Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994
21
Virk samkeppni
í sjóflutningum
í skýrslunni kemur fram að
skýrsluhöfundur telur að flutn-
ingsaðilar hafi verið fáir og það
hafi haft takmarkaða samkeppni
í för með sér og stærð flutningsað-
ila hafi gert þeim kleift að ráða
verðmyndun fremur en markaður-
inn. Hið rétta er að fjöldi skipafé-
laga hefur komið og farið á þess-
um markaði á undanförnum árum.
Dæmi um það eru Hafskip, Gláma,
Ok, Sjóleiðir, Víkurskip, Van
Ommeren og Skipafélagið Föroy-
ar. Samkeppni á þessum markaði
hefur ávallt verið virk og á köflum
mjög harðvítug. Það vita allir
flutningakaupendur að skipafélög-
in beijast um hvern viðskiptavin.
Því fer víðs íjarri að skipafélögin
geti einhliða ráðið flutningsverð-
um.
Einnig má nefna að höfundur-
inn fullyrðir að íslenski flutninga-
markaðurinn líkist fremur vernd-
uðum innanlandsmarkaði en opn-
um alþjóðlegum markaði á alþjóð-
legri siglingaleið. Siglingar hingað
hafa verið frjálsar og útlendingar
hafa því getað flutt vörur til og
frá landinu ólíkt því sem verið
hefur í mörgum öðrum atvinnu-
greinum á íslandi. Hafnaraðstaða
er til staðar fyrir hvaða fyrirtæki
sem er, íslenskt eða erlent. Full-
yrðingar um lokaðan innanlands-
markað eru því eins fjarri raun-
veruleikanum og frekast getur.
Samstarf við viðskiptavini
hefur skilað árangri
Hinn erlendi ráðgjafi, sem ber
ábyrgð á gerð skýrslunnar, dregur
upp mjög neikvæða mynd af þeim
árangri sem náðst hefur við lækk-
un flutningskostnaðar til og frá
landinu á undanförnum árum og
Eimskip hefur átt þátt í að skapa.
Mikil hagræðing hefur þannig átt
sér stáð í rekstri Eimskips á undaf-
örnum áratug. Þessari hagræð-
ingu hefur Eimskip skilað til við-
skiptavina sinna með lækkun
flutningsgjalda.
Aðgerðir Eimskips til hagræð-
ingar hafa skilað þeim árangri að
flutningsgjöld t.d. í innflutningi
hafa lækkað að meðaltali um 5%
á ári allt frá 1986. Framsækin
fyrirtæki í inn- og útflutnings-
verslun hafa stöðugt nýtt sér bet-
ur nýja flutningatækni með því
að breyta sínum innkaupavenjum,
breyta lagerstýringu, nýta sér
heilgámaflutninga auk ýmissar
annarrar hagræðingar í flutning-
um sem leitt hefur til lægri flutn-
ingskostnaðar.
Sú staðreynd stendur því
óhögguð að Eimskip hefur ásamt
fyrirtækjum í inn- og útflutnings-
verslun náð verulegum árangri við
að lækka flutningskostnað til og
frá landinu. Þessi árangur hefur
náðst með þrotlausri vinnu og
nánu samstarfi og hefur verið
kynntur fyrir öllum viðskiptavin-
um félagsins og öðrum lands-
mönnum á liðnum árum.
í vörubfla, vagna, rútur
nn vinnunÁhr
Draumurmn skuggi
Eftir að hafa skoðað áðurnefnda
Drewry skýrslu ítarlega er niður-
staðan sú að um sé að ræða mark-
lítið plagg, því þar er einfaldlega
lagt út af röngum forsendum um
flutningsmagn og flutningsgjöld.
Frekari umræða um flutningsgjöld
á grundvelli þessarar skýrslu þjón-
ar því engum tilgangi í ljósi þeirra
margvíslegu rangfærslna og rang-
túlkana sem þar eru sett fram.
Þróun flutningsgjalda í innflutningi frá
Evrópu 1986-1993, 1986=100
íISKverðl. ÍDEM
1986 100 100
1987 82 85
1988 72 78
1989 66 70
1990 64 68
1991 58 67
1992 54 62
1993 55 58
Höfundur er framk væmdastjóri
flutningasviðs Eimskips.
eftirÞórunni
Þórsdóttur
Draumurinn sjálfur er ekki annað
en skuggi, sagði Hamlet Dana-
prins, og nú er mál að minnast
þess. A skírdag birtist hér í Morg-
unblaðinu grein fnerkt Hrólfi
Sveinssyni undir fyrirsögninni
Draumur á laugardagsnótt. Efni
hennar sýnist þríþætt. Fyrst segir
að ég, sem þetta skrifa, hafi hitt
greinarhöfundinn, Hrólf, í draumi.
Síðan, efnislega, að blaðamenn séu
lygamerðir og labbakútar. Þess
vegna hafi höfundurinn, Hrólfur,
þá ófrávíkjanlegu reglu frá ferm-
ingarbróður sínum, Helga Hálfdan-
arsyni, að eiga aldrei við þá orða-
stað. Loks kveðst Hrólfur þó kunna
að efast ef við hittumst í draumi.
Hans draumi þá. Slíkur fundur virð-
ist engin fjarstæða því víst dreymir
Hrólf mikið. Hann hefur til dæmis
dreymt fermingu sína með Helga
Hálfdanarsyni.
Ég fletti af áhuga fyrir þeim vin-
um upp í kirkjubók Sauðárkróks-
prestakalls frá 1926 og fann þar
nöfn þessara fermingardrengja:
Garðar Haukur Hansen Friðriks-
son, Ingvar Þorkell Magnússon, Jón
Ólafur Möller, Kristján Guðmunds-
son, Kristján Þórður Sölvason,
Helgi Hálfdanarson, Lárus Sigur-
berg Sveinsson, Pétur Jónsson, Sig-
urður Bernharð Laxdal Grímsson.
Enginn Hrólfur þar. Svo draumur
minn um hann er ekki annað en
skuggi. Líkast til skugginn af Helga
Hálfdanarsyni.
Óðum versnar, sagði Ófelía við
Hamlet og mér virðist horfurnar
þungar um vinskap okkar Hrólfs —
eða ætti ég að segja Helga. Þó er
mér hlýtt til þeirra beggja, nær
ókunnugri konu, sem skrifar litla
kynningu á lestri grískra harm-
leikja hér í þetta blað (26/3). Það
var upphaf orðaskipta okkar Helga
og Hrólfs á síðum blaðsins og ég
sný mér enn að Shakespeare og
segi við þá eins og Gullinstjarni við
Hamlet: Æ, herra prins, sé skyldu-
rækt mín of nærgöngul, er vinsemd
mín of ókurteis.
Höfundur er blaðamaður á
Morgunblaðinu
Einstakt áskriftartilboð:
ÞÚ FÆRÐ BLAÐI|>Á
AÐEIHS ttS iROHUR!
Við bjóðum þér vinsælasta myndasögublað
á íslandi, Andrés Önd á aðeins kr. 225 hvert
blað - sent heim til þín.
• Efað þú tekur tilboðinu innan
10 daga færðu vandaða 700 krónu
safnmöppu undir blöðin að gjöf.
Tryggðu þér
að Andrés Önd
komi heim til þín
í hverri viku
- og að þú fáir
safnmöppuna
ókeypis!