Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994
Dagstund á Akureyri
Myndlist
Bragi Asgeir^son
Laugardaginn fyrir páska var
ferðinni heitið til Akureyrar vegna
tveggja sýninga í nýju og langþráðu
listasafni þeirra norðan heiða, er
opnaði dyr sínar 28 ágúst sl. ár.
Tilhlökkunin var mikil, því ég
hafði ekki fengið tækifæri til að
bera það augum fyrr, en hafði áður
skoðað rýmið sjálft er framkvæmdir
voru komnar eitthvað áleiðis. Safnið
er ófullgert og athafnasemin enn á
byijunarstigi, þannig að einungis
er unnt að sýna í tveim til þrem
sölum á miðhæð. Aðkoman er held-
ur ekki sem skyldi en gengið er upp
þröngan og kuldalegan tröppugang,
en það er sem betur fer bráðabirgð-
aúrræði.
Ég hafði áformað að nýta tíma
minn vel á öðrum vettvangi um
páskana og hugðist þannig aðeins
nota einn eftirmiðdag á staðnum
að sinni og átti frátekið flugfar með
hádegisvélinni og til baka með síð-
ustu vél dagsins. Oftast hef ég haft
allan varann á og tekið fyrstu vél
í morgunsárið, en farið svo heim
með þeirri síðustu og hefði átt að
gera það einnig að þessu sinni.
Maður á víst aldrei að treysta veður-
guðunum né íslenzkum flugfélögum
og þannig er skemmst er frá að
segja að brottför tafðist um nær
þijár klukkustundir og ég hafði ein-
ungis úr rúmum tveim tímum að
moða á Akureyri, sem var full naum-
ur tími að ekki sé meira sagt. Hefði
ég annars trúlega getið lokið erindi
mínu á safninu fyrir opnun sýning-
anna, en í öllum mannfjöldanum var
það ógerlegt fyrr en eftir lokun kl.
18 og þá stutt til brottfarar.
Ergilegast við þetta var þó, að
hér voru veðurguðirnir saklausir, en
flugfélaginu þóknaðist víst að taka
áætlunarvélina til notkunar á öðrum
leiðum meðan fært væri á staðina
og mun þó hafa verið fullbókað í
vélina norður. Eitthvað hefur þetta
svip af algjöru virðingarleysi fyrir
tíma annarra að ráðskast þannig
með áætlaða og markaða loftflutn-
inga og á sér varla hliðstæðu á
byggðu bóli. Þar fyrir utan eru tekn-
ar ámóta margar krónur fyrir flugið
og ætti að kosta til nágrannaborga
okkar í útlandinu, ef allt væri með
eðlilegum hætti, samkvæmt saman-
burðarrannsóknum um svipaðar
vegalengdir víðs vegar í Evrópu.
Einhver titringur yrði ef þannig
væri ráðskast með aimenningssam-
göngur á jörðu niðri.
Þetta varð að koma fram, því
eftirfarandi skrif mín einkennast
væntanlega meira og minna af
þessu slysi með tímann.
Er inn í listasafnið kom blöstu
við mér myndverk Guðmundar Ein-
arssonar frá Miðdal, en þau eru 17
talsins og í meiri hluta olía á striga.
Et- framkvæmdin liður í mörgum
sýningum á verkum listamannsins
í tilefni þess að hundrað ár verða
liðin frá fæðingu hans á næsta ári
og stendur fjölskylda listamannsins
að henni. Þetta eru myndir úr ýms-
um áttum og telst því miður frekar
ófaglega staðið að samsetningunni,
sem gefur að auk engan veginn
rétta mynd af Guðmundi sem lista-
manni. Nú er einmitt tækifæri til
að endurskoða sess Guðmundar í
íslenzkri listsögu, en viss þáttur list-
ar 'hans virðist höfða mun meira til
yngri kynslóðar myndlistarmanna
en samtíðarmanna hans á listasviði
og einmitt sá er hann var hvað
mest umdeildur fyrir á árum áður,
t.d. gosmyndirnar. Eitt af þeim
málverkum var á opnunarsýningu
safnsins og er mynd af því í hinni
stásslegu sýningarskrá af því tilefni
og vel ég að láta hana fylgja grein-
arkorni þessu svona til áréttingar
máli mínu. Mun áhugaverðara hefði
t.d. verið að taka saman skilvirkt
yfirlit yfir feril Guðmundar á lista-
sviði í formi farandsýningar, en að
kynna hann með þessum hætti. Hins
vegar er betur staðið að handhægri
og vel gerðri sýningarskrá þó að
ekki sé hún stór, en hér hefði þó
einmitt verið upplagt að setja saman
sérstakt kynningarrit, sem hefði svo
legið frammi á öllum sýningunum.
Það er síst of djúpt í árinnni tekið
í inngangi Ara Trausta jarðfræð-
ings: „að faðir hans hafí verið þjóð-
kunnur á sinni tíð og mjög áberandi
í listalífi landsins“. Það er hárrétt
því það sópaði mikið að þessum fjall-
myndarlega, reffilega og ákveðna
manni sem fór sínar eigin ieiðir, var
harður andstæðingur nýrra viðhorfa
í listum á mjög erfíðum og ein-
strengingslegum tímum. Það er
einnig rétt, að Guðmundur var fjöl-
hæfur listamaður sem fékkst við
málun með olíu- og vatnslitum, graf-
ík (aðallega koparstungu), högg-
myndagerð, leirmunagerð; glerlist,
smíðajárnsvinnu og fleira, auk þess
sem hann var afkastamikill rithöf-
undur, fyrirlesari, ljósmyndari og
kvikmyndagerðarmaður, — hannaði
þar að auki skartgripi og húsgögn.
Rétt telst ennfremur, að hann var
einn fyrsti grafík-listamaður lands-
ins og brautryðjandi í Ieirmunagerð,
en hennar vegna stundaði hann jarð-
efnarannsóknir á íslándi og vildi
nota sem mest af ísienzku hráefni
til framleiðslunnar. Þá má geta þess,
að þessi fjölhæfi og framagjarni
maður er faðir Guðmundar Erró,
sem er jafnframt hálfbróðir Ara
Trausta og þeirra bræðra.
Þar sem nýjar kynslóðir hafa vax-
ið úr grasi frá andláti listamanns-
ins, 1963, og þetta er fyrsta sýning
á verkum hans af mörgum er eðli-
legt að fram komi, að Guðmundur
var fæddur í Miðdal í Mosfellssveit
1895. Nam í teikniskóla Stefáns
Eiríkssonar myndskera 1911-1913,
og næst lá leið hans til Kaupmanna-
hafnar þar sem hann stundaði fram-
haldsnám við teikniskóla Viggo
Bjergs 1919-20 og síðan í eitt ár
við konunglega fagurlistaskólann.
Hélt þá til Miinchen, höfuðborgar
Bæjaralands, þar sem hann stund-
aði nám í höggmyndalist í skóla
Hans Schwegerle til 1925 og nám
í leirbrénnslu 1924-26. Heim fluttist
hann 1928.
List Guðmundar Einarssonar frá
Miðdal einkenndist löngum af vissri
tegund raunsæislegrar þjóðernis-
rómantíkur og á stundum með ívafi
táknhyggju (symbolisma), sem átti
miklu fylgi að fagna víðs vegar í
Evrópu framan af öldinni. Mjög var
litið niður til þess konar listar af
núlistamönnúm tímanna, en ýmsir
þeirra hafa þó verið endurreistir og
kæmi mér ekki á óvart þótt sumir
þættir listar Guðmundar verði það
Grímsvatnagos, olía á striga.
Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson. Myndin er tekin á Hótel Tindastóli
1938 og er af Kristni Sigurðssyni, Skriðulandi, Kolbeinsdal.
einnig, einkum hvað varðar leir-
muni, málverk og grafík.
Dijúgum tíðindum sætir sýning
ljósmynda Vigfúsar Sigurgeirssonar
(1900-1986), sem er í stórum sal inn
af forsalnum og varð ég satt að
segja mjög uppnuminn við skoðun
hennar. Víst er ég vel kunnur ýms-
um myndum Vigfúsar úr blöðum,
bókum og tímaritum, en ég tel að
þetta sé í fyrsta skipti sem fram
kemur í öllu sínu veldi hvílíkur af-
burða ljósmyndari hann var. Kæmi
mér ekki á óvart þótt þessi sýning
eigi eftir að marka tímamót um
upphefð Vigfúsar sem eins merk-
asta ljósmyndara þjóðarinnar á
þessari öld. Ekki er þó svo, að Vig-
fús hafi verið vanmetinn fram að
þessu og var hann m.a. ljósmyndari
forsetaembættisins í tíð Sveins
Bjömssonar og gegndi því starfi um
langt árabil, ásamt því að Ijósmynd-
ir hans hafa víða verið sýndar. En
ég tel að þær hafi ekki í annan tíma
notið sín eins vel né jafn gott úrval
verið til sýnis.
Það er margt sem rennir stoðum
undir þessa fullyrðingu, en þó helst
hve vel myndirnar eru teknar og
hve næmt auga Vigfús hafði fyrir
aðalatriðunum og hinu hreint mynd-
Morgunblaðið/Árni Helgason
Skagfirska söngsveitin á tónleikum í Stykkishólmskirkju.
Stykkishólmur
Skagfirska söng-
sveitin í heimsókn
Stykkishólmi.
SKAGFIRSKA söngsveitin kom
frá Reykjavík fyrir skömmu til
Stykkishólms og efndi til tónleika
í kirkjunni.
Það gekk ekki áfallalaust fyrir
söngsveitina að komast því snjór og
él hömluðu rútunni og þurfti að leita
til Hólmara um hjálp. Þetta gekk
svo eftir og kom rútan tæpum
klukkutíma eftir áætlaðan tíma.
Stjórnandi söngsveitarinnar var
Björgvin Þ. Valdimarsson og píanó-
leikari Sigurður Marteinsson. Á
söngskránni voru 16 verk og var
meiri hlutinn íslenskar tónsmíðar.
Guðmundur Sigurðsson og Gylfi Þ.
Gíslason sungu í tvísöng lagið Undir
dalanna sól eftir söngstjórann við
texta Hallgríms Jónssonar frá Ljár-
skógum, einnig söng Guðmundur
Sigurðsson einsöng. Gylfi Þ. Gísla-
son og Svanhildur Sveinbjörnsdóttir
sungu svo tvísöng í tveim erlendum
lögum.
Söngnum var feikilega vel tekið
og söngmenn stóðu sig vel enda
ekki óvanir að taka Iagið.
- Árni
Norræna húsið
Kristinn H. Arnason
á Háskólatónleikum
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUNUM í Norræna húsinu í dag mið-
vikudaginn 6. apríl kl. 12.30 leikur Kristinn H. Árnason ein-
leiksverk á gítar.
Kristinn lauk burtfararprófi frá
Tónskóla Sigursveins D. Kristins-
sonar árið 1983. Hann stundaði
framhaldsnám í eitt ár hjá Gordon
Crosskey og fór þvínæst til Banda-
ríkjanna þar sem hann lauk BM-
gráðu frá Manhattan School of
Music árið 1987. Einnig stunaði
Kristinn nám hjá José Tomas á
Spáni.
Árið 1987 var Kristinn valinn úr
hópi fjölda umsækjenda til að taka
þátt í síðasta námskeiði sem gítar-
snillingurinn Andrés Segovia hélt.
Kristinn hefur haldið fjölda tón-
leika á íslandij í Bandaríkjunum, á
Englandi og Italíu auk þess sem
hann hefur komið fram í sjónvarpi
og útvarpi.
Á Háskólatónleikunum í Nor-
ræna húsinu mun Kristinn leika
verk eftir barokktónskáldin Róbert
de Visée og Silvius Leopold Weiss
og einnig verk eftir gítarsnillinginn
Agustin Barrios (1885-1944) frá
Paraguay.
Nýjar bækur
B Út er komin bókin Fræðin
minni eftir Martein Lúther í út-
gáfu dr. Einars Sigurbjörnsson-
ar, prófessors í guðfræði við guð-
fræðideiid Háskóla íslands. Fræði
Lúthers minni voru samin 1529
og urðu brátt mjög vinsæl og
mynduðu rammann um trúarupp-
eldi Iútherskra manna. í þá daga
áttu menn að kunna fræðin, eða
Kverið eins og þau voru kölluð,
utan að til fermingar. Snemma
myndaðist sú hefð að semja skýr-
ingar við fræð-
in, ýmist með
því að hafa
stuttar skýring-
ar við hvern
hluta þeirra
ásamt ritning-
argreinum eða
hafa sérstaka
útlistun á inni-
haldi þeirra í
aðgreindum
köflum og var
„Helgakver“ þess konar kver. I
þessari útgáfu fylgir hveijum
hluta fræðanna skýring eftir Ein-
ar Sigurbjörnsson. í þessari út-.
gáfu á fræðum Lúthers hel'ur ver-
ið bætt við kaflann um sakrament-
in spurningum og svörum fyrir
fólk sem vill neyta altarissakra-
menntanna. Þá er bætt við bænum
samkvæmt ýmsum aðstæðum.
Texti fræðanna er í endurskoðað-
ari þýðingu Helga Hálfdanarson-
ar. Ánnað efni er í þýðingu Ein-
ars Sigurbjörnssonar.
Fræðin minni er 62 bls. Útlit
og umbrot annaðist Skerpla,
útgáfuþjónusta, Steindórs-
prent-Gutenberg hf. prentaði.
Útgefandi er Skálholtsútgáfan,
útgáfufélag Þjóðkirkjunnar.
Bókin kostar 980 krónur.