Morgunblaðið - 06.04.1994, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994
25
Sýning á bestu blaðaljósmyndum síðasta árs
Krístimi Ingvarsson
átti bestu myndina
KRISTINN Ingvarsson ljósmyndari á Morgunblaðinu tók blaðaljós-
mynd ársins 1993 að mati dómnefndar Blaðamannafélags Islands.
Mynd Kristins er af Jóni Guðmundssyni menntaskólakennara og
birtist með viðtali við Jón í Morgunblaðinu. Úrval blaðaljósmynda
siðasta árs er nú til sýnis í Listhúsinu i Laugardal.
Besta fréttamynd síðasta árs var
tekin af Ragnari Axelssyni, Morg-
unblaðinu, af bónda við rústir af
útihúsum eftir að ein dýpsta lægð
sem sögur fara af fór yfir landið.
Besta myndröðin var einnig eftir
Ragnar. Brynjar Gauti Sveinsson,
DV, átti bestu andlitsmyndina,
Bjarni Eiríksson, Morgunblaðinu,
átti bestu íþróttamyndina og Árni
Sæberg, Morgunblaðinu, átti bestu
myndina í opnum flokki. Besta
fréttasyrpan er eftir Gunnar V.
Andrésson, DV. Dómnefndina skip-
uðu Siguijón Jóhannsson kennari,
Ólafur Ragnarsson útgefandi og
Leifur Þorsteinsson ljósmyndari.
Verðlaun fyrir bestu myndirnar
voru veitt á laugardag við opnun
sýningar Blaðamannafélags íslands
á bestu blaðaljósmyndum síðasta
árs. Sýningin er í Listhúsinu í Laug-
ardal til 13. apríl og er sýningin
opin daglega frá 12 til 19. Alls eiga
16 ljósmyndarar myndir á sýning-
unni.
V er ðlaunalj ósmy ndarar
VERÐLAUNALJÓSMYNDARAR á sýningu á bestu blaðaljósmyndum síðasta árs. Frá vinstri eru Brynj-
ar Gauti Sveinsson, Árni Sæberg, Gunnar V. Andrésson, Bjarni Eiríksson og Kristinn Ingvarsson með
Ivar son sinn.
Besta ljósmyndin
ÞESSI ljósmynd Kristins Ingvarssonar af Jóni Guðmundssyni kenn-
ara var valin besta blaðaljósmynd liðins árs.
Fundur um lífeyris-
sjóðamál í Hafnarfirði
ÞÓR, félag sjálfstæðismanna í launþegastétt í Hafnarfirði, gengst fyr-
ir fundi um lífeyrissjóðamálið 7. apríl nk. Fundurinn verður haldinn í
Veitingahúsinu Gaflinum við Reykjanesbraut og hefst kl. 20.30.
í fréttatilkynningu frá félaginu
segir: „Á undanförnum árum hefur
umræðan um lífeyrissjóði lands-
manna orðið æ háværari. Umræðan
hefur verið allt frá því að vera til-
kynningar um algjört gjaldþrot líf-
eyrissjóðakerfisins upp í hástemmdar
yfírlýsingar um að lífeyrissjóðirnir
séu í raun undirstaða íslensks hag-
kerfis.
Eitt er víst, um málið eru enn
deilur og því teljum við nausynlegt
að leggja okkar lóð á vogarskálina
með því að skapa vettvang fyrir
fræðslu og skoðanaskipti um þetta
mikilvæga mál.“
Framsöguerindi á fundinum flytja
Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður,
Sigurjón Bjömsson, framkv.stj. Eft-
irlaunasjóðs Hafnarfjarðar, og Bene-
dikt Daviðssonj forseti Alþýðusam-
bands Islands. Á eftir framsöguerind-
unum verða pallborðsumræður en auk
framsögumanna taka þátt þeir Bene-
dikt Jóhannsson, stærðfræðingur, og
Ámi M. Mathiesen, alþingismaður.
»1
Nú geta ættingjar og aörir velunnarar
gefiö fallegt gjafabréf frá íslandsbanka
en þaö er gjöf sem gefur arö. Gjafabréfiö er
tilvalin gjöf sem leggur grunn aö framtíöar■
sparnaöi fermingarbarnsins, afmœlisbarnsins,
stúdentsins, brúöhjónanna og allra hinna.
Upphœöinni rœöur gefandinn og fæst
gjafabréfiö í næsta útibúi íslands
banka. Haföu gjafabréf frá
íslandsbanka í huga næst
þegar þú vilt gefa tækifærisgjöf
sem gefur ávöxt.