef þú ætlar
að heimsækja mig
vinur minn
að sjá íjóluna, bláklukkuna
og umfeðminginn
áður en þau sölna
skaltu koma í kvöld.
Kannski verð ég ekki heima
á morgun.
Hún bíður eftir mér
moldin.
Ævi Stefáns Björnssonar er mér
á margan hátt sönnun þess að til
er þrátt fyrir allt nokkurt réttlæti
í heiminum, þótt margur megi þess
lengi bíða og enn fleiri fái aldrei
að njóta þess. Hann var ekki fædd-
ur með silfurskeið í munni og fátt
benti til annars framanaf en gáfur
hans góðar ættu eftir að koðna nið-
ur við fánýtt strit fyrir brýnustu
nauðþurftum á einhveiju afdala-
koti. En þá er sem forsjónin sjái
að sér, viðurkenni að það er of
mikið ranglæti við vænan mann og
vitran að leika hann svo grátt og
hrindi honum hranalega úr hlaði:
Þú átt verk að vinna, strákur; þér
leggst eitthvað til — farðu! Orðin
voru raunar önnur og hrutu af vör-
um föður hans þegar sonurinn var
að neyta seinustu máltíðar sinnar
í foreldrahúsum: „O-ho, hann kem-
ur víst fljótlega aftur. Hann gerir
varla mikla fígúru ... Á angurstund-
um seinna á námsferlinum, þegar
pyngjan var tóm og engir möguleik-
ar í augsýn komu þessi orð upp í
huga sonarins og stálhertu hann,“
segir Stefán í áðurnefndri grein.
Vegna þess hve seint hann komst
til mennta mætti hann eðlilega
fremur seint til leiks á þeim starfs-
vettvangi sem hann valdi sér, en
skilaði þó við góðan orðstír nærri
fjörutíu ára heilsteyptu æviverki.
Hann kvæntist seint, en var vel
giftur. Það mun allra mál sem til
þekkja að Inga Ólafsdóttir sé næsta
einstæð kona. Gilið þeirra á
bernskustöðvum hennar er töfrarík-
asta gróðurvin sem ég hef séð á
íslandi og sprottin í bókstaflegum
skilningi undan fingrum þeirra,
ERFIDRYKKJUR
p E R L A N sími 620200
LEGSTEINAR
- VETRARTILBOÐ -
®[p(a)[jDSG sÆ? SlMI 91-652707
einkum Ingu. Hann varð ekki faðir
fyrr en fullra 38 ára, en átti barna-
láni að fagna og fékk að sjá barna-
börn vaxa úr grasi allt til fullorðins-
ára. Efalaust hefur hann verið vel
bjargálna þegar frá leið, en hann
barst ekki á og kunni með fé að
fara. Skömmu eftir að hann settist
í helgan stein átti hann við veruleg-
an heilsubrest að stríða um skeið,
svo segja mátti að Elli kerling sýndi
honum í tvo heimana. En hann
varðist fimlega, gekk í endurnýjun
lífdaganna, átti mörg góð ár eftir
það og eltist svo fallega undir héluð-
um hærum að ungu Reykjavíkur-
stúlkurnar hefðu orðað það svo:
Hann er nú sannarlega sætur karl!
Hann var skáldmæltur og mér er
ekki grunlaust um að hann hafi í
æsku átt sér skáldadrauma. En
þeir urðu að víkja fyrir „alvöru-
verkefnum lífsins" þar til hann gekk
á níræðisaldri í dansinn með ung-
skáldunum eins og fyrr getur.
Með Stefáni Björnssyni hverfur
sómamaður á vit feðra sinna með
sömu hógværu reisn og hann lifði.
Við þökkum samfylgdina og send-
um vandamönnum hans vinar-
kveðju.
Einar Bragi.
Fleiri greinar um Stefán
Björnsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu á
næstu dögum.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
STURLÍNA ÞÓRARINSDÓTTIR,
Droplaugarstöðum
við Snorrabraut,
áður Skipasundi 22,
lést í Borgarspítalanum þann 12. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Geirþrúður Kjartansdóttir, Hreinn Jóhannsson,
Esther Þorgrímsdóttir, Páll Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
ÁKA ELÍSSONAR.
Bryndís Karlsdóttir og börn,
foreldrar, systkini
og aðrir aðstandendur.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föð-
ur okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR KARLSSONAR
bifreiðasmiðs,
Hvassaleiti 42.
Sveinbjörg Davíðsdóttir,
Davfð B. Sigurðsson, Hulda K. Finnbogadóttir,
Birgir Sigurðsson, Ása Pétursdóttir,
Guðrún Sigurðardóttir, Lúðvík B. Ögmundsson,
Sigrún E. Sigurðardóttir, Óskar B. Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför föður, fósturföður, tengda-
föður, afa og langafa,
ÁRNA STEFÁNSSONAR
frá Vestmannaeyjum,
Bjarkargötu 12,
Reykjavik.
Þorsteinn Árnason,
Elín Aðalsteinsdóttir,
Arnar Ágústsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður, sonar, bróður, mágs og
tengdasonar,
GUÐJÓNS BERGÞÓRSSONAR
skipstjóra,
Heiðarbraut 65,
Akranesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akraness.
Salóme Guðmundsdóttir,
Lára Huld Guðjónsdóttir,
Guðrún Brynjólfsdóttir, Bergþór Guðjónsson,
Gunnar Brynjar Bergþórsson,
Ósk Bergþórsdóttir, Óli Jón Gunnarsson,
Guðmundur M. Ólafsson.
■X-