Morgunblaðið - 06.04.1994, Síða 52

Morgunblaðið - 06.04.1994, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994 Alfreð J. biskup - Fregnin um andlát Alfreðs bisk- ups Jolsons var áfall fyrir kaþólska söfnuðinn á íslandi. Þessi atorku- mikli, gefandi maður er skyndilega allur og við erum fátækari eftir, jafnt kaþólskir sem aðrir kristnir menn, sem tengdust honum. Ef einhver hefur opnað kaþólsku kirkjuna á íslandi fyrir lifandi sam- skiptum við önnur trúfélög, þá var það Alfreð biskup. Það byggðist ekki á kurteisisgrundvelli, heldur fyrst og fremst á viðleitni hans að eignast vináttu og deila með öðrum lífi sínu, trúarstyrk og manneskju- legri hlýju. Hann þurfti engrar umhugsunar við, þegar Ólafur bisk- up Skúlason bauð honum að taka þátt í fundum lútherskra presta í Bústaðakirkju, sem fram fóru mán- aðarlega, og þá sótti hann síðan eins og hver annar bróðir með bræðrum sínum. Það eru þó fyrst og fremst safn- aðarmenn hans, sem hafa notið nærvistar hans — að ógleymdum ættingjum hans og messudrengjun- um, sem fengu að þjóna að altar- inu, óháð því hverrar trúar þeir væru. Messan og altarissakramentið var þyngdarpunktur lífs hans, jafnt í boðum hans sem í verki. Þrátt fyrir stuttan svefntíma var hann jafnan kominn á fætur kl. 6 að morgni til að halda messu í kapellu sinni, jafnvel þegar enginn annar var viðstaddur. Stórhátíðir með honum, prestunum, messupiltum og ijölmennum söfnuði voru sannar- lega hátíðir og mikið við haft. Þar var hann, hlýr og gefandi að leið- beina við undirbúninginn og jafnan burðarásinn í þjónustunni. En það var ekki aðeins við hámessuna, sem við fengum að njóta hans, heldur gat hann verið við hvaða >nessu sem var af þeim sex messum á laugar- Jolson Minning dögum og sunnudögum, sem kaþ- ólskir mega sækja til að uppfylla messuskyldu sína, og eins á virkum dögum — hann gekk hikstalaust og eins og ekkert væri eðlilegra inn í hlutverk sóknarprests, á virkum degi sem helgum, í lágmessu fyrir lítinn hóp útlendinga, þegar illa viðraði á sunnudagskvöldi, eða við hátíðleg tækifæri í troðfullri kirkju. Við eigum oft eftir að minnast þeirra stunda, þegar við vorum með honum við messuhald. Kaþólsk messa er litrík og kemur við skynj- un okkar, lyktar- og fegurðarskyn allt eins og vitsmuni. Það snertir mig í minningunni að hugsa til margra helgistunda frá þessum tíma, bæði þar sem ég var venjuleg- ur þátttakandi og eins messuþjónn, eftir að biskupinn hafði virkjað okk- ur Ragnar Brynjólfson sem helgi- siðameistara í páfamessunni á Landakotshæð. Þeir dagar, með öllu sínu umstangi og undirbúningi, og svo hápunktur hátíðahaldanna á laugardag í dómkirkju Krists kon- ungs og í útimessunni daginn eftir, eiga ríkan sess í minningu okkar allra. En jafnkær er mér endur- minningin um hljóðari helgistundir næstu árin, bæði við altarið og eins fyrir og eftir hveija messu, þegar við stóðum uppáklæddir í skrúðhús- inu frammi fyrir mynd Krists á krossinum og lutum honum í auð- mýkt og einfaldíeika. Biskupinn var einstaklega árang- ursríkur í að virkja unga pilta sem messuþjóna. Það er dýrmætt þeim, sem fá að njóta þess. Þar læra þeir smám saman, jafnvel á ómeðvitað- an hátt, lotningu fyrir Guði, aga og virðingu fyrir verki hans, heil- agri messu, en jafnframt að finna gleði í samvinnunni, þar sem allir eru að gera gagn. Biskupinn sýndi drengjunum við- + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN G. ÞORBJÖRNSSON fyrrv. aðalbókari, Sörlaskjóli 3, lést í Borgarspítalanum á skírdag, 31. mars. Björn Björgvinsson, Valdís Caltagirone, Guðbjörg Björgvinsdóttir, Björgvin Sigurðsson, Heiðdís Einarsdóttir, Sigríður Maria Sigurðardóttir, Jón Gfsli Guðlaugsson, Aníta ísey Jónsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, RAKEL J. SIGURÐARDÓTTIR ROSENBLAD, Melabraut 5, Seltjarnarnesi, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 4. apríl. Esbjörn Rosenblad, Þorgils Baldursson, barnabörn og systkini. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Austurvegi 53, Selfossi, er lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 2. apríl, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 8. apríl kl. 15.00. Sigurður Ólafsson, Einar Þorbjörnsson, Sigrún Erlendsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Bergljót Þorsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Kristfn Björnsdóttir, Guðrún I. Siguröardóttir, Sigurjón Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. urkenningu og föðurlega hlýju, þar á meðal syni mínum, Þorláki, sem tregar hann sem sinn bezta vin. Alfreð biskup reyndist þeim raun- sannur vinur með því að opna þeim hús sitt, bjóða þeim að borða með sér, rabba við þá um lífið og tilver- una, fylgjast með námi þeirra, leyfa þeim að horfa á sjónvarp, hitta aðra félaga og íbúa í húsinu eða leika sér í tölvuleikjum. Rausnarleg- ur var hann við þessa vini sína, en fyrst og fremst með því að skilja þeirra eigin þarfir. Hversu margir krakkar og unglingar skyldu hafa æft sig í körfubolta, þar sem hann kom upp aðstöðu til þess við bílskúr hússins? í öllu þessu sjáum við yfir- lætislausan kærleik hans. Sumum ráðsettum kaþólikkum fannst það kannski á mörkunum að vera „bisk- upslegt" að leyfa gáskafullum börn- um og unglingum að deila með honum heimilinu, en hann vildi vera öllum sem bróðir eða faðir, ekki sízt í þessu. Þá koma mér í hug orð heilagrar bókar um þann, sem við eigum öll að líkja eftir: Af munni barna og bijóstmylkinga hefur þú tilbúið þér lof. Einlæg sorg piltanna hans og Pílófélaganna, sem ég varð vitni að kringum andlát hans og jarðarför, segir mér mest um það, hvílíkur maður hann hefur verið. En hyggjum að því, að góðverk hans eru ekki bara liðin tíð, þau fylgja okkur og fylgja honum til Guðs (sbr. Opinb. 14.13). Þegar ég minnist á góðverk hans verð ég að skjóta hér að þakklæti mínu og samstarfsfólks míns fyrir stuðnings hans við hjálparstofnun- ina Móður og barn — það gerði hann bæði rausnarlega úr eigin eig- in vasa og með meðmælum, sem höfðu mikið að segja. Ávallt var hann að hvetja menn og örva, vildi virkja hæfileika þeirra, sýnandi öllum viðurkenn- ingu, opnandi arma sína fyrir nýjum kirkjugestum og ófeiminn við að nálgast fólk á persónulegan hátt. Það eitt, hvernig hann ávarpaði mann með nafni, birti umhyggju hans og hlýju. Biskup á að vera andlegur faðir, og það var hann, t.d. gagnvart okkar pólsku og suð- austur-asísku safnaðarmeðlimum. I fámennari messunum sá maður ekki sízt gefandi hlýju hans, þar sem hann gekk brosandi fram milli kirkjubekkjanna við friðarkveðjuna til að heilsa hveijum og einum með handabandi. Hann var meðvitaður um, að kirkja okkar er samsett úr ólíkum einingum, hvað snertir upp- runa, bakgrunn og viðhorf, en allir áttu að vera eitt og njóta jafnrar virðingar. Biskupinn var góður ræðumaður, skýr og lifandi í framsetningu, t.a.m. í vel heppnaðri kynningu hans á kaþólskri kirkju á fundi með nemendum úr guðfræðideild Há- skóla íslands. Þar var hann aðdáun- arverður að fara meðalhófið í fram- setningu erfiðra hluta og í svörum við fyrirspurnum. Eftirminnilegasta predikun hans í mínum huga er frá því fyrir nokkrum vikum í ensku messunni á sunnudagskvöldi. Við vorum þar um fjörutíu manns (því að messusókn hefur aukizt með tím- anum). Hann talaði ekki úr predik- unarstól eins og vanalega, heldur gekk til móts við okkur fram fyrir gráturnar og stóð þar milli fremstu bekkjanna. Hann talaði um synd Davíðs konungs, fór með söguna um Uría, sem Davíð lét leiða út í dauðann til að komast yfir Batsebu konu hans, og um það hvernig Natan spámaður var af Guði sendur til að lægja hrokann í Davíð, svo að hann beygði sig undir réttlæti Guðs og gengi vegu hans. Biskup- inn talaði blaðlaust, en aldrei hefði ég búizt við að heyra þessa alkunnu sögu flutta á svo ferskan og sterk- an hátt, þar sem andstæðurnar komu svo skýrt fram, milli úthugs- aðrar sviksemi Davíðs og á hinn bóginn andlegrar reisnar hans með því að gera iðrun vegna syndar sinnar, þótt hann hefði allt vald yfir lífi spámannsins. Og biskupinn talaði raunsæjum varnaðarorðum og vitnaði til frægra ummæla Act- ons lávarðar: „Allt vald spillir og algert vald spillir gersamlega," bætti svo við, að fáir vissu af því, hvert framhald orðanna væri, en það var: „og flestir miklir valda- menn eru illir menn.“ Með þessu og snjallri útleggingu þess var hann að vara við hrokanum, sem ævin- lega getur fylgt valdinu og stig- magnast, þar til menn láta tilgang- inn helga meðalið, jafnvel með drápi meðbræðra sinna. Biskupinn okkar var heimsmaður og sannur menntamaður, eins og jesúíta er von og vísa. Hann kunni sig vissulega vel með höfðingjum, veraldlegum sem andlegum, en ekk- ert síður með alþýðu manna. Af öllum er hann syrgður jafnt. Mér er engin launung á því, að þrátt fyrir mannkosti sína mætti biskupinn líka misskilningi og gagnrýni, þó frá þröngum hópi manna. T.d. var sagt, að hann sækti mikið á erlenda grund. En þótt hann þyrfti að sækja ráðstefnur, biskupafundi og héldi tengslum við vini sína í Vesturheimi var það stað- reynd að hann sinnti söfnuði sínum fádæma vel með messuhaldi sínu. Það er auðvelt að einangrast í háu embætti, en hann var fljótur að + Systir mín, JÓHANNA ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR, áður Eskihlíð 14, Reykjavík, lést 3. apríl á dvalarheimilinu Heiðarbæ, Kirkjubæjarklaustri. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi Sigurðsson. + Maðurinn minn, SVEINBJÖRN HJARTARSON, Hlíðarvegi 6, Grundarfirði, lést í Landspítalanum 3. apríl. Þórdís Þorbjörnsdóttir og aðstandendur. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Litlu Hlíð, Barðaströnd, er lést á vistheimilinu Seljahlíð þann 28. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 7. apríl kl. 10.30. Kristrún Jónsdóttir, Ragnar Brynjar Hjelm, Bína Jónsdóttir, Guðmundur Þorgn'msson.Þóra V. Vignisdóttir, Þórður Þorgrímsson. kynnast fólki við komuna hingað, ræktaði þau tengsl vel og var sí- fellt reiðubúinn að taka við hveijum sem var í viðtal, óháð trúarafstöðu manna. Sjálfur á ég honum að þakka ráðgjöf, hvatningu og gest- risni við ótal tækifæri. Hafi ein- hveijir ekki orðið varir við hlýju hans og bróðurlegan kærleika, þá er það vegna þess eins, að viðkom- andi hafa ekki haft augun opin til að sjá eða ekki látið það eftir sér. Þess vegna var hann líka gagnrýnd- ur (er ekki vanþekkingin móðir for- dómanna?), en aldrei nokkurn tím- ann fann ég biturleika hjá honum út í þessa gagnrýnendur sína — aðeins einu sinni undrun og sárs- auka. Það er ekki alltaf auðvelt að greina á milli þess sem biskup ger- ir og kirkjan sem slík. Ég er ekki með orðum mínum að gera lítið úr hlut presta og leikmanna í upp- byggingu safnaðarstarfsins, í ýms- um félagsmálum, kirkjusmíð í Hafnarfirði og stofnun kapellna í Keflavík og á ísafirði, skólabygg- ingu í Landakoti og á mörgum öðr- um sviðum. En sem kaþólskur söfn- uður, félagslega séð, stöndum við á vissan hátt eftir sem höfuðlaus her án biskupsins. Skarð Reýkjavík- urbiskups verður að vísu fyllt, þeg- ar tímar kona, en skarð Alfreðs biskups verður aldrei algerlega fyllt í huga okkar. Áhrifa hans mun lengi gæta á mörgum fjölmörgum svið- um. Ein ástæða þess er sú, að lag hans á því að stjórna og koma málum í verk var ekki fyrst og fremst með valdi, heldur með því að „delegera" — að virkja sem flesta til þátttöku og treysta réttum mönnum fyrir ábyrgð og fram- kvæmd hlutanna. Hann gat verið mjög ákveðinn, en með þessu móti þurfti hann ekki að vera með fing- urna í öllum verkefnum, þótt hann fylgdist manna bezt með þeim. Hvort sem það voru verklegar fram- kvæmdir, Kaþólska kirkjublaðið, Akademía biskups eða áhuga- mannastarf um andleg mál, þá var Alfreð biskup alltaf fús til að örva og hvetja okkur til sjálfstæðra framkvæmda. Við fráfall hans finnum við til þess, að við hefðum getað reynzt honum betri vinir á stundum — einnig hann hefði mátt þiggja okk- ar stuðning líka, því að einstöku sinnum mátti skynja, að honum liði ekki vel. Látum þetta verða okkur til áminningar um að sýna ræktar- semi við þá, sem við enn höfum meðal okkar, þá sem gefnir eru okkur til þjónustu til skamms tíma, með öllum sínum takmörkunum að sjálfsögðu, en í einlægni og kær- leika. Hér er ég að hugsa um prest- ana okkar og reglusystur fyrst og fremst. Þau hafa eins og biskupinn helgað líf sitt Kristi og þessari þjóð, tekið á sig að læra erfitt tungu- mál, lifa í skírlífi og slíta sig upp með rótum frá eigin föðurlandi. Alfreð biskup hefði heldur viljað sjá meiri ræktarsemi við eftirlifandi samstarfsmenn hans en að við sæt- um eftir sýtandi fráfall hans. Verum þó minnug þess, að við höfum enn tækifæri til að sýna þakklæti okkar með því að biðja fyrir honum. Hann hlýtur að hafa haft sína veikleika eins og aðrir. Sem kaþólikkar eigum við að vita, að biskupinn okkar, lif- andi sem látinn, er í þörf fyrir fyrir- bænir okkar eins og hver annar maður. Tökum því undir þessa bæn: Drottinn, veit honum eilífa hvíld, og hið eilífa ljós lýsi honum. Jón Valur Jensson. Mig langar með fáuin orðum að kveðja vin minn og sóknarfélaga sem reyndist mér alltaf svo vel. Alfreð var biskup kaþólsku kirkj- unnar í sjö ár, og þjónaði ég honum sem kórdrengur allan þann tíma. Hann var ávallt léttur í lund og álitum við margar góðar og ánægju- legar stundir saman. Hann bauð mér stundum heim í mat og þá var oft glatt á hjalla og mikið hlegið, og því kveð ég þig Alfred minn með söknuð og megi Guð og gæfa fylgja þér. Hvíl í friði. Gunnar Lund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.