Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 9 FATASTÍLL, TONAFÖRÐUN OG TÓNA- LITGREINING Upplýsingar hjá Önnu F. Gunnarsdottur - ísíma 682270 Þú getur líka tekiö þátt í vikulegum útboðum á ríkisverðbréfum Einstaklingar eins og aðrir geta ávaxtað peningana sína í vikulegum útboðum á ríkisvíxlum, ríkisbréfum og spariskírteinum ríkissjóðs. Útboðin fara þannig fram að löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst kostur á að gera tilboð í bréfin samkvæmt tilteknu tilboðsverði, en aðrir sem óska eftir að gera tilboð í bréfin geta haft samband við ofangreinda aðila sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá. Fjárfesting í ríkisvíxlum og ríkisbréfum er tilvalin fyrir einstaklinga sem eru t.d. á milli fjárfestinga og vilja ávaxta peningana sína til skemmri eöa lengri tíma á meðan. - Lánstími ríkisvíxla er 3, 6 og 12 mánuöir. - Lánstími rikisbréfa er 2 ár. - Lánstími spariskírteina er 5 og 10 ár. T........................ .... ' Hafðu samband við starfsfólk Þjónustumiðstöðvarinnar og það veitir þér nánari upplýsingar um vikuleg útboð á ríkisverðbréfum. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Metsölublað á hverjum degi! 150 þús. Skýringarmynd byggð á grein i Vísbendingu Baráttan við atvinnuleysið Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, segir í nýrri Vísbendingu, að 22 þúsund ný störf þurfi að verða til fram til aldamóta til að eyða núverandi atvinnuleysi og mæta vinnuþörf þeirra sem bætast í hóp fólks á vinnualdri á þessu tímabili. Atvinnufram- boð ræðst af hagvexti Gylfi Ariibjörnsson hagfraeðingur segir m.a. í Vísbendingu: „Þjóðhagsstofnun hef- ur í nýjustu þjóðhags- áætlun áætlað að hag- vöxtur á næstu fimm árum verði 2,2% á ári hér á landi. Forsenda þessar- ar spár er i fyrsta lagi sá bati sem náðst hefur i efnahagsmálum að und- anförnu, þ.e. stöðugleiki, lækkun vaxta, jöfnuður í viðskiptum við útlönd og minnkun erlendra skulda í kjölfar þess. Samkeppn- isstaða útflutningsgreina og þeirra gieina sem keppa á innlendum markaði hefur eimfrem- urbatnað. I öðru lagi er gert ráð fyrir að hagvöxtur í ríkj- um OECD taki við sér á þessu ári og verði 3% á því næsta. I þriðja lagi er gert ráð fyrir að ekki verði hægt að auka þorskveiðar að neinu marki fyrr en eftir árið 1997, en að breytt sam- setning frainleiðslunnar muni skila 1% meiri út- flutningi á ári fram til ársins 1996 og 3% eftir það.“ Ef hagvöxtur verður ekki meiri en 2,2% á næstu fimm árum má reikna með að störfum á vinnumarkaði fjölgi ein- ungis um 1,2% á hveiju ári ... Miðað við marni- fjöldaspá Hagstofu ís- lands er áætlað að fólki á vinnualdri fjölgi um 1,2% á ári fram til alda- móta. Því mun 2,2% hag- vöxtur einungis gefa svigrúm til þess að skapa ný störf sem nemur ibúa- fjölgun, en atvinnuleysið að öðru leyti halda áfram ...“ Vígstaðan hef- ur styrkzt! „Hver þarf hagvöxtur- inn að vera til þess að fjölgun nýrra starfa verði það mikil að bæði verði hægt að útrýma núverandi atvinnuleysi og takast á við íbúafjölg- unina? Miðað við einfalda veldisútreikninga og fjölda atvinnulausra í víð- ai’i skilningi þarf hag- vöxturinn á næstu fimm árum að verða tæplega 4% á ári og störfum að fjölga um 3% á ári til þess að takast á við þemi- an vanda. Hér er jafn- framt gert ráð fyrir að kaupmáttur haldist inn- an við framleiðnisvig- rúmið eða að um 1% aukning verði á ári. Þetta þýðir með öðrum orðum að skapa verður á bilinu 3.300 til 3.800 ný störf á ári hveiju fram til alda- móta til þess að ná þessu markmiði. Er þetta raunhæft? Miðað við núverandi efnahagsforsendur er þetta óraunhæf áætlun, enda er hér gert ráð fyr- ir tvöfalt meiri hagvexti en Þjóðhagsstofnun spá- ir. Ef miðað er við reynslu okkar á síðustu 30 árum, að síðustu 6 áinim undanskildum, þá er með markmiðinu um 4% hagvöxt í raun verið að endurheimta sama vaxtahraða og hér var á árunum 1980—1987. Það er hins vegar alveg ljóst að til þess að ná þessu markmiði verður að breyta þeim efnahags- legu forsendum sem nú liggja til grundvallai’ framtíðarspá Þjóðhags- stofnunar. Þau almennu, efnahagslegu skilyrði sem nú ríkja eru einfald- lega ekki viðunandi þrátt fyrir að þau kmini á margan hátt að vera hag- stæð. Þvert á móti verða stjórnvöld að grípa til róttækra aðgerða til þess að breyta þessum for- sendum og eins og efna- hagssaga okkar ber vitni um ... Ef við skoðum hvaða efnaliagslegt svigrúm við höfum til að takast slíkt verkefni á hendur þá tel ég að sá árangur sem þrátt fyrir allt hefur náðst í stjórn efnahags- mála, livort heldur er lág verðbólga, lækkandi vextir, jöfnuður á við- skiptum við útlönd eða minnkandi erlendar skuldir, gefi töluvert færi á því að taka enn fastar á þessum málum en nú er gert. Þetta svigrúm verða stjórnvöld að nota til þess að grípa inn í gang hagkerfisins og breyta þeim forsendum sem liggja til grundvallar spá--Þjóðhagsstofnunar.“ Samtök dagmæðra Kæra til RLR dregin til baka NÝKJÖRIN stjórn Samtaka dag- mæðra hefur dregið til baka kæru á hendur fyrrverandi formanni samtakanna og gjaldkera uin meintan fjárdrátt og skjalafals. Kæran var lögð fram hjá Rann- sóknarlögreglunni síðastliðið haust. Samkvæmt upplýsingum RLR gáfu fyrirliggjandi gögn ekki ástæðu til að ætla að um saknæmt athæfi hefði verið að ræða. Ekki kom til tæmandi rannsóknar, þar sem stjórn Samtaka dagmæðra dró kæruna til baka. Almennur lífeyrissjóður VIB, ALVIB, er séreignarlífeyris- sjóður þar sem öll framlög sjóðsfélaga eru hans eign og færast á sérreikning hans. Þeir sem ekki eru skyldugir til að greiða í annan lífeyrissjóð geta greitt öll sín iðgjöld í ALVÍB. Sjóðurinn hentar einnig sem viðbótarlíiéyrissjóður. • 15,1% RAUNÁVÖXTUN ÁRIÐ 1993 • INNEIGN ERFIST • ÍTARLEGT ÁRSFJÓRÐUNGSLEGT YFIRLIT • LÁGUR REKSTRARKOSTNAÐUR Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um ALVIB í afgreiðslunni í Ármúla 13a eða í síma 91 - 60 89 00. Verið velkomin í VIB! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • I_ Ármúla 13a, sími: 91 - 60 89 00. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.