Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 18

Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994 Skreppum í norðvestur Áhugaverðar Grænlandsferðir eftirAra Trausta Guðmundsson Nú um stundir er sérstak'ur áhugi á Mexíkó; landi og þjóð og mexí- kóskum mat hér á landi. „Kryddleg- in hjörtu“, bæði ritverkið og kvik- myndin, og ævintýraljóminn sem leikur um þetta fjarlæga land heill- ar fólk. Og það ekki að ósekju. En líka er hægt að teygja sig skemur eftir ævintýralegu landl þótt á öðr- um forsendum sé. Þar eru það ekki heitar ástríður, sterkur matur og hitinn undir sólinni sem heillar, heldur ísauðnin, tröllsleg náttúra og merkileg menning, sem snertir meira að segja okkar eigin sögu: Hér á ég við Grænland; ígildi hálfr- ar heimsálfu við bæjardyr okkar. Frá Síberíu til Grænlands Um þessar mundir er hér staddur grænlenskur ferðagarpur og bar- áttumaður fyrir menningu inúíta að nafni Ono Fleicher. Hann hefur ferðast þúsundir kílómetra á hunda- sleðum til þess að tengja saman byggðir inúíta í Síberíu, Alaska, Kanada og á Grænlandi og styrkja sjálfsímynd þeirra 130.000 manna sem tala svipaða tungu og eiga sér ævagamla menningu, og ekki að- eins vistvæna heldur og mannbæt- andi. Hann kann að segja dapurleg- ar sögur af boðum, bönnum og þvingunum sem hafa ekki aðeins hrifsað þjóðareinkenni frá inúítum heldur líka útrýmt stórum hluta frumbyggjanna. Nú þegar Græn- lendingar hafa heimastjórn og hvert ár færir inúítum betri stöðu og meiri skilning á varðveislu tungu og menningar, er rétt að hlusta á þá; einmitt meðal smáþjóða eins og Islendinga og Færeyinga, sem geta margt lært af grönnum sínum og sögu þeirra. Grænland á íslandi Því miður er fremur lítið til af mynd- og lesefni um Grænland hér á landi. Nokkrar bækur, bæði frumsamdar <pg þýddar, hafa komið út, t.d. eftir Ása í Bæ og Frakkann Frei. Enn vantar þó myndabækur. Þá tók Ósvaldur Knudsen á sínum tíma upp kvikmyndaefni í Eystri- PONTUNA RSEOlI.l imr erðu Jaðcjott fallegri möppu Kostir. þess að fá þér „ Gerðu það gott" möppu fyrir uppskriftirnar þínar eru fleiri en einn: • Þú hefur alla bæklinga Tilraunaeldhúss MS á einum stað • Mappan er falleg, handhæg og af hentugri stærð fyrir alla bæklingana • í möppunni eru grunnupplýsingar um mál, vog og ýmis góð ráð • Hún kostar aðeins 490 kr ....X Já takk! □ Ég vil fá senda safnmöppu MS í póstkröfu □ Ég óska eftir því að uppskrijtarbaklingar MS númer------------------- fylgi möppunni. Utanáskrijiin er: Tilraunaeldhús MS, Pósthólf10340, 130 Reykjavik. NAFN KENNI TA LA HEIMILISFANG PÓSTNÚMER STAÐUR byggð og Ríkissjónvarpið hefur stundum flutt efni frá Grænlandi, t.d. þáttaröð fyrir börn og unglinga fyrir skömmu og þætti frá Eiríks- firði (Tunugdiiarfik) í Eystribyggð undir stjórn Árna Johnsen. Saga Film framleiddi myndband um Ammassalik-svæðið í Austur- Grænlandi 1992 og Flugleiðir og aðilar í ferðaþjónustu hafa stundum gefið út bæklinga með ferðamanna- upplýsingum um Grænland. Allmargir íslendingar hafa ferð- ast á Grænlandi og birt um það efni í dagblöðum eða flutt í útvarp. Nokkur samskipti vinabæja á ís- landi og Grænlandi eiga sér stað og nú, þegar Ammassalik er 100 ára, er verið að undirbúa sýningu á verkum tveggja íslenskra lista- manna í þeim bænum. Ekki má svo gleyma starfsemi tengda Grænlandi í Norræna húsinu, einkum listmiði- un margs konar. Og nú nýlega tóku Grænlendingar á íslandi og íslensk- ir Grænlandsvinir sig til og endur- vöktu vináttufélag landanna. Grænlandsferðir Fjögur ferðasvæði eru einna að- gengilegust á Grænlandi, að sleppt- um höfuðstaðnum Nuuk og ná- grenni. Fyrst skal telja byggðirnar umhverfis Diskó-flóann allnorðar- lega, þ.m.t. Ilulissat (Jakobshavn)'. Þar er mikilfengleg náttúra og m.a. einn rosalegasti skriðjökull heims sem kelfir í sjó fram. Þá er það „Það er full ástæða til að hvetja fólk til að fylgjast með fyrir- lestrarferð Ono Fleisc- hers um landið í þessum mánuði og til að kynna sér sem mest af efni um Grænland og inúíta. Enn meiri ástæða er til að hvetja fólk til Græn- landsfarar.“ svæðið við Syðri-Straumfjörð og Vestribyggð; einkum hentugt til langra gönguferða. Síðan skal talið Ný lög um fjöleignarhús Lang’þráðar rétt- arbætur í höfn eftir Sigurð Helga Guðjónsson Hinn 23. mars sl. var stór og lang- þráður dagur í réttarsögu íslenskra húseigenda, en þá voru samþykkt á Alþingi ný lög um fjöleignarhús, sem leysa af hólmi fjölbýlishúsalögin frá 1976. Þessi nýju lög gilda um öll hús, bæði til íbúðar og annarra nota, sem skiptast í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign. Fjöleignarhús er samheiti yfir margvísleg hús Lögin gilda um: a) fjölbýlishús með íbúðum eingöngu, b) hús sem hafa bæði að geyma íbúðir og hús- næði til annarra nota (blandað hús- næði), c) hús sem alfarið eru nýtt til annars en íbúðar, s.s. fyrir at- vinnustarfsemi, félagsstarfsemi eða tómstundaiðkun, c) raðhús og önnur sambyggð og samtengd hús. Um öll þessi fjölbreytilegu hús er notað samheitið FJÖLEIGNARHÚS, sem er nýyrði og haganlegur sam- nefnari. Þar að auki verður lögunum beitt eftir því sem við á um önnur hús, þótt ekki teljist fjöleignarhús, ef fleiri en einn á þau eða nýtir með líkum hætti. Lögin gilda fyrst og fremst um fullbúin fjöleignarhús en verða þó einnig notuð um hús á byggingarstigi. Loks verður ákvæð- um laganna einnig beitt um sameig- inleg málefni sjálfstæðra, ótengdra fjöleignarhúsa og/eða annars konar húsa, t.d. einbýlishúsa. Lögiri taka gildi 1. janúar 1995 Lögin um fjöleignarhús eru mikill bálkur með 82 greinum, en til sam- anburðar má nefna að lögin um fjöl- býlishús frá 1976 eru aðeins 19 greinar. Það skal áréttað, til að fyrir- Lyggja misskilning, að lögin taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 1995, þannig að una verður við þau eldri enn um sinn. „Þessi nýju lög fela í sér miklar og mikilvægar réttarbætur, enda hafa lögin frá 1976 þótt óljós og ófullkomin og gölluð um margt.“ Miklar réttarbætur - Eldri lög gölluð Þessi nýju lög fela í sér miklar og mikilvægar réttarbætur, enda hafa lögin frá 1976 þótt óljós og ófullkomin og gölluð um margt og svarað fáu en vakið upp því fleiri spurningar og álitaefni, sem gjarnan hefur leitt til magnaðra deilna með eigendum, stundum kórónuðum með harðvítugum málaferlum. Itarleg, skýr og aðgengileg lög Við samningu laganna var kostað kapps um að hafa þau eins ítarleg og skýr og auðskiljanleg og aðgengi- leg almenningi og framast var unnt. Löggjöf á þessu sviði þarf að vera þannig úr garði gerð, að eigendur geti áttað sig á efni hennar og réttar- stöðu sinni á eigin spýtur án aðstoð- ar lögfræðinga eða annarra sérfræð- inga. Þetta er sú löggjöf, sem bein- ast og mest snertir daglegt líf þorra fólks í landinu og eignir þess og hagsmuni. Oft eru þetta einu lögin, sem venjulegt fólk les og kynnir sér um dagana, önnur löggjöf er því gjarnan mjög framandi og fjarlæg. Hér eru ekki tök á að gera grein fyrir þeim mörgu breytingum og nýmælum, sem fjöleignarhúsalögin nýju hafa að geyma, það verður að bíða betri tíma og meira rýmis en hér gefst. Níu mánaða aðlögunar- og undirbúningstími Eins og áður segir taka lögin ekki gildi fyrr en um næstu áramót. Næstu níu mánuðir sem í hönd fara fram að gildistökunni er nauðsynleg- ur og mjög þýðingarmikill undirbún- ings- og aðlögunartími til að ráðrúm gefist til að kynna vel efni laganna og nýmæli þeirra og til að semja og setja reglugerðir samkvæmt þeim. Eins til að eigendum og húsfélögum gefist tóm til aðlögunar að nýjum fyrirmælum og siðum, sem lögin fela í sér. Vanda verður kynningu og fræðslustarf Það er afar brýnt að vandað verði til alls í þessum efnum og ekki síst í kynningar- og fræðslumálum. Hætt er við að löggjöf á þessu sviði, hversu góð sem hún er, missi marks og nái ekki tilgangi sínum ef megin- atríði hennar verða ekki strax kunn almenningi. Svona löggjöf má ekki sveipast dulúð og verða einkamál lögfræðinga og innvígðra, heldur verður hún strax frá upphafi að verða kunn og handgengin almenn- ingi. Húseigendafélagið býður fram krafta sína, þekkingu og reynslu Húseigendafélagið býr yfir mikilli þekkingu á þessum málum og hefur margra áratuga reynslu á þessu sviði. Félagið átti frumkvæðið að þeirri endurskoðun fjölbýlishúsalag- anna, sem var undanfari þessara nýju fjöleignarhúsalaga og þau eru að miklu leyti byggð á þessari þekk- ingu og reynslu félagsins. Hefur Húseigendafélagið lýst sig reiðubúið til að taka að sér kynningu á lögun- um og annast þá ráðgjöf og upplýs- ingamiðlun til eigenda sem þau mæla fyrir um. Félagið stendur á gömlum merg og er traust og öflugt og hefur alla burði til að annast þessi verkefni vel og er þessum málum örugglega hvergi betur borg- ið en hjá því. Þakkir til Jóhönnu Sigurðardóttur Húseigendur á íslandi standa í mikilli þakkarskuld við Jóhönnu Sig-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.