Morgunblaðið - 06.04.1994, Síða 15

Morgunblaðið - 06.04.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 15 ræna í viðfangsefnunum, þá var hann gæddur ríkri kennd fyrir hinu byggingarfræðilega (kostruktíva) í umhverfinu og einnig í húsagerðarl- ist. Þá skiptir miklu hve afburða vel unnar myndirnar eru af Gunnari Geir, syni hans og fyrrum læri- sveini, sem hér hefur unnið frábært verk. Margur mun verða heillaður af þessum myndum fyrir það eitt hve vel þær lýsa þjóðháttum á tíma- bilinu, en allt búskaparlag til sveita hefur gjörbreyst á fáeinum áratug- um. Hér hefur Vigfús verið skráse- tjari sjónhimnunnar með myndavél sinni og mun stórtækari og sannari nokkrum málaranum. Ekki eru síðri myndir Vigfúsar úr þéttbýliskjörn- unum, — sjávarsíðunni með síldarp- lönum sem og hvers konar athafna- semi dagsins. Myndlistarmenn nútímans gætu allt eins leitað í smiðju Vigfúsar um hugmyndir og eiga trúlega eftir að gera það í framtíðinni, því að þessar myndir verða einstæðari eftir því sem frá líður. Myndefnið kemur í öllu falli í mörgum tilvikum aldrei aftur og þá er ómetanlegt að því skyldi hafa verið gerð jafn ágæt skil. Telja verður sýninguna í sjálfu sér mikilsverðan listasigur og jafn- framt er Listasafni Akureyrar ótví- ræður sómi að framkvæmdinni. Égfékk tækifæri til innlits á þrjár aðrar sýningar á Akureyri, en því miður gafst mér ekki tími til að skoða nokkur ágæt verk Guðmund- ar frá Miðdal annars staðar í bænum né taka listamenn tali. í Listhúsinu Þingi stendur yfir sýning á verkum Sigurbjörns Jóns- sonar og er það eins konar fram- hald af sýningu hans í listhúsinu Borg fyrir skömmu. Sýningin nýtur sín piýðilega í húsnæðinu og hefur fengið góðar viðtökur og þar sakar víst ekki að listamaðurinn er frá Akureyri. I hinu fagra og reisulega húsi Gránufélagsins, þar sem nú er m.a. veitingastofa, sýnir Gunnar Örn all- nokkur ný málverk, en heidur var óhægara um vik að átta sig á þeim. í Kaffi Karólínu í Listagili sýnir íris Ingvarsdóttir nokkrar graf- íkmyndir, sem njóta sín prýðilega á veggjunum. Af þessari upptalningu má ráða að ýmislegt er að gerast á sjónmenntavettvangi í höfuðstað Norðurlands, en ég stóð of stutt við til að treysta mér til að gera þessum síðustu sýningum nokkur viðhlítandi skii. Ljóðadag- skrá í síð- asta sinn LJÓÐLEIKHÚSIð verður enn á ferð í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Verður það í tólfta og allra síðasta skipti sem Ljóðleikhúsið býður upp á dagskrá um samtíma- ljóðlist. Heiðursgestur að þessu sinni verð- ur Þorsteinn frá Hamri og mun hann lesa úr ljóðum sínum ásamt Ingvari E. Sigurðssyni leikara, en Kristján Árnason flytur formálsorð. Önnur skáld sem koma fram þetta seiriasta kvöld verða Elísabet Þor- geirsdóttir, Hjörtur Pálsson, Sigurð- ur A. Magnússon og Þórarinn Eld- járn. Ljóðleikhúsið hefur jafnan verið með dagskrá fyrsta mánudag hvers mánaðar, en vegna páskahátíðarinn- ar varð miðvikudagurinn 6. apríl fyr- ir valinu í þetta síðasta skipti. íslandskosiur Verð frá 900 kr. á mann 614849 3M íuao .. Bílavöruri iuaó Nýtt sérhæft ljós- myndagallerí opnað FYRSTA og eina sérhæfða ljósmyndagalleríið á íslandi hefur verið opnað í Hafnarfirði undir nafninu Ljósmynd - Listhús. Aðsetur gallerísins er á Strandgötu 39 þar í bæ. Lárus Karl Ingason ljósmyndari, sem stendur að opnun gallerísins, segir það tilraun til að skapa fram- sæknum ljósmyndurum sérstakan vettvang tii að koma verkum sínum á framfæri. Ljósmyndin sé í miklum metum víða erlendis sem sjálfstæð grein innan myndlistarinnar og tími sé kominn til að hún hljóti sinn sess hérlendis. Auk Lárusar Karls selja verk sín í galleríinu ljósmyndararnir Leifur Þorsteinsson, Ragnar Axelsson og Sigurgeir Siguijónsson. Þá selur Sigríður Erla leirmuni, Sverrir Ólafs- son skúlptúra og Ólafur Sve'rrisson pyrot-hálsmen. Ljósmynd - Listhús er opið alla virka daga kl. 9-18 og um helgar kl. 14-16. Nýjar bækur ■ Út er komin bókin Tón- skáld og tónmenntir eftir Hall- grím Helgason. Þetta er þriðja bindi íslenskrar tónmenntarit- unar og er rakinn í tímaröð feriil íslenskra tónskálda sem fædd eru frá 1880-1911. Síðustu þættir eru um tónmenntir. í formála segir höfundurinn m.a.: „Svo stutt sem þróunarbraut íslenskrar tónlistar er, má segja að allir þeir höfundar sem hér eru til umfjöllunar, hafi gegnt brautryðjendastarfi hver með sínum hætti. Allir hafa lagt sitthvað nýtt og nýtilegt af mörk- um, allt frá barnalagi Friðriks og einsöngslögum Sigvalda upp til óratóríu Björg- vins, chaconne Páls og sögu- symfóníu Jóns. Hljómtak verð- ur auðugra og kontrapunktur fer að skipta miklu máli (Helgi, Þórar- inn Jónsson.) Undirleikur einsöngslags færist í aukana (Emil). Þannig er framfa- rastefna auðsæ.“ Utgefandi er Skákprent. Teikningar eru eftir Árna Elf- ar. Ilallgrimur Helgason Linda Pétursdóttir leggur sig alla fram hvort sem þaö er fyrir framan myndavélar Ijósmyndaranna eöa í keppni viö happdrættisvélar Gullnámunnar. Hún setur aö sjálfsögöu f stefnuna á Silfurpottinn eöa Gullpottinn og þó svo aö hún hljóti ekki alltaf sigur, þá veit hún aö málefnið er gott. í Gullnámunni reynir á heppni hvers og eins. Stundum vinnur þú - stundum vinna allir, því í hvert sinn sem spilað er nýtur Háskóli íslands góðs af. <1IÚ 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.