Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 58
58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
Farsi
Með
morgimkaffinu
Auðvitað er nauðsynlegt að
skera þig upp. Á einkasjúkra-
húsum skerum við fólk aldrei
upp, nema við þurfum nauð-
synlega á peningunum að
halda.
Ekki lesa fleiri grínkort með
óskum um góðan bata. Alla
'vega ekki fyrr en ég er búinn
að taka saumana.
HÖGNI HREKKVÍSI
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Nýir smitsjúkdómar gætu
valdið stórfelldu tjóni
Frá Sigurði Sigurðssyni:
íslensk dýr eru veik fyrir
nýjum smitefnum
íslensk dýr hafa að mestu verið
einangruð frá landnámstíð. Þau
hafa ekki „sjúkdómareynslu“, hafa
ekki aðlagast nema fáum sjúkdóm-
um og eru viðkvæmari en dýr frá
svæðum erlendis þar sem landlæg-
ir eru margir skæðir sjúkdómar.
Þetta hefur komið í ljós þegar sjúk-
dómsvaldar hafa borist til landsins
og eins þegar dýr hafa verið flutt
til útlanda (dæmi: kverki og
sumareksem hrossa). Meinlausir
sjúkdómar erlendis, sumir jafnvel
ósýnilegir þar, hafa orðið að land-
plágum hér (dæmi: mæðiveiki í
sauðfé). Við höfum samt verið
heppin að fá ekki þá verstu eins
og gin- og klaufaveiki, smitandi
fósturlát í kúm, hundaæði, svína-
fár, hænsnapest, skæðar salmon-
ellutegundir eða hestainflúensu.
Þennan lista mætti lengja með
nokkrum tugum mjög alvarlegra
sjúkdóma og mörg hundruð öðram,
sem gætu borist hingað með smit-
menguðum vörum, dýram eða
óhreinum hlífðarfötum fólks. Eink-
um þeirra sem eru í snertingu við
dýr í útlöndum. Nýlega var heill
kassi af notuðum og óhreinum
búnaði hestamanns stöðvaður í
tolli hér. Eigandinn var íslenskur
hestamaður sem verið hafði í út-
löndum. Þetta er ekki í fyrsta sinn.
Flestir hestamenn hafa áhyggjur
af slíku.
Gagnasafn
Morgimblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður
framvegis varðveitt í upplýs-
ingasafni þess. Morgunblaðið
áskilur sér rétt til að ráðstafa
efninu þaðan, hvort sem er
með endurbirtingu eða á ann-
an hátt. Þeir sem afhenda
blaðinu efni til birtingar telj-
ast samþykkja þetta, ef ekki
fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Ýmsir hrossasjúkdómar gætu
orðið mjög afdrifaríkir
Eins og hrossabúskap er háttað
hér á landi gætu smitandi sjúk-
dómar hrossa sem bærust hingað
orðið mjög alvarlegir og stöðvað:
sýningar, hrossaverslun og flutn-
ing í og úr beitilöndum. Islensku
hrossin hafa verið laus við alla al-
varlega smitsjúkdóma til þessa
l.s.G., samanber orðið hestaheilsa.
Húðsveppur, sem breiðst hefur úr
hérlendis nýlega, er vægur saman-
borið við illvíga og bráðsmitandi
húðsveppi sem finnast á hrossum
í grannlöndum okkar og raunar
um allan heim. Hann mun berast
Frá Þorbergi E. Einarssyni:
Mér, sem skrifa þetta, þykir mjög
sárt þegar menn skammast út í
sauðkindina og segja hún eyðileggi
ailan gróður. Ef sauðkindin berst í
tal þegar menn koma saman og
halda fund um landbúnað, þá er
alltaf sagt að hún skemmi allan
gróður. Það er alrangt, það gerir
hún ekki. Að vísu lifir hún á grasi,
en það gera fleiri skepnur. Það er
t.d. aldrei minnst á grágæsina í því
sambandi. Hún lifir á grasi og rífur
upp rætur og fer því illa með land-
ið. Svo stendur maðurinn sjálfur
fyrir ofbeit. Það er t.d. hættulegt
að hrossum sé beitt á viðkvæmt
land á vorin þeghar gróður er að
vaxa. Aftur er gott að beita hross-
um á úthaga á haustin eða seinni
hluta sumars og fyrri hluta vetrar,
það styrkir rótina. Og ef hálendið
eyðileggst þá deyr allur gróður og
verður ein mosaþemba, og það er
það sem ég ætla að segja frá.
Þeir bændur á Ytri-Sólheimum í
Mýrdal eiga land fyrir innan Sól-
heimajökul sem hét Hvítmaga og
þangað ráku þeir u.þ.b. 150-200
ær með lömbum. En það var mis-
jafnt hvað þeir ráku og sumir hættu
því alveg. Hvítmaga var gott sauð-
land. Þár varð fé fallegt og feitt.
En þar var mjög góður gróður,
mikið af beijalyngi og ýmsum
gróðri. Svo var það árið 1970 að
hingað sé óvarlega farið. Mikil
smithætta er bundin framkvæmd
milliríkjasamninga sem gerðir eru,
einkum vegna innflutningsþarfa
einstakra ráðherra, verslunarráðs
og neytendasamtaka, sem ekki
fara vel með vald sitt og virðast
láta áróður þrýstihópa æra sig og
færa af vegi. Með hóflegu skopi
má fara að flokka þessa aðila með
dýrasjúkdómum rétt eins og það
að refurinn var talinn með sauð-
ijársjúkdómum í riti hins merka
manns Magnúsar Stephensens um
húsdýr árið 1808.
SIGURÐUR SIGURÐSSON
dýralæknir
Hekla gaus. í norðvestanátt lagði
mökkinn frá henni yfir Mýrdalinn
og úr því fór gróður að deyja á
þessum stöðum, t.d. í Hvítmögu.
Það lagði fína ösku yfir allar heiðar
á Sólheimum og drap viðkvæman
gróður og beijaiyng. Síðan gaus
Hekla aftur 1980, mökkinn lagði
úr henni sömu leið, og gróður dó.
Ekki er þetta sauðkindinni að
kenna.
1973-74 hætta bændur í Sól-
heimum að reka kindur í Hvítmögu,
vegna þess að það var erfitt að fá
mannskap til að smala á haustin.
Eins þurfti að koma í veg fyrir að
riðuveiki, sem upp komi Mýrdaln-
um, bærist yfir Rangárvallasýslu.
Svo hvernig er þessi Hvítmaga
núna? Allur gróður dauður, allt fullt
af mosa og mosinn svo mikill að
hann er í ökkla og mjóalegg. Það
eina semm varnar því að hann fjúki
ekki er að það er skjólsamt þar.
Skógarfjall skýlir Hvítmögu fyrir
vestanátt og Mýrdalsjökull fyrir
norðanátt. Það er því lítið stórveð-
ur. Svo ekki er þetta sauðkindinni
að kenna.
Svona færi fyrir Rangárvallarétt
ef bændur á Rangárvöllum hættu
að reka sauðkindina þangað. Þá
væri allt í mosa og órækt.
ÞORBERGUR E. EINARSSON,
Víkurbraut 32a,
Vík í Mýrdal.
Gróður í heiðarhög’um
\
Víkveiji skrifar
Sunnudag fyrir skömmu voru
númeraplötur klipptar af bíl
Vikveija, þar sem hann stóð kyrr-
stæður við vegarkant á fáförnum
vegi í Árnessýslu. Gleymst hafði
að láta skoða bílinn síðasta haust.
Reyndar má furðu sæta að undir
slíkum kringumstæðum skuli eig-
andi ekki vera áminntur og jafnvel
sektaður, en að bíll skuli skilinn
eftir ólögiegur á miðjum sveita-
vegi, langt frá síma og dráttarbíl.
Víkveiji pantaði tíma fyrir skoð-
un með tveggja daga fyrirvara og
kvað mikilvægt að númeraplötur
yrðu komnar frá Selfossi fyrir þann
tíma. Til að tryggja að svo yrði var
hringt til Selfoss og kvaðst starfs-
maður Bifreiðaskoðunar á Selfossi
mundu senda þær samdægurs til
Reykjavíkur. Þegar kom að því að
fara með bílinn í skoðun, Vh sólar-
hring eftir að hafa pantað tíma, tók
við biðröðíeftir afgreiðslunúmeri og
síðan bið eftir skoðun. Til hvers er
pantaður tími, ef síðan þarf að taka
afgreiðslunúmer?
XXX
A
Iljós kom að númeraplötumar
voru ekki í húsi og ekkert talað
um hvenær þær kæmu. Á skrifstofu
verkstjóra fékk Víkveiji að hringja
til Selfoss og sagðist fyrri viðmæl-
andi þar liafa sent plöturnar með
rútu, merktar Bifreiðaskoðun, á
BSÍ í Reykjavík. Þær hefðu komið
þangað kl. 14 daginn áður. Vík-
veiji bað mann, sem líklega er verk-
stjóri, að sjá til þess að númeraplöt-
urnar yrðu sóttar samstundis. Hann
sagði nokkrum sinnum við Víkveija
að hann væri dóni og skyldi slappa
af, fara síðan í afgreiðslu og biðja
um að plöturnar yrðu sóttar,- í af-
greiðslu tók vitaskuld við enn ein
biðröðin, enda kaffitími og hluti
starfsfólks ekki á staðnum. Þegar
röðin kom að Víkveija, sagði af-
greiðslustúlkan að „þeir hinum
megin“, á skoðunarverkstæðinu,
væru að sækja plöturnar. Eðlilegra
hefði verið að verkstjórinn hefði
sagt þetta strax í stað þess að senda
Víkveija milli staða. Við tók um
hálftíma bið eftir plötunum.
xxx
Einn starfsmanna hafði örðið var
við óánægju Víkveija og
staldraði við til að kynna sér málið.
Hann kallaði Víkvetja ekki dóna
og skipti sér ekki af því hvort hann
væri afslappaður eða ekki, heldur
bauð kaffisopa meðan beðið var.
Yfirmaður hans gæti lært mikið og
margt af framkomu hans, enda við-
brögðin með ólíkindum, þegar ligg-
ur ljóst fyrir að fyrirtæki hans hef-
ur brugðist. Hefði alvöru einkafyrir-
tæki átt í hiut, er ólíklegt að tekið
hefði 20 sinnum lengri tíma að fara
með hlut á milli húsa j Reykjavík
en milli Selfoss og Reykjavíkur.