Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 48

Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 Haraldur Páll Þórð- arson — Minning Hann Halli „okkar“ er látinn! Fallinn er í valinn einstakur og góður félagi. Haraldur Þórðarson lést sl. mánudag við störf í „sínu“ skipi, við að lesta „sinn“ fisk. Margar minningar fara um hug manns þegar náinn félagi fellur frá en allt frá fyrstu kynnum okkar fyrir um átta árum hefur vinátta okkar verið að styrkjast. Haraldur Þórðarson var áberandi maður strax við fyrstu kynni og það sem einkenndi hann var einstök vinnu- semi, hjálpsemi og samviskusemi. A þessum árum og allt til dauða- dags mætti hann í vinnu um kl. 6 að morgni og fór oftast ekki heim fyrr en um kl. 19. Á þessum fyrstu árum okkar kynna vann systir Halla, Guðrún, í mötuneyti Sölu- miðstöðvarinnar. Hver voru fyrstu verk Halla á hverjum morgni? Fyrst var sest við vinnu og teknir saman bollar og fleira leirtau sem hann vaskaði upp áður en hann sótti syst- ur sína um klukkan 7. Síðan var aftur tekið til við vinnu og unnið af kappsemi allt til kvölds. Þetta er lýsandi fyrir karakter Haraldar Þórðarsonar. Það var afar einkennilegt að fylgjast með Haraldi við vinnu. Ekki var hægt að segja að borðið væri skipulagt og ekki var „time manager" á borðinu, en samt týnd- ist fátt og það þrátt fyrir samfelld- ar hringingar. Starfsmenn frysti- húsa innan Sölumiðstöðvarinnar hringdu ávallt til Haraldar, líklega vegna þess að hann hafði sýnt trú- mennsku og hæfni í starfi og gleymdi sjaldan neinni fyrirspum. Einnig ef með þurfti, þá vann hann fram á kvöld til að geta svarað sem allra fyrst. Á þessum árum var mikið skraf- að á fimmtu hæðinni hjá Sölumið- stöðinni og núverandi og fyrrver- andi starfsmenn minnast Haraldar með miklum hlýhug. í öllum um- ræðum hafði Haraldur ákveðnar skoðanir, en það var einkennandi hversu mikið hann lagði áherslu á gömul og góð gildi, sbr. sanngirni, samviskusemi, hag barna og al- mennings. Án efa hefur Haraldur mótast af æsku sinni en faðir hans dó þegar hann var aðeins tveggja ára að aldri. Hann var þá næst- yngstur af níu systkinum. Slíkur atburður sem og lífsbaráttan ásamt góðum karaktereinkennum gerði Harald að þeim mikla og góða manni sem hann var. I umræðunum var oft rætt um pólitík og þar voru við stundum með andstæðar skoðanir enda taldi Haraldur að enginn flokkur væri betri en annar. Ekki var hægt að mótmæla mörgum af hans staðhæf- ingum nema rétt til að koma af stað skemmtilegum umræðum. Það var einnig ávallt mjög áberandi hversu Halli var glöggur á fólk. Árið 1992 kemur Haraldur aftur til starfa hjá Jöklum, en þar hóf hann störf árið 1947 og starfaði þar til ársins 1969 þegar hann hóf störf hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Haraldur Þórðarson byrj- aði á fyrsta skipi félagsins, m.s. Vatnajökli, og var þar sem háseti til ársins 1950 þegar hann byijaði afleysingar sem stýrimaður en hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólan- um árið 1949. Síðan var hann á ýmsum skipum félagsins allt til ársins 1960 þegar hann verður verkstjóri í landi. Á þessum tímum voru Jöklar félag í örum vexti og með fjögur til fimm skip í rekstri. Haraldur var á þeim tíma sem endranær félaginu mikils virði, enda starfaði hann af miklum eldmóð, við að byggja upp framtíð síns fé- lags. Af þeim sögum sem ég hef heyrt þá var Halli jafn vinsæll hjá innflytjendum þessa tíma sem og hjá útflytjendum enda var hann rómaður fyrir góða þjónustu. Þegar Haraldur kom til Jökla, þá voru störf hans óbreytt, þ.e. hann hélt áfram að lesta skipið „sitt“, Hofsjökul, en þess á milli vann hann ýmis störf á skrifstof- unni. Aliir gátu leitað til hans með fyrirspurnir og þótti okkur öllum afar vænt um hann. Bæði Hildi, Þórunni og Ólafí þykir missirinn mikill. Þegar hann var um borð í Hofs- jökli starfaði hann af eldmóði og ljóst var að hann var hraustmenni að burðum. Hann átti marga vini um alla strönd og varð þeim mjög brugðið við fréttina um andlát hans. Daginn fyrir andlát sitt var hann í Vestmannaeyjum og bauð þar mönnum til kvöldverðar, en kafla- skipin í lífi hvers manns eru oft óumflýjanleg, en stundum sár. Halli átti einnig dyggan stuðningshóp sem voru skipveijar á Hofsjökli og þeir munu sakna hans. Samband okkar Haraldar var sérlega mikið hér á fjórðu hæðinni í Aðalstræti 8. Aftur voru notaleg- heitin mikil og var Halli ávallt bú- inn að hella upp á könnun áður en ég mætti um kl. 8. Halli var einnig alltaf tilbúinn með „nesti fyrir dag- inn“ sem var yfírleitt eitthvað „grennandi". Fystu stundir dagsins voru okkar og þar var margt rætt áður en störf voru hafín. Halli var mér mikil stoð í rekstri Jökla og er hann mér sár missir. Við vottum eftirlifandi konu hans, Ingibjörgu Kristjánsdóttur, og aðstandendum hluttekningu og samúð og biðjum þeim blessunar um alla framtíð. Við teljum það heiður að hafa fengið að verða hon- um samferða á lífsleiðinni. Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Jökla. Kveðja frá systkinabarni Elsku Halli frændi er fallinn frá. Yngsti bróðir pabba míns og bara rétt rúmlega sjötugur. Halli var næstyngstur barna Katrínar Pálsdóttur og Þórðar Þórð- arsonar frá Króktúni á Landi og aðeins tveggja ára þegar afí féll frá og amma stóð uppi ein með níu börn, það yngsta aðeins nokkurra mánaða gamalt og það elsta 16 ára. Elsti sonurinn fékk nokkrum árum síðar barnaveiki og lamaðist og beið þess aldrei fullar bætur. Ein dóttirin var í hjúkrunarnámi þegar hún smitaðist af bráðaberkl- um og dó aðeins 24 ára gömul. Hin bömin komust upp og urðu nýtir þjóðfélagsþegnar. Eldri systkinin hjálpuðu mömmu sinni þegar þau höfðu aldur og getu til við að koma yngri systkinum sínum til manns. Halli fór í Stýrimannaskólann og lauk þaðan prófí. Yngsta systirin fór í háskóla og lauk þaðan prófi í fiskifræði. Þennan stuðning launaði Halli systkinum sínum með því að ausa yfir okkur systkinabörnin gjöfum. Mér fannst enginn í heiminum eiga fallegri frænda en ég og gjafmild- ari. Fyrsta brúðan sem ég eignaðist um ævina var frá honum, keypt í Ameríku eins og flestar gjafírnar og að sögn stærri en ég þegar ég fékk hana svo ég hef eflaust ekki verið nema nokkurra mánaða göm- ul þá. Seinna eignaðist ég fleiri brúður en engin jafnaðist á við þá fyrstu þrátt fyrir að augun væri löngu biluð og haus og búkur aðskil- in því að þessi brúða var frá Halla frænda. Engar systur voru fínni en við í fallegu fötunum sem Halli keypti í útlöndum. Fyrir þessa ástúð og væntum- þykju okkur sýnda vil ég þakka nú. Guð blessi minningu elsku frænda míns og gefi eftirlifandi ekkju hans og systkinum styrk í sorg þeirra. Elín Káradóttir. Af hverju? Það var spurningin sem kom upp í huga okkar systr- anna 28. mars síðastliðinn þegar okkur var sagt að Halli væri dáinn. Halli var kvæntur Ingu, frænku okkar, en við litum alltaf á Halla sem frænda. Hann var okkur svo góð,ur qg allqr af viya gerður, hqnn gerði allt sem í hans valdi stóð til að gleðja okkur systumar og til að hjálpa okkur að gleðja aðra. Eitt sumarið bauð hann okkur, foreldrum okkar og fjölskyldu syst- ur hans pabba í helgarveiðiferð og þar skemmtu allir sér mjög vel þó að ekki hafí veiðst mikið, félags- skapurinn skipti öllu. Öll jól okkar systranna höfum við haldið með Ingu og Halla, hvort sem er á heimili okkar eða á Staðar- bakkanum. Ég er minning, þú ert minning. Við minnumst þín, við söknum þín. Missir eiginkonu og systkina er mikill, megi ljós Guðs vera með ykkur á tímum sorgar og saknaðar. Erla og Unnur Sigurþórsdætur. Þegar Haraldur P. Þórðarson lést skyndilega þann 28. mars sl. var hann við skyldustörf um borð í Hofsjökli. Margir sem þekktu Har- ald hafa haft orð á því hversu tákn- rænt fráfall hans hafi verið fyrir líf hans og starf, því fyrir Halla vom vinnan og skyldustörfín allt. Frá- fall hans kom öllum á óvart, því enginn vissi annað en hann væri við góða heilsu og þegar þannig ber við verður eftirsjáin hvað mest og erfítt er fyrir þá sem eftir lifa að sætta sig við atburðinn. Vissulega hefðum við samstarfsmenn Halla Þórðar viljað sjá hann njóta efri áranna við tómstundir og hvíld, enda þótt erfitt sé að sjá Harald Þórðarson fyrir sér í slíku hlut- verki, en hann stóð á sjötugu þegar hann féll frá. Haraldur fæddist í Króktúni í Landsveit þann 16. september 1923 og voru foreldrar hans Þórður Þórð- arson bóndi þar og kona hans, Katrín Pálsdótir. Systkinin vom tólf og komust níu til fullorðinsára, en þijú dóu ung. Föður sinn missti Haraldur árið 1925, þá tæpra tveggja ára gamall, og má geta nærri að árin sem á eftir komu muni hafa verið býsna erfið fyrir ekkju með stóran barnahóp og hef- ur það ekki verið lítið þrekvirki að sjá fjölskyldunni farborða. Afkom- endurnir bera þess vitni að vel hafi til tekist. Þegar Þórður dó var fjölskyldan flutt til Reykjvíkur og þar ólst Har- aldur upp. Katrín móðir hans fékkst við saumaskap og vann ýmis störf sem til féllu. Hún var virk í félags- starfi og var meðal stofnenda Mæð- rastyrksnefndar, sem hún vann mikið fyrir. Hún tók þátt í stjórn- málstarfi og sat í bæjarstjórn fyrir Sósíalistaflokkinn 1942 til 1949. Haraldur stundaði sjómennsku frá 16 ára aldri, settist í Stýri- mannaskólann og lauk þaðan far- mannaprófi 1949. Til Jökla hf. réðst hann 1947 og starfaði þar sem bátsmaður, stýrimaður og skip- stjóri. Ég kynntist Haraldi fyrst fyrir tæpum 40 árum þegar Halli sigldi sem stýrimaður á skipum Jökla til Englands og hefur sam- starf okkar verið nær óslitið síðan. í ársbyijun 1961 fór Haraldur í land og gerðist þá verkstjóri hjá Jöklum hf. en árið 1969 réðst hann til Sölumiðstöðvar hraðfyrstihús- anna. Hjá SH vann Haraldur sem eftirlitsmaður, hleðslumaður, lest- umarmaður, skrifstofumaður í af- skipunardeild o.fl. Hann var ham- hleypa til vinnu og lagði nótt við dag, mætti gjarnan fyrstur á morgn- ana og fór síðastur á kvöldin. Stund- um hafði maður hann grunaðan um að sleppa því að sofa. Samviskusem- in var einstök og hann var með þvi marki brenndur að vilja gera allt sjálfur, enda gerði hann hlutina vei, kannski var það hans veikleiki hve tregur hann var að þiggja hjálp. Um tíma sá Haraldur um útflutning á ferskum fískflökum með flugvélum til Bandaríkjanna, en þá var Coldw- ater Seafood Corporation með flug- vélar á leigu. Haraldur sá um tengsl við Coldwater, fylgdist með fram- leiðslunni í frystihúsunum og var viðstaddur þegar flugvélarnr voru lestaðar í Keflavík. Svipuð voru vinnubrögðin í afskipunardeildinni, Halli var í stöðugu sambandi við verkstjórana í frystihúsunum, sölu- A ferb mn Island Miðvikudagsblaöi Morgunblaðsins, 20. apríl nk., fylgir blaðauki sem heitir Á ferð um ísland. í þessum blaðauka verður fjallað um ferðalög innanlands, þar sem íslenskum fjölskyldum er bent á feröamöguleika um eigið land. Greint verður frá athyglisverðum áningarstöðum, gistimöguleikum, útivist, s.s. hjólreiðum, sundi og golfi, auk þess sem sérstaklega verður fjallað um ferðamannastaðinn Reykjavík. Einnig verður bent á ýmsa afþreyingarmöguleika, t.d. veiði, hestaferðir, jöklaferðir og bátsferðir. Fjallað verður um undirbúning ferðalags um ísland með tilliti til útbúnaðar, nestis og gæslu eigna. Þá verður kynning á ferðamessu sem byrjar 21. apríl nk. Þess má geta að í blaðaukanum verður efnt til ferðagetraunar fyrir lesendur. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blabauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 18. apríl. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 11 11 eða símbréfi 69 1110. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.