Morgunblaðið - 06.04.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994
19
svæðið við Eiríksjökul (t.d. bæina
Narsaq og Qaqortoq og alla Eystri-
byggð) og yfir að Nanortalik í suðri.
Loks er það Ammassalik og Trass-
ilaq-hérað á Austur-Grænlandi en
þangað er styst að fara héðan (til
flugvallarins við Kulusuk).
Margt er að gera á Grænlandi.
Njóta má sjaldséðrar náttúru í
óvenjulega stöðugu og notalegu
sumarveðri, kynnast framandi
menningu og una sér á söguslóðum
eða veiða, bæði fisk og hreindýr.
Grænlenskir bæir geyma margt og
þar er vel séð fyrir ferðaþjónustu
en aðalferðamannatíminn stuttur
og bókanir miklar. Einna mest heill-
andi eru þó vetrarferðir, t.d. til
Ammassalik, Manitsoq eða Ilulissat,
bæði til skíðaiðkana en þó sér í lagi
til þess að taka þátt í hundasleða-
ferðum. Sleðahundurinn hefur fylgt
Grænlendingum í 1000 ár og er
ótrúlega gaman að líða yfir hjam
og ís á mjúkum sleða.
Yfir sundið
Það er full ástæða til að hvetja
fólk til að fylgjast með fyrirlestrar-
ferð Ono Fleischers um landið í
þessum mánuði og til að kynna sér
sem mest af efni um Grænland og
inúíta. Enn meiri ástæða er til að
hvetja fólk til Grænlandsfarar. Nú
í sumar mun flugfarið til Narsar-
suaq lækka verulega í verði og t.d.
er allt að einnar viku dvöl á Austur-
Grænlandi jafnvirði hálfrar sólar-
landaferðar eða svo.
Höfundur erjarðeðlisfræðingur
og áhugamaður um tengsl
Grænlands ogíslands.
Sigurður Helgi Guðjónsson
urðardóttur, félagsmálaráðherra,
fyrir þær miklu réttarbætur, sem
lögin færa þeim. Þær má fyrst og
fremst þakka skilningi hennar og
vakandi áhuga á lagabótum á þessu
miklvæga sviði og elju hennar og
ötulli baráttu í hvívetna fyrir fram-
gangi málsins á öllum stigum þess.
Húseigendafélagið væntir áfram-
haldandi góðrar samvinnu við fé-
lagsmálaráðuneytið á því mikilvæga
skeiði, sem nú fer í hönd fram að
gildistöku laganna.
Höfundur er hæstaréttariög-
maður og framkvæmdasljóri
Húseigendaféiagsins.
Hagkvæmt bílalán!
Staðgreiðslulán er heildarlausn við kaup á nýjum bíl
Lánstími allt að 5 ár
Nú býðst í fyrsta sinn Staðgreiðslulán til allt að 5 ára sem gefur þér kost á enn
léttari greiðslubyrði.
Sveigjanleiki
Hvenær sem er á lánstímanum getur þú greitt aukalega inn á Staðgreiðslulánið
eða greitt það upp.
100% lán
Staðgreiðslulánið getur numið öllu bílverðinu ef lánstími er 30 mánuðir eða
skemmri. Það getur numið allt að 7S% bílverðs ef lánstíminn er 31-48 mánuðir
en 65% ef hann er lengri.
Vextir eru sambcerilegir bankavöxtum
Staðgreiðslulánið er í formi veðskuldabréfs og vextir eru sambærilegir skulda-
bréfavöxtum Islandsbanka.
Bíllinn er staðgreiddur
Þegar þú kaupir þér nýjan bíl, greiðir Glitnir það sem á vantar. Þannig er bíllinn
staðgreiddur og því nýtur þú bestu kjara hjá seljanda.
jÞií tryggir þar sem þér hentar
Tryggja þarf bílinn með kaskótryggingu á lánstímanum og að sjálfsögðu ræður
þú hvar hann er tryggður.
Kynntu þér hagstœð kjör Staðgreiðslulána og gerðu jafnframt samanburð
á þeim lánsformum sem bjóðast. Sölufulltrúar bifreiðaumboðanna veita
þér nánari upplýsingar og útbúa tilheyrandi skjöl á skjótan
og einfaldan hátt.
Glitnirhf
DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA
Ármúla 7 108 Reykjavík
Sími 608800 Myndsendir 608810
4“
BJOÐUM urvals
Gullauga, Rauðar íslenskar, Amazone
Premier, Bintje og Helga
Aburður, kalk, yfirbreiðslur og öll verkfæri sem til þarf
RAÐGJOF SERFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GROÐURRÆKT
VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMAN
GRÓÐURVÖRUR SF. SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211
ðRKIN 2111